Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. nóvember 1975. TÍMINN 5 Landkynning námsmanna Frá þvi er sagt i Þjóðviljan- um i gær, að islenzkir náms- menn i Bergen hafi fram- kvæmt þá fyrirætlað sina að reisa islenzku rikisstjórninni niðstöng á eynni Herðiu skammt frá Bergen. Tilgang- ur aðgerðarinnar hefði verið sá að vekja athygli norsks og islenzks almennings ,,á árás- um isienzku stjórnarinnar á kjör námsmanna”, cins og þaö er orðað. i fréttinni er sagt, að viðstaddir athöfnina hafi veriö um 20 námsmenn og 15-20 blaöamenn frá helztu blöðum Noregs, auk frétta- manna frá útvarpi og sjón- varpi. Þannig lýsir landkynning Is- lenzkra námsmanna i Bergen sér á sama tima og islenzka þjóðin stendur frammi fyrir mesta efnahagsvanda, sem hún hefur átt að glima við i áratugi. Fjórframlög til námsmanna Sízt skal dregiö úr þeim erfiðleikum, sem islenzkir námsmenn erlendis kunna að búa við, en það verður að telj- ast vafasamt, að aðgerðir af þessu tagi séu til þess fallnar aö auka samúð með þeim. A siðustu árum hefur stuðningur við námsmenn verið aukinn jafntog þétt i formi námslána, sem hafa veriö á lágum vöxt- urn og til langs tima. Má segja, að hér hafi frekar verið um fjárframlög en lán aö ræða. Allir stjórnmálafiokk- arnir og almenningur hefur ekki taiið það eftir sér, að námsmenn væru styrktir með þessum hætti. land og þjóð En þegar fréttir af mót- mælaaðgerðum eins og Iýst er hér að framan berast, þarf ekki að koma á óvart, þótt hinn al- menni skattgreiðandi hrökkvi viö og spyrji hvaö sé að ger- ast. A hvaða siðferðisstigi stendur það fólk, sem hegðar sér mcð þessum hætti? Engu er likara en það sé árátta hjá sumu námsfólki að breiða út óhróður um íslenzk stjórnvöld, og þá um ieið islenzku þjóðina, sem viðast og oftast. Til að kóróna framkomu sina er þess jafnan gætt að kaila tii blaða- menn og sjónvarpsmenn til að tryggja það, að þessar aðgcrö- ir fari ekki framhjá neinum. Þannig eru 15-20 fréttamenn viðstaddir hina sérstæðu mót- mælaaðgerð 20 námsmanna i Bergen. og hafa þeir sjálfsagt sagt samvizkusamlega frá til- tæki Islenzku stúdentanna. Einhver sjdlfs- virðing eftir? Framkoma námsmannanna i Bergen veldur miklum von- brigðum. Samúð hefur ríkt með námsmönnum, einkum þeirn, cr stunda nám sitt er- lendis, vegna þeirra erfið- leika, sem að þeim steðja. Stjórnvöld hafa heitið þeim að koma tii móts viö óskir þeirra, cins og frekast er kostur,;-. Það er hins vegar spurning, hvort þeir kæra sig yfirleitt nokkuð um fjárfrainlög úr hendi þeirra islenzku stjórnvalda, er þeir hafa reist niðstöng. Ef um einhverja sjálfsvirðingu væri að ræða, gerðu þeir það ckki. íslenzkir skattgreiðendur hörmuðu ekki þó að svo færi. Hins vegar er það nokkurt hryggðarefni, ef okkar gamla vinaþjóð Norðmenn fengi þaö á tiifinninguna, að náms- mannahópur i Bergen væri þverskurður af yngri kynslóð- inni á íslandi. —a.