Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 28. janúar 1976. Sjódakerfið ekki rætt á ríkisstjórnar- fundi í gær gébé-Rvik. — Tillögur um breytingar á sjööakerfinu voru ekki teknar fyrir á rikis- stjórnarfundi i gær, eins og gert hafði verið ráö fyrir. Að sögn Matthiasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra mun landhelgismálið verða tekið fyrir á næsta fundi stjórnar- innar, og siðan sjóöakerfiö, — en það mál er mjög umfangs- mikið og alls óvist um það hvenær lokaafstaða rikis- stjórnarinnar liggur fyrir. öll gögn i málinu hafa verið send þingmönnum, sem nú kynna sér breytingartillögur hinnar svokölluöu sjóðanefndar. Miklar um- ferðartafir á Hafnar- fjarðarvegi MÓ—Reykja vik. Einhverjar mestu umferðartafir, sem orðið hafa á Hafnarfjarðarveginum urðu þar í gærmorgun, að sögn lögreglunnar i Hafnarfirði. Ekki voru tafirnar þó sökum snjóa, heldur var mikil hálka og hvass- viðri og keðjulausir bilar áttu i erfiðleikum. Tókst ekki að koma umferðinni i samt lag fyrr en um kl. 11. Greiðlega gekk hins vegar að opna vegi um Reykjanes og Hellisheiði i gærmorgun, og sið- degis opnaðist vegurinn um Mýr- dal og Breiðamerkursand. Var þá orðiðfært frá Reykjavik austur á Fljótsdalshérað. Um hádegið i gær var orðið fært um Hvalfjörð, og vegir á Snæfellsnesi voru orðnir færir um miðjan dag. Vonzkuveður var hins vegar á Vestfjörðum, og að sögn vegaeftirlitsins var litið vit- að um færð þar. Þá var i gær fært norður yfir Holtavörðuheiði og allt til Kópa- skers. i gærmorgun var talsverð austanátt og snjókoma á Suð-Vesturlandi og gekk veðrið norður yfir land þegar á daginn leið. Að sögn Markúsar Einars- sonar veðurfræðings olli veðrinu lægð, sem stöðvaðist við Reykja- nes og dýpkaði þar. Spáð hafði verið. að lægð þessi færi fyrir sunr.an land og hefði litil áhrif hér á landi. en skyndilega breytti hún sinni för. Öryggisráðið dreifir mál- : skjölum vegna ásiglingar- innar á varðskiðið Þór 1 framhaldi af málskoti Is- lands til öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna vegna ásiglinga brezkra dráttarbáta á varð- skipið ÞÓR hinn 11. desember s.l., en mál þetta var tekið til meðferðar á fundi ráðsins hinn 16. sama mánaðar, af- henti Ingvi Ingvarsson, fasta- fulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum forseta öryggis- ráðsins á mánudaginn bréf, ásamt öllum málskjölum sjódóms vegna ásiglingarinn- ar i enskri þýðingu. Bréfi sendiherrans ásamt málskjölunum verður nú dreift sem opinberu skjali öryggisráðsins. Þessa mynd af Kópaskeri tók Gunnar ljósmyndari Timans skömmu eftir jarðskjálftana miklu. ÞORPIN STANDA OG FALLA MEÐ SJÁVARAFLANUM OG TRYGGJA VERÐUR FÓLKI ÞAR FULLA VINNU — segir Stefán Valgeirsson alþingismaður, sem nýkominn er úr ferðum þorpin á Norðurlandi eystra VS-Rvik. — Eins og lesendum er sjálfsagt i fersku minni, hefur Timinn nú þegar talað við tvo af þingmönnum Framsóknar- flokksins um Kópasker, og þær hamfarir, sem þar hafa dunið yfir. Fyrst náðum við tali af Ingvari Gislasyni, þá Inga Stefán Valgeirsson. Tryggvasyni, og nú siðast Stefáni Valgeirssyni, sem varð fúslega við þvi að svara nokkrum spurningum: — Hvenær sást þú fyrst, Stefán, eyðilegginguna, sem orðin var á Kópaskeri? — Ég var staddur á Þórshöfn, þegar þetta gerðist, og hraðaði mér áleiðis til Kópaskers, en þar sem Sléttan var illfær kom ég ekki á Kópaskerfyr en á miðviku- dagskvöld. Satt að