Fréttablaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 78
30 24. október 2005 MÁNUDAGUR NEWCASTLE-SUNDERLAND 3-2 1-0 Shola Ameobi (33.), 1-1 Liam Lawrence (35.), 2-1 Shola Ameobi (37.), 2-2 Stephen Elliott (41.), 3-2 Belozoblu Emre (63.). BOLTON-WBA 2-0 1-0 Hidetoshi Nakata (81.), 2-0 Kevin Nolan (90.). WEST HAM-MIDDLESBROUGH 2-1 1-0 Teddy Sheringham (66.), 2-0 Chris Riggott, sjálfsm. (74.), 2-1 Frank Queudrue (87.). EVERTON-CHELSEA 1-1 1-0 James Beattie, víti (37.), 1-1 Frank Lampard (50.). Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í lið Chel- sea á 58. mínútu leiksins. STAÐAN: CHELSEA 10 9 1 0 24-4 28 CHARLTON 9 6 0 2 14-8 19 TOTTENHAM 10 5 3 1 12-6 19 WIGAN 9 6 1 2 10-5 19 MAN.UTD 9 5 3 1 12-6 18 MAN. CITY 10 5 2 3 11-8 17 BOLTON 10 5 2 3 12-11 17 ARSENAL 9 5 1 3 12-6 16 WEST HAM 9 4 3 1 13-6 15 BLACKB. 10 4 2 4 9-10 14 N´CASTLE 10 3 3 4 8-10 12 MIDDLESB. 10 3 3 4 11-14 12 LIVERPOOL 8 2 4 2 5-8 10 FULHAM 10 2 3 5 10-14 9 ASTON V. 10 2 3 5 9-16 9 WBA 10 2 2 6 9-18 8 PORTSM. 10 1 4 5 7-12 7 BIRMINGHAM 10 1 3 6 7-15 6 SUNDERL. 10 1 2 7 9-17 5 EVERTON 9 1 1 7 2-12 4 Ítalska knattspyrnan: CHIEVO-CAGLIARI 2-1 LECCE-JUVENTUS 0-3 AC MILAN-PALERMO 2-1 UDINESE-INTER 0-1 SAMDORIA-SIENA 3-3 TREVISO-EMPOLI 1-2 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLT Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, kveðst fullviss um að lið sitt verði svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn um jólin. Mourinho segir að aðrir níu sig- urleikir í röð ofan á þá sem liðið hefur þegar unnið það sem af er leiktíðinni, muni veita liðinu svo mikið forskot á önnur lið að það yrði ómögulegt fyrir þau að vinna það upp. Mourinho lét þessi orð reyndar falla fyrir jafnteflið gegn Everton í gær en Mourinho sagði ennfremur að honum gæti ekki verið meira sama um ótrúlegt met Arsenal yfir flesta leiki í deildinni í röð án taps, en Chelsea nálgast óðfluga þá 49 leiki sem Arsenal lék án taps fyrir tveimur árum. „Ég hef engan áhuga á einhverjum metum. Ég hef áhuga á stigum,“ segir Mourinho en Chelsea hefur nú leikið 38 leiki í röð án taps. „Látið mig fá níu sigurleiki í röð til viðbótar og við verðum meistarar. Sannið þið til. Þið getið átt þetta met ykkar. Haldið þið að ég sé að grínast? Hvað þýða 18 sigurleikir í röð? Meistarar!“ Þetta hrópaði Mourinho nán- ast á enska blaðamenn þegar þeir gerðu athugasemdir við hroka hans. „Ef ég vinn næstu níu leiki og tapa síðan, sem veldur því að við náum ekki þessu meti Arsenal, þá yrði mér alveg sama. Markmið okkar er einfalt, að vinna alla leiki fram að jólum. Ef það tekst þá er mér í raun sama um allt annað,“ segir Mourinho. - vig Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er sigurviss: Við tryggjum okkur titilinn fyrir jól Í JÓLASKAPI Jose Mourinho hlakkar ábyggilega mikið til jólanna því þá ætlar hann að vera búinn að tryggja sér enska meistaratitilinn. Myndin er samsett. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES PIPPO INZAGHI Markaskorari af guðs náð. �������������������������������� ���������������������������������� ������������� ������ ������������������� FÓTBOLTI Toppliðin á Ítalíu unnu öll leiki sína í gær en Juventus er enn með fullt hús stiga að átta umferð- um loknum og er fimm stigum á undan AC Milan sem kemur í öðru sætinu. Sigur Juventus á útivelli gegn Lecce gerði það að verkum að liðið jafnaði félagsmet sitt frá leiktíð- inni 1985-86 yfir bestu byrjun á leiktíð en það tímabil urðu þeir ítalskir meistarar. Zlatan Ibrahim- ovic braut ísinn gegn Lecce og svo fylgdu tvö mörk frá Adrian Mutu og Marcelo Zalayeta. Filippo Inzaghi skoraði sigur- mark AC Milan gegn Palermo en hann hafði ekki skorað í deildinni síðan í mars 2004 vegna meiðsla. „Þetta hefur verið mjög erfið- ur tími. Andriy Shevchenko er meiddur og því fékk ég þetta tækifæri í byrjunarliðinu og ég er hæstánægður með að hafa náð að nýta mér það,“ sagði Inzaghi. - egm Ítalski boltinn um helgina: Inzaghi er kominn aftur FÓTBOLTI „Ég er á því að dómar- arnir hafi rænt stigunum þremur af okkur. Við skoruðum tvö mörk en annað var ranglega dæmt af okkur,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir að liðið tapaði sínum fyrstu stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það var botnlið Everton sem gerði 1-1 jafntefli við Eng- landsmeistarana á heimavelli sínum í gær en Everton hefur aðeins unnið einn leik í deildinni og hafði aðeins skorað eitt mark fyrir leikinn. „Við stjórnuðum leiknum og vorum mun betri allan tímann. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik,“ sagði Mourinho en mark sem Didier Drogba skoraði í sein- ni hálfleik var dæmt af vegna rang- stöðu. „Aðstoðardómarinn átti að láta sóknarliðið njóta vafans en það gerði hann ekki. Ég get samt ekki annað en hrósað Everton, leikmenn liðsins gáfu allt í leik- inn og börðust af krafti alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Mourinho. James Beattie kom Everton yfir í leiknum með marki úr víta- spyrnu sem dæmd var eftir brot Shauns Wright-Phillip. Það var síðan Frank Lampard sem skoraði jöfnunarmarkið. Eiður Smári Guð- johnsen kom inn sem varamaður í seinni hálfleik en það var einmitt hann sem var dæmdur rangstæð- ur þegar Drogba náði að koma boltanum í netið. „Við börðumst vel og sýndum mikið hungur gegn firnasterku fótboltaliði. Ég er ósammála Mourinho í því að mark- ið hjá Drogba hefði átt að standa, Eiður hafði klárlega áhrif á leik- inn. Nú þurfum við bara að fara að hala inn stigum og toga okkur upp töfluna,“ sagði David Moyes, knattspyrnustjóri Chelsea. Þrír aðrir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Stórleikur Chris Kirkland dugði skammt fyrir West Bromwich Albion sem tapaði 2-0 fyrir Bolton, Hidetoshi Nakata og Kevin Nolan skoruðu mörkin seint í leiknum. Emre skoraði sigurmark New- castle sem vann 3-2 sigur á Sund- erland í hörkuleik en hin fjögur mörkin komu öll á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik. Þá vann West Ham 2-1 sigur á Middlesbrough þar sem dómgæslan var aðal- umræðuefnið eftir leik en annað mark Hamranna var ansi umdeilt því það leit út fyrir að boltinn hefði aldrei farið yfir marklínuna. elvar@frettabladid.is Botnliðið stöðvaði Chelsea Topplið Chelsea náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Everton á útivelli í ensku úrvals- deildinni í gær og tapaði þar með fyrstu stigum sínum á tímabilinu. ANNAÐ MARK EVERTON Mark Everton í gær var aðeins annað mark liðsins á leiktíðinni en það gerði James Beattie með gríðarlega öruggum hætti úr vítaspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.