þ. Óhróður um QUt í lUsil 1975 Álþjóðlegt smöismót í Reylgavik Zonal Toumament in Rykjavík Skáksamband Isíands TaflféíagReykjavikur Biðskákir Hamann — Murray, 1/2-1/2, 44leikir Friðrik — Liberzon, 1-0, 46 leikir Zwaig —Timman, 0-1, 77leikir Hamann og Murray sættust á jafntefli án þess að tefla meira. Liberzon gaf skákina við Friðrik eftir 46 leiki, en þá var fæðing nýrrar hvitrar drottn- ingar óverjandi fyrir svart. Timman tefldi endataflið af mikilli nákvæmni gegn Zwaig og vann örugglega. Hvitt: Friðrik Svart: Liberzon Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 e5 7. d5 c6 8. Bd3 cxd5 9. cxd5 Ra6 10. Rge2 Bd7 11. 0-0 Rc5 12. Bb5 Bxb5 13. Rxb5 a6 14. Rbc3 Re8 15. a4 Bf6 16. Khl Bg5 17. Bgl Hc8 18. a5 f5 19. b4 Rd7 20. Dd3 Dc7 21. Ha4 Dc4 22. Ddl Dc7 23. b5 Rc5 24. b6 Dd7 25. Hc4 fxe4 26. fxe4 Hxfl 27. Dxfl Rb3 28. Ha4 Rcl 29. Ha3 Rxe2 30. Dxe2 Rf6 31. Rdl Dg4 32. Dxg4 Rxg4 33. Hf3 h5 34. h3 Hcl 35. hxg4 Hxdl 36. gxh5 gxh5 37. Kh2 Bf4+ 38. g3 Bg5 39. Kg2 Hel 40. Hc3 Hxe4 41. Hc7 Bd2 42. Hxb7 He2+ 43. Kf3 Hel 44. Hb8+ Kg7 45. b7 Hxgl 46. Hg8+ og svartur gafst upp. Timman a b c d e 1 g h Zwaig Hvftur lék 60. Ha6 1 biðleik. Framhaldiðvarð 60.---Kf6 6l. Hb6 f4 62. Hb8 f3+ 63. Kh2 e5 64. Kh8 Kg5 65. Hg8+ Kf5 66. Hg4 Hb2 67. Hxh4 Hxf2+ 68. Kg3 Ilfl 69. b6 e4 70. Hh5+ Ke6 71. Hb5 Hgl+ 72. Kf2 Hg2+ 73. Ke3 He2+ 74. Kd4 f2 75. b7 Hd2+ 76. Kxe4 f 1 D 77. Hb6+ Kd7og hvit- ur gafst upp. 13. umferð Björn — Ribli, 0-1, 21eikir Ostermeyer — Hamann, 1-0, 281eikir Jansa —Hartston, 1/2-1/2, 33 leikir Laine —vanden Broeck, 1/2-1/2, 23leikir Murray — Friðrik, 0-1, 3! leikur Parma — Poutiainen, 1-0, 41 leikur Liberzon —Zwaig, _ 1 /2-1/2, 38leikir Timman sath já. Bjöm mætti veikur til leiks gegn Ribli. Þegar skákin var nýhafin og aðeins höfðu verið leiknir 2 leikir var Björn svo máttvana, að hann varð að fara heim. Kom í ljós, að hann var með hita og algjörlega ófær um að halda skákinni áfram. Þar sem skákin var hafin, var ekki um annað að velja en að bóka tap á Björn samkvæmt reglum Alþjóðaskáksambandsins. Björn hóf skákina i þeirri góðu trii, að hann hresstist og gæti lokið henni, en hefði hann farið fram á frestun fyrirfram, hefði skákinni verið frestað. Hamann er óþekkjanlegur frá fyrstuumferðunum. Hann tapar hverri skákinni á fætur annarri og hefur gjörsamlega gefizt upp. Ostermeyer var ekki i miklum vandræðum með að máta Danann i 28 leikjum. Jansa fórnaði miklu liði gegn Hartston, en þegar kom að þvi að máta andstæðinginn, var ekki nóg lið eftir á borðinu, svo að Tékkinn varð að taka jafn- tefli með þráskák. Laine og van den Broeck sömdu jafntefli eftir 23 leiki og virtust báðir ánægðir með þau úrslit. Friðrik náði fljótt undirtökun- um og hóf sókn gegn kóngi Murrays, en sóknin gekk hægt, þar til Irinn missti tökin á skák- inni i timaþröng. Poutiainen fékk lakari stöðu i byrjun gegn Parma, en ekki er vist, að hún hefði tapazt, ef ekki hefði komið til mikil timaþröng. Missti Finninn gjörsamlega tökin á skákinni og gafst upp i 41. leik. Zwaig beitti sömu byrjun gegn Liberzon og gegn Parma og fyrr i mótinu og aftur fékk hann ljóta stöðu út úr byrjun- inni. Norðmaðurinn lét það ekki á sig fá og varðist af mikilli hörku. Komst Liberzon ekkert áleiöis og varð að sætta sig við jafntefli eins og Parma i 2. umferð. Þessi úrslit draga veru- lega úr möguleikum Liberzons til að hreppa annað tveggja efstu sætanna. Hvítt: Murray Svart: F'riðrik Grúnfelds vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 Rc6 8. Be3 Rg4 9. Be2 Rxe3 10. fxe3 e5 11. d5 Re7 12. 