Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 8
1Hversu langan dóm hlaut MagnúsEinarsson fyrir að myrða eiginkonu sína? 2Hvaða stórfyrirtæki hélt hluthafafundí gær? 3Hvaða erlendi söngvari heldur tón-leika í Laugardalshöll 21. september næstkomandi? Svörin eru á bls. 34 VEISTU SVARIÐ? 8 10. júlí 2005 SUNNUDAGUR HRYÐJUVERK Sendiráðspresturinn í Lundúnum segir að mestu sam- stöðuna sýni fólk með því að halda sínu striki. Í kjölfar hryðjuverkanna á fimmtudaginn heimsótti séra Sig- urður Arnarson, sendiráðsprestur í Lundúnum, sjúkrahús borgarinn- ar þangað sem slasaðir höfðu verið fluttir til að ganga úr skugga um að Íslendingar væru ekki þar á meðal. „Fyrst reyndum við að senda fax á spítalana en það gekk ekkert, sím- ar voru alltaf á tali og því varð ég hreinlega að fara á spítalana til að leita af mér allan grun.“ Á fimmtudaginn kom svo til umræðu að halda bænastund í sendiráðinu en af því varð hins vegar ekki. „Það var til dæmis vegna þess að fólki hafði verið hvatt til að halda kyrru fyrir. Þar fyrir utan þá felst mesta samstað- an hreinlega í að koma hlutunum í eðlilegt horf á ný. En fólk er auð- vitað bæði skelkað og hissa, það hefur kannski verið þarna á vett- vangi rétt áður sprengjurnar sprungu eða misst af lestunum sem lentu í þessu. Því líður ekki vel og á eftir að vera lengi að jafna sig.“ - shg HRYÐJUVERK Eftir því sem meira kemur í ljós um illvirkin sem unnin voru í Lundúnaborg á fimmtudags- kvöldið á maður erfiðara með að skilja þau. Hvers vegna kýs nokkur maður að grípa til þess ráðs að skilja eftir tifandi tímasprengju í rútu eða lest fullri af saklausu fólki? Við þeirri spurningu er að líkindum ekki til neitt rökrétt svar. Ekki í okkar nafni Á vissan hátt færa árásirnar í Lund- únum okkur nær veruleika sem fjöldi manns í fjarlægari löndum þarf að búa við daglega. Þannig er sagt frá því í dagblaðinu Guardian í dag að aldrei þessu vant hafi fólk í Bagdad hringt til Lundúna til að at- huga um afdrif ættingja sinna. Greinin minnir okkur líka á að þrátt fyrir að kenna sig við tiltekin trúar- brögð þá fóru tilræðismennirnir ekki í manngreinarálit í árásum sín- um, múslimar jafnt sem aðrir týndu lífi í lestunum og strætisvagninum á fimmtudaginn. Ein sprengingin varð í lest sem var á leiðinni frá Aldgate að Liver- pool Street stöðinni og fórust sjö í því tilræði. Aldgate-hverfið telst seint til fínustu hverfa Lundúna- borgar en þar býr fólk sem hefur al- mennt lágar tekjur og litla mennt- un. Orð Ken Livingstone, borgar- stjóra Lundúna, á fimmtudaginn um að árásinni hafi ekki verið beint að þeim sterku eiga því vel við hér. Í hverfinu er jafnframt fjölmennt múslimasamfélag, þar er stór moska og menningarmiðstöð, að- eins steinsnar frá neðanjarðarlest- arstöðinni sem enn er lokuð. Ef öfgafullir múslimar voru að verki á fimmtudaginn hikuðu þeir greini- lega ekki við að ráðast gegn hóf- samari trúbræðrum sínum. Í gær voru í miðstöðinni saman- komnir ungir múslimar víða af landinu til að ræða sambúð ólíkra trúarhópa, ráðstefna sem hafði ver- ið ákveðin löngu fyrir tilræðin. Tveir unglingspiltar frá Manchest- er, Mohammed og Walled, standa reykjandi undir húsvegg og taka blaðamanni nokkuð vel þótt þungt sé í þeim hljóðið. „Þetta er villi- mennska sem á ekkert skylt við trú- arbrögð,“ segir Mohammed um til- ræðin. „Allir múslimar fordæma þau harðlega.“ Þrátt fyrir að sumir hafi spáð því að múslimar í Bret- landi verði fyrir aðkasti í kjölfar árásanna telja þeir félagar það frek- ar ólíklegt. „Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að þessar árásir voru framdar af brjálæðingum,“ segir Walled. Ástvinar leitað Fyrir utan Konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum aðeins lengra í burtu stendur hópur blaðamanna og bíður fregna. Lögregla tryggir að aðeins þeir sem eiga erindi á sjúkrahúsið komist inn en þangað voru margir slasaðir fluttir í kjölfar sprenging- anna. Tvær konur eru í örvæntingar- fullri leit að vinkonu sinni sem ekk- ert hefur spurst til síðan morguninn örlagaríka. Þær óttast að hún hafi verið í lestarvagninum sem sprakk nærri Kingís Cross stöðinni en þar er enn verið að reyna að ná líkum út. Aðstæður eru afar erfiðar. Piccadilly-línan liggur mjög djúpt ofan í jörðinni og sjálf lestargöngin eru níðþröng. Aðeins 15 sentímetrar skilja að þak lestarinnar og ganga- loftið. „Ég bara vona að hún sé á lífi,“ segir