Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 04.04.1976, Blaðsíða 21
TÍMINN Sunnudagur 4. apríl 1976. Sunnudagur 4. aprll 1976. TÍMINN úr Hagleiksmaður rþingi Þór gamli, eða Þór danski, eins og hann mun ilka hafa verið kallaður. Tlmamynd GE. A ÞESSUM DÖGUM, þegar is- lenzk varðskip ber oftar á góma manna i milli en oftast endranær, þegar um þau er rætt dögum oftar i útvarpi og blöðum, — þá má vera, að einhverjum þyki ómaks- ins vert að heyra um mann, sem smiðar likön' af varðskipunum okkar. Mann, sem þrátt fyrir nokkurn aldur og verulegan heilsubrest unir sér við þá þörfu iðju að láta komandi kynslóðum i té vitneskju um farkosti þjóðar- innar með þvi að smiða likön af þeim, nákvæmlega eins og þeir eru. Og reyndar hefur hann ekki eingöngu smiðaðlikön af skipum, heldur einnig húsum, en að þvi komum við siðar. Fyrstu leikföngin voru bátar Nú verður þessi. formáli ekki hafður lengri. Við erum komin heim til mannsins, — Sigurður Jónsson heitir hann — og á heima við Fossagötu i Reykjavik. — Þú hlýtur að hafa alizt upp við sjó, Sigurður, fyrst þú hefur svo næmt auga fyrir skipum sem raun ber vitni? — Það er nú svona svona hvort tveggja. Ég er Landeyingur, fæddist að Hallgeirseyjarhjáleigu i Austur-Landeyjum, en þegar ég var á fyrsta árinu, fluttust for- eldrar minir með mig að Hallgeirsey, og þar ólst ég upp. — Stundaði faðir þinn sjó jafn- framt búskapnum? — Já, það gerði hann, en ég man lltið eftir þvi. Hann smiðaði báta sina sjálfur, og enn fremur fyrir aðra, og eftir þvi man ég vel. Liklega hefur það þá strax komizt inn I mig að þykja gaman að skip- um, smáum og stórum. Fyrstu leikföng min voru bátar, — sem ég smiðaði sjálfur, og nógar voru tjarnirnar i Landeyjum þá, áður enframfærslutækni nútimans var komin til sögunnar. Nú er búið að þurrka allt upp. — Reri faðir þinn frá Land- eyjasandi eða Vestmannaeyjum? — Ég er of ungur til þess að muna sjósókn föður mins, en ég veit, að hann reri oft frá Vestmannaeyjum, einkum seinnipart vertiðar, en þann hátt höfðu margir formenn á bæði i Landeyjum og undir Eyjafjöllum. Þegar svo vertiðinni var lokið, fóru þessi sömu skip í svokallaða aðdrætti, en það var i þvi fólgið að flytja björg frá Vestmannaeyjum til lands. Margir menn voru á hverju skipi, og mátti hver maður eiga það sem hann gat flutt i slnu fari, að sinu leyti eins og hver átti sinn hlut, þegar róið var. Eftirminnileg sjóferð — Þetta hljóta oft að hafa verið slarksamar ferðir, og ekki hættu- lausar, þar sem hafnlaus strönd var annars vegar? — Ég heyrði aðallega talað um eina slika ferð, sem faðir minn fór með mönnum slnum. Þá hefur sjálfsagt ekki mátt miklu muna að illa færi. Það hafði verið lagt frá Land- eyjasandi I góðu veðri og sléttum sjó, en þó var ferðin farin gegn vilja föður mins, þvi að honum leizt ekki á veðurútlitið, þótt veður værienn gott. Fór hann að- eins vegna þess, að samferða- menn hans lögðu fast að honum. Þegar þeir komu til Vest- mannaeyja, var komið að mat- málstima hjá verzlunarþjónum, og var þeim neitað um afgreiðslu, fyrr en að máltíð lokinni, og tafði þetta þá allmikið. Um það bil