Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 13. nóvember 1975. Umræður um landhelgismdlið utan dagskrdr í neðri deild Á fundi neðri deildar i gær kvaddi Lúðvik Jósepsson (Ab) sér hljóðs utan dagskrár og gerði landhelgismálið að umræðuefni. Gerði þing- maðurinn að umræðuefni undangengn- ar samninga- viðræður við Vestur-Þjóð- verja. Sagði hann, að öll- um feluleik vrði að ljúka, íbúðir í fjölbýlis- húsum metn- ar hver fyrir sig Nýlega bar Eggert Þor- steinsson (A) fram fyrir- spurn um fasteigna- matslög og sambýli i fjöll býlishúsum. Svaraöi Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra fyrirspurninni i samein- uðu þingi i fyrradag. í svari ráðherrans kom fram. að vænta mætti frumvarps, þar sem kveðið væri á Um, að hver i- búð i fjölbýlishúsi yrði metin sér- staklega og kvaðir á einstökum ibúðum væru óháðar öðrum ibúð- um i sama húsi. Minnti ráðherr- ann á, að frumvarp um þetta efni hefði verið lagt fram á Alþingi 1973, en hefði ekki hlotið at- greiðslu. og krafðist þess, að rlkisstjórnin sendi frá sér skýrslu um samn- ingaviðræðurnar og hugsanlegar undanþágur erlendra fiskiskipa til veiða innan landhelginnar. Nefndi hann töluna 100 þúsund tonn i þvi sambandi. Minnti hann á, að samkvæmt skýrslum fiski- fræðinga mætti aðeins veiða 230 þúsund tonn á Islandsmiðum. Samkvæmt þvi yrði að setja kvóta á veiðar islenzkra fiski- skipa. Þá spurðist þingmaðurinn fyrir um það, hvenær samningurinn við Breta rynni út, og loks spurð- ist hann fyrir um það, hvernig gæzlu islenzku landhelginnar yrði hagað eftir að samkomulagið rynni út. Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra sagði, að sam- kvæmt sam- komulaginu frá 13. nóvem- ber 1973, rynni það út klukk- an 12 á mið- nætti 13. nóvember, þ.e. i kvöld. Um það, hvernig staðið yrði að gæzlu landhelginnar, svaraði ráð- herrann, að þar yrði haldið uppi venjulegri gæzlu, en nú bættust við ný svæði, sem áður hefðu verið samningsbundin. oiatur Jóhannesson sagði, að ekki væri vitað, hver viðbrögð Breta yrðu. Astæðulaust væri að ganga út frá þvi sem gefnu, að þeir virtu ekki hina nýju land- helgi. Sjálfsagt væri að biða og sjá, hver viðbrögð þeirra yrðu, Viðbrögð Landhelgisgæzlunnar færu eftir þvi. Þá sagði ráðherrann, að ekki hefði verið bundinn endi á samn- ingaviðræður. Ætla yrði, að þjóð- irnar, sérstaklega Bretar og Vestur-Þjóðverjar, hefðu áhuga á bráðabirgðasamkomulagi. Þessir aðilar hlytu að hafa skilning á þvi, að það myndi greiða fyrir samkomulagi, ef fiskiskip þeirra héldu sig utan nýju markanna. Það hefði sýnt sig, að Vestur- Þjóðverjar hefðu horfið með skip sin út fyrir. Bæði væri það að þakka árvekni Landhelgisgæzl- unnar og vilja Þjóðverja til að ná samkomulagi. Skynsamlegt væri fyrir Breta að fylgja fordæmi þeirra. Um frekari viðbrögð Landhelgisgæzlunnar kvaðst ráð- herrann ekki geta tjáð sig. Það væri undir mati skipherranna sjálfra komið, hvernig brugðizt yrði við. Ekki kvaðst dómsmálaráð- herra vilja tjá sig um almenn atr- iði hugsanlegra samninga. Hann teldi ekki heppilegt að ræða ein- stök atriði á þessu stigi málsins. Þegar þar að kæmi — ef sam- komulag næðist — væri rétt að meta það og fara eftir sannfær- ingu. ,,Ég mun fara eftir minni sannfæringu, og ekki láta neina kjósendahópa hafa áhrif á mig i von um atkvæðavon, þótt girni- legt sé, heldur mun ég standa reikningsskap við kjósendur I lok kjörtimabilsins,” sagði Ólafur Jóhannesson. