Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2005, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 29.09.2005, Qupperneq 50
> Við hrósum ... ... Sebastian Alexanderssyni, þjálfara og markverði Selfyssinga, sem átti stórbrotinn leik í 29–26 sigri Selfoss á Þór í gær. Sebastian varði 30 skot í leiknum, þar af 3 víti, og skoraði auk þess síðasta mark Selfoss í leiknum. Selfoss hefur komið mörgum á óvart með því að næla í 3 stig í fyrstu 3 umferðunum. Heyrst hefur ... ... að Olga Færseth, sem lék með ÍBV undanfarin tvö sumur, gerir sér vonir um að spila á fasta landinu næsta sumar og öll helstu liðin á suðvesturhorninu eru sögð gera hosur sínar grænar fyrir mestu markadrottningu íslenskrar kvennaknatt- spyrnu frá upphafi. Nú er að sjá hvaða lið vinnur kapphlaupið um Olgu. sport@frettabladid.is 34 > Við veltum fyrir okkur ... .... hvort Bogdan Kowalczyk viti af því að Sigurður Valur Sveinsson sé að þjálfa besta varnarlið DHL-deildar- innar – lið sem hefur aðeins fengið á sig tæpt 21 mark að meðaltali í fyrstu þremur umferðum DHL-deildar karla. Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Skora› var í fleim öllum a› leik Liverpool og Chelsea í undanskildum. Baráttan var í fyrirrúmi FÓTBOLTI Það var sannkallaður stór- meistaraslagur á Anfield í Liver- pool þegar núverandi Evrópu- meistarar Liverpool og Englands- meistarar Chelsea gerðu marka- laust jafntefli í bragðdaufum bar- áttuleik. Liverpool taldi sig í tvígang eiga að fá vítaspyrnu en Masssimo Di Santis dómari frá Ítalíu var ekki á sama máli. Í fyrra skiptið virtist Didier Drogba brjóta á Sami Hyypia og í seinna skiptið varði William Gallas skalla frá Jamie Carragher með hendi. „Við spiluðum betur en Chelsea og það var hreint með ólíkindum að við skyldum ekki fá víti í leiknum. En svona er fótboltinn, stundum fær minna liðið ekki neitt frá dóm- urunum,“ sagði Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool. Það var greinilegt að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chel- sea, lagði leikinn upp með að ná jafntefli því í lokin tók hann sinn fremsta mann, Didier Drogba, af velli og setti Þjóðverjann Robert Huth miðvörð inn á í hans stað. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á bekknum og á því enn eftir að koma við sögu í Meistara- deild Evrópu þetta leiktímabilið. „Vanalega er heimaliðið ósátt með að ná ekki sigri en mér sýnist sem þeir séu ánægðir,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chel- sea. Hjá Real Madrid var tvítugur strákur, Roberto Soldado, hetja liðsins þegar hann gerði sigur- mark þeirra gegn Olympiakos í 2- 1 sigri á Bernabeau-vellinum í Madríd. Fyrra mark Real gerði Raúl sem var hans 50. í Meistara- deildinni. Englendingurinn David Beckham lagði upp bæði mörkin fyrir heimamenn sem eru þeir sig- ursælustu í sögu