Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 28. janúar 1976. METSÖLUBÆKUR ÁENSKUÍ VASABROTI t Í SIS-FOIHJR SUNDAHÖFN n C7 j i s r-| s« V GBÐI 3 fyrirgóöan mai b ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS L!bí: Norður-lrland: Kveiktu í strætis- vögnum og lögðu undir sig opinberar skrifstofur Reuter/Belfast. trskir skæruliö- ar, sem krefjast þess, aö félagi þeirra Frank Stagg, sem nú er i hungurverkfalli, veröi fluttur I fangelsi á Noröur-lrlandi, kveiktu i gær i tveimur strætis- vögnum og ruddust inn i opin- berar skrifstofur i Belfast. Innanrikisráöuneytið hefur ákveðið að Stagg ætti að taka út refsingu sina i Wakefield fangelsinu á Norður-Englandi. Talsmaður ráðuneytisins sagði i gær, að þaö kæmi ekki til mála, að Stagg yrði fluttur i fangelsi á Norður-lrlandi. Frank Stagg er 34 ára gamall, og afplánar hann nú 10 ára fangelsi fyrir þátttöku i sprenjusamsæri. Hann hefur neitað að borða mat frá þvi 13. des. sl., og talsmaður innan- rikisráðuneytisins sagði i gær, að ástand hans væri orðið væg- ast sagt hörmulegt. Stagg er sagður þeirrar skoðunar, að það yrði öllu tákn- rænna, ef hann sæti i fangelsi á Norður-lrlandi heldur en að vera i haldi á Norður-Englandi. Skæruliðarnir, sem kveiktu I strætisvögnunum i gær, tilheyra klofningsarmi úr irska lýð- veldishernum, og bera þeir ábyrgð á mörgum sprengjutil- ræðum upp á siðkastið. Þeir hafa lýst þvi yfir, að þess verði grimmilega hefnt, ef Stagg léti lifiö 1 fangelsinu. Innanrikisráðuneytið sagöist ekki myndu flytja Stagg til Norður-Irlands vegna tengsla hans viðákveðin öfl þar i landi. Hann fæddist I Irska lýðveldinu, en flutti til Englands 1959. FORD OG RABIN RÆÐAST VIÐ UM ÁSTANDIÐ í MIÐAUSTURLÖNDUM Reuter/Washington. Rabin, for- sætisráöherra israels, og Ford Bandarikjaforseti hófu I gær tveggja daga viöræöur um mögu- leikana á þvi aö koma á varanleg- um friöi i Miö-Austuriöndum Kvatti Ford eindregiö til þess að slikar viöræður yröu hafnar. Ford hrösaöi ísraelsmönnum ákaft fyrir aö hafa samþykkt fram- lengda dvöl friðargæzlusveita Sameinuðu þjóöanna á Sinai- skaga, en sagöi, að meira þyrfti aö gera til aö foröa frá frekari á- tökum. Rabin sagði i upphafi viðræðnanna, að Israelsmenn væru staðráðnir I þvi að gera allt sem i þeirra valdi stæði til að gera ástandið i Mið-Austurlöndum friðvænlegra heldur en verið hefði. Eins og fyrr segir munu þeir Rabin og Ford ræðast við i tvo daga. Munu viðræður þeirra einnig snúast um fyrirhugaða ferð Ford til Mið-Austurlanda i april og þá áætlun stjórnar Fords Ford um að skera niður hernaðarút- gjöld Bandarikjanna til Israels um 500 milljónir dollara, eins og Ford boðaði nýlega. Israelsmenn halda þvi fram, að komi lækkun þessi til fram- kvæmda, verði þeir ekki færir um að halda uppi nauðsynlegum vörnum i landi sinu. Rhodesia: VILJA FÁ TODD í LIÐ SITT Reuter/Salisbury. Joshua Nkomo, leiðtogi blökkumanna i Rhodesiu, sagði i gær, að hann vildi fá Todd, fyrrver- andi for sæ tis r á ðh erra Rhodesiu til að taka sæti i viðræðunefnd blökkumanna sem ræðir við stjórn Ian Smiths forsætisráðherra um aukin réttindi til handa blökkumönnum. Todd hefur verið i stofufangelsi siðan 1972. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: VARSJÁRBANDALAGIÐ YRÐI FYRRI TIL AÐ NOTA KJARNORKUVOPN Spánn: Gengi pes- etans ekki fellt Reuter/Madrid. Talsmenn spænsku stjórnarinnar báru i gær harölega til baka fréttir um að fyrir dyrum stæöi gengisfelling spænska gjald- miöilsins, pesetans. Aö undan- förnu hefur þaö gcngið fjöllun- um hærra, aö pesetinn yrði felldur um 10 til 15%. Reuter/Washington. