Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 40
BIRGIR ÁRMANNSSON Á SÆTI Í STJÓRNARSKRÁRNEFND: „Það er ekki heppilegt að hafa ákvæði í stjórnskipunarlögum sem kallar á jafn ólíkar og um- deildar skýringar og fram komu á síðasta ári.“ Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, á sæti í níu manna stjórnarskrárnefnd og ber þungann af gerð endanlegra til- lagna um stjórnarskrárbreytingar ásamt átta öðrum þingmönnum sem sæti eiga í nefndinni. Össur leggur áherslu á að tækifærið verði notað til að tryggja aukið lýðræði við endurskoðun stjórn- arskrárinnar. „Það sem mér finnst mestu skipta við þessa enduskoðun er að það takist að ná samstöðu um ákvæði sem opnar greiða leið fyr- ir almenning til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um um- deild mál sem upp koma. Nú á al- menningur greiða leið að öllum mögulegum upplýsingum um flókin mál og hefur þess vegna ekki síðri möguleika til þess að taka afstöðu og þar með þátt í ákvörðunum um mjög flókin mál en við þingmenn. Þetta er megin- atriði. Fyrir mína parta kemur ekki til greina að gera hrossakaup um þetta á þá lund að slíkt ákvæði yrði tekið upp gegn því að mál- skotsréttur forsetans yrði afnum- inn. Margir stjórnarliðar vilja af- nema þennan rétt forseta. Ég lít svo á að með samþykkt landsfund- ar Samfylkingarinnar, sem tók beinlínis á þessu, sé illgerlegt fyr- ir mig að hnika frá því. Umræðan um fjölmiðlamálið í fyrra óf fram á þann veg að samstaða hefði virst vera í sjónmáli milli ólíkra geira samfélagsins þegar rykið tók að setjast,“ segir Össur. Hann telur sömuleiðis að upp þurfi að taka í stjórnarskrána ákvæði um þjóðareign á auðlind- um sem enginn eigi sannarlega. Hann kveðst gera sér góðar vonir um að samstaða náist um þetta enda hafi aðrir stjórnmálaflokkar tekið undir slíkt. „Einnig er nauðsynlegt að stjórnarskráin hafi að geyma ákvæði sem er sambærilegt ákvæðum í nágrannalöndunum um að Ísland geti orðið aðili að yf- irþjóðlegum valdastofnunum án þess að það þýði stjórnarskrár- breytingar í hvert skipti. Samn- ingurinn um evrópska efnahags- svæðið var á gráu svæði í þessu efni. Eins og mál hafa þróast er samningurinn kominn út yfir gráa svæðið. Alger vafi leikur á því hvort unnt sé að segja að samn- ingurinn standist stjórnarskrána nú eins og mál hafa þróast. Til dæmis hafa möguleikar okkar til áhrifa dofnað eftir því sem vald færist frá Evrópusambandinu til Evrópuþingsins, sem nú hefur síð- asta orðið.“ Þótt mannréttindakafla stjórn- arskrárinnar hafi verið breytt árið 1995 telur Össur fulla þörf á því að breyta þeim kafla aftur. „Það þarf að taka af allan vafa um það í stjórnarskrá að ákvæði í mannréttindasáttmálum, sem við staðfestum, hafi lagagildi á Ís- landi jafnvel þótt þingið hafi ekki staðfest einstaka samninga. Lang- flestir samningar um þetta hafa ekki verið staðfestir af Alþingi en alltaf eru að koma fram dómafor- dæmi sem styðjast við þá engu að síður. Þetta þarf að hefja upp yfir allan vafa en það eykur vernd borgaranna. Það er ekki síst þörf á því í andrúmslofti þar sem ógn, sem menn upplifa, veldur því að réttindi borgaranna eru skert með alls kyns lögum.