Fréttablaðið - 16.07.2005, Side 54

Fréttablaðið - 16.07.2005, Side 54
Stórsýningin Annie verður frum- sýnd á sunnudag og undirbúningur er að ná hámarki. Margt er um manninn þar sem alls eru þrjátíu manns á sviðinu á hverri sýningu og þá eru ekki allir taldir því töluverð- ur hópur barna skiptist á að koma fram á sýningum. „Það er mikið líf og fjör og allir svo kátir,“ segir Viðar Eggertsson, leikstjóri sýningarinnar. „Þetta er skemmtileg saga um bjartsýni og sjálfsbjargarviðleitni en Annie er ein af þessum sögupersónum sem heillar alla í kringum sig.“ Handrit söngleikjarins er samið eftir teiknimyndasögu sem birt var í bandarísku tímariti. Ein sjón- varpsmynd hefur verið gerð eftir sögunni en kvikmyndin sem kom út 1982 er þó mun þekktari. „Leikhús- formið er nokkuð ólíkt kvikmynda- forminu, svo við byggjum ekki sér- staklega á kvikmyndinni. Persón- urnar eru sterkt mótaðar í handrit- inu þó að eiginleikar hvers leikara setji svo sinn svip á hlutverkið. Annie fær til dæmis svolítið ís- lenskt krydd frá stelpunum,“ segir hann. Margir kannast við tónlistina úr Annie og hafa dægurtónlistarmenn og jafnvel rapparar notast við hana. „Það eru mjög falleg lög í sýning- unni og þau eru óvenju mörg sem orðið hafa vinsæl,“ segir Viðar. Um leikkonurnar sem skipta með sér hlutverki Anniear hefur Viðar allt gott að segja. „Þær eru flinkar og hressar stúlkur, hver annarri skemmtilegri. Þetta er gíf- urleg vinna en stúlkurnar eru af- burðaduglegar. Þær þurfa allar þrjár að sitja hverja einustu æfingu og fylgjast með þótt aðeins geti ein æft á sviðinu í einu.“ Viðar segir hafa verið mjög erfitt að velja eina stúlku til að vera á frumsýningunni. „Listrænir stjórnendur sýningarinnar settust niður til að ákveða hver það yrði, en það var svo mikil glíma að við þurft- um eiginlega að kasta peningi upp á það. Fyrir okkur sem vinnum í leik- húsinu er frumsýningin þó alls ekki aðalmálið. Allar sýningar eru jafn mikilvægar því hver sýning er frumsýning fyrir þann áhorfenda- hóp sem er í salnum.“ ■ 38 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ...tónleikum tríósins B-3 á Jómfrúnni, Lækjargötu klukkan 16 í dag. ...sýningu Sigrúnar Rósar Sig- urðardóttur í Gallerí Tukt, hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5 sem opnar klukkan 16 í dag. ...spunagítarleikaranum og tón- skáldinu Fred Frith sem heldur tónleika í Klink og Bank klukkan 21 í kvöld. Nú um helgina er haldin Skálholtshátíð, en hún er haldin árlega sunnudaginn sem næst- ur er Þorláksmessu á sumri sem er 20. júlí. Á laugardagskvöldið 16. júlí verða orgeltón- leikar í Skálholtsdómkirkju. Þar leikur þýski organistinn Henrik Langelahn frá Herfurt. Leik- ur hann verk eftir Bach og fleiri höfunda, allt til nútímatónskálda. Sunnudaginn 17. júlí verður hátíðamessa kl. 14.00 þar sem vígslubiskup predikar. Eftir messu er boðið til kirkjukaffis í Skálholtsskóla. Kl. 16.30 er svo samkoma í kirkjunni með blönduðu efni. Þar flytur Dr. Gunnlaugur Jóns- son hugleiðingu um bænamál Davíðssálma. Dr. Sverrir Jakobsson kynnir rannsóknir sínar á afstöðu íslenskra fornhöfunda til kirkjuklofn- ingsins með tengingu við upphaf biskupsstóls- ins í Skálholti. Séra Þórir Stephenssen les valda kafla úr há- tíðarljóðum sr. Sigurðar Einarssonar síðan 1956. Á efnisskrá þessarar samkomu er auk þessa orgelleikur og söngur. Í tengslum við hátíðina hefur verið stofnað til pílagrímagöngu frá Þingvöllum í Skálholt og stefnir göngufólk að því að koma í tæka tíð til að taka þátt í messunni og dagskrá hátíðar- innar á sunnudag. Kl. 20.00 Bandaríski rapphundurinn Snoop Dogg heldur tónleika í Egilshöll á sunnudags- kvöldið klukkan 20 og verður sá hvalreki á Íslandsstrendur að teljast hápunktur helgarinnar þótt vissulega sé Snoop ekki sá hámenningarlegasti og dólgslætin í honum á köflum yfirgengileg. menning@frettabladid.is Hátíð í Skálholti VIÐAR EGGERTSSON OG THELMA LIND WAAGE Viðar segir gaman að vinna með börnunum í sýningunni því þau hafi sýnt óbilandi áhuga og þrek. Stórsýningin Annie frumsýnd á sunnudag ! Djassbassaleikarinn Eivind Opsvik kemur til landsins í næstu viku og heldur ferna tónleika ásamt píanist- anum Sunnu Gunnlaugs og banda- ríska trommuleikaranum Scott McLemore. Eivind er Norðmaður en hefur verið búsettur í New York undanfarin ár. Hann hefur gefið út tvo geisladiska með eigin tón- smíðum og á þeim spilar með honum einvalalið djassleikara frá N.Y. Hann hefur fengið frábæra dóma hjá gagnrýnendum