Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 56
Væntingar stjórnenda Nú stendur yfir uppgjörshryna með tilheyrandi grúski, pælingum, svita og öðru því um líku fyrir þá sem virkilega vilja vakta markaðinn. Eitt af því sem árvökulir fjárfestar nota til að fylgjast með er að rýna í afkomuspár greiningardeilda bankanna. Oft eru þær á pari, stundum yfir væntingum og stundum undir væntingum. Greiningardeildirnar nota excel- skjöl og önnur vísindatól til þess að spá fyrir um veltu, rekstrarhagnað og hagnað stærstu fyrirtækj- anna í Kauphöllinni með nokkurri vissu. Einn vankantur er þó á afkomuspám bankanna því þær taka ekki tillit til væntinga stjórnenda félaganna. Því getur fyrirtæki skilað rosa góðu uppgjöri að mati greiningardeildanna en slæmu að mati stjórnend- anna. En þar sem fjárfestar búa ekki í fullkomnum heimi verða þeir bara að sætta sig við þær mælistik- ur sem þeir sjá hverju sinni. Getur mismunur á væntingum stjórnenda og væntingum greiningar- deilda því oft útskýrt óeðlilega hegðun markaðarins. Verðmætar eignir Heildarvirði allra eigna í Bretlandi um síðustu ára- mót er engin dvergtala. Samkvæmt frétt bresku hag- stofunnar var virði eigna í Bretlandi 5.843 milljarðar punda og hafði hækkað um 404 milljarða punda á milli ára. Mestu verðmætin felast í íbúðarhúsum Bretanna, sem eru um 55 prósent af heildarauðn- um. Yrði öllum þessum verðmætum deilt á Íslend- inga fengi hver og einn 19,5 milljarða punda í sinn hlut. Hins vegar fengi hver Breti tæp hundrað þús- und pund eða tæpar ellefu milljónir króna í vasann. Á vef bresku hagstofunnar kemur einnig fram að op- inberum starfsmönnum fjölgaði um 72 þúsund frá áramótum til mars á þessu ári. Mest fjölgaði í starfs- liði heilbrigðis- og félagsmálageirans. Athyglisvert er að svo nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um fjölgun opinberra starfsmanna í Bretlandi í ljósi þess að mjög erfitt er að nálgast svipaðar tölur á Íslandi. Væru þær tölur tiltækar hérlendis yrði hægt að sjá fjölgun starfa hjá hinu opinbera þrátt fyrir sölu margra ríkisfyrirtækja. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.277 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 269 Velta: 2.639 milljónir +0,49% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Væntingar kvenna á Íslandi eru að aukast meira en vænt- ingar karla samkvæmt vænt- ingavísitölu Gallup. Hagnaður bandaríska há- tæknifyrirtækisins Texas Instru- ments jókst um 48 prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Kauphöllin hefur samþykkt framkomna beiðni um afskrán- ingu hlutabréfa í Samherja af aðallista Kauphallarinnar. Væntingavísitala þýskra fyrir- tækja hækkaði í júní, annan mánuðinn í röð og hefur hún ekki mælst hærri í fimm mán- uði. 20 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík og SP-fjármögn- unar vex mikið á milli ára. Sparisjóðurinn í Keflavík hagnað- ist um hálfan milljarð á fyrri hluta ársins. Það er nærri 40 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Sparisjóðurinn naut góðs af hag- stæðu árferði á fjármálamörkuð- um en gengishagnaður var 520 milljónir eða meiri en hagnaður eftir skatta. Hreinar vaxtatekjur jukust um sautján prósent og hreinar rekstr- artekjur hækkuðu um fimmtung. Rekstarkostnaður jókst um fimmt- ung. Arðsemi eigin fjár var 37,4 prósent. Eigið fé sparisjóðsins er nú um 3,1 milljarðar króna, þar af er uppfært stofnfé um einn millj- arður. Þá hefur eignaleigufyrirtækið SP-fjármögnun, sem er að stærst- um hluta í eigu Landsbankans, SPV og SPH, birt sex mánaða uppgjör. Hagnaður félagsins var 188 millj- ónir eftir skatta og jókst um tæp 70 prósent á milli ára. Stjórnendur