Fréttablaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 28
2  { hús og heimili } Lækjargötu 34c • 220 Hafnarfirði • S:553 4488 Dúndurútsala á flísum, eigum nokkra sturtuklefa á fínu verði Nýtt baðherbergi 10 góð ráð fyrir þá sem hyggja á endurnýjun á baðinu. 1. Sæktu þér innblástur í blöð og tímarit og notaðu þau til að finna þinn eigin stíl. 2. Það borgar sig að hafa baðherbergið rúmgott. Veltu því fyrir þér hvort stækka megi baðherbergið á kostnað annarra herbergja eða jafnvel flytja það yfir í stærra herbergi í íbúðinni. 3. Farðu yfir þarfirnar á heimilinu. Ef þið hafið til dæmis þörf fyrir tvo vaska er nauðsynlegt að gera ráð fyrir því frá upphafi. Gott baðherbergi er fyrst og fremst þénugt fyrir þá sem það nota. 4. Gættu þess að baðherbegið sé í stíl við íbúðina í heild, bæði í lita- tónum og hönnun. Veldu endingargott efni. 5. Farðu yfir hversu mikinn tíma og fjármagn þú hefur til endurbót- anna. Það er ekki víst að nauðsynlegt sé að endurnýja allt frá grunni. Vel getur verið að hægt sé að nýta eitthvað af því sem fyrir er. 6. Fátt er óþægilegra en ískalt baðherbergisgólf. Taktu því afstöðu til þess hvort ætti að leggja hita í gólfið fyrst verið er að bram- bolta á baðherberginu hvort sem er. Hafa ber í huga að hér á landi er rekstrarkostnaður á svoleiðis lúxus til muna lægri en annars staðar. 7. Viltu láta salernið standa á gólfinu eða hengja það á vegginn eins og nú er orðið svo algengt. Hvort tveggja tekur álíka mikið pláss en kosturinn við salerni sem hangir á vegg er að klósettkassinn sést ekki og mun þægilegra er að þrífa gólfið við klósettið. Sömu- leiðis getur orðið til hilla á veggnum fyrir ofan falda klósettkass- ann en hana má nýta bæði til þess að geyma hluti sem þurfa að vera á baðherberginu og jafnvel skrautmuni. Ef á að hengja sal- erni á vegginn þarf að hafa í huga að veggurinn geti borið sal- ernið og þá sem á því sitja. 8. Áður en fjárfest er í sturtuhaus með alls konar möguleikum á mismunandi bunum þarf að yfirvega hversu líklegt er að allir þessir valmöguleikarnir verði nýttir. Margir hafa varið miklum peningum í lúxusbúnað sem er svo lítið sem ekkert notaður þeg- ar upp er staðið. 9. Handklæðaofn er sniðugt fyrirbrigði, ekki bara til að þurrka handklæði heldur einnig ef liggur á að láta þvott þorna. Eins og með hitann í gólfinu ber að hafa í huga að slíkur ofn er ódýr í rekstri fyrir okkur sem höfum hitaveituna. 10. Það er ótrúlega þægilegt að geyma handklæðin inni á baði. Reyndu því að koma þar fyrir góðum handklæðaskáp, jafnvel þótt ekki standi til að hafa stóra innréttingu. Íva Rut Viðarsdóttir og Helga Nína Aas hjá Byko segja baðherbergið eiga að vera samspil þriggja þátta; notagildis, fegurðar og vellíðunar. „Nýjustu straumar og stefnur í dag eru einföld og stílhrein baðherbergi þar sem til dæmis sömu flísar eru notaðar á gólf og veggi. Vinsælasta flísastærðin í dag er 30x60 og flís- ar með sléttu og möttu yfirborði í ljósum gráum tónum í dröppuðum litum eru mjög vinsælar,“ segja Íva og Helga og bæta við að flísarnar séu alltaf að stækka og nú fari stærðin allt upp í 60x60 og 60x120. Helga Nína segir höldulausar innréttingar í hvítu háglans eða hvíttaðri eik vera vinsælar í dag, þar sem léttleikinn og einfaldleik- inn ráða ríkjum. „Í hreinlætistækj- um eru bæði kassalaga og hring- laga form vinsæl eins og hönnunin frá Duravit, Svedbergs og Villeroy og Boch,“ segir Helga Nína. „Lýsing inni á baði þarf að vera tvenns konar, góð vinnulýsing og mjúk óbein lýsing.