Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands hefur selt hlutabréf í Burðarási fyrir um einn og hálf- an milljarð króna á þessu ári, þar af fyrir um 700 milljónir í júlí. Ætlunin er að nýta fjármunina til uppbyggingar Háskólatorgs á svæði Háskóla Íslands. Háskólasjóðurinn hefur í ára- tugi verið einn stærsti hluthafinn í Eimskipafélaginu sem síðar var breytt í Burðarás. Verðmæti bréfanna var 2,3 milljarðar í lok mars á þessu ári og þá nam eign- arhluturinn þremur prósentum. Nú er hluturinn kominn niður fyrir 1,3 prósent. Tilgangur Háskólasjóðsins hefur verið að efla Háskóla Ís- lands og stúdenta við skólann með fjárframlögum. Háskóla- sjóðurinn hefur skuldbundið sig til að leggja fram hálfan milljarð króna til uppbyggingar Háskóla- torgs sem mun rísa á háskóla- svæðinu á næstu tveimur árum. Einnig ætlar sjóðurinn að leggja fram eitt hundrað milljónir á ári til að styrkja doktorsnema við skólann. Sjóðurinn var stofnaður árið 1964 á fimmtíu ára afmæli félags- ins til minningar um stofnendur þess í Vesturheimi. Stofnendur voru m.a. Vestur-Íslendingar sem lögðu inn í stofnsjóð hlutabréf í Eimskipafélaginu. - eþa S k a t t g r e i ð e n d u r geta frá og með deg- inum í dag nálgast á lagn ingarseð la sína rafrænt á vef- síðu ríkisskattstjóra en skattstjórar leggja fram skrár með álagningu opin- berra gjalda á föstudag. Verða seðlarnir bornir út þann sama dag til þeirra sem ekki afþökkuðu seðla á pappír. Á skattseðlin- um er gerð grein fyrir álagningu gjalda 2005 vegna tekna og eigna 2004 og greiðslustöðu þeirra. Í álagningunni felast öll álögð opinber gjöld á einstak- linga, ákvörðuð fyrir- framgreiðsla vegna álagningar 2006 auk ákvarðaðra bóta. Það er því ljóst að einhverjir lands- manna geta átt von á glaðningi úr óvæntri átt nú rétt fyrir verslunar- mannahelgi. -jsk Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Tryggingarfræðileg staða stærstu lífeyrissjóða landsins versnaði á síðasta ári þrátt fyrir að raunávöxtun hafi verið yfir tíu prósent annað árið röð. Hreinar eignir hrukku ekki fyrir heildar- skuldbindingum hjá sex stærstu lífeyrissjóðum landsins undir lok síðasta árs. Eftirtaldir lífeyrissjóðir úr hópi þeirra tíu stærstu eru rekn- ir með halla: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (A- og B- deild), Lífeyrissjóður verzlunar- manna, Gildi lífeyrissjóður, sem varð til við sameiningu Lífeyris- sjóðsins Framsýnar og Lífeyris- sjóðs sjómanna, Sameinaði líf- eyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Norðurlands og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. Aðeins Frjálsi lífeyrissjóður- inn, Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóðurinn Lífiðn eiga fyr- ir heildarskuldbindingum sínum. Tryggingarfræðileg staða líf- eyrissjóða hefur versnað á síð- ustu árum þrátt fyrir gott árferði og er tvennt talið skýra þessa þróun. Annars vegar hefur meðalævi Íslendinga lengst. Meðalævi 65 ára karla hefur á síðustu þremur áratugum lengst úr fimmtán árum í 17,7 ár en úr 17,8 árum í 20,5 ár hjá konum. Leiðir þetta til þess að heildarskuldbindingar lífeyrissjóðanna hafa hækkað um tæp fimm prósent frá árinu 1999. Í öðru lagi hefur örorkubyrði lífeyrissjóðanna aukist á undan- förnum árum. Eftir að Lands- samtök lífeyrissjóða létu trygg- ingarstærðfræðinga útbúa nýjar örorkutöflur kom í ljós að veru- legt vanmat var að ræða á ör- orkutíðni. Hefur það valdið hækkun á heildarskuldbinding- um lífeyrissjóðanna. Friðbert Traustason, formað- ur Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að staða lífeyrissjóðanna sé þrátt fyrir þetta góð, enda eigi þeir vel fyrir áföllnum skuld- bindingum. Örorkubyrðin leggst mismun- andi á sjóði. Hún sé meiri hjá þeim sjóðum þar sem sjóðsfélag- ar eru líklegir til að vinna erfiðis- vinnu og því hafi tryggingar- fræðileg staða þessara sjóða versnað umfram aðra. „Við viljum ræða við ríkis- valdið um skynsamlega lausn á þessu máli. Aðalhlutverk lífeyr- issjóðanna er að greiða