segja þóttu mér um- merkin ljót. Einkum var bryggjan illa útlitandi, og óhugnanlegt þótti mér að sjá allar hinar mörgu sprungur i jörðinni. Mest bar á þeim i veginum, en þó var auðséð, að þær voru miklu viðar. Hins vegar komu skemmdirnar á mannvirkjunum mér ekki svo mjög á óvart, eftir að ég var búinn að sjá, hvernig jörðin var leikin. Þetta sannar i raun og veru, hversu vel húsin okkar eru byggð, yfirleitt. Þau virðast ekki likleg til þess að hrynja, jafnvel þótt mjög snarpir jarðskjálftakippir verði. Mér virðist augljóst, að langmesta slysahættan stafi af lausum mun- um inni i húsunum, en ekki þvi að húsin sjálf hrynji yfir menn. — Fylgdi þvi ekki öryggisleysis- tilfinning að aka um jörðina, svona útleikna? — Ekki fann ég svo mjög til þess, enda sat ég ekki við stýrið, og i sannleika sagt var mér annað i huga. Ég kom allviða I þessari ferð, meðal annars að Skógum og Ærlækjarseli. Það var einkenni- leg tilfinning að koma i Ærlækjar- sel, þar sem mest hefur borið á jarðskjálftunum. Ég var þar á fimmtudagskvöldið frá kl. hálfsjö til klukkan að ganga tiu, og það mátti heita, að fyrri klukku- timann væri stöðugur titringur, en auk þess komu yfir tuttugu kippir á þessum tima, og sumir þeirra voru svo snarpir, að mér fannst húsið hoppa. Ég segi það satt, að ég hefði ekki viljað eiga að sofa við þær aðstæður. — Var fólkið ekki órólegt eða jafnvel óttaslegið? — Ég dáðist mjög að þvi, hve fólkið i Ærlækjarseli var rólegt. Það sagði, að þetta væri nú ekki mikið, við, gestirnir , hefðum átt að vera þarna, þegar mest gekk á. Þetta væru aðeins litlir kippir i samanburði við það. — Hvað liggur nú næst fyrir að gera til þess að reisa Kópasker við? — Þvier fyrst til að svara, að á þessari stundu veit enginn hvað framundan er. Á meðan jarðskjálftar eru stöðugir — og þaðhafa verið að koma skjálftar fram á þennan dag — er ógerningur að segja hversu miklar skemmdirnar kunna að verða, og við vitum meira að segja ekki með neinni vissu, hversu mikið tjón er þegar orðið. Sprungur, sem komið höfðu i hús, eru nú að opnast og koma betur i ljós, og þannig mætti lengur telja. Hafskipabryggjan er öll úr lagi gengin, eins og komið hefur fram I fréttum, og það er sérfræðinga einna að segja til um hvernig bezt verður við hana gert. Frá Kópaskeri eru gerðir út tveir bátar,annar sextiuogfimm tonn, en hinn sautján eða átján tonn, ef ég man rétt. Báðir þessir bátar eru nú á rækjuveiðum, og búizt hafði verið við þvi að hægt yrði að fara að vinna rækju á Kópaskeri i febrúar, en nú er auðvitað allt óvist um það. Ef ekki gerist meira en orðið er, og ef jarðskjálftar fara minnkandi eða hætta alveg, hef ég ekki trú á þvi að þessi röskun hafi mjög mikil áhrif á byggðar- lagið iheild. Stjórnvöld hafa tekið mjög myndarlega á þessu máli og heitið stuðningi við uppbygginguna á svipaðan hátt oggert var i Vestmannaeyjum og Neskaupstað. Þegar vorar, snjóa leysir og jörð þiðnar.kemur betur i ljós, hvað þarna hefur i' raun og veru gerzt. Þá kemur til dæmis landsigið betur i ljós, en á þessari stundu vitum við ekki hversu mikið það er, eða hve viða. Allir, bæði heimamenn og stjórnvöld, eru samTnála um að byggja á ný og bæta skaðann, svo ég held varla að þetta hafi nein veruleg áhrif á byggðaþróun á þessum stað. t þessu sambandi má minna á það, að Gisli heitinn Guðmunds- son, flutti fyrir nokkrum árum þingsályktunartillögu um byggðaáætlun i