Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 31. ágúst 1975. Það var mikið tilstand í Mónakó þegar tilkynnt var að Rainier fursti hefði loks fundið konu, sem hann vildi ganga að eiga! Ekki sakaði að hún var banda- rísk og leikkona þar að auki, því þannig var dverg- ríkinu bjargað frá franskri blöndun.. það voru því há- tíðahöld í tvo daga samfleytt í apríl 1956. Göturnar voru lagðar blóm- sveigum, flugeld- um var skotið á loft og fólkið dansaði á torgum og stræt- um. Mónakóbúar voru yfir sig hrifnir, þegar furstinn þeirra gekk I heilagt hjónaband. Þegar Grace Kelly giftist furstanum í Mónakó Rainier fursti dáði konur, köfun og hraðan akstur þangað til hann hitti Ijóshærðu, köldu leikkonuna Grace Kelly í Cannes 1955. Þar réðust örlög þeirra og árið eftir var slegið upp brúð- kaupi með flugeld- um, heiðursverði og öllu tilheyrandi. Síðan stungu brúð- hjónin af á haf út til að hafa það náð- ugt á hveitibrauðs- dögunum, en urðu að leita hafnar því brúðurin varð sjó- veik! RAINIER III, fursti i Mónakó kvæntur bandarisku kvikmynda- leikkonunni Grace Kelly. Nákvæmlega þetta stendur um furstann i Monaco i stóru alfræði- safni, og lesandanum kemur ósjálfrátt i hug, hvort hans hefði yfirleitt verið getið, ef hann hefði ekki verið giftur Grace Kelly. Svo mikið er vist, að utan Mónakó vissu menn litið um piparsveininn, sem var þjóðhöfð- ingi i dvergrikinu við Rivferuna. Já, hvað vissum við eiginlega þá um Mónakó? Monte Carlo höfðum við heyrt nefnda að sjálfsögðu, en þess var ekki getið i öllum landa- fræðibókum að þessi fræga borg fjárhættuspilaranna væri höfuö- borg sjálfstæðs rikis, sem átti sinn eigin þjóðhöfðingja. En 20.000 ibúar furstadæmisins og sérstaklega kynbornu Móna- kóbúunum 2.500 var það mikið áhyggjuefni að Rainier fursti var ókvæntur. Rikiserfinginn var enginn og samið hafði verið um þaö við Frakka, að ef Grimaldi- ættin dæi út yrði Mónakó innlim- að I Frakkland. Þar með yrðu menn að sjá á bak mörgum for- réttindum.m.a. skattfrelsi sem rikti I landinu. Furstinn varö aö ganga i hjóna- band. Eftir á segjum viö kannski aö ekki hafi veriö ástæða til aö vera með áhyggjur. Rginier fursti var 32 ára 1955 — þ.e.a.s hann var þrem árum yngri en Margrét Danadrottning er nú, þrem árum eldri en Carl Gustav hinn ungi konungur Svia, og ná- kvæmlega jafngamall og Haraldur krónprins Norðmanna var, þegar hann kvæntist. En viö vitum lika að óþreyja fólks eykst meö hverjum deginum eftir að ógiftir prinsar eru orðnir þritugir, og Mónakóbúar vissu að Rainier hafði mætur á að kafa i djúpum sjó og aka bifreið á miklum hraða. Tengsl hans við konur, sem allar voru ekki jafnvel hæfar til að verða furstafrúr voru þeim ekki heldur neitt fagnaðarefni. En Rainier III og piparstand hans var fyrst og fremst mál Mónakóbúa. Heimsþekktur var hann ekki. Þá töluðu menn mest um Hollywoodstjörnur eins og Marilyn Monro, Diönu Dors og Jayne Mansfield. Audrey Hep- bum var leikkona af öðru tagi, veluppalin og menningarleg. Og allt ieinu eignaðisthún keppinaut — ljóshærða fegurðardrottningu, sem náði vinsældum á ótrúlega skömmum tima. Grace Kelly. Milljónaradóttir frá Filadelfiu, 27 ára og ógift. Grace Kelly kom á kvikmynda- hátiðina i Cannes vorið 1955. Snjall auglýsingamaður kom þvi svo fyrir að þau hittust i hallar- garðinum Grace og furstinn af Mónakó. Mynd var tekin af þeim saman. Þau bundust vináttu- böndum. 16. desember sama ár kom Rainier til Bandarikjanna að þvi er sagt var til að leita augnlæknis. Orðrómur var á kreiki um að hann myndi vera um jólin hjá Kelly-fjölskyldunni. Hvorki fjöl- skyldan né samstarfsmenn furst- ans staðfestu orðróminn. En nokkrum dögum eftir nýár var tilkynnt um trúlofun hans há- tignar Rainier III. af Mónakó og Grace Patriciu Kelly. Þau komu fram á blaðamannafundi og héld- ust I hendur, Grace bar trúlofun arhring með demöntum og rúbin- um — rautt og hvitt eru litir Mónakó. 1 Mónakó var þessum tiðindum fangað af alþjóð og i New York var slegið upp balli á Waldorf Astoria, og þau nýtrúlof- uðu voru heiðursgestir. Af tilvilj- un hafði verið ákveðið löngu fyr- irfram að „Nótt I Monte Carlo” yrði tákn dansleiksins. Þar með hafði Grace Kelly i bókstaflegum skilningi sett kór- ónuna á stuttan og glæsilegan feril sinn sem leikkona. Það voru aðeins fjögur ár frá þvi að hún kom fyrst fram i myndinni „14 timar”. Arið 1955 hafði hún fengið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn i myndinni „Bak við tjöldin”. Hún hafði aðalhlutverk i mörgum myndum, bezt þekktar eru „Þjóf- ur gripur þjóf” og „Hástétta- fólk”. Skömmu fyrir brúðkaupið hafði hún verið valin bezt klædda kona heims. Ein fyrsta spurningin, sem bor- in var upp eftir trúlofunina var að sjálfsögðu — Ætlaði hún að leika áfram? — og hún hefur verið spurö svipaðrar spurningar i öll- um blaðaviðtölum siðan — i yfir 20 ár. Nýtrúlofuð svaraði leikkonan jafnóljóst eins og ávallt siðar. Hún var ekki viss, hún þurfti að sjá til hvort hún hefði tima, fjöl- skyldulifið sæti fyrir. En áður en hún færi til Evrópu og gifti sig, þurfti hún að fara til Hollywood og ljúka við myndina, sem hún var að leika i. Hún hét „Svanur- inn” — og fjallaði um stúlku sem giftist prinsi frá Evrópu! 1 fyrstu var talað um brúðkaup i júni. Siðar var þvi flýtt og april ákveðinn. Það átti að vera i Monakó! En brúðarkjóllinn var saumaður i Hollywood... Stríð furstans og fjöl- miðla Grace Patricia Kelly, fyrrverandi leikkona og núverandi furstafrú I Mónakó frfkkar meö hverju árinu. þa5 Voru ekki mörg konunglegu Rainier III fursti hefur fitnað svolltiö og fengiö á sig viröuleikablæ. Hjónin vekja athygli hvar sem þau brúðkaupin á sjötta áratugnum. konia, þvi þau eru elskulegt fólk—og auk þess verkar hamingjusamt fólk alltaf vel á aðra.... Qg þetta var i fyrsta sinn að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.