Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 6. febrúar 1977 ,yatn sem streymir, vat Bragi Arnason. Timamynd GE Einn rikasti þátturinn i daglegu lifi okkar allra er vatn. A hverj- um degi eigum viö einhver meiri eöa minni samskipti viö þetta dýrmæta efni, hvort heldur sem viö neytum matar okkar eöa fjar- lægjum óhreinindi af hlutum, hi- býlum eöa eigin likama. Lengihefur mönnum veriö ljóst gildi vatns — og þá ekki sizt feg- urö þess, hvort sem þeir höföu fyrir augum silfurtæran straum bergvatnsárinnar eða kyrra heiðartjöm. Nordahl Grieg yrkir ódauölegt kvæöi um „vatn, sem streymir, vatn, sem niðar/ vor og haust meö sinu lagi.” Maðurinn, sem kvelst i hitasvækju Shang- hai-borgar um hásumariö, lætur sig dreyma um hiö tæra og svala, norræna vatn, og hann kveöst mundu gefa ár af ævi sinni til þess aö hljóta þetta dýrmæta hnoss: „Vatn i læk og á.” Sá dýrðaróður, sem islenzkir menn hafa sungið vatninu er kunnari en svo, að ástæöa sé til þess aö tlunda hann hér. Viö höf- um frá barnæsku sungiö um „fjallavötnin fagurblá”, „bláa og tæra bunulæki” og „bakkafagra á i hvammi”. — Reyndar væri gaman að kanna „vatn i islenzk- um bókmenntum,” en hér er hvorki staöur né stund til þess. Ilannsóknir, sem byggj- ast á mælingum En þótt við höfum lengi hugsaö, talaö og skrifað um vatn, þá eru visindalegar og hagnýtar rann- sóknir á vatni ekki gamlar hér á landi. Þess vegna veröur nú rætt hér við einn þeirra visindamanna okkar, sem er mörgum öörum fróðari um vatnið, og ekkieinung- is þaö vatn sem viö höfum fyrir augum, heldureinnig ogekkislð- ur hið ósýnilega vatn, djúpt i berglögunum undir fótum okkar. Þesi maöur er Bragi Ámason efnafræðingur. Hann er prófessor við Háskóla Islands. Og þá er ekki annað fyrir hendi en aö snúa sér aö efninu, Bragi: — Eru rannsóknir á vatni ekki tiltölulega ung fræðigrein? — Eg treysti mér naumast til þess aö fullyröa hvenær rann- sóknir á vatni hafi hafizt, sjálf- sagt hefur mannkyniö hugsaö um vatn jafnlengi og þaö hefur veriö til. En rannsóknir okkar, hér viö Raunvisindastofnun háskólans, hófust áriö 1960. Hér er um aö ræöa allumfangsmiklar rann- sóknir á grunnvatnskerfum landsins og meginmarkmiö þess- ara rannsókna er aö auka þekk- ingu okkar á rennsli vatns um berggrunninn, jafnt heitu sem köldu vatnsrennsli. — A hverju byggjast þessar rannsóknir? — Þær byggjast á þvi aö mæla magn vetnissamsæta eöa Isótópa, eins og þaö heitir á erlendum málum, i vatni. En ástæöan til þess aö mælingar eru notaöar til grunnvatnsrannsókna er sú, aö allt vatn, —öll úrkoma sem fellur á landiö, — inniheldur mismikiö af þungu vetnissamsætunni tvi- vetni. Úti viö ströndina er mest af tvivetni I úrkomunni, en siðan fer þaö jafnt og þétt minnkandi inn aö landmiöju, og er minnst á miö- hálendinu austanveröu. Sem dæmi má nefna, aö 1 úrkomu viö strendur landsins eru um þrjú- hundruö tvivetnissamsætur i hverri milljón vatnssameinda, en siðan fer tvivetnismagn úrkom- unnar minnkandi inn aö land- miöju, þannig aö á austanverðu miöhálendinu eru um tvö hundr- uö og áttatiu tvivetnissamsætur i hverri milljón vatnssameinda. Þetta er sem sagt mismunandi, eftir þvi hvar á landið úrkoman fellur, og þann mun er hægt aö mæla meö sérstöku mælitæki, sem nefnist massagreinir. Svo að segja óbreytt í átta