Tíminn - 14.12.1976, Qupperneq 17

Tíminn - 14.12.1976, Qupperneq 17
Þriðjudagur 14. desember 1976 17 VETURNA 1960-64 var ég nem- andi i Gagnfræðaskóla Austur- bæjar i Reykjavik. Þá héldu nemendur uppi sérlega fjörugu andlegu lifi. Nemendablaðið Blysið stóð i miklum blóma, og málfundir voru haldnir nokkuð reglulega, ævinlega fyrir troð- fullum sal áhugasamra áheyr- enda. Umræðuefnin voru um allt mögulegt. Og þátttaka i um- ræðunum var mjög almenn og áhugi hlustenda ekki minni. Ósjaldan fóru þessir fundir langt framyfir þau timamörk, er þeim var ætluð, enda var mikið deilt og hart barizt. Ósjaldan varð hitinn pog spenn- ingurinn svo mikill, að allt fór i háaloft og spruttu af handalög- mál og uppistand, ekki aðeins inni í skólahúsinu, heldur lika i sjoppum og portum. Það kom meira að segja fyrir, að næstu daga á eftir væri skól- inn i „hernaðarástandi”, og einnig þegar Blysið kom út. Þeir menn, sem mest höfðu sig i frammi á málfundum og voru aðalstjörnurnar i stólnum, voru Borgþór S. Kjærnestedt, geysi- harður og illvigur kommúnisti, Pétur Sveinbjarnarson, eitil- harður Sjálfstæöismaður með sundurkrassandi talanda, Jón Sigurðsson, sem án efa var skrautlegasta figúra skólans, svo um hann mynduðust þjóð- sögur og helgisagnir — og loks Alfreð Þorsteinsson, háðskasti og oft hnyttnasti ræðuskörungur þessara skemmtilegu skóla- daga. Allir áttu þessir menn það sameiginlegt, að þeir töluðu af andriki, frumleika, skerpu og tilfinningu, svo það fór ekki á milli mála, að þeir meintu hvert orð, sem þeir sögðu. Slik sann- færing um réttmæti skoðana sinna ljær góðum ræðumönnum oft svo magnaðan myndugleik, að þeir hrifa jafnvel harðsvituð- ustu andstæðinga sina með sér. Ég dáðist að snilld þessara manna og vigfimi, og þeim tókst oft að rifa upp fjörugar umræð- ur um málefni, sem unglingar á þessu skeiði (a.m.k. á þessum árum) leiddu sjaldan hugann að. Þessar endurminningar rifj- uðust upp fyrir mér i gær, þegar mér var bent á Viðavang Alfreðs Þorsteinssonar i Timan- um, en þar vikur hann að mér og bók minni ,,t leit að sjálfum j sér” i mjög vafasömu og ótrú- : lega langsóttu sambandi. Ég kom að minnsta kosti alveg af fjöllum og finn ekki neitt skyn- samlegt samhengi milli fyrri hluta klausunnar og seinni hlut- ans, en pistillinn heitir hvorki meira né minna en „Barn er oss fætt”. Og nú er desember og jól á næsta leiti! Ég les næstum aldrei flokkspólitisk skrif i dag- blöðum. Þá sjaldan ég les þar um stjórnmál, er þar um að ræða almennari hugmyndir. Ég er þvi alveg ókunnur viðavangs- skrifum Alfreðs. En við fyrsta lestur fann ég undir eins, að hér skrifaði ekki sami Alfreð og tal- aði i Gaggó Aust fyrir fimmtán árum. Hann hefur siðan snúizt til hægrisinnaðri skoðana, en það skiptir i þessu sambandi litlu máli. Menn breyta skoðun- um með aldri, bæði til hægri og vinstri, og er ekkert við það að athuga i sjálfu sér. En hvar er fjörið, andrikið, lifsgleðin og gusturinn, sem stóð af Alfreð i „gamla daga?” Klausan er svo sannarlega leiðinlegur og þurr- legur lestur. Ég fékk það á til- finninguna, að hér skrifaði mað- ur, sem var i raun og veru alveg sama, þó menn tækju ekki mark Sigurður Guðjónsson: Hver á barnið? ó þvi, sem hann var að segja. Einhver nöldurtónn, doði og sof- andaháttur einkennir pistilinn, sem læðir að mér þeim grun, að hann spretti fremur af flokks- pólitiskri áráttuhugsun og skyldurækni við málgagnið en áhuga og virkilegri dýpri mein- ingu. Þetta hefði verið óhugs- andi i Gaggó Aust. Hvað hefur komið fyrir? Erum við orðnir gamlirog leiðinlegir? Hafa hug- sjónirnar orðið að lúta i lægra haldi fyrir brauðstritinu og kannski verið lagaðar i hendi sér eftir framavonum? Hafa makráðin