eftirlaun. Tryggingarþátturinn má ekki verða til þess að gangi á efnahag sjóðanna þannig að skerða þurfi lífeyrisréttindi,“ segir Friðbert og tekur það skýrt fram að það sé alls ekki ætlun sjóðanna að draga úr stuðningi við öryrkja. Sex stærstu lífeyris- sjóðirnir með halla Hækkandi lífslíkur og aukin tíðni örorku valda því að fram- tíðarstaða þeirra versnar. Lífeyrissjóðir vilja að ríkisvaldið taki á sig vaxandi byrði sjóðanna vegna meiri örorku. Verulega hefur dregið úr hækk- un íbúðarhúsnæðis á höfuðborg- arsvæðinu og lækkaði verð á sér- býli um 0,7 prósent. Vísitala fast- eignaverðs íbúðarverðs á svæð- inu var 273,2 stig í júní og hækk- aði um 0,7 prósent frá fyrri mán- uði. Þetta er minnsta hækkun milli mánaða síðan í júlí/ágúst á síðasta ári. Hækkun fasteignaverðs á höf- uðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði er um 39 prósent en tæp 23 prósent síðasta hálfa árið. - eþa Greiningardeild Landsbankans ætlar að endurskoða verðmat sitt á Burðarási til hækkunar. Mælt er með að fjárfestar mark- aðsvogi bréf sín í Burðarási í vel dreifðu eignasafni. Hagnaður Burðaráss á öðrum ársfjórðungi varð meiri en spá Landsbankans gerði ráð fyrir vegna þess að tekjuskattur félagsins var lægri en áætlað var. Landsbankinn gaf síðast út verðmat á Burðarási í ágúst 2004 en verðmatsgengi þeirrar grein- ingar var 11,2. Landsbankinn segir að frá þeim tíma hafi hluta- bréfaverð hækkað mikið og því sé ljóst að uppfært verðmats- gengi sé mun hærra. Gengi fé- lagsins er nú í kringum 16,4. -dh FRIÐBERT TRAUSTASON, FORMAÐUR LANDSSAMTAKA LÍFEYRISSJÓÐA Framtíðarstaða lífeyrissjóðanna hefur versnað á síðustu árum vegna hækkandi örorkutíðni og hærri meðalaldurs. Sjóðirnir vilja að ríkisvaldið taki meiri þátt í örorku- greiðslum. M ar ka ðu rin n/ Va lli Háskólasjóðurinn selur bréf í Burðarási Ætlar að fjármagna Háskólatorg og styrkja doktorsnema við Háskóla Íslands. HÁSKÓLASJÓÐURINN Háskólasjóður Eimskipafélagsins hefur verið að losa um töluvert magn hlutabréfa í Burðarási. Mynd- in er frá því að ritað var undir viljayfirlýsingu um byggingu Háskólatorgs. Sérbýli lækkaði milli mánaða Mánuður Prósentuhækkun milli mánaða Janúar 5,1 prósent Febrúar 5,0 prósent Mars 2,4 prósent Apríl 3,9 prósent Maí 3,8 prósent Júní 0,7 prósent S E X M Á N A Ð A H Æ K K U N F A S T E I G N A V E R Ð S Á H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I N U Væntanleg hækkun verðmats Landsbankinn telur Burðarás verðmætari en áður. VERÐMATIÐ HÆKKAR Friðrik Jóhanns- son, forstjóri Burðaráss. Fr ét ta bl að ið /S te fá n Actavis selur verksmiðju Avtavis hefur gengið frá sölu á verksmiðju í eigu dótturfélags síns í Búlgaríu, Balkanpharma Razgrad. Kaupandi er búlgarska lyfjafyrirtækið Bioved AD Peshtera. Viljayfirlýsing um söl- una var gerð í febrúar með skil- yrðum um áreiðanleikakönnun og gerð endanlegs kaupsamnings, sem nú hafa verið uppfyllt. Actav- is rekur þó áfram þann hluta verksmiðjunnar sem tengist framleiðslu á fullunnum lyfjum. Segir í tilkynningu frá Actavis að fjárhagsupplýsingar varðandi söluna verði ekki gefnar upp en að búast megi við því að salan hafi óverulega áhrif á starfsemi og rekstrarniðurstöðu Actavis árið 2005. - jsk Lífeyrissjóður Heildarstaða LSR -3,5% * Lífeyrissjóður verzlunarmanna -5,9% Lífeyrissjóðurinn Framsýn -7,3% ** Lífeyrissjóður sjómanna -2,7% ** Sameinaði lífeyrissjóðurinn -9,2% *** Lífeyrissjóður Norðurlands -5,0% Frjálsi lífeyrissjóðurinn +3,6% Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda -2,0% Almenni lífeyrissjóðurinn +12,2% Lífeyrissjóðurinn Lífiðn +3,8% * A – deild (B-deildin var með 60,5% halla) ** Sameinuðust í Gildi lífeyrissjóð þann 1. júní s.l. ** Stigadeild (aldurstengda deildin var með 2,7% halla) H R E I N E I G N U M F R A M H E I L D A R S K U L D B I N D I N G A R H J Á 1 0 S T Æ R S T U L Í F E Y R I S - S J Ó Ð U M L A N D S I N S Í L O K Á R S 2 0 0 4 Glaðningur frá skattinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.