Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 31. ágúst 1975. 3 Gleöjumst yfir lifinu, hinum guölega neista, hvort sem hann er bjartur eöa hálfkulnaöur. (Jtburöir og dauöavona I Kalkútta eru meöal skjól- stæöinga móöur Teresu. Kaþólska kirkjan gefur út rit um móður Teresu í Kalkútta SJ-Reykjavík. Nýlega kom út bæklingúr meö nafninu Móðir Teresa i Kalkútta sem gefinn er út af Kaþólsku kirkjunni á ís- landi. Rit þetta er úrdráttur úr fyrsta kafla bókar hins þekkta blaðamanns Malcolms Muggé- ridge, „Something Beautiful for God”. Bókin er I fjórum megin- köflum og fjallar um Móöur Teresu, stofnanda reglu Kær- leikstrúboðanna. Úrdráttinn gerði Torfi ólafsson. Móðir Teresa fæddist i Skopje i Júgóslaviu 1910. Hún stofnaði reglu Kærleikstrúboðanna 1950. Astæðan til þess að hún yfirgaf Loreto-regluna, sem hún hafði til- heyrt frá þvi hún var 18 ára göm- ul, var sú, að henni fannst hún ekki geta, samvizku sinnar vegna, lifað áhyggjulausu lifi við kennslustörf og allgóð lifskjör, meöan hún sá fólk á öllum aldri þjást og deyja úr hungri, sjúk- dómum og vanhirðu á götunum I Kalkútta. Móðir Teresa hefur um langt skeið starfað i Kalkútta, og ibúúm þeirrar borgar kýs hún helzt að helga krafta sina, þótt regla Kær- leikstrúboðanna starfi nú einnig i öörum löndum og heimsálfum, og þess vegna þurfi hún oft að ferö- ast vfðs vegar. „Menn þurfa að þekkja Kalkútta til þess aö geta gert sér grein fyrir hugrekki hennar. Evrópubúum finnst jafn- vel betri hverfin illþolanleg, og mér hefur jafnan fundizt sú borg vera ein af svörtu blettunum á samtið okkar. En að velja sér af frjálsum vilja að búa I eymdar- hverfum hennar, eins og móðir Teresa gerði, innan um skitinn, sjúkdómana og hörmungarnar, það sýnir svo óbugandi kjark og bjargfasta trú og svo þrotlausan kærleika, að ég blygöaðist min.” Svo farast Malcolm Muggeridge orö. Móðir Teresa og samstarfsfólk hennar sér fátæklingum fyrir mat, húsaskjóli og hjúkrun, en það sem hún telur þó að þeim sé mikilvægast, er að finna að ein- hverjum sé annt um þá. Hún seg- ir, aö þvi meira sem stofnanir rikisstjórnarinnar gerðu fyrir fátæka, þvi betra, en þáð sem hún og systurnar hennar væru að gera, væri bara allt annaö, þær væru að sýna kristilegan kærleika I verki. Móðir Teresa segir, að framkvæmdir I þágu hinna þjáöu séu lofsverðar og nauðsynlegar, en þær beinist að ákveðnu heild- armarkmiði, kristilegur kærleik- ur beinist hins vegar að einstök- um persónum. Frá Njarðvíkurskóla Kennarafundur verður fimmtudaginn 4. september kl. 10. Nemendur forskóla og nemendur 1.2.3. og4. bekkjar komi i skól- ann föstudaginn 5. september kl. 10. Nemendur 5. 6. 7. 8. og 9. bekkjar komi til innritunar sama dag kl. 2. Skólastjóri. LÆKJARGÖTU 2 Hin frábæra og margumtalaða SUMARÚTSALA * -' " • - mánudag og þriðjudag FATNAÐUR — SKÓR — HLJÓMPLÖTUR 40-60% afsláttur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.