“ Össur vill að inn í stjórnar- skrána komi skýr ákvæði um skipan æðstu dómstóla og spyr hvort ekki sé samstaða um það. Þá hafi Samfylkingin alltaf haldið til haga við endurskoðun stjórnar- skrárinnar að nauðsynlegt sé að breyta kjördæmaskipaninni, gera landið að einu kjördæmi. „Síðan þarf að koma í stjórnar- skrána ákvæði sem skerpir eftirlit og aðhald Alþingis með fram- kvæmdavaldinu; skýrt ákvæði um rannsóknarnefndir á vegum þings- ins. Í dag eru þessi ákvæði óskýr og óbrúkleg og hafa engu máli skipt. Það þarf að koma skýrt ákvæði um vald Alþingis til þess að setja upp eftirlitsnefndir og rann- saka hluti. Þetta þarf að vera skýr réttur kjörinna fulltrúa þegnanna,“ segir Össur Skarphéðinsson. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra níu manna sem sæti eiga í stjórnarskrárnefnd. Hann leggur áherslu á að vinna nefndarinnar sé enn ekki komin á það stig að farið sé að ræða ákveðnar tillögur að breytingum á stjórnarskránni, enda á sú vinna ekki að hefjast fyrr en í haust samkvæmt vinnuá- ætlun nefndarinnar. Birgir vill halda sig við ákveðna hugsun, ákveðin grundvallarsjón- armið, þegar hann gengur til verka við endurskoðunina. „Þegar menn nálgast svona viðfangsefni verða menn fyrst að átta sig á því hvers konar skjal menn vilja að stjórnarskrá sé. Stjórnarská á að fela í sér grund- vallarreglur um skipan ríkis- valdsins; hvernig ákvarðanir eru teknar á þeim vettvangi, hvar valdmörk liggja milli einstakra handhafa ríkisvaldsins og máls- meðferðarreglur sem leiða af því. Þetta er kjarninn í öllum stjórnar- skrám. Síðan hafa stjórnarskrár auðvitað líka að geyma ákveðnar grundvallarreglur um það hvar mörk ríkisins gagnvart borgurun- um liggja. Þess vegna hafa flestar ef ekki allar stjórnarskrár að geyma mannréttindakafla, sem fela í sér grundvallarreglur um réttindi borgaranna, en þær má ríkisvaldið ekki skerða með lög- um. Þar er löggjafarvaldi ríkisins settar ákveðnar skorður. Þetta er í mínum huga kjarninn sem á að felast í stjórnarskrá.“ Birgir telur mikilvægast að endurskoða þá þætti stjórnar- skrárinnar sem lúta að æðstu stjórn ríkisins, enda séu þar kaflar sem aldrei hafa sætt endurskoðun. „Aðrir þættir eins og til dæmis mannréttindakaflinn og atriði sem lúta að kosn- ingum og skipan Alþingis hafa verið endur- skoðaðir nýlega.“ Birgir segir ekki nauðsynlegt að gerbreyta íslenskri stjórnskip- un enda hafi hún á ýmsa lund reynst býsna vel. „Hins vegar er ljóst að ýmis ákvæði þessara kafla eru óskýr. Önnur eru beinlínis úr- elt og því nauðsynlegt að taka á því hvernig breyta megi þeim texta. Ég er að tala um valdmörk- in milli aðgreindra þátta ríkis- valdsins og atriði eins og þjóðarat- kvæðagreiðslur. Dæmi um atriði sem þarf að endurskoða er ákvæð- ið sem olli mestum ágreiningi á síðasta ári. Það er 26. greinin um vald forseta til þess að synja lög- um staðfestingar. Það ákvæði þarfnast endurskoðunar alveg óháð því hvaða niðurstöðu menn vilja fá fram. Það er ekki heppi- legt að hafa ákvæði í stjórnskipun- arlögum sem kallar á jafn ólíkar og umdeildar skýringar og fram komu á síðasta ári. Þannig að í þessari stjornarskrárvinnu þurfa menn að eyða þessum vafa vegna þess að reglurnar sem lúta að stjórn ríkisins, valdmörkum og hvernig ákvarðanir eru teknar, verða að vera skýrar og þess eðlis að þær kalli ekki á grundvallar- deilur í samfélaginu,“ segir Birgir. Nú heyrast stundum þau sjón- armið að í stjórnarskrám eigi líka að vera það sem kalla mætti al- mennar stefnuyfirlýsingar fyrir