Fréttablaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 14
 24. october 2005 MONDAY14 fréttir og fróðleikur Í dag er búist við því að tug- þúsundir kvenna leggi niður störf og skundi háværar niður Skólavörðustíginn og að Ingólfstorgi. Hvergi í heiminum er atvinnu- þáttaka kvenna jafn mikil og hér á landi svo búast má við því að allmargir fái að finna á eigin skinni hve vinnuframlag kvenna er mikilvægt. Þrjátíu ár eru liðin frá því að konur efndu til samskonar bar- áttufundar niðri á Lækjartorgi. Þar innan um 25 þúsund aðrar konur var ung og upprennandi k v e n r é t t i n d a kona, Þórhildur Þorleifsdóttir að nafni, að ganga hugsjóninni á hönd. Hugsjónin gerjast „Það var mikill baráttuandi í loft- inu fyrir 30 árum enda var tíðar- andinn þannig þá en nú er þetta komið af þessum tilfinnigalegu nótum og orðin yfirvegaðri bar- átta,“ segir Þórhildur Þorleifs- dóttir, leikstjóri og kvennfrelsis- kona. „En á þessum tíma var ég að átta mig á því hægt og bítandi að karlakerfin dyggðu ekki og eftir að mér varð það ljóst sagði ég mig úr Alþýðubandalaginu og tók þá ákvörðun að skipta mér ekki af pólitík nema þá til að berjast fyrir kvenréttindahugsjónina.“ Þórhildur var ein þeirra tólf kvenna sem komu kvennafram- boðinu á fót fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1982 og varð hún þá varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Ári síðar varð hún svo varaþing- kona fyrir Kvennalistann. Árið 1987, skipaði hún 3. sæti á lista flokksins og komst þá óvænt inn á þing. „Árið 1991 ákvað ég svo að hætta og snúa mér að leiks- húsinu, en pólitíkin og leiklistin eru ólæknandi sjúkdómar en ég er víst haldin þeim báðum,“ segir Þórhildur kankvís. Kallaðar öllum illum nöfnum En það var ekki alltaf tekið út með sældinni að vera rauðsokka en svo voru kvenréttindakonur kallaðar hér á árum áður. „Það þótti svo sem ekkert flott að vera rauðsokka en það er alltaf reynt að stimpla þær konur sem láta eitthvað að sér kveða í þessum efnum með einhverjum ónefnum. Því var jafnvel snúið upp á þær að þær ættu svo bágt vegna þess að enginn vildi þær eða eitthvað því um líkt. Mönnum voru hæg heimatökin að koma óorði á þær þar sem þeir gátu bara sótt orðin í þau viðhorf sem ríktu til kvenna í samfélaginu. Þessi árátta hefur nú ekki breyst svo mikið; eru ekki þeir sem mótmæla Kárahnjúka- virkjun komnir með einhver ónefni á sig nú í dag.“ Næsta stórverkefni „En þetta er ekki bara einhver afmælisfundur í dag því þó að margt hafi áunnist eru verkefn- in næg sem enn þarf að vinna og fundurinn í dag á einnig að minna okkur á það. Það má segja að kvenfrelsisbyltingin sé mesta bylting veraldarsögunnar því hún kollvarpar kerfi sem varað hefur í árþúsundir. En nú þarf að taka á því hvernig við getum búið sem best að börnum og unglingum sem óneitanlega hafa orðið svo- lítið útundan við þessar breyting- ar. Þetta kallar á samfélagslega lausn og gott skref í þá átt væri til dæmis að stytta vinnudaginn svo báðir foreldrar gætu sinnt þörfum barna og unglinga; þá á ég ekki síður við þessar andlegu þarfir. Það væri hins vegar alveg afleitt að varpa allri ábyrgð á konur og segja þeim að fara aftur heim, það er engin lausn.“ Þórhildur stendur í ströngu þessa dagana þar sem hún er nú að leggja lokahönd á upp- færslu leikritsins Lífsins tré sem frumsýnt verður á fimmtu- dag. „Þegar frumsýning nálgast verður leikstýran svolítið lokuð í eigin heimi en ég ætla samt að brjótast úr honum og skunda niður á Ingólfstorg og kannski að maður slái potta,“ segir hún og hlær. 86 2 89 0, 2 79 1, 9 OKT-DES JÚL-SEPJAN-MAR 88 1, 3 APR-JÚN Sérstök forsala og 20% afsláttur fyrir handhafa MasterCard korta 21. október. Sala fer fram í Skífunni, Laugavegi og á www.icelandfi lmfestival.is. Passar veita afslátt og forgang og eru í takmörkuðu magni. MasterCard kynnir: PASSASALA HEFST 22. OKTÓBER Samningur Læknafélags Íslands og Trygginga- stofnunar ríkisins um þátttöku ríkisins í kostn- aði sjúklinga sem