Fréttablaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 45
21ÞRIÐJUDAGUR 11. október 2005 RopeYoga 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Gulli› eftir- sóknarvert Gullver› hefur hækka› um 8,1 prósent á sí›ustu vikum. Líklegt þykir að verð á gulli muni ná nýjum hæðum á árinu og verða hærra en það hefur verið frá árinu 1988. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmd var af fréttaveitu Bloomberg meðal 47 sérfræðinga í gullviðskiptum. Búast þeir við að verðbólgan aukist á næstunni þar sem stórir fjárfestar séu farnir að selja olíu og kaupa gull í staðinn. Gullverð hefur hækkað um 8,1 prósent á síðustu sex vikum og kostar únsan, sem er sú mælieining sem notuð er við kaup og sölu á gulli, nú 477 Bandaríkjadali. Verð á olíu, bensíni og gasi hef- ur aldrei verið eins hátt og í síðasta mánuði samkvæmt frétt Bloomberg. Þess vegna hafi kostn- aður framleiðenda og neytenda aukist og verðbólga látið á sér kræla. Við slíkar aðstæður bregði sumir fjárfestar á það ráð að kaupa gull til að mæta fallandi virði hlutabréfa og skuldabréfa. - hhs FRÁ KÉRI PHARMA Fleiri vörur frá Acta- vis fara á ungverskan markað síðar á árinu. N‡tt lyf frá Kéri Actavis me› sitt fyrsta lyf á ungverska marka›inn. Dótturfélag Actavis Group í Ung- verjalandi, Kéri Pharma, hefur sett hjartalyfið Ramipril á markað þar í landi. Þetta er fyrsta lyfið sem Act- avis framleiðir fyrir ungverska markaðinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Reiknar Actavis með að setja aðra vöru á ungversk- an markað síðar á þessu ári. Tilkynnt var um kaup Actavis á Kéri Pharma 30. september síðast- liðinn. Þá var sagt að Kéri einbeitti sér einkum að sölu geð-, hjarta- og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Actavis er lyfið Ramipril fyrst og fremst notað við háum blóðþrýst- ingi. Það var fyrst sett á markað af Actavis í janúar árið 2004 í þremur löndum. Ætlun Actavis sé að skrá vörur á ungverska markaðnum undir eigin vörumerkjum. Actavis hafi nú þegar tólf markaðsleyfi fyrir lyf í Ungverjalandi sem fyrir- tækið getur nú þegar sett á markað í gegnum Keri. – bg Afskrifa 278 milljónir Taprekstur var á verslunum Baugs í Skandinavíu í fyrra samkvæmt ársskýrslu sem birt var í Kauphöll Íslands í gær. Verulegur bati var á rekstri Topshop og Debenhams í Svíþjóð frá fyrra ári en batinn var ekki nógur til að vega upp tapið á rekstri Debenhams í Danmörku. Mun Baugur nú afskrifa rúmar 278 milljónir af langtímakostnaði fyr- irtækjanna á Norðurlöndum. Segir í skýrslunni viðbúið að verslanir á borð við Debenhams taki þrjú til fimm ár að ná jafnvægi í rekstri. Verslanirnar á Norðurlöndum eru reknar undir Högum, en Baug- ur Group ræður yfir meirihluta hlutafjár í því félagi. – bg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.