þúsund ár — Eru slikar rannsóknir ekki ntikiö vandaverk? Hvernig fara rannsóknirnar fram? — Þegar fariö var aö skipu- leggja ýtarlegar tvivetnisrann- sóknir á Islandi, kom fljótlega i ljós, að margs þyrfti aö gæta. Það varmeðal annars augljóst, aö til- þess að unnt væri að segja eitt- hvað um úrkomusvæði hvera- og lindarvatns i hinum ýmsu lands- hlutum, yröi fyrst að gera tvi- vetniskort, er sýndi tvivetnis- magn úrkomu alls staöar á land- inu, eins og það var á þeim tima sem grunnvatniö féll til jarðar, sem regn eða snjór. Þaö varö einnig ljóst, aö til þess aö hægt væri að nota þessar mælingar, yröi að vera fullvist, aö tvivetnis- magn vatnsins breyttist ekki á ferð þess um berggrunninn. Þetta tvennt, að teikna tvi- vetniskort og aö fullvissa sig um að vatniö breytist ekki á leiö sinni um berggrunninn, má segja aö hafi verið fyrsti áfangi þessara rannsókna. Með þvi að mæla reglulega um nokkurra ára skeiö tvivetnis- magn úrkomu á ýmsum stööum á landinu, tvivetnismagn vetrar- lags á allmörgum stööum á jöklum landsins, og tvivetnis- magn vatns i f jölmörgum stööum á jöklum landsins og tvivetnis- magn vatns i fjölmörgum lindum og smáám, tókst okkur á nokkr- um árum aö teikna all ýtarlegt kort, sem sýnir tvivetnismagn úr- komu á landinu öllu; eins og það var siöustu tiu til tuttugu árin. Þetta var þó aðeins hálfur sigur, þvi allt heitt vatn er miklu eldra en tuttugu ára, aö öllum likindum erþaönokkurþúsundára gamalt, enfyrir þúsundum ára getur tvi- vetnismagn úrkomunnar hafa verið allt annað en þaö er nú. Viö fengum þó allgóðar upplýsingar um gildi tvivetnisskortsins, aftur i timann, þegar okkur tókst aö bora fjögur hundruö og fimmtán metra djúpa holu niður i Isskjöld Báröarbungu og ná þar upp sam- felldum iskjarna. Rannsóknir okkar á iskjarnanum sýndu ótvi- rætt, aö tvivetniskort okkar haföi ekki breytzt verulega, aö minnsta kosti ekki frá þvi um 1500. Samanburður okkar á þessum is- kjarna og öörum, sem tekinn haföi verið úr Grænlandsjökli og mældur af starfsmönnum Kaup- mannahafnarháskóla, sýndi svo aftur, aö tvivetniskortið gildir svo aö segja óbreytt siöast liöin átta þúsund ár. En fyrir þann tima — á isöld — hefði þaö veriö allt ööru visi. Þetta þýöir, aö sé grunnvatn á Islandi eldra en tiu þúsund ára, er ekki hægt meö hjálp tvivetnis- kortsins aö finna úrkomusvæði þess. Sé þaö hins vegar yngra en átta þúsund ára gamalt, ætti aö vera hægt að lesa beint af tvi- vetniskortinu, hvar grunnvatn hefur fallið til jaröar sem regn. En reyndar hafa rannsóknir okk- ar nú leitt i ljós, áö grunnvatn á Islandieraö jafnaöiyngra en átta þúsund ára. Aö þvi er varöar hugsanlega breytingu á tvivetnismagni vatns á leiö þess um berggrunninn, þá hafa mælingar á vetnisisótópum, jafnframt mælingum a' súrefnis- isótópum sýnt, aö tvivetnis- magniö hefur haldizt óbreytt i vatninu frá þvi aö þaö seig niöur i berggrunninn og þangað til þaö kemur aftur upp á yfirboröiö. Þegar þessar niöurstööur voru fengnar, snerum viö okkur aö þvi aö rannsaka bæöi heitt og kalt vatn á landinu. A undanförnum árum hafa verið mæld þúsundir sýna af heitu ogköldu vatni, viös vegar að. Siöan hafa þessar mælingar verið notaðar til þess aö rekja feril vatnsins neöan jaröar, og jafnvel aö kortleggja ýtarlega ýmis’ köld vatnskerfi. Kort