Fréttablaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 30
4 { hús og heimili } Frjáls íbúðalán vextir 100 % veð set nin gar hlu tfa ll Hafa skal í huga þegar kemur að því að velja sér baðkar eða sturtu inn á baðherbergið að úrvalið er gríðar- lega mikið og verðflokkarnir eru jafn breytilegir. Til eru baðker sem eru fallega hönnuð og kosta sinn skilding, en að sama skapi má fá fal- leg baðker, jafnvel með nuddi sem eru í sama verðflokki. Mikilvægt er að kynna sér vel hvað er í boði, því verðið er misjafnt og það kemur manni á óvart hvað hægt er að fá falleg baðkör fyrir lítinn pening. Magnús Andri Hjaltason, sölu- stjóri hjá Tengi segir fólk farið að velja sér stærri baðker. „Algengasta stærðin er 180x80 og jafnvel 180x90. Hornbaðkörin eru einnig að verða vinsælli og þau eru líka orðin rýmri, eða 145x145 að stærð“ segir Magnús Andri. Ekki þykir verra að karið rúmi tvo. Magnús Andri segir klassíska hönnun, eins og Ifö-bað- kerin með litaða botninum, ekki vera það vinsælasta en alltaf séu einhverjir sem kjósa að hafa það gamla í stíl við það nýja. Ólafur Gíslason hjá Agli Árna- syni segir allan gang vera á því hvernig gerð af baðkari fólk velji sér. „Flóran er mikil og verðflokkarnir eftir því. Margir frægir arkitektar hanna baðker, og má nefna og Phil- ip Stark og Foster. Sumir sækjast eftir klassísku og aðrir ekki.“ Hönn- uðir verða sífellt framsæknari eins og sjá má á Foster-baðkarinu frá Hoesch sem er skemmtilega hannað og mikið augnayndi. Sífellt algengara er að baðkörin séu felld inn í heildarmyndina á baðherberg- inu, það er, flísalagt er í hólf og gólf, kantur hafður umhverfis karið og gólfflísar ná upp að baðkarsbrún- inni. Sum baðkör koma með tilbún- um botni þannig að auðvelt er að flísaleggja beint á baðkarsbotninn. Sturtubotnarnir eru nú annars vegar flatir með niðurfalli í miðju botnsins eða þá flísalagðir með gólf- flísum og kanturinn steyptur upp. Einnig eru vinsælir hornsturtuklefar og nú eru nuddsturtuklefarnir einnig að verða vinsælli. Þar sem fólk er farið að velja stærri baðkör og jafnvel hornbaðkör verður sífellt eftirsóttara að fá sér baðkör sem einnig bjóða upp á nudd. Hægt er að fá baðkör með loftnuddi, púlsanuddi eða vatns- nuddi með breytilegum hraða. Reynir Matthíasson hjá Baðheimum segir mikla aukningu vera í sölu á nuddbaðkörum enda hafa þau sína kosti. Fyrir utan að gleðja nautna- seggina hafa nuddbaðkörin einnig góð áhrif á heilsuna. Nuddið getur aukið blóðflæði og sogæðaflæði, slakað á vöðvum, haft jákvæð áhrif á efnaskiptin og að sjálfsögðu veitir það góða slökun við kertaljós og ró- lega tónlist. Loftbólur í nýstárlegu baðkari Baðkerið er að margra mati það mikilvægasta sem valið er inn á baðherbergið. Enda er það bæði fyrirferðarmesti hluturinn þar inni og það tæki sem maður kemur til með að eyða dágóðum tíma ofan í. Egill Árnason: Alessi-baðkar, klósett og vaskur í sömu línu. Baðheimar: Victory Spa, Sicilia-nuddbaðk- ar, hornbaðkar. Höfuðpúðar og sæti. Vegg- hliðar eru 155 sm á móti 218 sm. Baðheimar: Victory Spa, Lanzarote-nudd- baðkar. Karið rúmar tvær manneskjur; með höfuðpúðum báðum megin. 190x120. Baðheimar: Victory Spa, Jamaica-nudd- baðkar. 180x80 og 190x80. Mjúkar línur í hönnuninni. Einnig hægt að fá karið höldulaust. Höfuðpúði við hvorn enda. Flísabúðin: Roca. Afturhvar til eldri tíma. Fæturnir eru stillanlegir. 175 cm á lengd. Höfuð- endi er 80 sm breiður og fótendi er 73 sentimetra breiður. Egill Árnason: Foster-baðkar frá Hoesch. 80x180 hvítt. Skemmtileg hönnun á baðkari. Egill Árnason: Alessi-baðkar. Hönnunin er mjúk og baðkarið er egglaga. Í Alessi-lín- unni má einnig fá vask og klósett.Sturta is: Luyisi. Sturta í lofti, handsturta, blöndunartæki, sæti, loftljós, bakljós og baklampi. Gufa, punktanudd, sætisnudd, heildarnudd, loftræsting. Hita/tímastilling- ar, útvarp. Neyðarhnappur, fjarstýring, djúpur botn, 5 mm hert gler. 90x90x215 og 100x100x215. Sturta is: Luyisi. Einfaldur sturtuklefi með botni, hert gler í klefa og trefjastyrkt akrýlefni í botni. 90x90x198 og 100x100x198. Tengi: Kaldewei. Baðkar 180x80. Sturtu- botnarnir eru flatir með niðurfalli í miðju botnsins. Tengi: Ifö. Frístandandi baðkör með lituð- um stálbotni. Fæturnir eru stillanlegir eftir halla á gólfi. Afturhvarf til þess gamla með ívafi af nýjum straumum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.