Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 27
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.06.2005–30.06.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is 410 4000 | landsbanki.is 8,0%* Peningabréf Landsbankans ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 88 74 07 /2 00 5 Úr boltanum í brauðin Bakarinn með hveitiofnæmið Verðmætustu vörumerkin Coke metið á 4.390 milljarða Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 27. júlí 2005 – 17. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Actavis fær lánað | Actavis hef- ur tekið lán upp á 600 milljónir evra. Lánið er til að fjármagna kaup á bandaríska lyfjafyrirtæk- inu Amide. Mikil umfram eftir- spurn var eftir láninu og ákvað Actavis því að hækka lánsfjárhæð- ina úr 500 milljónum evra í 600. Uppgjöratími | Fyrstu félögin í Kauphöllinni skiluðu uppgjörum annars ársfjórðungs í vikunni og skila þau nú hvert á fætur öðru. Netrisar skila | Bandarísku netrisarnir; Google, Ebay og Yahoo skiluðu uppgjörum sínum fyrir annan ársfjórðung; afkoma allra fyrirtækjanna var þokkaleg, en þó best hjá Google sem skilaði methagnaði. Methagnaður Burðaráss | Hagnaður Burðaráss á öðrum ársfjórðungi nam 19,9 milljörðum króna. Markaðsvirði félagsins er í dag 86,4 milljarðar króna. Í upp- gjöri félagsins kemur meðal ann- ars fram að Burðarás hefur keypt hlut í Novator, félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 3,9 millj- arða króna. Kínverjar láta undan | Kínverj- ar hafa loks endurmetið gjald- miðil sinn, yuanið. Er gengi yuansins nú tengt myntkörfu en var áður beintengt gengi banda- ríkjadals. Kvótakóngar | Vinnslustöðin festi kaup á nótaskipinu Gull- bergi-VE ásamt öllum uppsjávar- kvóta þess. Ræður Vinnslustöðin nú um tíu prósentum af loðnu- og síldarkvótanum. Stærst í heimi | Ísraelska sam- heitafyrirtækið Teva hyggst kaupa hið bandaríska Ivax á 481 milljarða króna. Verður Teva þar með stærsta fyrirtækið á sam- heitalyfjamarkaði. Opna tilboð í Símann: Hæstbjóðandi hreppir hnossið Tilboð í Landssíma Íslands verða opnuð í viðurvist tilboðsgjafa og fjölmiðlafólks á Hótel Nordica klukkan eitt eftir hádegi á morg- un. „Við munum opna umslög sem koma frá bjóðendum og það er bara verðið sem ræður,“ segir Jón Sveinsson, formaður einka- væðingarnefndar. Ef tilboðin séu ekki öll í sama gjaldmiðlinum þurfi að taka tillit til þess. Einnig þurfi að staðfesta að öll tilboðin séu gild. Því verði að öllum lík- indum gert stutt hlé á fundinum eftir opnun tilboða. „Síðan verð- ur tilkynnt hver er hæstbjóðandi og með gilt tilboð.“ Verði munurinn á hæstu til- boðum minni en fimm prósent hafa hóparnir tækifæri til að senda inn nýtt tilboð fyrir klukk- an fimm síðdegis sama dag. Staðfesting á eignarsamsetn- ingu fjárfestahópanna mun ber- ast einkavæðingarnefnd í kvöld. Munu nefndarmenn yfirfara þær upplýsingar til að ganga úr skug- ga um að enginn einn aðili fari með meira en 45 prósent. Jafn- framt þurfa væntanlegir bjóð- endur að samþykkja drög að kaupsamningi sem þegar liggja fyrir. – bg Dögg Hjaltalín skrifar Íslandsbanki skilaði 7,5 milljörðum í hagnað á öðr- um ársfjórðungi sem er mesti hagnaður sem bank- inn hefur skilað á einum ársfjórðungi. Hagnaðurinn var töluvert yfir væntingum hinna bankanna. Mestu munar um rúmlega þriggja milljarða króna hagnað af sölu bankans á Sjóvá. Hreinar vaxtatekj- ur bankans námu rúmum 10 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er mikil aukning frá fyrra ári en þá voru þær tæpar sex milljónir. Hækkunin skýrist að mestu af aukningu útlána meðal annars vegna tilkomu BNbank. Erlend starfsemi bankans hefur aukist mikið með kaupum á norsku bönkunum Kredittbanken og BNbank og er nú um 60 prósent af útlánum bankans til erlendra aðila. Starfsemi utan Íslands