Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 13. nóvember 1975, LÖGREGLUHA TARINN 65 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal l ' . - ' J — Nei. Mig langar ekki til að sleikja aftur umslög, svaraði stúlkan. — Þetta grunaði mig. — Hvað á ég þá að gera, spurði Rochelle. — Farðu í náttsloppinn, gæzkan. Hún leit á hann nístandi augnaráði, en hann lét engan bilbug á sér finna. — Allt i lagi. Góða nótt vinir... Hún stóð upp frá píanó- stólnum og brosti. — Góða nótt, sagði Buck. — Góða nótt, frú, sagði Ahmad. Rochelle leit á ástmann sinn og fór svo inn í hitt her- bergið. — Heimska kvensa, muldraði heyrnardaufi maðurinn. — Ég held það sé hættulegt að láta hana sniglast í kring um okkur, sagði Buck. — Alls ekki. Hún léttir okkur álagið í önn hverdagsins. Auk þess heldur hún að við séum virðulegir viðskipta- jöfrar að setja saman meistaraáætlun. Hún hefur ekki minnstu hugmynd um það sem til stendur. — Stundum hef ÉG heldur ekki minnstu hugmynd um það, sagði Buck með fýlusvip. — Það er raunar mjög einfalt, svaraði heyrnardaufi maðurinn. Nú sendum við bónarbréf póstleiðis. Þessi aðferð hefur verið viðhöfð af verzlunar- og viðskipta- mönnum þessa lands í langan tíma. Hún hefur reynzt farsæl. Okkar sendibréf takmarkast hins vegar við þröngan hóp. Viðsendum aðeinsfrá okkur hundrað bréf. Það er þó von min að undirtökurnar verði glæsilegar. — En ef svo verður ekki? — Við skulum gera ráð fyrir því versta, Buck. Gerum ráð fyrir að svör við bréfunum nemi einu prósenti. Það er ekki ósennilegt, miðað við slík bréf. Samanlagður heildarkostnaður okkar og útgjöld nema nú 187.85 dollur- um ef mér reiknast rétt... Hann brosti til Ahmads. Þau útgjöld sem eftir eru vegna volt og ohmamælis, þrýstinæmum sprengjuumslögum, einkennisbúning og öðru smávegis ættu ekki að verða veruleg. Við skulum gera ráð fyrir því að svör nemi aðeins einu prósenti. Aðeins EINN maður af hundrað svarar. Við munum samt sem áður fá inn f járupphæð sem fer langt f ram úr öllum kostnaðarliðum okkar. — Fimm þúsund dollarar eru ekki mikið hlutskipti fyrir tvö morð, sagði Buck. — Þrjú morð, áréttaði heyrnardaufi maðurinn. — Einmitt það sem ég vildi sagt hafa, sagði Buck og ygldi sig. — Ég get f ullvissað þig um, að ég á von á miklu hærri svaraprósentu en einu prósenti. Á f östudag hrindum við í framkvæmd síðasta hluta áætlunarinnar. Á laugardag verður enginn eftir sem efast um alvöru okkar. — Hversu margir heldur þú að svari bréfunum? — Flestir ef ekki allir. — Hvað með lögguna? — Hvað með hana? Þeir vita ekki enn HVERJIR við erum. Þeir munu aldrei komast að þvi. — Vonandi er það rétt hjá þér. — Ég VEIT að það er rétt. — Ég hef áhyggjur af löggunni, sagði Buck.. — Ég get ekki að því gert. Ég er orðinn vanur því að hafa af þeim áhyggjur. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. Þeir hugsa ekki skýrt og eru vanhæfir til starfa auk þess að vera klaufskir. Rannsóknaraðferðir þeirra byggjast á venj- um. Snerpa þessara aðferða og raunverulegt gagn miðast við löngu liðna tíma. Lögreglan í borginni er eins og upptrekkt leikfang. Þeir takmarkast af sjálf um sér, hringsnúast stíf ir og ófærir um að gera nokkuð sem máli skiptir og gagn er af. Timinn fer í allt og ekkert. Ef sett er utanaðkomandi hindrun í veg þeirra, t.d. múrsteinn eða appelsína þá eru þeir hjálparvana í sömu sporum og komast hvergi. Þeir baða út öllum öngum án þess að nokkuðgangi. Heyrnardaufi maðurinn glotti.... — Vinir mínir — ég er múrsteinninn. — Eða