Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 34

Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 34
Sítrónur má nota til þess að þrífa örbylgjuofninn. Skerið eina sítrónu niður og hitið í skál með vatni í örbylgjuofninum í um það bil tíu mínútur. Þurrkið síðan innan úr ofninum með rökum klút.[ ] Haustvörur 2005 Lene Bjerre - Bæjarlind 6, Kópavogi. - Simi: 534 7470 Opið virka daga frá 10-18 - Laugardaga frá 10-16 - www.feim.is Hlíðarsmára 11, Kópavogi s: 565 1504 Opið frá 11-18 virka daga. Laugardaga 11-15 HAUST 2005 KOMIÐ  www.bergis.is Fékk hrærivél í sjötugsafmælisgjöf Borðstofuborðið hennar Guðrúnar er smíðað af skáldinu Böðvari Guðmundssyni. Það gengur undir nafninu nægtaborðið. Í dag kemur út bók Guðrúnar Helgadóttur Í Guðrúnarhúsi, Greinasafn um bækur Guðrún- ar Helgadóttur. Þótt þar sé há- leitara efni á ferð en það sem tengist íbúðarhúsi nýttum við okkur titilinn og knúðum dyra hjá rithöfundinum. Það er gengið beint af götunni inn í Guðrúnarhús. Þarna kveðst Guð- rún vera orðin býsna rótföst enda hefur hún búið þar í 21 ár. Hún segir frá því sposk á svip að afi og amma Þorsteins Pálssonar, sendi- herra og fyrrverandi forsætisráð- herra, hafi átt þar sitt heimili á undan henni og þegar hún hafi flutt inn hafi stór borði hangið uppi á vegg með slagorðinu X-D! Þar sem Guðrún hefur ávallt verið vinstrisinnuð er því slegið föstu af blaðamanni að hún hafi verið fljót að losa sig við borðann. „Nei, ég hélt lengi upp á hann en líklega er hann þó týndur nú,“ svarar hún hlæjandi. Guðrún átti stórafmæli á dög- unum og þá gerðust þau tíðindi að hún eignaðist sína fyrstu hrærivél en hingað til hefur hún fengið orð fyrir að vera þrautseig á þeytar- anum. Þótt eldhúsið sé ekki stórt kveðst hún mikið búin að malla þar og bralla enda fjölskyldan stór og samheldin. Tólf manna borðstofuborðið er sprungið utan af fjöldanum svo fólk verður að dreifa sér um húsið. En borðið, sem hefur fengið nafnið nægta- borðið, á sína sögu. „Ég tók að mér að vélrita BA- ritgerð Böðvars Guðmundssonar skálds og þó hann sé með skemmtilegri mönnum var rit- gerðin fremur þurr og þung. Þeg- ar kom að borgun hjá Böðvari var um þrennt að velja. Hann bauðst til að yrkja fyrir mig, syngja fyrir mig eða smíða fyrir mig. Með hálfgerðri skömm yfir því hvað ég væri hversdagsleg valdi ég síð- asta kostinn því ég var svo fátæk af húsgögnum. Þannig að nægta- borðið er frá Böðvari komið.“ Garðurinn bak við húsið ber vott um natni og þar kveðst Guð- rún eiga margar yndisstundir enda er hún ræktunarkona í víð- um skilningi orðsins. gun@frettabladid.is FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA Guðrún hefur búið í Guðrúnarhúsi í 21 ár og er þar býsna rótföst.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.