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra tók næstur til máls. Sagði h a n n , a ð skýrslur um viðræður yrðu lagðar fram á fundi land- helgisnefndar i dag. Forsætisráð- herra sagði, að viðræður hefðu dregizt á langinn vegna þess, að rikisstjórnin hefði viljað fá ná- kvæmari upplýsingar um skýrslu fiskifræðinganna. Sú skýrsla væri helzta röksemd tslendinga i mál- inu. Þá sagði Geir Hallgrimsáon forsætisráðherra, að það væri ó- viðeigandi að birta annað um gang viðræðna en það, sem báðir aðilar væru sammála um að birta. Alþingi væri vettvangur til að ræða niðurstöður hugsanlegs samkomulags. Auk forsætisráðherra tóku til máls Jónas Arnason (Ab), Sig- hvatur Björgvinsson (A), Bené- dikt Gröndal (A) og Karvel Pálmason (SFV). Tómas Árnason alþm.: Jón Skaftason mis- túlkar skýrslu Fram- kvæmdastofnunar TÓMAS Arnason alþm. hefur óskað eftir þvi, að eftirfarandi at- hugasemd væri birt á þingsiðunni: „Miklar umræður hafa undanfariö farið fram á Alþingi um Framkvæmdastofnun rikisins. t þeim umræðum vitnaði Jón Skaftason alþm. til ársskýrslu Framkvæmdastofnunar 1974. Hann gerði það á þann veg að taka hluta úr kafla skýrslunnar, sem fjallar almennt um heildstæöa áætlanagerð, en sleppti bæði upphafi og endi kaflans með öllu. Þessi kafli fjallar fyrst og fremst um nauðsyn á þvi að koma á heildaráætlunargerð, sem nái einnig yfir framkvæmdir rikisins, til þess að koma i veg fyrir að framkvæmdir til sömu nota verði framkvæmdar samtimis eða stórfelldar framkvæmdir og tækja- kaup einkaaðila séu ákveðnar án skipulegs mats á væntanlegum árangri fjárfestingarinnar af hálfu stofnlánasjóða eöa annarra faglegra aðila. Hér er t.d. átt við togarakaup'til landsins. 1 skýrslu Framkvæmdastofnunarinnar er vakin athygli á þessu I sambandi við væntanlega endurskoðun löggjafarinnar um Framkvæmdastofnun rikisins. tupphafinuá þessum kafla I ræðu Jóns segir svo: „Annað, eða kannski jafnvel veigamesta verkefni Framkvæmdastofnunar- innar, var gerð áætlana um þróun þjóöarbúskaparins og þar fram eftir götunum”. Um þetta segir svo i lögunum um áætlanadeild Framkvæmda- stofnunarinnar: „Deildin gerir áætlanir fyrir ráðuneyti og opin- berar stofnanir um framkvæmdir rikisins og aðrar opinberar framkvæmdir, eftir þvi sem um semst”. Af þessu er ljóst, að Framkvæmdastofnunin gerir ekki áætlan- irum þróun þjóðarbúskaparins, nema henni sé falið það af rikis- stjórninni. (Jt af þessum texta sinum, sem er rangur, leggur svo Jón, á- samtkafla úr skýrslu Framkvæmdastofnunarinnar, sem á vant- ar bæði upphaf og endi, til þess, að þvi er virðist, að fá komið lagi á stofnunina sjálfa og framkvæmdaráðið.” AAenntamdíardðherra svarar fyrirspurn um Félagsheimilasjóð: Inneign 43 félagsheimila hjá Félagsheimilasjóði tæpar 67 millj. t FYRIRSPURNARTIMA i sameinuöu þingi i fyrradag svaraði Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra fyrir- spurn frá Jóhannesi Arnasyni (S) um stööu Félagsheimila- sjóös. Var fyrirspurn Jóhannesar fjórþætt. I fyrsta lagi spurðist hann fyrir um, hversu mörg fé- lagsheimili, sem nú eru i smiö- um eða fullbúin, nytu styrkja úr sjóðnum samkv. lögum frá 1970. í öðru lagi spurði hann, hver skuld sjóðsins á lögboðnum 40% hluta stofnkostnaðar væri, skipt eftir kjördæmum. 