appelssínan, sagði Buck. — Alls ekki, sagði Ahmad af áherzluþunga — Hann er MÚRSTEINNINN. Tíundi kaf li. Fats Donner hringdi á lögreglustöðina klukkan tiu að morgni næsta dags. Þá fyrst kom einhver Ijósglæta i málið. Fram til þeirrar stundar voru að minnsta kosti tvö þúsund getgátur um áform þeirra La Bresca og Calucci. HVAR þeir ætluðu að fremja verknað sinn á mánudag og HVENÆR, það var höf uðverkur út af fyrir sig. Fimmtándi marz var ógnþrunginn leyndardómur. Auk þess var eftir að kanna ýmis önnur atriði. Enn var eftirnafn Doms óþekkt. Ljóshærða stúlkan sem hafði ek- Hvert ætlar hann með / Ég á ' stefnumót við Hadda.! © Bun\ Ekkert. Ég fer f Kallarði? heim til hans að\ þetta hjálpa honum að, stefnumót?| skafa málningunaj i af hjólinu hansj / Nei. Haddi' gerir það. s s I I gwt | 5-w- Fimmtudagur 13. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. IVlorgunlcikiimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morguuslund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdótt- ir les „Eyjuna hans Múmin- pabba” eftir Tove Jansson i þýðingu Steinunnar Briem (13) . Tilkynningar kl. 9.30. Þinglréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólíur Stefánsson talar við Árna Þórarinsson íyrrverandi skipstjóra. Morguntónleikar kt. 11.00: Artur Rubinstein og félagar i Paganinikvartettinum leika Kvartett nr. 1 i c-moll op. 15 eftir Fauré/ La Suiss Romande hljómsveitin og Marina de Gabarain flytja „Ástarglettur galdrameist- arans”, tónverk fyrir hljómsveit og mezzósópran eftir Manuel de Falla, Ernest Ansermet stjórnar. FHharmoniusveitin i Los Angeles leikur „Habanera" eftir Chabrier, Alfred Wall- enstein stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskglög sjómanna. 14.30 Vettvaiigur. Umsjón Sigmar B. Hauksson. t sjötta þætti er íjallað um fé- lagslega og sálfræðilega að- stoð i nýju ljósi. 15.00 Miðdegistónleikar. Milan Turkovic og Eugene Ysaye strengjasveitin leika Fagottkonsert i C-dúr eftir Johann Gottfried Muthel, Bernhard Klee stjórnar. Columbia siníóniuhljóm- sveitin leikur Sinfoniu nr. 4-i B-dúr eftir Beethoven. Bruno Walter stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurlregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Agústa B j örn sd ó tt ir s l jór n a r . Kaupstaðir á Islandi. 17.30 Framhtiröarkennsla i eiisku. 17.45 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðuríregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Frétlaauki. Til- kynningar. 19.35 Lesið i vikunni. Harald- ur Ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 19.50 Einsöngur i útvarpssat: Elin Sigurvinsdóttir syngur lög eftir Sigfús Halldórsson, Mariu Thorsteinsson og Skúla Halldórsson. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.15 l.eikrit: „Lifandi og dauðir” eftir llelge Krog. Þýðandi: Dorsteinn ö. Stephensen. Leikstjóri: Sveinn Einarsson sem einnig flytur formálsorð. Persónur og leikendur: Jensen Gisli Halldórsson. Fletting Helgi Skúlason, Systir Klara Herdis Þor- valdsdóttir, Magda Guöi^ún !->. Stephensen, Helena Þór- unn Magnea Magnúsdóttir, Vang Þórhallur Sigurðsson. 21.40 Pianokonsert nr. 2 op. 102 eltir Sjostakovitsj. Ein- ieikari og stjórnandi: Leo- nard Bernstein. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an ..K jarval" eftir Tlior \ il- lijálmssou. Höfundur les (14) . 22.40 Krossgölur. Tónlistar- þáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. AUGLYSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.