Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. febrúar 1977 7 Jón Kristjónsson, ritstjóri Austra: Tilgangur síðdegisblaðanna Hingað til hefur ekki verið mikið gert að þvl 1 þessu blaöi að blanda sér I þær umræður sem átt hafa sér stað i slðdegis- blöðunum um Framsóknar- flokkinn og ráðherra hans, og þau mál sem reynt hefur verið að tengja honum. Má segja aö þessi umræða hefur ekki verið á svo háu stigi málefnalega, aö fýsilegt sé að leggja þar orð I belg. Þó verður ekki komizt hjá að fara um þessi mál nokkrum orðum, þar sem nokkur þátta- skil hafa orðiö nú upp á slðkast- ið I umræöunni og sá pólitiski tilgangur, sem þarna liggur að baki, hefur komiö berlegar I ljós en áður. Nýjar línur i stjórnmálum Greinilegt er að nýjar llnur eru að skapast I stjórnmálum á undanförnum mánuðum, og jafnveler enn lengri aðdragandi að þessu. Átök milli lands- byggðarinnar og þeirra, sem vilja halda hlut höfuöborgar- svæðisins, hafa orðið skýrari. Talsmenn höfuðborgarsvæðis- ins hefur veriö að finna meðal kaupsýslumanna I Sjálfstæðis- flokknum og einnig I Alþýðu- flokkknum, sem sækir atkvæði sin einkum til þessa svæðis. Rauði þráöurinn I áróðri þeirra, sem málefnalegur getur kallazt er andstaöa gegn rikisafskipt- um og þrýstingur um niður- skurð opinberra framkvæmda, sem reynslan hefur sýnt . að bitnar einkum á landsbyggð- inni. Þá hefur verið ráðizt að veigamiklum atvinnuvegum eins og landbúnaði, en þar hefur brugðið til beggja vona um hve málefnalegir þessir talsmenn hafa verið. Eins má nefna að virkjunarframkvæmdir úti á' landsbyggðinni, eins og Kröflu- virkjun, hafa veriö gagnrýndar harkalega af þessum aöilum, án þess að taka sanngjarnt tillit til þeirra erfiðleika, sem þar hafa komið upp á daginn. Sams kon- ar smásjá hefur ekki verið beitt á Suðvesturlandssvæðinu, við framkvæmdir viö Grundar- tanga eða Sigöldu, þar sem skakkaföll hafa einnig komið til — ekki af völdum náttúruafla heldur manna. Allt hnlgur þetta I sömu átt, viðleitni til aö skerpa and- stæðurnar mili landsbyggöar- innar og þéttbýlisins á Suð- vesturhorninu. Stjórnarsamstarfið Sú stjórn, sem nú situr aö völdum, er þessum mönnum ekki að skapi. Þar kemur til að I Sjálfstæöisflokknum erallsekki eining um að þjarma aö lands- byggöinni og Framsóknarflokk- urinn hefur ætið barizt fyrir hagsmunamálum hinna dreifðu byggöa, enda sækir hann þangað styrk sinn og er upp- runninn úr þeim jarðvegi. Þess vegna hefur verið unnið að þvi með æ ljósari hætti að eyði- leggja stjórnarsamstarfið, koma höggi á Framsóknar- flokkinn og forystumenn hans, i vonum aðra viðreisnarstjórn að loknum kosningum, þeim sem Gylfi var að krefjast að færu fram. Gylfi var orðinn svo ákaf- ur og upptendraður af þessari tilhugsun að hann taldi það nóg, að biðja forsætisráðherra utan dagskrár að gera þetta lltilræði fyrir sig að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. I nýrri við- reisnarstjórn telja þau öfl, sem hér hafa verið nefnd, sig hafa töglin og hagldimar, meö þann hluta úr Sjálfstæðisflokknum sem vill núverandi stjórnar- samstarf feigt, sem virðist vera umtalsveröur hluti, eins og yfir- lýsingar og kröfur Heimdalls og Visis sýna. Þaö sýnir sig væntanlega á næstu vikum hvort þessir öfgamenn hafa undirtökin eöa hófsamari sjálfstæðismenn ráöa feröinni. Siðdegisblöðin Það er ekki Ur vegi áður en lengra er haldið aö rifja upp þá atburði sem urðu til þess aö Ut- gáfa Dagblaösins hófst. Eins og kunnugt er gáfu fjármála og at- hafnamenn I Sjálfstæðisflokkn- um VIsi Ut, en siðan varð klofningur I þvi liði út af yfir- ráðum yfir hlutafé, sem varö til þess að útgáfa Dagblaðsins hófst. Engar hugsjónir um frjálsa og óháða blaöamennsku voru nefndar i þessu sambandi, og ég man, aö Þorsteinn Páls- son lýsti þvi yfir i sjónvarps- þætti á þessum tima að sér hefðu alveg blöskrað aðferðirn- ar sem notaðar voru I þessari baráttu. Slðan hófst æðisgengið kapp- hlaup milli þessara blaöa um sölu og æsifréttir, og allt