gengið af kyndiafli hugsunarinnar dauðu? En vikjum nú að klausunni. í fyrri hlutanum segir Alfreð, að „menn hafi löngum brosað” að undirlægjuhætti Morgunblaðs- ins gágnvart kommúnistum, þegar menningarmálin beri á góma. Abyrga fyrir þessu sam- starfi telur Alfreð Matthias Johannessen og Jóhann Hjálm- arsson. Næst kemur þetta: „1 stuttu máli fer þetta þannig fram, að kommúnistum er veittur aðgangur að Morgun- blaðinu og svo borga hinir með þvi að koma skáldskap tveggja ofangreindra heiðursmanna á framfæri erlendis”. Og næst segir, að nýlega hafi komið úti i löndum „yfirlit” yfir nafnfræg skáld islenzk og þar séu kommarnir einir framtaldir fyrir utan tvö „borgaraleg” skáld, en þau eru Matthias og Jóhann. Fremur er þetta dljóst og hroðvirknislegt. Hvaða tima- bil er um fjallað, er t.d. fyrsta spurningin, sem vaknar hjá les- anda. Kannski frá ritöld til okk- ar daga? Er það svona fljót- færnislegur hugsunarháttur, sem er væntanlegur til frama ög velgengni i islenzkri pólitik? En samt sem áður sé „allt gott um þetta að segja”, ályktar Aðfreð, ef menn vilja „selja” Morgun- blaðið á þennan hátt, sem Alfreð finnst þó greinilega ekki sæmandi. Það skilst mér, að merki hér lágkúrulegt hugar- far, lélegt siðferðismat og henti- stefnu. En svo bætir Alfreð þessu við sem honum finnst augljóslega ekki „allt i lagi” og vafalaust háskalegri og úrkynj- aðri þróun, svo menn eru kannski hættir að „brosa”, en setja upp alvarlegri svip „að ný staða (Alfreð virðist lita á menningarmál eins og skák) sé nú komin upp, nefnilega skálda- kynslóð, sem gengið hefur i beitarhúsin bæði á Þjóðviljan- um og Morgunblaðinu, og sér ekki lengur neinn mun á þessum tveimur merkilegu blöðum”. Þetta orðalag er svo loðið, að það er illskiljanlegt. Hverjir sjá ekki lengur þennan mun? Eru það ungu skáldin, almenningur yfirleitt eða jafnvel aðeins Alfreð Þorsteinsson? Það er satt að segja gremjulegt að lesa um menn og málefni, þar sem ekki er hægt að glöggva sig á hugsunarlegri merkingu orð- anna. Fólk hefur nú á dögum ekki tima til að brjóta heilann um meiningu slikra þrauta. 1 Siguröur Guðjónsson. ' lokin nefnir Alfreð dæmi, sem á að renna stoðum undir kenningu hans um „nýju stöðuna”. Hann vitnar i ritdóm Jóhanns Hjálm- arssonar i Morgunblaðinu 25. nóvember um bók mina, sem kom úti haust, en Jóhann segir: „1 leit að sjálfum sér er safn greina eftir Sigurö Guðjónsson. Flestar þeirra held ég, aö áður hafi birzt i blöðum (Lesbók Morgunblaðsins, Þjóðviljanum og viöar)”. Og Alfreð klykkir út þar þessari athugasemd: „Þannig má segja, að fyrstu af- kvæmi þessa menningarsam- starfs (þ.e. Mogga og Þjóövilja) sé nú að sjá dagsins ljós, og er nafnið á bókinni kannske tákn- rænt út af fyrir sig, sumsé: „I leit að sjálfum sér” og þá vænt- anlega á Morgunblaðinu og i Þjóðviljanum”. Þannig er nú það. En hver er tilgangurinn með þessum skrifum? Sennilega sá að læða inn hjá lesendum, að samvinna hafi tekizt með „menningarvitum” Morgun- blaðs og Þjóðvilja og þá vænt- anlega á lágu klikuplani. Um það veit ég i raun og veru ekki neitt. En óneitanlega er þetta ekki glæsilega rökstudd, heldur mjög ósannfærandi og að min- um dómi loddaraleg hugmynd. Aðdróttunin að ungu skáldunum er dónalega smekklaus og á sér enga stoð í veruleikanum. Að minnsta kosti hafa þau þá blekkt mig illilega og Ieikið tveimur skjöldum, en það er skapferli allra ungra skálda, sem ég þekki, mjög fjarri. Hvað mér viðvíkur, er hvert orð i blá- inn talað. Ég þekki ekki „menn- ingarvita” þessara blaða nema i sjón, að Svavari Gestssyni og Gisla Sigurðssyni undanskild- um. Ég hef haft við þá þau sam- skipti að afhenda þeim greinar eða frásagnir. Svavar Gestsson hefur stundum