sem þeir voru tilbúnir að halda heim, var kominn suðaustan stormur, og ákváðu þeir þá að fara skemmstu leið undir Sand, en veðrið versnaði, og auðséð var, að ólendandi væri við Sandinn, en aftur á móti orðið svo hvasst af suðaustri, ógerningur var að komast til Eyja aftur. Þá tók fað- ir minn það ráð að sigla til Þrfdranga, því að þar vissi hann Gamli Ægir. Tlmamynd GE. stræti, en Gunnlaugur Halldórs- son arkitekt teiknaði húsið. Sömuleiðis smiðaði ég likan af Þjóðminjasafninu, en það er um bæði þessi tvö siðast töldu likön að segja, að ég veit ekkert hvað af þeim hefur orðið. Þór Magnússon þjóðminjavörður hefur verið að leita að Þjóðminjasafnslikaninu, en það hefur enn ekki borið neinn árangur. Ef til vill hefur það lent til arkitektanna, sem unnu við húsið, en þeir eru báðir dánir, og eins vist að likanið sé týnt. Þegar átti að endurskipuleggja Skagaströnd vegna slldarinnar, hérna um árið, var gerð teikning aföllum kaupstaðnum, eins oghann átti að verða. Þá var gerð teikning af bænum, með húsum, götum og öðru, sem þar átti að verða. Ég gerði likan af þessu öilu, og lika af mótorbátnum Fanneyju, sem keyptur var um leið. Þessi likön munu vera til, þótt ekki séu þau i minni eigu. — Smiöaðir þú ekki einhvern tima líkan af væntanlegu út- varpshúsi? — Jú, ég held nú það. Það var árið 1946, fyrir réttum þrjátiu ár- um. Þá var þessi hugmynd komin það langt, að búið var að gera teikningar af húsinu vestur i Bandarikjunum, og þær voru mjög myndarlegar. En húsinu skyldi valinn staður á Melunum. Svo var ég fenginn til þess að smiða likan, samkvæmt teikning- unum, eins og venja er til, — en siðan ekki söguna meir. Ég hef alltaf álitið, og álit enn, að það hafi verið mikill skaði fyrir is- lenzku þjóðina, að ekki var ráðizt i þessa byggingu á þeim tima, sem það stóð til. — Hvert er siðasta stóra verk- efnið af þessu tagi, sem þú hefur tekið að þér? — Það er sögualdarbærinn i Þjórsárdal. Ég gerði að mestu leyti likan af tréverki hans. Að þvi loknu fór ég að gera likan af Gullfossi, og var kominn langt með hann, þegar ég veiktist og varð að fara á sjúkrahús til langr- ar dvalar. Ég hresstist þó aftur nógu mikið til þess að ég komst heim og gat lokið við Gullfoss, og nú er hann kominn á sinn stað i Þjóðminjasafninu. Eimskipa- félagið gaf safninu þetta likan á ellefu alda afmæli þjóðarinnar, og það var mjög vel viðeigandi, þar sem Gullfoss var fyrsta skip Eimskipafélags Islands, og þar að auki allt öðru visi gerður en þau skip, sem félagið eignaðist siðar. — Hefur þú ekki oftar verið Frh. á bls. 39 Gullfallegt likan af GuIIfossi. Timamynd GE. heyra um fyrirætlan mina. Hann brosti og sagði að ég myndi vera full ungur til þess að smiða súð- byrðing. — En varð svo ekki súðbyrð- ingurinn til, þrátt fyrir allt? — Jú, en ekki fyrr en löngu, löngu seinna. Pabbi hafði haft lög aðmæla. Bátasmiðar minar hafa sjálfsagt flestar endað á einn veg á þessum árum, en gagnslausar voru þær ekki, þvi að þær færðu mér unað, eins og leikir barna geta beztan veitt, og þær þrosk- uðu handlagni mina og imyndunarafl. Þegar ég var um fermingu, kom góður gestur