Meistaradeildar- innar. Í Mílanó á Ítalíu sigruðu heima- menn lið Glasgow Rangers frá Skotlandi með einu marki gegn engu. Mark Inter gerði David Piz- arro í fyrri hálfleik. Skömmu áður hafði Julio Cruz klúðrað víta- spyrnu fyrir Inter. Í Þrándheimi í Noregi töpuðu heimamenn fyrir frönsku meisturunum í Lyon. Eitt mark skildi liðin að og það gerði Brasilíumaðurinn Chris á loka- mínútu fyrri hálfleiks. Í Þýskalandi fór fram skemmti- legur leikur þegar Schalke náði tvívegis að jafna gegn AC Milan og gera 2-2 jafntefli við ítölsku ris- ana. Clarence Seedorf gerði fyrsta mark Milan í leiknum eftir aðeins 22 sekúndur. Annað mark Milan gerði Andriy Schevchenko. Mörk Schalke gerðu þeir Sören Larsen frá Danmörku og Tyrkinn Halit Altintop. En aðalsigurvegarar kvöldsins voru strákarnir í Artmedia frá Bratislava í Slóvakíu. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu fyrrum Evrópumeistara Porto 3-2 á úti- velli eftir að hafa lent 2-0 undir. hjorvar@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS DHL-deild karla í handb.: VALUR–HAUKAR 29–32 Mörk Vals: Mohamadi Lotoufi 9, Sigurður Eggertsson 7, Baldvin Þorsteinsson 6/1, Ingvar Árnason 2, Kristján Karlsson 2, Hjalti Pálmason 2, Davíð Höskuldsson 1. Mörk Hauka: Jón Karl Björnsson 8/2, Árni Þór Sigtryggsson 7, Freyr Brynjarsson 5, Gísli Jón Þórisson 4, Kári Kristjánsson 3, Andri Stefan 3, Ólafur Björnsson 1, Arnar Pétursson 1. FYLKIR–FH 27–22 (12–10) Mörk Fylkis: Heimir Örn Árnason 8, Arnar Þór Sæþórsson 6, Hreinn Þór Hauksson 6, Brynjar Þór Hreinsson 3, Ingólfur Axelsson 1, Arnar Jón Agnarsson 1, Ásbjörn Stefánsson 1. Mörk FH: Andri Berg Haraldsson 6, Linas Kalasauskas 4, Pálmi Hlöðversson 3, Valur Örn Arnarson 3, Hjörtur Hinriksson 3, Daníel Berg Grétarsson 2, Tómas Sigurbergsson 1. FRAM–AFTURELDING 26–21 (14-11) Mörk Fram: Sergei Serenko 7, Jóhann Gunnar Einarsson 5, Haraldur Þorvarðarson 4, Þorri Gunnarsson 3, Guðjón Drengsson 2, Jón Björgvin Pétursson 2, Sigfús Sigfússon 2, Guðlaugur Arnarsson 1. Mörk Aftureldingar: Ernir Hrafn Arnarson 7, Einar Ingi Hrafnsson 4, Daníel Jónsson 2, Hrafn Ingvarsson 2, Haukur Sigurvinsson 2, Vlad Trúfan 1, Hilmar Stefánsson 1, Ásgeir Jónsson 1, Magnús Einarsson 1. KA–HK 29–29 Tölfræðin barst ekki áður en Fréttablaðið fór í prentun. STJARNAN–ÍR 30–38 (15–19) Mörk Stjörnunnar: Arnar Theódórsson 6, Björn Friðriksson 5, David Kekelia 5, Patrekur Jóhannesson 5, Kristján Kristjánsson 4, Þórólfur Nielsen 3, Gunnalaugur Garðarsson 2. Jacek Kowal varði 14 skot. Mörk ÍR: Ragnar Már Helgason 9, Ólafur Sigurjónsson 8, Tryggvi Haraldsson 7, Hafsteinn Ingason 5, Andri Númason 5, Ísleifur Sigurðsson 2, Þorleifur Björnsson 1, Davíð Ágústsson 1. Gísli Guðmundsson varði 16 skot. SELFOSS–ÞÓR AK. 29–26 (17–14) Mörk Selfoss: Vladimir Duric 9, Ívar Grétarsson 8, Ramunas Mikalonis 