kapp var lagt á að sýna fram á, að þessar fréttir væru sagöar Inafni frjálsrar og óháðrar blaöa- mennsku og rannsóknarblaða- mennsku. Framan af haföi Dag- blaðiö tilburði uppi til þess aö gagnrýna ýmsar gerðir sjálfstæöismanna og fá mennúr ýmsum áttum til þess að rita í blaðið, en gagnrýni þessi sem áður er nefnd hefur farið minnkandi og skrifin beinzt æ meira að þvi pólitiska markmiði sem rætt hefur verið hér um, að eyðileggja stjórnarsamstarfiö og koma höggi á Framsóknar- flokkinn og forystu hans. Visir hefur gengið hreint til verks i þessu upp á siðkastiö og enginn efast um tilgang hans og Al- þýðublaöið er sem kunnugt er I húsmennsku á þeim bæ og geng- ur ekki hnifurinn I milli og mun það áreiðanlega vera einsdæmi um málgagn Jafnaöarmanna- flokks að vera I svo nánum tengslum við þá sem eru lengst til hægri. Hvort Dagblaöið og önnur slík eru frjáls og óháö, það reynir ekki á nema i kosningum og all- ar staöhæfingar og slagorö um sllkt Ut I bláinn fyrr. Rógskrifin Ég ætla mér ekki að eyða miklu rúmi I aö rekja þau mál sem á döfinni hafa verið og mest til umræðu I siðdegisblöðunum. Framsóknarmenn hafa enga tryggingu fyrir. þvi að allir sem styðja flokkinn hafi hreinan skjöld. Flokksskirteini I öörum flokkum er heldur ekki siö- ferðisvottorð. Stjórnmála- skoðanir afbrotamanna hafa ekki verið umræöuefni fyrr en nú i seinni tið og yfirgnæfa þær umræöur það hvað þeir hafa raunverulega brotiö af sér. Hins vegar vil ég i sambandi við umræður um dómsmál og ástandið í þeim minna á það að sjálfstæðismenn hafa farið með dómsmál lengst allrá flokka nú á siöustu áratugum og hefði veriö i lofa lagiö aö endurbæta þetta kerfi. Engar tilraunir hafa verið gerðar I þá átt fyrr en nú I tiö Ólafs Jó- hannessonar. Hins vegar efast ég ekki um að margir hafa veriö náðaöir á valdatima þeirra eöa hliðrað til með afplánum dóma. Fróölegt væri að fá upplýsingar um þaö hvort það hefur aldrei veriö gert i tiö Bjarna, Jóhanns Hafstein eöa Auðar Auöuns. Um ásakanirgegn ráöherrun- um Einari Agústssyni og ólafi Jóhannessyni ætla ég ekki að hafa mörg orð. Einar hefur gert skilmerkilega grein fyrir sinum hlut I þeim málum sem hann hefur verið ásakaður fyrir. Um Guöbjartsmáliö má segja það að aldrei hefur þaö verið aöal- atriöið i skrifum siödegisblaö- anna hvað hann hefur brotið af sér, heldur þaö með hverjum hætti mætti bendla Einar Agústsson við málið. Adeilurnar og ásakanimar á Ólaf Jóhannesson eru enn með sama hætti og áður hefur ver- ið.getsakir og rógur sitja þar i fyrirrúmi, enda sá tilbúningur algjörlega fráleitur. Eigendur Klúbbsins hafa fengið sinn dóm, en þrátt fyrir þaö er haldið áfram dylgjunum, og nú er ein- faldlega sagt, að allir dómarar og yfirvöldl landinu séu vondir framsóknarmenn. Fróölegt væri að vita hve lengi má bjóða almenningi upp á svona skrif. Þaö má eiga von á áfram- haldandi moldviöri á næstunni I nefndum blöðum, þvl aðfa'öin að endurtaka nógu oft er o'spart notuð. Hins vegar er það trúa min, að almenningur geri sér gleggri grein fyrir þessum mál- um áður en langt liöur og þeim pólitlska tilgangi sem liggur þarna að baki. Stangaveiðimenn Haukadalsá i Dalasýslu neðan Haukadalsvatns er til leigu veiðitimabilið 1977. Tilboðum sé skilað fyrir 20. febrúar n.k. til Kristmundar Guðbrands- sonar, Skógskoti, Dalasýslu. C ' LANDSVIRKJUN óskar eftir tilboðum i að gera steinsteypt- ar undirstöður og stagfestur fyrir stál- turna i 220 kV háspennulinu frá Geithálsi að Grundartanga i Hvalfirði (Hvalfjarð- arlinu) ásamt lagningu jarðskauta og jarðvirs. útboðsgögn verða seld á skrifstofu Lands- virkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykja- vik, frá og með mánudeginum, 7. febrúar 1977 og kostar hvert eintak kr. 3.000.-. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11.00 föstudaginn, 18. febrúar, 1977. Mipolam Q KANTA-LISTAR 66 Þ. ÞORGRIMSSON & CO Armúla 16 « Reykjavík • síml 38640 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.