Tíminn - 14.12.1976, Side 15

Tíminn - 14.12.1976, Side 15
Þriðjudagur 14. desember 1976 15 kviðuna” eftir Pjotr Tsjai- kovski: Hans Swarowski stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Póstur frá útlöndum. Sendandi Sigmar B. Hauks- son. 15.00 Miðdegistónl eikar. Arthur Grumiaux og Arrigo Pelliccia leika Dúó i G-dúr fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Franz Anton Hoffmeister. Alexander Lagoya og Or- ford-kvartettinn leika Kvintett i D-dúr fyrir gitar og strengjakvartett eftir Luigi Boccherini. Hljóm- sveitin Academia dell ’Orso leikur Sónötu i G-dúr fyrir tvö horn og strengjasveit eftir Giovanni Battista Sammartini: Newell Jenk- ins stj. Maria Teresa og I Musici hljóðfæraflokkurinn leika Sembalkonsert i C-dúr eftir Tommaso Giordani. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Litli barnatiminn. Guðrún Guðlaugsdóttir stjórnar timanum. 17.50 A hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþáttog efnir til jólaget- rau na. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hver er réttur þinn? Þáttur um réttarstöðu ein- staklinga og samtaka þeirra: Umsjón: Eirikur Tómasson og Jón Steinar Gunnlaugsson. 20.00 Lög unga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján E. Guðmundsson og Erlendur S. Baldursson sjá um þáttinn. 21.30 Isienzk tónlist. Ölafur Vignir Albertsson, Þorvald- ur Steingrimsson og Pétur Þorvaldsson leika Tríó i e- moll fyrir pianó, fiðlu og selló eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. 21.50 „Manntap?”, smásaga eftir SigurðN. Brynjólfsson. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. „Oft er mönnum i hcimi hætt”. Sið- ari þáttur Andreu Þórðar- dóttur og Gisla Helgasonar um neyzlu ávana- og fikni- efna (Aður útv. 13. f.m.). 23.15 A hijóðbergi. Bletturinn á PH-perunni. Gaman- og á- deiluljóð danska arkitekts- ins og hönnuðarins Pouls Henningsennnnensaas,, les- in og sungin. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Otvarpsdagskrá Miðvikudagur 15. desember, sjónvarp Þriðjudagur 14. desember 20.00 Fréttir 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Bachianas Brasileiras Tónverk ertir Heitor Villa- Lobos. Stjórnandi Páll P. Pálsson. Flytjendur Elisa- bet Erlingsdóttir, söngkona, og átta sellóleikarar. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.55 Columbo Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Stjörnuhrap Þýðandi Jón Thor Haraldsson 22.05 Viðtal við Torbjörn Fall- din Astrid Gartz fréttamað- ur ræðir við hinn nýja for- sætisráðherra Sviþjóðar. Þýðandi Vilborg Sigurðar- dóttir. (Nordvision — H Finnska sjónvarpið) 22.35 Dagskrárlok Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paui Rivai en ég læt aldrei undan. Ég ætla mér að ráða sjálft yfir tilfinningum mínum, og ef nauðsyn krefur vil ég heldur deyja en að lifa við skömm." Hinrik skildi að Anna bjó yf ir hetjulegri dirfsku og gat gripið til örþrifaráða, honum var orðið Ijóst að hún þráði hann sjálfan, hvort sem það var af ást eða metorða- girnd. Og þvi skyldi hún ekki elska hann? Hann var f ríður og tiginn, hann ríkti yf ir heilli þjóð og hafði vald á lif i og dauða. Anna þekkti hjarta hans, hún þekkti barnslega blíðu hans og draumlyndi. Hann var kvæntur annarri