6, Gylfi Már Ágústsson 3, Hörður Bjarnason 2, Sebastian Alexandersson 1. Sebastian Alexandersson varði 30 skot þar af 3 víti. Mörk Þórs: Rúnar Sigtryggsson 6, Aigars Lazdins 4, Sindri Haraldsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 3, Heiðar Aðalsteinsson 3, Sindri Viðarsson 2, Sigurður B. Sigurðsson 2, Brendan Þorvaldsson 1, Bjarni Gunnar Bjarnason 1. Shota Tevzadze varði 16 skot. ÍBV–VÍKINGUR/FJÖLNIR 33–31 (14–13) Mörk ÍBV: Mladen Cacic 10, Goran Kuzmanoski 9, Jan Vtípil 3, Grétar Þór Eyþórsson 3, Michal Dostalín 3, Ólafur Víðir Ólafsson 2, Erlingur Richardsson 2, Davíð Þór Óskarsson 1. Mörk Víkings: Sverrir Hermannsson 10, Árni Björn Þórarinsson 9, Björn Guðmundsson 8, Brjánn Bjarnason 4. STAÐAN: FRAM 3 3 0 0 80–67 6 KA 3 2 1 0 87–78 5 HAUKAR 3 2 0 1 80–75 4 ÍR 3 2 0 1 104–89 4 VALUR 3 2 0 1 99–83 4 FYLKIR 3 2 0 1 65–62 4 AFTURELD. 3 1 1 1 73–77 3 SELFOSS 3 1 1 1 81–89 3 HK 3 1 1 1 89–87 3 ÞÓR AK. 3 1 0 2 75–79 2 ÍBV 3 1 0 2 82–107 2 STJARNAN 3 1 0 2 87–85 2 FH 3 0 0 3 64–75 0 VÍK./FJÖL. 3 0 0 3 74–87 0 MEISTARADEILDIN E-RIÐILL: SCHALKE–AC MILAN 2–2 0–1 Seedorf (1.), 1–1 Larsen (3.), 1–2 Shevchenko (59.), 2–2 Altintop (70.) FENERBAHCE–PSV 3–0 1–0 Alex, víti (40.), 2–0 Alex (68.), 3–0 Appiah (90.) Staðan: AC MILAN 2 1 1 0 5–3 4 FENERB. 2 1 0 1 4–3 3 PSV 2 1 0 1 1–3 3 SCHALKE 2 0 1 1 2–3 1 F-RIÐILL: ROSENBORG–LYON 0–1 0–1 Cris (45.) REAL MADRID–OLYMPIAKOS 2–1 1–0 Raul (9.), 1–1 Kafes (48.), Soldado (86.). Staðan: LYON 2 2 0 0 4–0 6 ROSENB. 2 1 0 1 3–2 3 R. MADRID 2 1 0 1 2–4 3 OLYMP. 2 0 0 2 2–5 0 G-RIÐILL: LIVERPOOL–CHELSEA 0–0 ANDERLECHT–REAL BETIS 0–1 0–1 Olivieira (69.) Staðan: LIVERPOOL 2 1 1 0 2–1 4 CHELSEA 2 1 1 0 1–0 4 REAL BETIS 2 1 0 1 2–2 3 ANDERL. 2 0 0 2 0–2 0 H-RIÐILL: INTERNAZIONALE–RANGERS 1–0 1–0 Pizarro (49.) PORTO–ARTMEDIA 2–3 1–0 Lucho Gonzales (32.), 2–0 Diego (39.), 2–1 Petras (45.), 2–2 Kozak (54.), 2–3 Borbely (74.) Staðan: INTER 2 2 0 0 2–0 6 ARTMEDIA 2 1 0 1 3–3 3 RANGERS 2 1 0 1 3–3 3 PORTO 2 0 0 2 4–6 0 Valsmenn töpuðu sínum fyrstu stigum í DHL-deild karla í Höllinni í gær: HANDBOLTI Haukar unnu mikil- vægan sigur á Val, 32-29, í DHL- deildinni í leik sem var jafn og spennandi lengst af. Valsmenn byrjuðu betur og höfðu góð tök á leiknum framan af. Það virtist taka Haukana nokkurn tíma að venjast hraðan- um í leik Valsmanna en þeir röð- uðu inn mörkunum á upphafs- mínútunum. Munurinn varð mestur 4 mörk þökk sé góðri markvörslu Hlyns Jóhannesson- ar en Haukar áttu góðan enda- sprett og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik. Haukar hófu seinni hálfleik- inn af miklum krafti og mestu munaði um að Árni Sigtryggsson vaknaði til lífsins eftir slakan fyrri hálfleik og skoraði grimmt. Valsmenn héngu í þeim og jafnt var á flestum tölum allt þar til 10 mínútur voru eftir. Góður leik- kafli hjá