kaupa þjónustu hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum er nú í uppnámi. Ástæðan er sú, að flestar sérfræðigreinar virð- ast ætla að fullnýta umsaminn einingakvóta, eða fara fram úr honum, sumar verulega. Það þýðir að viðkomandi sérfræðilæknar fá ekki greitt fyrir læknisverk sín nema að litlum hluta. Þeir segja hins vegar að eftirspurn eftir þjón- ustu þeirra hafi stóraukist og sé nú umtalsvert meiri heldur en framboðið sem samningurinn kveður á um. Hvaða kröfur eru gerðar til læknisins? Sérgreinalæknar eiga að veita þjónustu sína sem jafnast yfir almanaksárið. Miðað skal við að eigi minna en fjórðungur eininga sérgreina verði unninn á síðustu fjórum mánuðum árs- ins. Þetta ákvæði stuðlar að því að koma í veg fyrir að læknarnir klári einingafjölda sinn áður en árið er á enda. Þá á læknir að gæta þess að tímasetningar pantaðra tíma sjúklinga á stofu standist sem best og gera sjúklingi viðvart í tæka tíð þurfi að breyta viðtalstíma. Hver er einingafjöldinn? Heildareiningafjöldi sem dreifist á sérgrein- arnar á þessu ári er 11.336.000 einingar. Hvert læknisverk er metið á tiltekinn fjölda eininga eftir því hvers eðlis það er. Hver eining er metin á vissa krónutölu. Einingaverð þessa árs er til að mynda 214 krónur en fer smáhækkandi eftir árum og verður komið upp í 225 krónur árið 2008. Ef sumir fara fram úr en aðrir ekki? Ef sumar sérgreinar fara fram úr eininga- kvóta en aðrar ekki þá er gripið til svokallaðrar straujunar. Það felur í sér að einingafjöldanum er jafnað út, þannig að hinar ónýttu einingar eru jafnaðar út til þeirra lækna sem búnir eru með sinn kvóta eða komnir fram yfir. Með því móti nýtist sá pottur sem er til ráðstöfunar á hver- ju ári. Ekki er fyrirséð að hægt verði að grípa til svona ráðstafana í ár, þar sem langflestar sérgreinar fullnýta kvóta sinn eða fara fram úr honum. Það eru því engar einingar eftir til þess að jafna út að þessu sinni. FBL -GREINING: SAMNINGUR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS OG TRYGGINGASTOFNUNAR Einingakvóti annar ekki eftirspurn *FOB VERÐI Í MILLJÓNUM KRÓNA HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Svona erum við ÚTFLUTNINGUR TIL NÍGERÍU ÁRIÐ 2004* Mesta bylting veraldarsögunnar KVENNAFRÍDAGURINN 1975 Þúsundir kvenna lögðu niður vinnu á þessum degi fyrir þrjátíu árum. Þórhildur segir gríðarlegan baráttuanda hafa legið í loftinu þennan dag. ÞÓRHILDUR ÞOR- LEIFSDÓTTIR Þor- hildur segir fundinn í dag ekki aðeins vera afmælisfund heldur baráttufund rétt eins og fyrir 30 árum. FRÉTTAVIÐTAL JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is Karlmenn, margir hverjir, láta ekki sitt eftir liggja í kvenfrelsisbaráttunni. Gísli Hrafn Atlason er einn af þeim en hann er í karlahópi Feminístafélags Íslands. Hvað ætlar þú að gera á morgun? Ég vinn á leikskóla og þar eru kven- menn í miklum meirihluta svo ég legg niður vinnu um klukkan tvö eins og kollegar mínir. Þá verð ég að fara og ná í mitt barn á annan leikskóla svo konan geti skundað á Skólavörðuholt- ið. En svo mæti ég að sjálfsögðu líka og með barnið. Hvaða barátttumál er efst á baugi hjá feminístum? Mér eru ofbeldismálin efst í huga og það hvernig vanvirðing gagnvart konum skín í gegn í lögunum. Þessi vanvirðing kemur einnig fram í viðhorfi of margra og þessu þarf einfaldlega að breyta. Hvað er framundan hjá feminísta- félaginu? Við ætlum að taka þátt í ofbeldisdög- um sem Unifem ætlar að ýta úr vör innan skamms en það er herferð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo þarf að undir- búa kjör Nornar ársins en hún er kjör- in á þrettándanum. Þessi viðurkenning er veitt þeirri konu sem hefur verið refsað hvað mest fyrir að standa sig en konur lenda oft í því. Í fyrra hlaut reyndar mannréttindaskrifstofan þessi verðlaun en hún fékk óvæga refsingu fyrir að standa sig í stykkinu. SPURT OG SVARAÐ KVENNAFRÍDAGURINN Hættir klukkan tvö GÍSLI HRAFN ATLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.