sagt það berum orðum, að ég sé á „vafasöm- um” brautum i minni heims- myndaskoðun og á þar auðvitað við pólitisku hliðina. En auðvit- að er hann ekki það flón né svo þröngsýnn að láta sinar per- sónulegu skoðanir gilda sem al- geran maélikvarða á það, sem hann birtir i blaði sinu. Svavar segir mér stundum fréttir af hinu og þessu, sem er að gerast i islenzkri pólitik, en ég segi hon- um sitthvað um mannlifið á minum vigstöðvum. Meira er það nú ekki. Gisli Sigurðsson hefur ægilega gaman af skrýtn- um og skringilegum sögum og fyrirbærum, en ég á oft slikar i fórum minum, sem ég gæði hon- um á, og stundum verðum við svo ákafir, að við eiginlega hálf- gleymum minum eigin ritsmið- um. En Gisli hefur næman smekk á bókmenntir og ritað mál yfirleitt og hefur neitað mér um birtingu á efni á þeim for- sendum, að það standist ekki þær kröfur, sem hann gerir til ritaðs máls. Hann ber virðingu fyrir blaði sinu. Þetta eru min samskipti við ritstjóra eða „menningarvita” Morgunblaðs og Þjóðvilja. En i minum aug- um og umgengni minni við þá, eru þeir fyrst og fremst menn. Ég hef ekki leitað að sjálfum mér á Þjöðviljanum né i Morgunblaðinu, heldur með alls konar lestri og þó meira i tón- list, en fyrst og fremst, eins og ég hamra látlaust á i skrifum minum, i mannlifinu sjálfu. Heldur Alfreð Þorsteinsson það virkilega i alvöru, að ég hafi gengið á mála hjá báðum þess- um blöðum og selt þeim sál mina? Ég veit það ekki hrein- skilnislega talað. En að öllum likindum er þetta ekki svona hugsað hjá honum. Tilgangur hans með þessum greinarstúf er sennilega sá að ná sér niðri á „menningarvitum” dagblaða, sem hafa áðra yfirlýsta stjórn- málaskoðun en hans eigið blað. Og hann notar hér skitkastsstil- inn (afsakið oröasambandið), sem er vist nauösynlegur i póli- tiskum smádálkum samkværnt gamalli hefð. En lifið er meira en pólitik, minn kæri Alfreð. Og minnst af þvi, sem i dagblöðum stendur, er hægt að flokka undir beina pólitik. En Alfreð hikar ekki við að gera ritverk min og lifsskoðun, alla mina leit, bar- áttu og heilabrot i tiu ár tor- tryggilegt i þessum nánasar- lega tilgangi. Hér helgar til- gangurinn meðalið á óvenjulega illgirnislegan hátt. Mér er ó- skiljanlegt svona frumstætt hugarfar i mannlegum sam- skiptum, þetta algjöra taktleysi i andlegum umgengnisvenjum. I leit að sjálfum sér er i raun og veru að meginhluta u.þ.b. þriggja ára gömul. Flest efnið var skrifað um svipað leyti og ég var að fylgjast með útgáfu Truntusólar, en auk þess fljóta með tvær eldri greinar, sem rit- dómarar hafa mest vitnað i, þó þær séu meira birtar til gamans en ég hafi þessar skoðanir enn. Þær hafa breytzt i svo veruleg- um atriðum, að þessar tvær rit- gerðir gefa mjög ófullnægjandi hugmyndir um lifsafstöðu mina eins og hún er nú. Bókin hefur hlotið ótrúlega sundurleita og ó- jafna dóma. Þeir sem harðast hafa að henni vegiö (Gunnar Stefánsson i Timanum. Um- hugsunarvert!) færa fram rök, að minnsta kosti að einhverju leyti, bæði um hugmyndafræði hennar og listrænt gildi, og þessi rök eru studd tilvitnunum i efni hennar eða beinni skirskotun til ýmissa þátta i henni. Þetta kalla ég að vinna heiðarlega. Bókmenntagagnrýnendur verða að sjálfsögðu að setja sér ein- hverja mælistiku, sem þeir vinna út frá, ef þeir vilja ekki tala alveg út i loftið. En slikt ber þó reyndar við, ekki sizt i jóla- bókaritdómum, sem eru hrað- unnir eftir hraðlestur og er varla hægt að bera saman við alvarlega bókmenntagagnrýni almennt. A sama hátt verða þeir, sem fjalla um pólitik i blöðum, að setja sér einhverjar lágmarkskröfur um vinnu- brögð. Þeir predika meira og minna árið um kring og móta á- reiðanlega umræður almenn- ings um stjórnmál