Haukum kom þeim í fjögurra marka forskot þegar fimm mínútur voru eftir og það reyndist Valsmönnum um megn að vinna það upp. Hjá Val var Hlynur Jóhannes- son sterkur í fyrri hálfleik með 14 skot varin en markvarslan hjá Val datt niður í seinni hálfleik. Mohamadi Loutoufi og Sigurður Eggertsson voru illviðráðanlegir í sókninni en aðrir skiluðu ekki nógu miklu. Haukaliðið náði loks að sýna sitt rétta andlit eftir tvo slaka leiki. Birkir Ívar sýndi jafna og góða markvörslu og þeir Jón Karl Björnsson, Árni Sigtryggs- son og Freyr Brynjarsson léku vel og þá átti Gísli Jón Þórisson góða innkomu í seinni hálfleik. - hrm Íslandsmeistarar Hauka sterkari í lokin Grétar Sigfinnur Sigurðsson, sem lék með Val í Landsbankadeild karla í sum- ar, hefur áhuga á því að vera áfram leikmaður hjá Val en framtíð hans til þessa hefur verið óljós þar sem Grét- ar er einungis á lánssamningi frá Víkingi, sem komst upp úr 1. deild- inni í sumar. „Mér hefur liðið vel hjá Val og vonandi verð ég áfram hjá félaginu. Eftir að Sigurður Jóns- son ákvað að hætta sem þjálfari Víkings fór nú eiginlega minn áhugi á því að vera hjá fé- laginu því hann kenndi mér margt og ég ber mikla virðingu fyrir hon- um sem þjálfara. Ég hef nú ekki trú á því að Vík- ingur vilji halda mér óánægðum en félögin verða að ná samkomulagi um það hvernig félagaskiptum mínum verður háttað.“ Grétar stefnir á að verða Íslands- meistari með Val á næsta tíma- bili og vonast eftir því að geta ver- ið hjá félaginu að minnsta kosti eitt ár í viðbót. „Ég vil taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem nú er hafið að Hlíðarenda og ég er viss um að við get- um orðið Íslandsmeistarar á næstu leik- tíð. En ég stefni á að komast í atvinnu- mennsku í framtíðinni og svo vil ég líka komast í landsliðið eins og allir metn- aðarfullir leikmenn.“ Enginn stjórnarmaður Víkings hafði tal- að við Grétar um að koma aftur til fé- lagsins. „Ég hef ekki heyrt í neinum hjá Víkingi um að koma aftur til baka. Það þarf ekkert að vera neitt undarlegt þar sem stjórnin er örugglega að ganga frá samningamálum við leikmenn og þjálf- ara. En það væri þægilegt ef málin myndu skýrast sem fyrst því það er slæmt að hafa þessi mál í lausu lofti. Það hlýtur að vera farsælast að fá nið- urstöðu í þessi mál sem fyrst.“ GRÉTAR SIGFINNUR SIGURÐSSON: VILL EKKI FARA AFTUR TIL VÍKINGS Á NÆSTA SUMRI Spennandi a› vera áfram me› Valsli›inu 29. september 2005 FIMMTUDAGUR FYRSTA TAPIÐ Valsmaðurinn Sigurður Eggertsson sést hér skora eitt af sjö mörkum sínum gegn Haukum í gær en það dugði þó ekki til. RÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÞETTA VAR EKKERT Fyrirliði Chelsea, John Terry, fær hér gult spjald fyrir brot á Xabi Alonso í leik Liverpool og Chelsea á Anfield í gær. GETTYIMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.