er því orðinn verulegur hluti af tekjum og sala á tæplega tveimur þriðju hluta í Sjóvá gefa tækifæri til enn frekari vaxtar. Útlán alþjóðasviðs hafa vaxið um 23 prósent og hefur mikil eftirspurn eftir útlánum einkennt rekstur þessa sviðs frá áramótum en hagnaður þess var tæpur milljarður á öðrum ársfjórðungi saman- borið við tæpar 500 milljónir á fyrsta ársfjórðungi. Þjónustutekjur bankans voru yfir væntingum og hafa aukist vegna aukinna verkefna en þær nema um fjórum milljörðum á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Bjarni Ármannsson, forstjóri bankans, segir uppgjörið undirstrika fyrst og fremst sterkan und- irliggjandi rekstur sem sýnir sig í því að öll af- komusviðin séu að skila góðum hagnaði. Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 36 prósent á fyrri árshelmingi og 29 prósent á öðrum fjórð- ungi. Vaxtamunur bankans var 2,1 prósent fyrstu sex mánuðina en var 2,5 prósent á sama tímabili í fyrra. Lækkunin er að hluta til vegna innkomu BNbank í samstæðuuppgjör bankans. Heildareignir Íslandsbanka nema 1.335 milljörð- um króna og hafa þær tvöfaldast frá áramótum. F R É T T I R V I K U N N A R 16 6 Björgvin Guðmundsson skrifar „Reksturinn gengur vel en við erum ekkert að fara að bæta við okkur þar,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, um frekari kaup fé- lagsins í sænska fjárfestinga- bankanum Carnegie. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins hafa frekari kaup eða jafnvel yfirtaka á Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans og Burðaráss. Samningur um það hafi verið tilbúinn en fram- kvæmdinni frestað um óákveðinn tíma. Hvorki Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, né Björgólfur Thor Björg- ólfsson vildu staðfesta þetta. Nú þegar á Burðarás 20,5 pró- senta hlut í sænska bankanum og er stærsti einstaki hluthafinn. Björgólfur hefur setið í stjórn bankans frá því í mars á þessu ári. Um tólf prósent af hlutafé bankans eru í eigu starfsmanna. Fjórtán stærstu hluthafarnir eiga samtals tæp 57 prósent. Síðustu tvo mánuði hefur gengi Carnegie hækkað um rúm átján prósent. Hæst reis gengið í byrjun júlí en hefur lækkað hóf- lega síðan. Hagnaður félagsins á fyrri helmingi ársins fyrir skatt var 346 milljónir sænskra króna eða 2,9 milljarðar íslenskra króna. Fyrir hádegi í gær hafði geng- ið hækkað um tæp þrjú prósent í sænsku kauphöllinni og stóð í 87,5. Markaðsvirði Carnegie er í kringum fimmtíu milljarðar ís- lenskra króna. Útrásarvísitalan lækkar: Cherryföretag lækkar mest Flest félögin í Útrásarvísitölunni hafa lækkað síðustu viku en Út- rásarvísitalan lækkaði um tæpt eitt prósent. Það félag sem lækk- aði mest var sænska leikjafyrir- tækið Cherryföretag en það lækkaði um tæp sex prósent milli vikna. Cherryföretag hafði hækkað mikið vikuna þar á und- an. Þar á eftir kom Carnegie, sem lækkaði um rúm fjögur prósent. Low & Bonar lækkaði einnig um tæp fjögur prósent. Skandia hækkaði mest allra félaga eða um tæp þrjú prósent. Gengi krónunnar styrktist nokkuð sem verður til þess að Út- rásarvísitalan lækkar meira en gengi félaganna. Sjá síðu 6. -dh Íslandsbanki hagnast um 7,5 milljarða Afkoma Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi var umfram spár hinna bankanna. Þjónustutekjur bankans eru að aukst sem og hagnaður af alþjóðasviði bankans. Vaxtatekjur aukast mikið með tilkomu BNbank, sem og útlán til erlendra aðila. Kaup á Carnegie hafa verið undirbúin Unnið var að samningi um kaupin innan Landsbankans en málinu slegið á frest. Erlendar fjárfestingar á Íslandi Þurfum við erlenda fjárfesta? 10-11 Hagnaður Íslandsbanka 7.519 Spá KB banka 6.208 Spá Landsbankans 5.840 A F K O M A Í S L A N D S B A N K A Í M I L L J Ó N U M K R Ó N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.