Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 8. nóvember 1975. Matvörudcild Vörumarkaöarins hefur verið stækkuð úr 300 ferm. 1900. — Timamynd GE Vörumarkaðurinn stækkar Sj-Reykjavik. Matvörudeild Vörumarkaðarins h.f. við Ar- múla hefur verið stækkuð að mun og er nú 900 fermetrar. í þessu nýja húsnæði verður sérstök kjötdeild, þar sem fryst og nýtt kjöt verður selt i sjálfssölu. Einnig er gert ráð fyrir mjólkursölu, en kjöt og mjólk hefur ekki verið selt i Vörumarkaðnum til þessa. Sérstökum kæli og frysti- búnaði hefur verið komið fyrir i húsnæði verzlunarinnar vegna þessar breytinga. A jarðhæð er einnig verið að ganga frá 500 fermetra verzl- un, þar sem verða húsgögn og heimilistæki. Þá er verið að koma upp góðri aðstöðu fyrir starfsfólk, m.a. steypiböðum, en það er nýlunda i verzlun hér á landi. Bilastæðum fjölgar og hringakstur verður um húsið. Að sögn eigenda hefur mikil aukning orðið á allri sölu fyrirtækisins ár frá ári allt frá stofnun þess 1967. Merkjasala Blindrafélagsins SÖLUBÖRN Afgreiðslustaðir: Barnaskólar Ileykjavikur Barnaskólar Kópavogs Barnaskólar Hafnarfjarðar Barnaskóli Garðahrepps og að auki i Holts Apóteki og Biindraheimilinu, Hamrahlið 17. Seljið merki Blindrafélagsins. — - Góð sölu- laun. Tilboð óskast Tilboö óskast i eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa i bifreiðaóhöppum. Mercedes Benz 1418 árg. 1966 Hornet árg. 1974 Opel Comandore árg. 1972 Toyota Carina árg. 1974 Pontiak árg. 1968 Willis jeep. árg. 1966 Cortina árg. 1970 Bifreiðarnar verða til sýnis að Smiðshöfða 17, Reykjavik mánudag 10/11 n.k. kl. 12-18. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Bifreiðadeild fyrir kl. 17, þriðjudag 11/11 1975. Roval VÖBUGÆÐUNUM MÁ ÆTlÐ THEYSTA Styrkja grænienzkan námsmann til náms í Hl NÝLEGA ákváðu móðir og syst- kini Ragnars V. Sturlusonar, sem lézt 2. desember 1974, að verja hluta eigna hans — eða kr. 300 þús. — til styrktar grænlenzk- um námsmanni,sem öðru fremur hefði hug á námi, sem varðar þjóðarétt og norræna sögu. Styrk- urinn er bundinn þvi skilyrði, að væntanlegur námsmaður geti stundað nám við Háskóla Islands á þessu eða næsta ári. Háskóla- ráði hefur verið falið að taka þetta mál til afgreiðslu eins og bezt hentar, og er það nú i undir- búningi. Nöfn gefenda eru þessi: Val- gerður Bjarnadóttir, Margrét B. Sturludóttir, Unnur H. Sturludótt- ir, Kristjana H. Sturludóttir og Einar B. Sturluson. Svíar og Norðmenn auka niður- greiðslur Verulegar niðurgreiðslur á matvæli hafa verið teknar upp á seinni árum i mörgum löndum. óviða hefur verið gengið eins langt og i Sviþjóð og Noregi. Eftirtaldar vörur eru niður- greiddar i Sviþjóð nú. Upphæðin miðast við isl. kr. Niðurgreiðslur: Nýmjólk Undanrenna Rjómi Ostur Nautakjöt Kindakjöt Kálfakjöt Svinakjöt 45,34 kr. á litra 49.91 kr. á litra 67,06 kr.