0-0-0 a6 13. Kbl Dd6 14. Db3 b5 15. Hcl Bd7 16. Hc2 Hfb8 17. Hhcl Hb7 18. Rdl a5 19. Hc5 a4 20. Dc2 Hc8 21. Rel c6 22. dxc6 Hxc6 23. Rd3 b4 24. Dc4 Hcb6 25. R3f2 Bb5 26. Snjókeðjur vandaðar norskar GADDAKEÐJUR 9.00x20 10.00x20 1 1.00x20 12.00x20 vörubifreiðakeðjur 9 mm 9 mm 9 mm 9 mm 10 00x28 11.00x28 12.00x28 dráttarvélakeðjur 10 mm 1 0 mm 1 0 mm 13.00x24 14,00x24 vegheflakeðjur 1 1 mm 1 1 mm Ennfremur úrvali. fyrirliggjandi hlekkir og krókar í í fjölbreyttu SM&Sl Laugavegi 178 simi 38000 Dc2 b3 27. axb3 axb3 28. Hc8 + Rxc8 29. Dxc8+ Bf8 30. Bxb5 Hxb531. Hc6 Dd2og hvitur gafst upp. Hvitt: Ostermeyer Svart: Hamann Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 Rbd7 7. f4 e6 8. Bf3 Be7 9. 0-0 Dc7 10. a4 Rb6 11. Khle5 12. Rde2 0-0 13. b3 Bd7 14. a5 Rc8 15. f5 Bb5 16. Rd5 Rxd5 17. exd5 Bf6 18. Be4 Bxe2 19. Dxe2 b5 20. Bd2 De7 21. Dh5 Hd8 22. Hf3 h6 23. g4 Kf8 24. h4 Bxh4 25. f6 Bxf6 26. g5 Bxg5 27. Bxg5 Dxg5 28. Dxf7 mát. Hvítt: Liberzon Svart: Zwaig Spænskur leikur 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Ra5 6. 0-0 d6 7. d4 f6 8. De2 Rxb3 9. axb3 Bb7 10. Hdl Dc8 11. Rc3 Rge7 12. dxe5 dxe5 13. Be3 Kf7 14. Hd2 g6 15. Had 1 Bg7 16. Bc5 Bc6 17. Bxe7 Kxe7 18. Rd5+ Kf7 19. Hd3 He8 20. Hc3 He6 21. b4 Bf8 22. Rd2 a5 23. bxa5 Hxa5 24. Hb3 Ha4 25. Rc3 Hd4 26. Rxb5 Bxb5 27. I)xb5 HedO 28. Hd3 Hb6 29. Da5 Hxb2 30. Hxd4exd4 31. Dd5+ De6. 32. Dxd4 Hxc2 33. Dd3 Da2 34. Kfl Bb4 35. Dd7+ Kg8 36. Dd8+ Kg7 37. Dd7+ Kf8 38. Dd8+ Kg7 jafntefli. Staðan, þegar eftir eru tvær umferðir (eftir 13. umferð): Ribli 9 1/2 v., Liberzon, 9 1/2 v. (af 13), Friðrik og Parma 9 v., Ostermeyer, Timman og Jansa 7 v., Poutiainen 6 1/2 v., Zwaig 6 v., Hamann, 5 1/2 v., Hartston 5 v., Murray 3 v., van den Broeck 3 v. (af 13), Björn og Laine 2 v. Nú eiga aðeins van den Broeck og Liberzon eftir að sitja hjá. ""——mmmmmmmmmmmmmm Hve marga vinninga efstu menn hafa misst niður: Ribli — 2 1/2, Friðrik og Parma — 3, Liberzon — 3 1/2, Timman. Ostermeyer og Jansa — 5. Við hverja tefla efstu menn i siðustu uinferðunum: Ribli: Hvitt gegn Laine, svart gegn van den Broeck. Friðrik: Hvitt gegn Ostermey- er, svart gegn Jansa. Parma: Svart gegn Hartston, hvitt gegn Hamann. I.iberzon: Svart gegn Timman. situr hjá i siðustu umferð. t dag verða tefldar biðskákir kl. 10-16 og ef það dugar ekki til að ljúka þeim, þá aftur i fyrra- málið kl. 10-12. 15. og siðasta umferð verður tefld á morgun, sunnudaginn 9. nóvember, og verður teflt kl. 17-22. Þá tefla van den Broeck — Ribli, Laine — Poutiainen, Björn — Hart- ston, Parma — Hamann, Jansa — Friðrik, Ostermeyer — Zwaig, Murray — Timman, Liberzon situr hjá. Á mánudag verður haldið hraðskákmót i Skákheimili T.R. og S.I. að Grensásvegi 44-46. Þátttaka er öllum heimil; en meðal þátttakenda verða væntanlega flestir erlendu skákmeistararnir ásamt beztu skákmönnum landsins. Mótið hefst kl. 20 á mánudagskvöld. Bragi Kristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.