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, sagöi i gær, að ákveönar staðreyndir bentu eindregiö til þess, að Sovétmenn og önnur Varsjárbandalagsríki myndu veröa fyrst til að beita kjarnorkuvopnum, kæmi til átaka i Kvrópu. Rumsfeld benti m.a. á máli sinu til staðfestingar, að Sovét- rikin hefðu nú útbúið mjög nýtizkulega flugvél, sem flutt gæti kjarnorkuvopn langar leiðir. Rumsfeld, sem ávarpaði þingið og flutti þvi ársskýrslu varnar- málaráðuneytisins sagði að sátt- máli Varsjárbandalagsins gerði ráð fyrir þvi, að bandalagið ætti að verða fyrri til að gripa til kjarnorkuvopna, ef sjá mætti að Nato ætlaði sér að gripa til kjarn- orkuvopna. Teikning af nýrri rússneskri hcr- flugvél. Spænsku þingkosningarnar: Leyndarráð konungs lét undan kröfum forsætisráðherra Atlanlic Ocean 1 / j JSBBN ls. fSp J MOROCCC AIGER x -X- \ \ Reuter/Alsir. — Til harðra bar- daga kom milli herja Marokko og Alsir i Vestur-Sahara i gær, eftir að Marokkomenn höfðu gert leifturárás á birgðastöð al- sirska hersins. Eru fregnir af bardaganum hafðar eftir hinni opinberu fréttastofu i Alsir. Þetta eru fyrstu fregnirnar um bein átök milli herja Alsir- manna og Marokkomanna frá þvi löndin tvö deildu sem ákaf- ast um yfirráðin yfir Vestur- Sahara i nóvember sl. Hin opinbera fréttastofa i Alsir skýrði svo frá, að hermenn Alsirstjórnar hefðu verið að • TIMEMap hy V, Pu{ flytja birgðir og lyf sem ætluð voru ibúum Sahara, er hersveit- ir Marokko réðust að þeim við Amgala, norður af Guelta, sem er skammt frá landamærum Mauritaniu. Arið 1963 stóðu átök milli herja Alsir og Marokko i um mánaðartima. Frá þvi i nóvem- ber sl. hefur alsirska stjórnin eflt mjög herafla sinn við landa- mæri Marokko, en þá ákvað Spánarstjórn að láta sameigin- legri stjórn Marokko og Mauritaniu i té yfirráðin yfir Vestur-Sahara, en landsvæði þetta gekk áður undir nafninu Spænska Sahara. Reuter/Madrid. Talið er vist, að Carlos Arias Navarro, forsætis- ráðherra Spánar, leggi fyrir þing landsins i dag umhótatillögur rikisstjórnar hans. Siöasta hindrunin var úr vegi i gær, er forsætisráðherranum tókst með fulltingi Jóhanns Karls konungs, að fá leyndarráð kon- ungs til þess að fallast á frestun þingkosninganna, sem fram áttu að fara i marz n.k., en þeim hefur þvi samkvæmt þessu verið frest- að um 18 mánuði. Er þetta gert til þess að auka möguleika stjórnmálaafla i landinu til að undirbúa betur þátttöku i hinum fyrirhuguðu kosningum. Leyndarráð konungs er skipað mjög hægri sinnuöum stjórnmálamönnum og óttuðust þeir.aðef kosningum yrði frestað gæti það orðið til þess að þeir misstu meirihluta sinn i spænska þinginu (cortes) sem skipað er 565 fulltrúum. Peru: Sjö fórust í þyrluslysi Reuter/Lima, Perú. Sjö manns, þar af fjórir banda- riskir verkfræöingar, fórust i þyrluslysi I Andesfjöllunum I Perú I gærkvöldi, er þyrlu þeirra hlekktist á og féll til jarðar. Verkfræöingarnir unnu viö aö leggja oliuleiðslur fyrir Perústjórn. Á snjósleðum í Sandbúðir KS—Akureyri. Nýlega fóru fjórir Akureyringar á snjósleðum inn á hálendið og allt að Sandbúðum. Tók ferðin inneftir um 5 klst. Minni snjór er á hálendinu en á sama tima i fyrra, og sumar ár i inndölum eru ennþá opnar. Heimilisfólkið i Sandbúðum, Þorsteinn, Guðrún og litil dóttir þeirra, tók vel á móti ferðalöng- unum, en þau höfðu siðast fengið gesti i október. Létu þau vel af dvöl sinni og báðu fyrir kveðiur til byggða. Rabin Siðdegis i gær hélt Rabin fundi með Kissinger utanrikisráðherra og Nelson Rockefeller, varafor- seta. Skulda Egyptar Sovétmönnum 7000 milljónir? Reuter/Kairo. Fulltrúum á þjóöþingi Egyptalands var i fyrsta skiptiö i gær skýrt frá þvi, hvcrsu há hernaðarskuld Egypta við Sovétrikin væri. Áreiðanlegar heimildir herma, að skuldin nemi nú um 7000 milljónum dollara. Fundur þingsins i gær um hernaðarskuld þessa var hald- inn innan luktra dyra, að kröfu stjórnarinnar. Egyptar hafa að mestu byggt á aðstoð frá Sovétrikj- unum varðandi hermál sin allt frá árinu 1955. Salem, for- sætisráðherra Egyptalands, sagði á þinginu i' gær, að þvi er áreiðanlegar fregnir herma, að skuldir Egypta við Sovét- menn hafi aukizt mjög eftir hernaðarósigurinn við Isra- elsmenn 1967. Egypzkir og sovézkir em- bættismenn reyndu að komast að samkomulagi um greiðslu- skil, en þær viðræður fóru gjörsamlega út um þúfur. Blaðburðar- fólk óskast í eftlr talin hverfi Breiðholt Ljósheimar Seljahverfi Skipholt Tunguvegur Símar: 1-23-23 og 26-500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.