hið vestra og var fyrri diskur hans valinn einn af disk- um ársins 2003 hjá hinu virta djass- tímariti Downbeat. Seinni diskurinn kom út fyrir örfáum vikum. Eivind hefur verið í samstarfi við Sunnu um nokkurt skeið og hafa þau leikið saman bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þau stefna að því að leika frumsamið efni á tónleikunum og taka svo upp tónlistina að tónleika- röðinni lokinni. ■ Frábær djassbassaleikari á lei›inni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Það hefur lengi verið draumur minn að setja upp söngleik og þá helst söngleik fyrir krakka. Mig langaði mikið að vinna með börnum og gefa þeim tækifæri til að stíga á svið,“ segir Rakel Kristinsdóttir framleiðandi og framkvæmdastjóri sýningarinnar. „Þetta er búið að vera mikil vinna og taka lengri tíma en ég átti von á.“ Þrjár ungar stúlkur á aldrinum tíu til ellefu ára deila með sér aðalhlutverkinu. „Upp- haflega stóð til að hafa tvær ungar leikkonur til skiptis í hlutverkinu og eina til vara en svo voru þær allar svo hæfileikaríkar að við ákváðum að hafa þær allar þrjár. Það er líka gaman að gefa fleirum tækifæri á að prófa. Við erum líka með fleiri krakka í sýningunni en þurfti og við vildum bara að sem flestir fengju að spreyta sig.“ EIVIND OPSVIK Pabbi Eivindar, Peter Op- svik, hannaði tripp trapp barnastólinn svo hann á ekki langt að sækja sköpunargleð- ina. M YN D /G AU TE G JO H L D AH LE Tríóið Eivind, Sunna og Scott spila á eftirfarandi stöðum: 21 júlí: Listasumar Akureyri klukkan 21:30. 22 júlí: Gamli Bærinn Mývatn, á milli 22:00 og 00:00. 23 júlí: Jómfrúin Reykjavík á milli 16:00 og 18:00 ókeypis inn. 24 júlí: Pravda Reykjavík á milli 22:00 og 24:00 ókeypis inn. SKÁLHOLT Um helgina er haldin í Skálholti svokölluð Skálholtshátíð en hún er haldin árlega hinn sunnudag sem er næstur Þorláksmessu að sumri. Þriðja ljóðabók Halldóru Krist- ínar Thoroddsen sem ber heitið Gangandi vegfarandi er komin út hjá Máli og menningu. Í bókinni er fjallað um lífið og til- veruna á grátbroslegan hátt. Eitt ljóðanna í bók Halldóru er hér fyrir neðan. HALLDÓRA KRISTÍN THORODDSEN „Ég hef ekki einu sinni gert upp við mig hvort þetta eru ljóð eða bara hugsanir. En markaðurinn heimtar flokkun svo ég kalla þetta ljóðabók,“ segir ljóðskáldið. VIÐ HÉRNA VESTRA og nú er það pedófíllinn einnig hann er upprunninn í Afríku enn um hríð getur allt verið honum að kenna þrátt fyrir ótakmarkað veiðileyfi fjölgar honum í kjörlendinu við laugum okkur í sári hans eins og hvítþvegin börn getum við (guði sé lof) enn um stund haldið áfram að haga okkur eins og skepnur Gangandi vegfarandi Flest ykkar hafa líklegast sjaldan eða aldrei heyrt um Bill Callahan þrátt fyrir að maðurinn hafi verið einn afkastamesti tónlistarmaður síðustu 13 ára. Á þeim tíma hefur manninum tekist að gefa út 12 breiðskífur undir nafninu Smog og er mikilvægur listamaður í heimi tónlistargrúskrara um allan heim. Callahan hefur mjög djúpa og sérstaka rödd. Innhverfir textar hans um lífið, ástarsorgir og aðra undarlega hluti sem hreyfa við skáldinu eru svo stór hluti af tón- listarsköpun hans. Tónlistin sjálf er svo oftast mjög hrá, lífræn og einföld húð utan um létt gítar eða píanóspil. Allt er svo hljóðritað og unnið á mjög einfaldan hátt. Fyrstu útgáfur sínar vann Calla- han á fjögurra rása upptökutæki, og hann hefur þróast mjög langt í vinnuaðferðum í gegnum árin. Lög hans bera það öll með sér að vera samin á rólegum einveru- stundum. Oft mjög falleg, eins og besta lag nýju plötunnar Rock Bottom Riser sem er einlægur ástaróður Callahan til móður sinn- ar, föður og systra. Callahan er án efa hæfileika- ríkur og magnaður tónlistarmað- ur. Það eina sem ónáðar mig er hversu einhæfur hann er. Hvert lag er líkt öðru, og eftir 13 útgáfur og bóhem-líferni að minni hálfu er orðið svolítið erfitt að greina á milli verka hans. Alltaf hef ég þó unun af að renna plötum hans í gegn, og þessi nýja er engin und- antekning. Þetta er eins og fá góðan vin í heimsókn sem mætir alltaf með kassagítarinn sinn og leikur nýju lögin sín yfir tebolla. Og Smog er alltaf velkominn í mínu húsi. Og einu sinni enn... FLYTJANDI: SMOG TITILL: A RIVER AIN'T TOO MUCH NIÐURSTAÐA: Þrettánda breiðskífa Smog hljómar svolítið eins og hinar tólf. En það er allt í lagi, því eins og þær er um afbragðs grip að ræða. Smog gerir einfaldlega ekki slæmar plötur, þó þær séu ótrúlega einhæfar. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.