konu, og því maður, sem synd var að koma nálægt. Þar að auki hafði Anna annað og meira til að skelfast, hann hafði sigrað aðrar konur, henni nákomnar, og var því nátengdur öllu því, sem Anna skammaðist sín fyrir og stóð stuggur af. Það hef ði vel getað f arið svo ef Anna hefði látið undan, að hún hefði getað haldið honum, einmitt vegna þess veiklyndis, en hún stóðst allar f reistingar. Ef til vill var hún hrædd við hið líkamlega samband og dró þess vegna á langinn aðdragandann til slíks. Hið rauða hár Hinriks og miklu herðar fylltu hana mótþróa. Hún hugleiddi þá stund er lostalegar rauðar varir hans snertu hana og hún fyndi heitan andardrátt hans og lægi máttvana í örmum hans, því hef ndi hún sín á honum fyrirf ram. Hana lang- aði til að sjá hann auðmjúkan og biðjandi hún ætlaði að sigra hann áður en hún gæfist sjálf upp. Anna hafnaði öllu, kjólum gimstéinum, köstulum og nafnbótum. ,,Ég er engin gleðikona." „Hvað get ég þá gefið þér?" „Hönd yðar." „Hönd mína?" „Já kvænizt mér og gerið mig að drottningu." Þetta var ofdirfska, Hinrik hrökk við. „Ég gefst eng- um, nema eiginmanni mínum." „En ég er þegar kvænt- ur." „Þér getið skilið." Hinrik roðnaði af reiði. Hún dirfðist að meta sig eins hátt og hann og drottninguna, henni gleymdist tign einvaldanna. Anna þagði, hún var búin að slá út síðasta spilinu. Nú gat hann lokað hana inni i fangelsi ævilangt, eða látið hálshöggva hana fyrir drottinsvik, hann gæti sakað hana um galdra og skipað biskupum sínum að rannsaka mál hennar. Hann gat látið dæma hana á bálið og losað sig þannig við hana. Það voru tæp hundrað ár síðan Lundúnabúar höfðu séð prin- sessu ganga berfætta um göturnar. Hún bar kerti og bað Guð um fyrirgefningu, fyrir að hafa komið fram göldr- um gegn eiginmanni sínum, Humphrey hertoga af Glou- cester, en hann var bæði frændi og bróðir konunga, ásamt því að vera stjórnandi konungsríkisins. Allir sem voru í vitorði meðþessari konu, fóru líkaá bálið. Efasemdir Hinriks. Anna hafði farið rétt að, hún var búin að eggja Hinrik, til hins ýtrasta. Hann var einmitt einn þeirra, sem þurfti að hvetja. Hann skyldi ekkert í eigin vanlíðan. Hvernig stóð á því að þessi barnunga stúlka hegðaði sér svona gagnvart honum? Hún lét hann skilja að hann væri feit- laginn miðaldra maður, sem yrði að halda sér í hæf ilegri f jarlægð og hegða sér eftir duttlungum hennar. Allar þær konur, sem hann hafði haft afskipti af höfðu sýnt honum lotningu, meira að segja Katrín. En Anna kærði sig ekki um kossa hans og setti f ram skjlmála eftir eig- in geðþótta. Hún var ekki ánægð með að eignast hann sjálfan í eigin konunglegri persónu, hann, sem hafði þó vakið stöðuga hrifningu, allir höfðu dáðst að þrýstnum fótleggjum hans, rauðskeggjuðum breiðum kjálkunum og fögrum augunum. Hvers konar mann vildi hún eigin- lega? það virtist engin áhrif hafa á hana, að hann kunni vel að meta tónlist, að hann var hæf ur stjórnmálamaður, vel menntaður guðfræðingur, sem bjó yfir guðlegri andagift og var guðrækinn-i bezta lagi, hún hreifst ekki af baráttu hans gegn erki trúvillingnum Lúther, ekki heldur þó hann væri opinberlega viðurkenndur sem — verndari trúarinnar—. Hún kærði sig ekki um hann sem elskhuga, hún ætlaði sér að öðlast