álitra 104,01 kr. á litra 161,54 kr. álitra 237,74 kr. álitra 154,69 kr. á litra 81.92 kr. á litra Ef nýmjólkin væri ekki niður- greidd, þyrftu neytendur i Sviþjóð að greiða sem svarar 95,25 Isl. kr. fyrir hvern litra. Niðurgreiðsla á mjólk er kr. 39,10 á litra hér á landi og I. verðflokk dilkakjöts kr. 198,07. Niðurgreiðslur i Noregi eru mjög hliðstæðar og i Sviþjóð, heildarupphæð i fjárlögum yfir- standandi árs, sem áætlað er að verja til niðurgreiðslunnar á landbúnaðarafurðum svarar til 36.504 milljónum isl. kr. (Upplýsingaþjónusta land- búnaðarins). Ull í stað skreiðar fyrirframlag íslands til Unicef MM-Reykjavik — Gordon Cart- er forstjóri Evrópudeildar Unicef, barnahjálparsjóðs Sam- einuðu þjóðanna kom við á Is- iandi á ky nnin garferð um Evrópu. Evrópudeild Unicef hefur aðsetur sitt I Genf og tók Carter við henni ifyrra, eftir að hafa verið mörg ár á vegum Sameinuðu þjóðanna i Indlandi. Hann boðaði blaðamenn á sinn fund og sagði að þetta væri upphaf á aukinni kynningu á starfsemi Unicef, en eins og Carter komst að orði: — ....er ekki lengur nóg að láta sér þykja vænt um Unicef, þvi verð- ur að fylgja áþreifanleg aðstoð rikisátjórnanna. Fjórðungur og upp i helming af ibúatölu þróunarlandanna eru börn. Það liggur i augum uppi, að nauðsynlegt er að auka aðstoð við þennan stóra hóp, sem er viðkvæmur og aðstoðar þurfi. Unicef hafði yfir 150—160' milljónum dollara að ráða á þessu ári, sem er allt of litið, og ætlunin er að hækka þá upphæð upp i 250 millj. dollara á næsta ári, og stefna að 500 milljónum árið 1980. Til þess þarf aukin framlög rfkisstjórna. Skilningur rikir á þörfum stofnunarinnar og hefur alþjóðabankinn t.d. tekið mjög jákvæða afstöðu. ísland gekk á undan með góðu . fordæmi á fyrstu árunum eftir strið, en Unicef var stofnað 1946 og fyrstu 9 árin gaf Island mest allra þjóða isjóðinn —miðað við fólksfjölda. Undanfarið hefur verið keypt skreið fyrirframlag Islendinga, en nú stendur til að verja fénu til kaupa á öðrum vörum og koma ullarvörur mjög til greina. Það byggist á þvi að Alþjóða mat- vælastofnunin og aðrar hliðar- stofnanir SÞ hafa tekið að sér að sjá um fæði eldri aldursflokk- anna. Unicef sér þvi aðallega um smábarnafæði og er skreið ekki heppileg i þvi skyni. tsland hefur gefið um eina milljón dollara alls i sjóðinn og var það að miklu leyti framlag þjóðarinnar sjálfrar. A fjárlög- um 1976 er gert ráð fyrir 2,9 millj. króna framlagi af hálfu rikisins. Gordon Carter átti tal við fjármálaráðherra á miðviku- daginn, og við utanrikisráð- herra i gær (7.11.). Hann gekk einnig á fund forseta Islands. Ennfremur hélt hann fund með kvenstúdentafélaginu um frek- ari aðstoð við kynningarstarf- semi þess, en það hefur staðið fyrir sölu korta Unicef, sem hefur gengið mjög vel. Bandarikin og Sviþjóð leggja mest fram til barnahjálparinn- ar,eða um 15 mjllj. dollara á ári hvort um sig. Indland, Kanada og Astralia leggja einnig mikið af mörkum. Fjáröflunarleiðir eru: Fram- lögrikisstjórna, sem nema 80%, kortasala, sem nemur 10% og ýmis framlög 10%. Kortasalan er sivaxandi tekjulind. Seinni árin hefur Efnahagsbandalag Evrópu lagt til fæðu. Starfsemi Unicef er margvis- leg og hagar sér eftir þörfum hvers lands. Þau börn, sem fyrst og fremst þarfnast athygli eru yngri börnin, þar sem rikis- stjórnir þróunarlandanna veita skólamálum og börnum á skdla- aldri vaxandi athygli og um- hyggju. Unicef styrkir aðeins þær á- ætlanir, sem löndin sjálf gera, en setur ekki upp sinar eigin. Auk fjárhagsaðstoðar veita þeir tæknilega aðstoð, leiðbeina og mennta sérfræðinga. Miðað er við að löndin, sem njóta stuðn- ings, leggi fram jafn mikið á móti og