Elena Law, móðir Connie Law sem hefur gengið á milli helstu sjúkrahúsa borgarinnar og leitað að bestu vinkonu sinni, Mihaelu Ottou. Mihaela er (eða var?) 47 ára gömul, ættuð frá Rúmeníu, fráskilin og vann á tannlæknastofu í Norður- Lundúnum. „Mamma hennar átti 78 ára afmæli um síðustu helgi og þá var hún svo glöð. Í gær grét hún hins vegar allan daginn,“ bætir El- ena við grátklökk. „Þegar tannlæknirinn hringdi á fimmtudagsmorguninn að spyrjast fyrir um Mihaelu vissi ég strax að eitthvað hlyti að vera að. Síðan þá hef ég varla tekið mér hvíld heldur leitað og leitað án árangurs. En eng- ar fréttir eru líka góðar fréttir, ég hef ekki gefið upp vonina,“ segir Connie. Þær mæðgur tala hins veg- ar um Mihaelu í þátíð eins og hún sé þegar dáin, von þeirra virðist í besta falli veik. Stundum hættir okkur til að líta á þá sem deyja eða slasast í slíkum árásum sem andlitslaus nöfn, jafn- vel tölfræði. Að standa frammi fyr- ir þeim sem raunverulega syrgja færir manni hins vegar heim sann- inn um að hvert einasta dauðsfall er mannlegur harmleikur. Á bak við andlitslausu nöfnin eru mæður, feð- ur, systur, bræður, dætur, synir og vinir. Tilvera alls þessa fólks leggst í rúst þegar slíkt áfall dynur yfir – og það af manna völdum. Það er ekki síst þess vegna sem manni er ómögulegt að skilja þær hvatir sem búa að baki hryðjuverkum á borð við þau sem voru framin í Lundún- um í vikunni sem leið. ■ LÁTINNA MINNST Fjöldi fólks hefur lagt blómvendi við King's Cross lestarstöðina í virðingarskyni við hina látnu. Minningarathöfn: Stutt flögn í Lundúnum HRYÐJUVERK Breska stjórnin hefur farið þess á leit við Breta að þeir virði tveggja mínútna þögn til minningar um þá sem létust í hryðjuverkaárásunum á fimmtu- dag. Þagnarstundin verður á hádegi á fimmtudag, þegar vika er liðin frá árásunum sem kostuðu minnst 49 einstaklinga lífið. ■ Hryðjuverkaógnin: Mikil áhrif á íflróttavi›bur›i HRYÐJUVERK Árásirnar í London hafa orðið til þess að hert hefur verið á öryggisráðstöfunum víða í Bretlandi. Þetta hefur meðal ann- ars áhrif á íþróttaviðburði þar sem búast má við að fjöldi fólks verði viðstaddur. Stjórnendur Silverstone- kappakstursins í Formúlu 1 sem hefst í dag hafa aukið öryggisráð- stafanir. Sprengjuleitarhundar eru nú látnir þefa af öllum töskum og pokum sem áhorfendur hafa með sér á viðburðinn. Einnar mínútu þögn verður áður en kappaksturinn hefst. Öryggisráðstafanir hafa einnig verið endurskoðaðar á Lord's- vellinum þar sem England og Ástralía eigast við í krikket í dag og á morgun. ■ Árásarmennirnir: Tveir eigna sér árásirnar HRYÐJUVERK Abu Hafs al Masri hersveitin, sem segist tengjast al- Kaída, hefur lýst ábyrgð á hendur sér á hryðjuverkunum í Lundún- um. Sannleiksgildið hefur þó ekki fengist staðfest og leggja sér- fræðingar í hryðjuverkamálum lítinn trúnað á tilkynninguna þar sem hópurinn hefur áður eignað sér verk sem hann hefur ekki staðið fyrir. Meðal þess sem hópurinn hef- ur áður sagst hafa afrekað er að valda rafmagnsleysi á stóru landssvæði í Bandaríkjunum árið 2003. Rannsókn leiddi í ljós að bil- un í raforkukerfinu og skipulags- laus uppbygging þess hefði verið valdur að rafmagnsleysinu. Annar hópur, Leynileg samtök al-Kaída í Evrópu, höfðu áður lýst ábyrgð á hendur sér en það hefur heldur ekki verið sannreynt. ■ UNGIR MÚSLIMAR Mohammed Yousaf og Walled Mialy segja hryðjuverkin viðurstyggileg. LOKAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA Aldgate lest- arstöðvunum var lokað á fimmtudaginn en ekki liggur fyrir hvenær þær verða opnaðar á ný. ÖRVÆNTINGARFULL LEIT Connie og Elena Law hafa leitað að Mihaelu Ottou síðan á fimmtudaginn. Hér ræða þær við blaðamenn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S VE IN N G U Ð M AR SS O N SVEINN GUÐMARSSON SKRIFAR FRÁ LONDON Á VETTVANGI HRYÐJUVERK Í HÖFUÐBORG BRETLANDS Hvert einasta dau›sfall er mannlegur harmleikur Í fla› minnsta fimmtíu fórust í sprengjutilræ›unum í Lundúnum á fimmtudaginn. Lögreglan leitar log- andi ljósi a› illvirkjunum sem taldir eru tilheyra al-Kaída sellu en á me›an reyna borgarbúar a› koma lífi sínu í e›lilegt horf. M YN D /A P SIGURÐUR ARNARSON Sigurður fór á sjúkrahús þangað sem særðir og látnir voru fluttir og gekk úr skugga um að Íslendingar væru ekki í þeim hópi. Sendiráðspresturinn í Lundúnum: Fólk er bæ›i skelka› og hissa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.