frá Vest- mannaeyjum á æskuheimili mitt. Það var Ólafur faðir Asa i Bæ, rit- höfundar. Hann smiðaði vertiðar- skipfyrir Guðjón bróður minn, og það má rétt nærri geta, hvort mig hefur ekki langað til þess að smiða lika, þegar ég hafði slik vinnubrögð daglega fyrir augum og var orðinn þetta stálpaður. Ólafur var afbragðsmaður, og nú veittist mér það liðsinni sem þurfti: Ólafur hjálpaði mér við fyrsta skipið sem ég smiðaði, setti það á stokkana með mér og hjálpaði mér á alla lund, sem hugsazt gat. Þetta varð lika fyrir- taks bátur, hjá mér, og ágætt að sigla honum, þótt ekki væri hann haffær i þeim skilningi að hann bæri mig, hvað þá aðra. Sigurður Jónsson á verkstæðinu sinu. Tlmamynd GE. af skjóli, sem nýtast mátti i þess- ari átt. Nú var talið óhjákvæmi- legt að létta skipið, en pabbi vildi ekki kasta neinu fyrir borð inni á grunni, þvi að hann óttaðist að það kynni að reka á fjörur, og myndi þá þeir sem i landi sátu telja sennilegast, að skipið hefði farizt. Var þvi haldið út á djúp og skipið létt þar. Leiðin til Þridranga gekk vel, en ekki höfðu þeir lengi legið þar, þegar veðrið gekk til á áttinni, og var allt i einu komið vestanrok. Var þá ekki um annað að gera en að halda til Vestmannaeyja. Það tókst giftusamlega, og þar máttu þeir sitja i viku, þangað til þeim gaf leiði til lands. Þá vissi fólk þeirra fyrst, að þeir voru heilir á húfi. Það hafði sézt til þeirra frá önundarstöðum i Landeyjum, þegar þeir reyndu að komast heim i fyrra skiptið, en siðan vissi enginn maður i landi um afdrif skipsins, og má nærri geta, hvernig heimafólki hefur liðið þennan tima. Ekki var hægt að spyrja simann þá, og þvi siður að loftskeytatæki væru i skipum. Eftir þvi sem ég veit bezt, mun þessi ferð hafa verið farin laust fyrir siðustu aldamót, en annars er hægt að lesa nánar um ferðlag þeirra félaganna i Sjómannablaði Vestmanneyja 1968. Sjómennska i Vest- mannaeyjum, — báta- smiðar i Landeyjum — llneigðist hugur þinn ekki til sjómennsku, þegar þú hafðir aldur til? — Jú, ekki neita ég þvi. Guðjón bróðir minn, siðar bóndi og hreppstjóri i Hallgeirsey, átti skip, sem hét Sigursæll, eins og skipið, sem pabbi sigldi á hina eftirminnilegu för, sem ég var að segja frá áðan. Á þessu skipi reri ég með bróður minum, þegar ég var unglingur . Seinna átti ég eft- ir að vera i Vestmannaeyjum fjóra vetur, og enn fremur vor og haust. Ég vann þar að sjó- mennsku, var það sem kallað var netamaður. Ég man alltaf eftir einni ferð minni til Vestmannaeyja. Við komumst ekki nema með þvi að fara til Reykjavikur fyrst, þvi að aldrei gaf milli lands og Eyja. Við vorum reiddir út yfir Þjórsá, einir þrettán i hóp, en eftir það urðum við að ganga, og vorum talsvertá þriðja dag frá Þjórsá til Reykjavikur. Það þætti langur timinú,þegarþessileið er fariná einum klukkutima, eða jafnvel tæplega það. — Það má þannig heita, að þú hafir verið kunnugur sjó og skip- um frá blautu barnsbeini. En hversu gamall varst þú, þegar þú smiðaðir fyrsta bátinn? — Ég veit ekki, en hitt veit ég, aðéghlýt aðhafa verið mjög ung- ur, enda hefur fyrsti farkosturinn sjálfsagt ekki verið