Norður-Þing- eyjarsýslu. Nú eru orðin til drög að þeirri áætlun, nema kaflanum, sem fjallar um landbúnaðarmál. Vera má, að eitthvað þurfi að endurskoða i þessari áætlun, vegna jarðskjálftanna, en þegar á heildina er litið, held ég að ekki sé ástæða til svartsýni. — Hvers vegna var einmitt gerð byggðaáætlun fyrir þetta svæði? — Undanfarin ár hefur atvinnuá- standið á Raufarhöf n og Þórshöfn verið heldur bágborið. Fyrir nokkrum árum var keyptur togari til Raufarhafnar, og frysti- húsið sem brann, var byggt upp, en það hafa verið miklir erfið- leikar á þvi að reka þetta frysti- hús og togarann, ef til vill vegna þess, að ekki fékkst nægilegt fjár- magn til þess að ljúka uppbyggingunni á Raufarhöfn. En áður en togarinn kom, var verulegt atvinnuleysi á Rauf- arhöfn að vetrinum. Afli bátaflotans á þessu svæði hefur verið miklu minni en áður, sérstaklega siðustu tvö-þrjú árin. A Þórshöfn er verið að byggja myndarlegt nýtizku frystihús, sem væntanlega getur tekið til starfa i marzmánuði. En vegna Mó-Reykja vik.— A næstu vikum mun fara fram snjósleðamót viða um land undir nafninu SNJÓ-RALLY. Siðan er ráðgert að tslandsmót i snjósleðaakstri fari fram á Sandskeiði i marz. Þangað verður stefnt sigurvegur- um af hinum ýmsu svæðismótum. Það eru lionsklúbbar viða um land, sem skipuleggja mótin, og ágóða af þeim verður varið til tækjakaupa fyrir björgunar- sveitir, sem starfandi eru á þeim svæðum sem mótin eru haldin. Fyrsta svæðamótið verður Reykjavikurmót og haldið á Akstur á snjósleðum virðist sifellt vinsælli.. þess hve afli bátaflotans hefur verið litill, er vafasamt hvernig hægt verður að afla nægilegs hráefnis handa þessu nýja húsi. Þórshafnarbúar ætluðu að kaupa togara, en nú hafa stjórnvöld kippt að sér hendinni með kaup á erlendum togurum, en vist er, að ef Þórshafnarbúar fá ekki togara, þá býr frystihús þeirra við hráefnisskort, og þá verður á- fram atvinnuleysi á Þórshöfn. Við höfum gert okkur vonir um, að sú byggðaáætlun, sem ég gat um áðan, myndi verða til þess að reynt yrði að tryggja sjávarútveg á þessum stöðum, þvi að það er hverjum manni ljóst, að þessi þorp, Raufarhöfn og Þórshöfn standa og falla með sjávaraflan- um. Raufarhöfn algerlega, og Þórshöfn að mestu leyti, þótt hún hafi að visu dálitla þjónustu fyrir sveitina i kring. Þórshafnarbúum er brýn nauðsyn á þvi að eignast togara til þess að tryggja fulla atvinnu og rekstur þess myndar- lega frystihúss sem þeir hafa komið sér upp. Sandskeiði 7. febr. n.k. Lions- klúbbarnir Njörður og Freyr annast framkvæmd mótsins, en félagar i þeim klúbbum hafa að undanförnu unnið að undir- búningi SNJÓ-RALLY mótanna og samið keppnisreglur. Sam- starf hefur verið haft við félaga i Flugbjörgunarsveitinni i Reykja- vik og björgunarsveit Ingólfs og björgunarsveitina Kyndil i Mos- fellssveit. t undanrásum verður ekin 5 km löng braut, en i úrslitariðli verður vegalengdin 10 lyn. Sem næst þriðjungur þessara vegalengda verða hindranir og torfærur. Þetta er i fyrsta sinn, sem skipulögð er snjósleðakeppni um landið, og telja þeir, sem að þess- um mótum standa, að mikill áhugi sé á þessari iþrótt, enda hefur snjósleðum fjölgað mikið hér á landi á siðustu árum. Þátttöku i Reykjavikurmótinu á að tilkynna til formanns undir- búningsnefndar Péturs Sturlu- sonar á Hótel Esju. Merki mótsins. KEPPNI í AKSTRI Á SNJÓSLEÐUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.