Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 8. nóvember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 61 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal l -.-.— - ---- -- af sjálfvirkri skammbyssu. Tíminn leið og enn var flokksforinginn ekki kominn. Maðurinn á myndinni var mjög líkur Meyer sjálfum, nema hvað hann var skrýdd- ur þéftu og fallegu höfuðhári. Þannig hafði Meyer líka verið í eina tíð. Hann reyndi að rif ja það upp fyrir sér. Sennilega var hann þá tíu ára gamall. Hann brosti sárs- aukafullu brosi af þessari sjálfshæðni sinni. Rétt í sama mund kom Byrnes f lokksforingi inn. Meyer þóttist sjá að hann saknaði málaranna. Allir á stöðinni söknuðu þeirra. Þeir höfðu gætt staðinn einhverju mannlegu, ríkulegri lifsgleði og vissri léttýðgi. — Nú er illt í ef ni, sagði Meyer.... En áður en hann gat útskýrt hin illu tíðindi fyrir flokksforingjanum hringdi siminn enn einu sinni. Meyer svaraði og kynnti sig. Svo leit hann á Byrnes. — Yf irlögreglustjórinn er í síman- um. Byrnes stundi og fór inn á skrif stof u sína. Hann ætl- aði að vera í einrúmi. X X X X Embættismenn lögreglu og borgarstjórnarinnar skipt- ust á þrjátíu og þrem símtölum þennan morgun. Síma- linurnar glóðu. Byrnes flokksforingi reyndi að finna skynsamlegt svar við þessari óvæntu breytingu í málinu. Það sem lögreglan þurfti sízt af öllu var að auglýsa þetta mál upp á síðum blaðanna. Þá myndu þeir líta út eins og bjartar. Hins vegar var á það að líta, að ef einhver hafði kjaftað frá um hótunarbréfin þá var liklegt að fréttin birtist í blöðunum á hverri stundu. Ef þannig var á málin litið var óneitanleqa skynsamlegast að leggja spilin á borðið og segja blöðunum allt af létta áður en þau birtu fréttina. Hins vegar var mögulegt að þessi nafnlausi upplýsandi væri aðeins með getspár. Kannski skorti hann með öllu sannanir til að styðja fullyrðinguna um fjárkúgun. Þá var litil hætta aukin um allan helming með þvi að rjúka með allt i blöðin. Hvern skyldi þá upp taka? Síminn hringdi og möguleikarnir jukust enn. Menn sundlaði og jaf nlundargeðið var löngu rokið út í veður og vind. James Martin Vale borgarstjóri frestaði gönguför frá City Hall að Grover skrúðgarðinum. Hann hringdi í Byrnes flokksforingja og spurði álits han á ,,alvöru ástandsins". Byrnes varpaði knettinum til yf irlögreglu- stjórans, sem vísaði á Frick yfirforingja 87. sveitar. Frick vísaði á lögreglustjórann en hann sagðist verða að ráðgast við lögreglufulltrúann, sem vísaði svo aftur á lögreglustjórann. Þannig gekk það koll af kolli unz ein- hver tók sig til og hringdi á skrifstof u borgarstjórans og spurði hvað væri um að vera. Eftir tveggja tíma þref og málalengingu var loks ákveðið að birta afrit af samtölunum og Ijósrit af bréf- unum þremur. Bæjarblöðin f jögur fengu þessar f regnir. Frjálslynda blaðið varð fyrst með fréttina. Sama kvöld gáfu morgunblöðin út aukablað með fréttinni. Með öðrum orðum: Nú vissu f jórar milljónir manna um f jár- kúgunarbréfin og hótanirnar. Næsti leikur var stóra spurningin. Anthony La Bresca og billjardfélagi hans Peter Vin- chentCalucci (öðrunafni Calooch, Cooch eða Kook) hitt- ust klukkan sjö að kvöldi þennan mánudag í afskekktu húsi. Anthony La Bresca var veitt eftirför f rá vinnustað sínum í bankahverfi borgarinnar. Þeir sem eltu voru þrír af leynilögreglumönnum sveitarinnar. Þeir beittu ABC aðferðinni. Þeir minntust þess hversu erfiðlega hafði gengið að fylgjast með honum fyrr og