sérlega fullkominn. Ég man, að ég byrjaði á þvi að smiða eintrján- inga úr smá-spýtubútum, sem rak á fjörurnar. Ég man lika, að einu sinni tókst mér að safna að mér talsvert miklu efni, sem ég ætlaði að nota i súðbyrðing, — og auðvitað hvarflaði ekki að mér, að ég væri ekki fær um að smiða slikan farkost. Raðaði ég nú efn- inu upp i rúm mitt, bæði þvi sem átti að fara i kjölinn og hinu. Þá kom pabbi til min og fékk að Lærði likanasmiði — en ekki skipasmiðar! — Gerðist þú svo ekki skipa- smiður, þegar unglingsárin voru að baki? — Nei, ekki fór það nú svo, og vantaði þó sizt að mig langaði til þess. Ég las blöðin og fylgdist með þvi, þegar Slippurinn var að auglýsa eftir-mönnum sem vildu læra skipasmiði. Ég hugsaði margt, en hvað sem öllum hugs- unum og löngun leið, þá lagði ég aldrei útá þessa braut. Hins veg- ar lærði eg módelsmiði hjá Árna Jónssyni á Nýlendugötu 21 i Reykjavik. Arni var þá eini módelsmiðurinnhér,ogégvann á verkstæðinu hjá honum. Oft hjálpaði ég honum lika á kvöldin, og þá fann ég, að þetta átti vel við mig. Arið 1933 réðst ég til Lands- smiðjunnar. Þegar þangað kom, fór ég strax að smiða módel. Þeg- ar svo hafði gengið i nokkur ár, fékk ég meistarabréf i þessari —Já,en það var nú i smáum stil fyrst. Ég byrjaði á þvi að smiða likan af vitaskipinu Hermóði og öðru skipi til, en svo hélt þetta áfram, og er ekki að orðlengja að ég hef smiðað likön af hverju einasta skipi Landhelgisgæzlunn- ar, nema nýja Tý, en hann er al- veg eins og Ægir, — það er sama teikningin. Þó var gerð örlitil smábreyting ofan dekks, en ann- ars eru skipin alveg eins. — Samstarf okkar Péturs Sigurðs- sonar forstjóra Landhelgiseæzl- unnar er orðið langt. Það hefur margt breytzt, siðan við fórum að vinna saman, og gaman hefur mér þótt að fylgjast með þróun skipasmiða á þessu timabili. Likön eru stórmerkar heimildir — Var svo ekki leitað til þin með ýmis önnur verkefni, þegar menn vissu um kunnáttu þina á þessu sviði? — Satt að segja er ég ekkert viss um að margir hafi vitað að ég fékkstvið þetta, nema kunningjar minir, auðvitað. Þó fór það i vöxt, að ég væri beðinn að gera sitt af hverju, þar á meðal að smiða likön af húsum, sem átti að fara að byggja. Ég smiðaði likan af húsi Búnaðarbankans við Austur- iðn, og var það auðfengið, þvi að þá var ég búinn að vinna þetta i svo mörg ár. Þá var nefnilega kömið að þvi, að Landssmiðjan skyldi útskrifa tvo lærlinga i þessari grein, þá Halldór Melsted og Egil Strange, en til þess að slikt væri leyfilegt, þurfti Lands- smiðjan að hafa á sfnum snærum einhvern mann með meistara- réttindi. Þetta hefur sjálfsagt flýtt fyrir þvi að ég fengi mér meistarabréf, þótt ég hefði áður uppfyllt þau skilyrði sem til þurfti. — Þarna hefur þú smiðað mik- ið af líkönum? — Já, ég var alltaf að þvi, eink- um fyrir málmsteypu Lands- smiðjunnar, sem var mjög mikil. Þetta var aðalverk mitt megin- hluta þess tima sem ég vann i Landssmiðjunni, en þar var ég i fjörutiu ár, og rösklega þó. — Svo fórst þú að vinna fyrir Landhelgisgæzluna? Varðskipið Þór. Timamynd GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.