Unicef leggur til. Stund- um leggja löndin meira fram, ekki sizt þar sem fjárhagur hefur tekið stakkaskiptum, eins og i oliulöndunum . Þessi lönd njóta óft áfram tæknilegrar og sérfræðilegrar aðstoðar. Gleggsta dæmið er Iran, sem nýtur engrar fjárhagsaðstoðar Unicef lengur en stofnunin hefur Gordon Carter skrifstofu I landinu til tækni- og sérfræðiaðstoðar. Þegar Unicef aðstoðar áætl- anir hinna ýmissa landa, er það gert með það fyrir augum, að varanleg framför eigi sér stað i aðbúnaði barna. Er þab fyrst og fremst um að ræða heilbrigðis- og félagsmál og matargjafir. Stofnunin hefur samstarf við rikisstjórnir og stofnanir utan þeirra og lika við hinar deildir Sameinuðu þjóðanna. Það er mjög afdrifaríkt, að starfsemi stofnunarinnar sé nú veitt vaxandi eftirtekt og að- stoð, þar sem nýákipun innan Sameinuðu þjóðanna, sem mun sameina hina ýmsu þætti þróun- araðstoðar, stendur fyrir dyr- um. Stærsti liður aðstoðarinnar við þróunarlöndin er útvegun tækja. Nemur sá liður 100 milljónum dollara á ári. I neyðartilfellum bregzt Uni- cef lika skjótt til hjálpar, þó að aðalstarfið sé uppbygging. Nauðsyn þess hefur sýnt sig á þurrkasvæðum Afriku, i Bangla-Desh, Honduras, Kýpur og viðar. Helztu svæðin, sem notfæra sér hjálp Unicef, eru Afrika, Mið- og Suður-Asia og Suð- ur-Amerika. Miðað er við, að þau lönd, sem hafa minna en 100 dollara á mann á ári I fram- færslueyri, séu hjálparþurfi, en það eru um 70 lönd. Þau, sem reiknað er með 100—500 dollara á mann á ári, þurfa meira sér- greinda aðstoð og eru um 15 að tölu. Fá lönd, sem hafa 500—1200 dollara framfærslu- eyri njóta aðstoðar eða um 6, og einungis i formi sérfræðiaðstoð- ar. Þar sem framfærslueyrir er hærri, eru löndin álitin sjálf- bjarga. Mjög sjaldgæft er að lönd hafni boði um aðstoð, en þó eru til dæmi um það. Albania, sem álitið er að ekki veiti af aðstoð, hafnar henni. Unicef var eina stofnun SÞ, sem starfaði i öllum löndum hins svokallaða Indo-Kina. Stendur fyrir dyrum að opna aftur skrifstofu I Saigon, en ekk- ert hefur enn heyrzt frá Kambodiu en fulltrúi Unicef var meðal þeirra, sem bjargað var þaðan úr franska sendiráðinu á siðasta augnabliki. Bein aðstoð er ekki veitt Austur-Evrópulöndunum, en nefndir á vegum stofnunarinnar starfa þar og aðstoða við upp- byggingu þjálfunaráætlana. Unicef hefur aðeins um þús- und manns i þjónustu sinni, enda er kostnaður i sambandi við stjórnun aðeins um 7%. Smæð stofnunarinnar gerir á annan bóginn starfsmönnum hennar kleift að hafa frjálsari hendur I framkvæmdum, heldur en hjá öðrum stofnunum SÞ, en gerir um leið erfiðara fyrir að sýna fram á hve þýðingarmikil starfsemi hennar er. Síðan Unicef var stofnað hafa tillögur stofnunarinnar verið samþykktar samhljóða án hjá- setu. En velvild verður ekki sett I sjóði, og á meðan OPEC bandalag oliuframleiðslulanda talar um stofnun sjóðs með 5 milljörðum dollara, ætti að fást hálfur milljarður til rekstrar stofnunar, sem ber hag svo stórs hóps fyrir brjósti sem Unicef gerir. Carter sagði að lokum, að mörg brýn verkefni iægju fyrir, en erfitt væri að segja hvar þörfin væri mest. T.d. væri ekki vitað hvernig ástandið væri i fyrrverandi nýlendum Portú- gala i Afriku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.