fyrirtæksins segja að uppgjörið sé í góðu samræmi við áætlanir. - eþa Peningaskápurinn… Actavis 41,10 -0,48% ... Bakkavör 38,50 +0,00%... Burðarás 16,35 +0,00%... FL Group 14,60 +0,69% ... Flaga 4,72 +0,43% ...HB Grandi 8,50 +1,19% ... Íslandsbanki 13,90 +1,09% ... Jarðboranir 21,50 +0,00% ... KB banki 560,00 +0,90% ... Kög- un 59,00 +0,51% ... Landsbankinn 18,30 -1,08% ... Marel 58,90 +0,68% ... SÍF 4,80 +0,21 ...Straumur 12,55 +0,80% ... Össur 80,00 +2,56% Gengishagnaður skilar sér Opnar útibú í Reykjavík Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) hagnaðist um 213 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Er það 92 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Hreinar vaxtatekjur voru 300 milljónir króna og jukust um fjórðung á milli ára. Aðrar rekstr- artekjur voru 333 milljónir króna og jukust um 60 prósent. Rekstar- gjöld voru um 300 milljónir og hækkuðu um 28 prósent. Arðsemi eigin fjár var yfir 30 prósent. Eigið fé nam 1,6 millj- örðum króna en eignir voru um 20 milljarðar. Bæði Sparisjóður Siglufjarðar og Sparisjóður Ólafsfjarðar eru í eigu SPM og koma inn í uppgjörið. Hagnaður Sparisjóðs Siglufjarðar var um 52 milljónir á tímabilinu en um fjórar milljónir hjá þeim síðarnefnda. Sparisjóðurinn hefur opnað skrifstofu í Síðumúlanum í Reykjavík til þess að sinna þjón- ustu við viðskiptavini sem bú- settir eru á höfuðborgarsvæðinu. - eþa SPM eykur hagna› sinn Síminn +6,00% Össur +2,56 Grandi +1,19 Landsbankinn -1,68% Actavis -0,48 HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Sjónvarpsstöðin Sirkus er alltaf í ólæstri dagskrá. Stöðin er á rásinni þar sem Popp Tíví var áður. Popp Tíví er á annarri rás á Digital Ísland. Í KVÖLD Á SIRKUS FYLGSTU MEÐ! SEINFELD KL. 20:00 RESCUE ME KL. 21:00 KVÖLDÞÁTTURINN KL. 22:00 LETTERMAN KL. 22:45 SJÁÐU MEÐ UNNI B KL. 21:45 FRIENDS KL. 20:30 Hagnaður Norsk Hydro á öðrum ársfjórðungi jókst um 61 prósent frá sama árshluta í fyrra. Hátt ol- íuverð veldur þessum mikla vexti milli ára en þar að auki koma inn meiri umsvif í olíu- og álfram- leiðslu. Hagnaðurinn nam 36 milljörð- um króna sem er um tvöfalt hærri upphæð en hagnaður Burðaráss á sama tíma. Tekjur Norsk Hydro voru 420 milljarðar króna á fjórð- ungnum. Uppgjörið var undir vænting- um markaðarins. Þrátt fyrir hátt olíuverð dróst dagsframleiðslan saman um átta prósent og nam 540 þúsund tunnum á dag. Gengi Norsk Hydro féll um 1,5 prósent í gær og endaði í 620 krónum á hlut. - eþa Innlendur hlutabréfamarkaður heldur áfram að hækka. Úrvals- vísitalan náði í gær hæsta gildi sínu frá upphafi þegar hún endaði í 4.278 stigum. Eldra met var sett á mánudaginn. Frá byrjun júlí hefur vísitalan hækkað um 3,5 prósent en yfir 27 prósent frá áramótum. Að undan- förnu hafa bankar og fjárfestinga- félög hækkað umfram önnur félög. Íslandsbanki og KB banki hækk- uðu yfir eitt prósent í Kauphöllinni í gær. Bæði Burðarás og Lands- bankinn hafa hækkað yfir sjö pró- sent frá mánaðamótum. - eþa Úrvalsvísitalan aldrei hærri NÝTT MET Úrvalsvísitalan hækkar enn og stendur í hæsta gildi frá upphafi – 4.278 stigum. Hagna›ur eykst en framlei›sla minnkar NORSK HYDRO Nýtur þess hversu hátt olíuverð er þessa dagana. Hagnaður hækk- aði um 61 prósent á öðrum ársfjórðungi. BORGARNES Sparisjóður Mýrasýslu skil- aði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins. Sparisjóðurinn hefur vaxið hratt, að hluta til vegna kaupa á öðrum sparisjóðum. GEIRMUNDUR KRISTINSSON, SPARISJÓÐSSTJÓRI SPKEF Sparisjóðurinn hagnaðist um hálfan milljarð á fyrri árshelmingi sem er aukning um 40 prósent frá árinu áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.