þjóðfélagið. „Þarna held ég að menn verði að fara varlega. Það byggist á því að mínu mati að stjórnarskrá er lagatexti sem á að hafa ákveðin réttaráhrif og sem menn eiga að geta byggt á fyrir dómstólum. Þess vegna eru al- mennar yfirlýsingar með óljósu inntaki í eðli sínu óheppilegar. Slíkar yfirlýsingar eiga ef til vill frekar heima í stefnuyfirlýsing- um stjórnmálaflokka eða ríkis- stjórnarsáttmálum. Það verður líka að hafa í huga að stjórnarskrá á að vera þess eðlis að hún geti staðið af sér sveiflur í stjórnmál- um. Sama stjórnarskráin verður að geta átt við hvort sem vinstri- eða hægristjórn ríkir í landinu. Það er óheppilegt að hafa stjórn- arskrá þannig úr garði gerða að nýr meirihluti á þingi telji sig knúinn til þess að breyta henni ef hann vill ná fram breytingum við stjórn landsmálanna. Stjórnar- skrá verður með öðrum orðum að vera sæmilega stöðug þannig að pólítísk markmið, sem geta breyst frá einum tíma til ann- ars, eiga ekki heima í stjórnar- skrártexta.“ 20 10. júlí 2005 SUNNUDAGUR STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS Endursko›u› III. HLUTI Hryðjuverk og mannréttindi Hryðjuverkin á annatíma í Lundúnum síðast- liðinn fimmtudagsmorgun leiða hugann að ör- yggi borgaranna. Í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 í Bandaríkjunum reyndi á jafnvægið milli stjórnarskrárbundinna mann- réttinda og kröfunnar um tímabundna frelsis- eða réttindaskerðingu borgaranna í þágu ör- yggishagsmuna. Í eðli sínu snertir þetta mörkin milli ríkis- ins og borgaranna. Birgir Ármannssonl, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, á sæti í stjórnar- skrárnefnd. Í viðtali hér á síðunni bendir hann á að flestar stjórnarskrár geymi mannrétt- indakafla sem taki á þessum mörkum. Mann- réttindakaflarnir takmarki vald ríkisins til þess að skerða réttindi borgaranna með laga- setningu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, á einnig sæti í stjórnarskrár- nefnd. Hann vekur athygli á að Íslendingar hafi látið undir höfuð leggjast að staðfesta ýmsa mannréttindasáttmála sem þeir eiga aðild að.“Það er ekki síst þörf á því í andrúmslofti þar sem ógn, sem menn upplifa, veldur því að rétt- indi borgaranna eru skert með alls kyns lögum.“ Erfiðar viðræður um stöðu forseta Íslands Af orðum Össurar og Birgis má einnig ráða að stjórnarliðar og stjórnarandstaða eru nánast jafn fjarri því nú og í fyrra að ná samkomulagi um endurskoðun ákvæða sem lúta að valdi for- seta Íslands til að skjóta málum til þjóðarinnar. Með því að synja fjölmiðlalögum staðfestingar fyrir liðlega ári kviknaði bál. Glæður þess lifa og geta blossað upp fyrirvaralaust. Landsfund- ur Samfylkingarinnar samþykkti nýverið að skilgreina þurfi stöðu og umboð forsetans skýr- ar í stjórnskipan landsins og standa skuli vörð um málskotsréttinn. Jóni Krist- jánssyni, for- manni stjórnar- skrárnefndar- innar, er sá vandi á höndum í þessu efni að sætta afar ólík sjónarmið. Þeir sem lengst vilja ganga tala um að leggja niður embætti forseta Íslands. Aðrir eru hófsamari. Birgir Ármanns- son vill endurskoða ákvæði um vald forsetans nánast óháð niðurstöðunni því óviðunandi sé að ákvæði stjórnarskrárinnar séu svo óljós að þau geti vakið þvílíkar deilur sem risu í fjölmiðla- málinu í fyrra. Jóhann Hauksson Vinnuáætlun Samkvæmt erindisbréfi á stjórnar- skrárnefnd