krúnuna. Hinrik var orðinn þrjátíu og fimm ára og þetta var í f yrsta sinn á ævinni, sem með honum vaknaði þrá, er var honum ósjálfráð og einlæg. Til þessa höfðu tilfinningar hans verið barnalegur hugarburður, hann hafði verið að eltast við skugga, hann hafði hvorki elskað né stjórnað ríkinu. Framkomu hans, sem konungs hafði Wolsey mót- að og ástaleiki hafði hann numið hjá Elísabetu, ásamt þeim öðrum konum er hann hafði haft samneyti við, enga þeirra hafði hann valið sjálfur, þær höfðu allar verið færðar í hvílu hans af öðrum, það höfðu Boleynarnir gert, ásamt Howördunum, sömuleiðis þeir Compton og Brandon og Wolsey hafði f ramar öllum haft ihlutun um þessa hluti. Þessir menn höfðu aldrei komið með dyggðuga stúlku, þær höfðu allari/erið reyndar og mótaðar af öðrum, hann hafði aldrei átt óspjallaða mey. Hann hafði ætíð verið nemandinn, en hafði þó aldrei lært að elska, imyndunaraflið hafði verið driff jöðrin í þess- um ástaleikjum, en aldrei hinn raunsanna tilhneiging, sem blundar í eðli sérhvers manns. Ástarævintýri hans höfðu öll verið eins, ánægjan frumstæð. Hann hafði aldrei fundið til afbrýði, hann hafði aldrei kynnzt þeim tilfinningum, sem fága og auðga ástina. Vinir hans höfðu séð honum fyrir friðsælli gleði, sem bauð upp á ekkert nema hið f rumstæðasta. Hinrik hitti Onnu aftur, hann leyfði henni að útskýra hvers vegna hún vildi verða drottning. Hún sagðist ekki vera metorðagjörn, hún sagðist aðeins vera að hugsa um hann, hún sagðist vilja klæða ást þeirra fegurð, svo hún yrði skáldum yrkisefni, ekkert mátti saurga ást þeirra, hvorki feluleikur né andstyggilegur saurlifnaður. Voldugur konungur verður að vera hafinn yfir allar blekkingar. Leynilegt ástamakk hans var búið að gera hann að minni manni. Því vildi hann þurfa að skammast sín fyrir ást sína? það eina sem hann mátti skammast sin fyrir var samband hans við Katrínu, sem var bæði synd og helgispjöll, sem illir ráðgjafar höfðu leitt hann út í, af stjórnarfarslegum ástæðum. Aldrei hafði hann elskað Katrínu, ekki var hún lagleg, svo var hún að verða gömul, eðli hans hafði verið mótsnúið þessu sambandi, hann, sem var svo samvizkusamur um að halda öll helg lög. Anna var smámunasöm, hún vitnaði í Leviticus: „Þú skaltekki ganga aðeiga konu bróður þíns." Næstum í tuttugu ár var hann búinn að þola þetta syndsamlega samband, og fórna þannig æsku sinni og þreki. Hugur hans haf ði staðið til guðrækni, þess i stað hafði hann orð- ið leiksoppur Satans. Höfðu ekki allir synir hans látizt rétt eftir fæðingu? það var því kominn tími til að hann losaði sig við þetta skaðlega farg. Guð skipaði mannin- um að margfaldast og uppfylla jörðina. Katrín gat ekki framar eignast barn, sjálfur var hann enn í broddi lífs- ins. Ætlaði hann að láta ætt sina farast? Var það ekki lögmál lífsins, að ástin kveikti lif? Hví skyldi hann ann- ars nú öðlast þessa nýju ástarþrá, sem hafði í för með sér löngun til að gefa og eignast? barn varð að fæðast, tilvonandi konungur, Messías, sem átti að fæðast henni önnu. Himnesk öfl drógu þau hvort að öðru, sjálf voru þau aðeins auðmjúk verkfæri, þeirra var að hlýða og dá- sama. Hinrik fannst Anna svo andleg, að hann var kominn á

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.