og viðhorf þeirra. Abyrgð þeirra er þvi miklu meiri en venjulegra rit- dómara i dagblaði. Menn gleyma fljótt ritdómum, en góð- ar bækur lifa árum og jafnvel öldum saman, en hinar fyrnast. Barnið, sem Alfreð Þorsteins- son telur fætt, er afkvæmi Morgunblaðsins og Þjóðviljans að hans dómi. Það er satt, að ég hef skrifað talsvert i bæði blöð- in. En ég skrifa þó nær undan- tekningarlaust i fylgiblöð þeirra, sem likja má saman að þvi, er varðar efnisflokka, og fjalla aðallega um listir, bók- menntir, fróðleik alls konar og umræðu á miklu breiðari grund- velli en gengur og gerist i venju- legu blöðunum. (Þjóðviljinn hefur i bókstaflegum skilningi að visu ekki fylgiblað, en sunnu- dagsblað hans er að allri upp- byggingu þess konar rit). En hvers vegna skrifa ég ekki i miðflokksblaðið Tlmann? Þar liggur hundurinn grafinn. Blað- ið hefur einfaldlega ekkert fylgiblað siðan Sunnudagsblað þess hætti að koma út nema Heimilistimann. Árið 1969 birt- ist fyrsta ritsmið min á prenti — i Sunnudagsblaði Timans. Þetta var löng ritgerð, sem fyrst barst i hendur Andrésar Kristjáns- sonar. Hann sá auðvitað strax, að hún átti ekkert erindi i venjulegt Timablað. En hann hrósaði henni og afhenti hana Jóni Helgasyni, sem þá var rit- stjóri Sunnudagsblaðsins. Hann var litið spenntur i fyrstu, sem varla var furða, þvi ef greinin hefði birzt i einu lagi, hefði hún fyllt heilt tölublað. En hann lof- aði að lita á þetta og sagði mér að koma eftir nokkra daga. Jón komst á flugstig, þegar ég hitti hann aftur, og sagði orðrétt: „Ég tek hana. Þú ert stjarna. Ég vil ekki hafa það á samvizk- unni eftir tuttugu ár að hafa neitað þér um fyrstu grein þina”. Jón Helgason er mjög góður sagnaþulur, smekkvis með afbrigðum á bókmenntir og vafalaust einhver snjallasti ’aðamaður, sem við eigum. , ssi orð bergmáluðu talsvert djúpt in i mér lengi siðan og ollu noskru um það, að ég hélt áfram að skrifa. Þessi yfirlýs- ing Jóns hefur kannski ekki rætzt enn, enda tuttugu árin ekki nándar nærri liðin. Á árun- um 1969 til ársloka 1973 (en þá kom fyrsta bók min út) komu frá minni hendi samtals 19 frá- sagnir, greinar og sögur i Morgunblaðinu, Þjóðviljanum og Timanum. Þar birtust 10 þessara ritsmiða i Sunnudags- blaði Timans. En þetta haust, 1973, hætti útgáfa þess. í bók minni, 1 leit að sjálfum sér, er ein grein af þessum tiu birt, og er það ferðasaga frá Akureyri. Hún var það, sem Gunnari Stefánssyni fannst skemmtileg asta efni bókarinnar. Skrýtið! Hafi islenzk dagblöð getið mig sem rithöfund, er það þvi tvi- mælalaust Timinn, samkvæmt staðreyndum. Þetta er orðið nokkuð langt mál. En ég þoli ekki svona ótuktarhugarfar, sem kemur fram i grein Alfreðs Þorsteins- sonar og get þvi ekki þagað. Og eins og önnur börn kann ég þvi illa að vera ekki rétt feðraður. En hver „á” þá barnið? Liggur það ekki i augum uppi? Barniðá sig auðvitað sjálft. (Verxlun Í3 Þjónusta ) r/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J^ LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR i S Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, S S borun og sprengingar. Fleygun, múr- 5 brot oa röralannir r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ m/. S 2 2 2 Ingibjartur Þorsteinsson pípulagningameistari Símar 4-40-94 & 2-27-48 brot og röralagnir. Þórður Sigurðsson — Sími 5-83-71 ! Nýlagnir — Breytingar Viðgerðir r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ r r £ rí ymm mmwsmm % Í, í, Blómaskáli f i MICHELSEN i v. 't í \ 2 ^ Hveragerði - Sími 99-4225 ^r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/4 ^r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jÉ ^T/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.