“ Þorsteinn Jónmundsson, lærður húsgagnasmiður hjá Axis, tekur í sama streng. „Nú er minna um þessa týpísku halógenlýsingu, sem hefur aldrei verið hagkvæm. Ljósið á að koma á mann sjálfan en ekki á spegilinn,“ segir Þorsteinn og bætir við að fólk sé meira með stóra og mikla spegla og þá er lýsingin sett inn í speglana. Hægt er að fá góða lýsingu sem hentar hverju baðher- bergi. „Í þrengri rýmum má láta spegilinn vísa upp og lýsa ofan við spegilinn. Annars er gott að fá ílöng ljós hliðarmegin á spegilinn. Miklu máli skiptir að fá gott ljós sem kemur lárétt á spegilinn.“ Þor- steinn segir spegla nú fara alveg ofan í borðplötur og vaskana ofan á borðplöturnar, sem til eru í mörg- um útfærslum allt frá einföldum skálum niður í þungar kantaðar handlaugar. „Ein útfærslan er að vaskurinn komi fram fyrir borð- plötu, þá verður borðplássið minna en innréttingin sjálf tekur minna pláss,“ segir Þorsteinn. Eikin er mjög vinsæl en einnig er núna á markaðnum ölur (e. alder). Sá viður hefur svipað yfirbragð og beyki en er aðeins rauðari. Ölurinn er mjög lifandi með dökku mynstri. Þor- steinn segir að mikið hafi selst af innréttingum í þessum viði til árs- ins 2004 en eikin hafi leyst hann af. Þorsteinn spáir því að tekkið eigi eftir að sækja í sig veðrið, en það er mitt á milli kirsjuberjaviðar og ma- hónís. Einar Sveinbjörnsson, innan- hússarkitekt hjá Húsasmiðjunni, segir fólk kjósa að hafa innrétting- ar á baðherberginu. „Það er í tísku að vera með lægri skápa og vask sem stendur ofan á. Það hefur auk- ist að fólk vilji hafa skúffur og skápa og jafnvel að fólk hafi eins innréttingar í allri íbúðinni,“ segir Þorsteinn, sem telur að fólk sé far- ið að leggja mun meira upp úr bað- herberginu. „Í stærri baðherbergj- um vill fólk hafa stærri veggskápa í einföldum stíl við bað eða sturtu. Nú er líka mikið í tísku að hafa þykkar borðplötur og höldulausar innréttingar með fræstu gripi.“ Þor- steinn segir einnig að vinsælt sé að fá sér stærri baðkör og hafa flísa- lagðan kant í kringum baðið. „Þá virkar kanturinn eins og trappa. Baðkarið er ekki sett alveg upp við vegg þannig að það myndast hilla í kringum það sem er flísalögð.“ Þor- steinn segir að fólk sé óhræddara við að blanda saman stærðum og lit í flísavali. „Nú eru gólf tekin upp á veggi á kannski einum stað og einnig vinsælt hjá þeim sem eru með stór baðherbergi að sturtu- botninn sé í sama stíl og gólfið þannig að það myndist heild í öllu herberginu.“ Óhætt er að segja að skemmti- legt verk bíði þeirra sem eru að undirbúa stórræði á baðherberginu enda margar útfærslur í boði og af nógu að taka. Notagildi, fegurð og vellíðan Nú er fólk sífellt farið að leggja meira í að gera baðherbergið fallegt. Áður var látið nægja baðkar eða sturta, vaskur og skápur fyrir tannburstann. Nú er hugsað um heild- ina, bæði útlitið sem og notagildið. Húsasmiðjan. Vaskur ofan á einfaldri innréttingu. Skápurinn er lágur. Höldulausar skúffur. Upphengt klósett. Gólf og veggflísar í sömu línu með uppbroti. Axis. Mikið er lagt upp úr að lýsingin sé rétt, hér er hún fyrir ofan spegilinn. Byko. Starck Koop. Flatur sturtubotn. HMMM, HVAR ER BUNAN? Áður en baðherbergið er endurnýjað er gott að hugsa vel fyrir öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.