að afhenda forsætisráð- herra frumvarp að breytingu á stjórn- skipunarlögum fyrir árslok 2006. Það er nefndinni sérstakt keppikefli að endanlegar tillögur endurspegli þjóðarvilja og því hefur hún einsett sér að stuðla að upplýstri umræðu um stjórnarskrárumbætur. Eins og greint hefur verið frá á þessum vett- vangi Fréttablaðsins eru gögn nefndar- innar aðgengileg á vefsíðunni www.stjornarskra.is. Vinnu nefndarinnar hefur verið skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga, sem senn er lokið, var ráðgert að taka saman upplýsingar um stjórnarskrár- þróun hérlendis og víðar. Einnig skyldi rekja sögu íslensku stjórnarskrárinnar. Þessari vinnu er nú lokið og verður efnið gefið út innan tíðar. Í öðrum áfanga er ráðgert að útbúa vinnuskjal þar sem farið verður yfir öll þau atriði sem talið er að þarfnist endurskoðunar í núverandi stjórnar- skrá. Vinnuskjalið verður birt á heima- síðu nefndarinnar og rúmur frestur gefinn til þess að senda inn skriflegar athugasemdir. Þessu vinnuþrepi á að ljúka um næstu áramót. í lokaáfanganum, sem hefst í upphafi næsta árs, verður sérfræðinganefnd- inni falið að útfæra hugmyndir að frumvarpi. Tími gefst til að ræða þær hugmyndir, semja frumvarpsdrög og gefa álit á þeim drögum. Eftir 1. sept- ember á næsta ári er ráðgert að stjórnarskrárnefnd afhendi forsætis- ráðherra frumvarp um breytingar á stjórnarskránni ásamt greinargerð. - jh Samsta›a um stö›u forseta varla í augs‡n > SAMFYLKING 2005 ÚR STJÓRNMÁLAÁLYKTUN LANDSFUNDAR • Koma skal á fót rannsóknarnefnd- um Alþingis, sem hafa víðtækt umboð og rannsóknarvald, til að styrkja eftir- litshlutverk Alþingis með fram- kvæmdavaldinu. Endurskoða þarf reglur um rannsóknarnefndir Alþingis vegna einstakra mála skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar. • Reglum um skipan Hæstaréttar- dómara verði breytt með það fyrir augum að eingöngu fagleg sjónarmið og skil á milli framkvæmda- og dóms- valds ráði skipan í embætti. • Ráðherrar gegni ekki þingmennsku sem m.a. stuðlar að því að skerpa að- greiningu löggjafar- og framkvæmda- valds. • Skilgreina þarf stöðu og umboð for- setans skýrar í stjórnskipan landsins og standa vörð um málskotsréttinn. • Nauðsynlegt er að móta stefnu stjórnvalda til framsals fullveldis og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Breyt- ingar á stjórnarskrá eiga að endur- spegla þá stefnu. Spurningum, ábendingum og hugmyndum um efni á stjórnarskrársí›u Fréttabla›sins er unnt a› koma á framfæri í tölvupósti. NETFANGIÐ ER: stjornarskra@frettabladid.is Reglurnar mega ekki vera tilefni deilna Birgir Ármannsson á sæti í stjórnarskrárnefnd. Hann segir a› reglurnar um stjórn ríkisins flurfi a› vera fla› sk‡rar a› flær valdi ekki grundvallardeilum í samfélaginu líkt og ger›ist me› málskotsrétt forseta Íslands í fyrra. Engin hrossakaup um málskotsrétt Össur Skarphé›insson á sæti í stjórnarskrár- nefnd. Hann kve›st bundinn af samflykkt landsfundar Samfylking- arinnar um a› málskots- réttur forseta Íslands ver›i varinn. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Á SÆTI Í STJÓRNARSKRÁRNEFND: „Fyrir mína parta kemur ekki til greina að gera hrossa- kaup um þetta á þá lund að slíkt ákvæði yrði tekið upp gegn því að málskotsréttur forsetans yrði afnuminn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.