1 þriðja lagi á hve löngum tima áætlað væri, aö umrædd skuld yrði greidd, miðað við núverandi tekjustofn sjóðsins. Og loks hvort Félags- heimilasjóöur hefði notfært sér lagaheimild til útgáfu skulda- bréfa. Menntamálaráðherra svaraði fyrstu spurningunni á þessa leið: Siðustu uppgjör félags- heimilasjóðs og úthlutanir til eigendafélaga félagsheimila miðast við 31/12 1974. Samkvæmt bókum sjóðsins frá þeim timamótum verður svar við þessari spurningu veitt. A. I smlöum..................................................19 Fullbúin, en styrkja- greiðslu ekki lokið.......................................24 Alls 43 B. 1) voru gerð upp en má búast við einhverri viðbót er endanlegt uppgjör berst .......................8 2) Nýjarframkv. frá 1975.................................8 Alls 59 Um skuldir Félagsheimilasjóðs sagði ráðherrann, að þær væru eftirtaldar: 1. Reykjaneskjördæmi: Inneign 7 félagsheimila kr. 9.511.814 2. Reykjavikurkjördæmi: Inneign 3ja félagsheimila n 3.080.986 3. Vesturlandskjördæmi: Inneign 8 félagsheimila ii 14.332.926 4. Vestfjarðakjördæmi: Inneign 3ja félagsheimila ii 6.551.409 5. Norðurlandskjörd.-vestra: Inneign7félagsheimila 11 11.190.962 6. Norðurlandskjörd.-eystra: Inneign6félagsheimila 11 9.971.621 7. Austurlandskjördæmi: Inneign 2ja félagsheimila 11 1.430.613 8. Suðurlandskjördæmi: Inneign7félagsheimila 11 10.538.390 Inneign 43ja félagsheimila alls kr. 66.608.721 Um það, hve langan tima tæki að greiða skuldir sjóðsins svar- aði ráðherra: „I desember 1974 var lokið við að greiða með 4 beinum árleg- um greiðslum þá inneign, 46.9 millj. kr., sem 60 félagsheimili áttu inni hjá sjóðnum 1/1 1971, og hafði þá sjóðurinn greitt 31 þeirra 1. des. 1970 14.1 millj. kr. i skuldabréfum af inneign miðað við 1/1 1970. Kostnaður viö smiði félags- heimila á árinu 1974 nam um 90.0 millj. kr. Þátttaka sjóðsins þvi i þeim kostnaði 36.0 millj. kr. Innstæður 1/1 ’74 námu 64.2 millj. kr. 1 des. 1974 námu þvi innstæð- ur alls 100.2 millj. kr. Af þeim innstæðum voru af tekjum sjóðsins af skemmtanaskatti 1974 34.6 millj. kr. greiddar, og námu þvi innstæður að lokinni úthlutun 65.6 millj. kr. Hve kostnaður við smiði fé- lagsheimila I ár verður hár, er eigi kunnugt en áætla má hann um 80.0 millj. kr. og þátttöku sjóðsins þvi 32.0 millj. kr. I árslok 1975 má þvi áætla að innstæður nemi 87,6 millj. kr. Tekjur sjóðsins af skemmtana- skatti yfirstandandi árs eru áætlaöar 39.6 millj. kr., en af þeirri upphæð fara 10% til menningarsjóðs félagsheimila, svo til greiðslu innstæðu yrðu 35.7 millj. kr., svo að innstæður næmu að lokinni úthlutun 51.9 millj. kr.. Verði næstu 2-3 ár ekki leyfð smiði nýrra félagsheimila, þá áætlar stjórn sjóðsins, að sjóð- urinn komist úr skuldum 1978. Rétt er að geta þess, að búast má við hærri tekjum af inn- heimtum skemmtanaskatti en gert er ráð fyrir i fjárlögum 1975. t öðru lagi námu kröfur á óinnheimtum skemmtanaskatti 1974 8.0 millj. kr. samkv. upp- gjöri rikisbókhaldsins frá 9. júni 1975. Verði um hækkun á inn- heimtum skemmtanaskatti að ræða fyrir árið 1975, og takist að innheimta það, sem óinnheimt var af skattinum 1974, þá væri hugsanlegt að innstæður eig- endafélaga yrðu litlar við lok út- hlutana á tekjum sjóðsins 1977.” Um útgáfu skuldabréfa sagði menntamálaráðherra, að 1970 hefðu verið gefin út skuldabréf til 31 félagsheimilis að upphæð kr. 14,1 millj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.