Fréttablaðið - 11.10.2005, Page 45

Fréttablaðið - 11.10.2005, Page 45
21ÞRIÐJUDAGUR 11. október 2005 RopeYoga 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Gulli› eftir- sóknarvert Gullver› hefur hækka› um 8,1 prósent á sí›ustu vikum. Líklegt þykir að verð á gulli muni ná nýjum hæðum á árinu og verða hærra en það hefur verið frá árinu 1988. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmd var af fréttaveitu Bloomberg meðal 47 sérfræðinga í gullviðskiptum. Búast þeir við að verðbólgan aukist á næstunni þar sem stórir fjárfestar séu farnir að selja olíu og kaupa gull í staðinn. Gullverð hefur hækkað um 8,1 prósent á síðustu sex vikum og kostar únsan, sem er sú mælieining sem notuð er við kaup og sölu á gulli, nú 477 Bandaríkjadali. Verð á olíu, bensíni og gasi hef- ur aldrei verið eins hátt og í síðasta mánuði samkvæmt frétt Bloomberg. Þess vegna hafi kostn- aður framleiðenda og neytenda aukist og verðbólga látið á sér kræla. Við slíkar aðstæður bregði sumir fjárfestar á það ráð að kaupa gull til að mæta fallandi virði hlutabréfa og skuldabréfa. - hhs FRÁ KÉRI PHARMA Fleiri vörur frá Acta- vis fara á ungverskan markað síðar á árinu. N‡tt lyf frá Kéri Actavis me› sitt fyrsta lyf á ungverska marka›inn. Dótturfélag Actavis Group í Ung- verjalandi, Kéri Pharma, hefur sett hjartalyfið Ramipril á markað þar í landi. Þetta er fyrsta lyfið sem Act- avis framleiðir fyrir ungverska markaðinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Reiknar Actavis með að setja aðra vöru á ungversk- an markað síðar á þessu ári. Tilkynnt var um kaup Actavis á Kéri Pharma 30. september síðast- liðinn. Þá var sagt að Kéri einbeitti sér einkum að sölu geð-, hjarta- og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Actavis er lyfið Ramipril fyrst og fremst notað við háum blóðþrýst- ingi. Það var fyrst sett á markað af Actavis í janúar árið 2004 í þremur löndum. Ætlun Actavis sé að skrá vörur á ungverska markaðnum undir eigin vörumerkjum. Actavis hafi nú þegar tólf markaðsleyfi fyrir lyf í Ungverjalandi sem fyrir- tækið getur nú þegar sett á markað í gegnum Keri. – bg Afskrifa 278 milljónir Taprekstur var á verslunum Baugs í Skandinavíu í fyrra samkvæmt ársskýrslu sem birt var í Kauphöll Íslands í gær. Verulegur bati var á rekstri Topshop og Debenhams í Svíþjóð frá fyrra ári en batinn var ekki nógur til að vega upp tapið á rekstri Debenhams í Danmörku. Mun Baugur nú afskrifa rúmar 278 milljónir af langtímakostnaði fyr- irtækjanna á Norðurlöndum. Segir í skýrslunni viðbúið að verslanir á borð við Debenhams taki þrjú til fimm ár að ná jafnvægi í rekstri. Verslanirnar á Norðurlöndum eru reknar undir Högum, en Baug- ur Group ræður yfir meirihluta hlutafjár í því félagi. – bg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.