tef Idu þess vegna ekki á tvær hættur. ABC aðferðin var gulls ígildi og með öllu örugg. Bob O'Brien var A og elti La Brasca. Andy Parker var B og gekk á eftir O'Brien. Hann gætti þess vandlega að missa ekki sjónar af honum. Carl Kapek var C. Hann gekk hinum megin götunnar við hlið La Bresca. Þetta hafði það gildi, að ef La Bresca fór skyndilega inn í kaff isölu eða hvarf fyrir horn þá gat Kapek auðveldlega skipt um hlutverk við O'Brien og gerst f remsti maður A. Ó'Brien færi þá yfir götuna og tæki stöðu C. Þeir gátu skipzt á um stöðuna að eigin vild, t.d. BCA eða CBA ellegar CAB. Þetta tryggði að alllangur tími myndi líða án þess að La Bresca bæri kennsl á mennina. La Bresca var vel gætt. Jafnvel þar sem mannfjöldi var mikill í einstökum borgarhverf um voru þeir ekki í neinni hættu með að missa af honum. Kapek fór einfaldlega yfir götuna La Bresca megin og gekk á undan honum i fimmtán skrefa f jarlægð. Þá breyttist mynstrið: C, La Bresca, A og B. Þeir unnu verk sitt vel og án truflana þrátt fyrir kalt veður og þá staðreynd að La Bresca virt- ist með afbrigðum gönguglaður maður. Þeir eltu hann um hálfa borgina. Maðurinn var greinilega að eyða tím- anum unz kæmi að stef numótinu við Calucci klukkan sjö. Mennirnir tveir settust á tíunda bekk í afskekktu Og nú eru Geiri og Zarkov á leiðinni til að frelsa hana. Hátt yfir sléttunni gnæfir þorp vængjuðu mannanna á klettunum.... Hér er Döllu Arden haldið i haldi. Heimili fálka-mannanna Mongó! bg Laugardagur 8. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugreinar dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsd. les „Eyjuna hans Múmin- pabba” eftir Tove Jansson (10). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleik- ar. 13.30 iþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. islenzkt mál Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi 17.30 Viðtal við Kristján Kristjánsson söngvara, lyrri hluti Aður flutt i þætti Sverris 'Kjartansson, Úr handraðanum. 18.05 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir, Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 A minni bylgjulengd Jökull Jakobsson við hljóð- nemann i 25 minútur. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 A bókamarkaðinum Andreá Björnsson útvarps- stjóri sér um þáttinn. Dóra Ingvadóttir kynnir. 21.30 Frá tónlistarhátiðinni i Vinarborg s.l. sumar. Filharmoniusveitin i Vin leikur lög eftir Johann Strauss, Karl Böhm stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregpi Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 8. nóvember 1975. © C'JLLÍ, Spegil til að horfa fram fyrir sig i. 5-lo Hvað? 17.00 iþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.00 Tientsin fjöllistaflokkur- inn. Endurflutt sýning kin- verska fjöllistafólksins, sem sýndi listir sinar i Laugar- dalshöllinni i siðasta mánuði. Aður á dagskrá 26. október s.l. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Visindastörf. Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Ekki er allt sem sýnist. I þættinum sýna frægir sjónhverfingameistarar listir sinar, Shimada, Cox, Richard Ross, Gali-Gali o.fl. 21.35 Meistari Móses. Banda- risk biómynd frá árinu 1965. Aðalhlutverk Robert Mitchum, Carroll Baker og Ian Bannen. Vegna stiflu- gerðar á að flytja ibúa þorps eins úr stað gegn vilja þeirra. ófyrirleitinn náungi að nafni Móses kemur til þorpsins og ibúarnir leita á náðir hans. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.