yfir grunnvatns- svæði. — Þaö væri gaman að heyra meira um ákveöna niöurstööur af rannsóknum ykkar. — Já, og þá skulum viö taka kalda vatniö fyrst. Tekizt hefur að kortleggja, meö allmikilli ná- kvæmni, kalt grunnvatnsrennsli i hraunum á nokkrum svasöum á landinu, sumum talsvert stórum. Þannig hefur vatnasvæöi Þing- vallavatns veriö kortlagt, en það nær alla leiö upp i Langjökul. Vatnsvið Þórisvatns og svæöisins þar suður af hefur einnig veriö kortlagt, en þar litur myndin þannig út i stórum dráttum, aö inn á Þórisvatnssvæöiö (ég á viö svæöið sem takmarkast af Tungná og Köldukvisl), liggja all- miklir kaldir vatnsstraumar. Annar kemur úr austri og rennur undir Tungná. Hann finnst á Veiðivatnasvæðinu, en stefnir siöan tilsuö-vesturs, og rennur nú aftur undir Tungná. Hinn straumurinn kemur alla leiö ofan úr Vatnajökli, — eða Tungnaár- jökli — rennur niöur eftir öllu svæöinu og undir farveg Tungna- ár. Þessum straumi er siöan hægt aö fylgja áfram, niður meö Þjórsá og Rangá, og allar götur niöur i Landssveit. Enn fremur hefur tekizt aö kðrtleggja talsvert nákvæmlega kalt vatnsrennsli noröan Vatna- jökuls, á svæöi sem takmarkast af Skjálfandafljóti I vestri og Jökulsá á Fjöllum i austri. Hlunnindi okkar íslend- inga — En hvaö um heita vatniö á landi okkar? — Þvi miöur getum viö nú vist ekki talað um öll jaröhitasvæöi landsins i þessu spjalli, en ein- hverja hugmynd ættum viö aö geta gefiö lesendum um þessi þýöingarmiklu hlunnindi okkar Islendinga. 1 örfáum tilfellum viröist hvera vatn vera ættaö frá úrkomu i næsta nágrenni hveranna, eins og til dæmis á Torfajökulssvæðinu og i Henglinum. A nokkrum stöö- um hefur heita vatniö runniö til- tölulega skamma leiö neöanjarö- ar, þegar þaö kemur upp á yfir- boröið. Dæmi um þetta er jaröhit- inn á Vestfjörðum, i Fljótum, Siglufirði og Ólafsfirði. Langoftast er þó hitt, að vatniö hefur runnið neöanjarðar um langan veg, áður en þaö birtist á yfirborðinu.Heita vatniöá Suöur- landsundirlendinu er allt komiö innan af miöhálendi landsins, en Uppruni og megin rennslisleiöir flestra heitra vatnskerfa landsins. Sé heita vatniö ættaö úr úrkomu, sem fellur á jaröhitasvæöiö sjálft, eru kerfin sýnd sem skyggö svæöi. Ella eru þau sýnd meö örvum, og eru þá örvarnar dregnar frá miöju áætluðu úrkomusvæöi kerfisins og til viökomandi jaröhitasvæöis. Sé um þaö aö ræöa, aö vatn jaröhitasvæöis geti samkvæmt tvivetnismælingum jafnt veriö ættaö af tveim úrkomusvæöum, eru báöir möguleikar sýndir meö slitróttri linu. Jafngiidisiinurnar eru hæöarlinur út- jafnaös hæöarkorts af landinu, en þær endurspegla þá aftur breytingar á þrýstistigul vatnsins f berginu. Athyglisvert er, aö rennslisstefna vatnsins er nær alltaf hornrétt á jafngildislinurnar, en þaö bendir tii þess, aö vatnsleiönin sé fremur eftir láréttum lögum Iberginu en eftir sprungustefnum I yfirborðsbergi. Aöeins tvö vatnskerfi fá vatn sitt úr úrkomu sem fellur á jaröhitasvæöiö sjálft, eöa I næsta nágrenni. örfá kerfifá vatn sittskammt frá, en flest um langan veg, innan af hálendi Þaö vatn sem lengst hefur runniöneöan jaröar er heita vatniö I Aöaldal I Suöur-Þingeyjarsýslu. Þaö vatn hefur runniö neöan jarö- ar um 150 km veg, og rennslitlminn er meira en tlu þúsund ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.