Fréttablaðið - 31.01.2006, Side 8

Fréttablaðið - 31.01.2006, Side 8
 31. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR C M Y CM MY CY CMY K Má spara þér sporin? DÓMSMÁL „Það var ekki viljandi gert,“ sagði Sigurður Freyr Kristmundsson sem hefur játað að hafa banað hinum tvítuga Braga Halldórssyni með hnífi að morgni menningarnætur 20. ágúst í fyrra. Aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fór fram í gær. Vandamenn Sigurðar fylgdust með réttarhöldunum en enginn úr fjölskyldu hins látna. Sigurður rak fjórtán senti- metra langan flökunarhníf tólf til þrettán sentimetra í gegnum rúskinsjakka, skinn og brjósk í hjartastað Braga. Hann var úrskurðaður látinn á slysadeild Landspítalans um klukkustund eftir árásina. Læknir sem kom á vettvang fann hvorki púls né hjartslátt hjá Braga á meðan lífgunartilraunir voru reyndar. Hann lýsti því hvernig klút hefði verið vafið um sár hans. Stungu- sárið hefði blasað við þegar klút- urinn var tekinn frá. Vessi, blóð og loft vætlaði út um stungusár- ið vinstra megin við bringubein. Lögregla sagði Braga hafa legið í blóðpolli og blóð hefði verið upp um veggi og á sólgleraugum Sigurðar. Braga blæddi út. Atvikið varð í íbúð hjóna við Hverfisgötu sem Sigurður hafði haldið til í um nokkurra daga skeið. Hann lýsti því þegar hann sat við eldhúsborðið, ásamt Braga og húsbóndanum. Klukk- an hafi verið að ganga níu og Bragi nýmættur. Sigurður hafi verið að leita hans deginum áður en ekki fundið. Hann hafi ekki viljað honum neitt illt. Þeir hafi verið að ræða saman við eldhús- borðið þarna um morguninn en hann muni ekki hvað þeir ræddu. Hann hafi gripið hnífinn til að leggja áherslu á orð sín. Þeir hafi setið hlið við hlið en vísað hvor að öðrum. Þeir hafi staðið snögg- lega upp og hnífurinn þá stungist í Braga. Íbúinn og nágranni hans, sem hafi verið að leita að bíllyklum í ruslinu þegar atvikið varð, segja báðir að Sigurður hafi staðið í eldhúsinu en Bragi setið. Íbúinn segist hafa séð leiftursnögga hreyfingu Sigurðar og talið að hann hafi barið Braga. Nágrann- inn stóð fyrir aftan þá félaga og sá ekki atvikið. Húsmóðirin, sem var í svefn- herbergi íbúðarinnar þegar árás- in varð, sagði Sigurð hafa verið mjög „nojaðan“ þessa daga eins og hún orðaði það. Hann hafi talið sig ofsóttan. Undir þá lýsingu tók geðlæknir sem sagði Sigurð hafa verið mjög uppstökkan fyrst þegar þeir hittust en hafi síðar reynst vænsti drengur þegar lyfjamókið þvarr af honum. Doktor í eiturefnafræði greindi frá þeim lyfjum sem fundust í blóði Sigurðar. Það voru aðallega amfetamín og kókaín en verkja- lyf fundust einnig. Sjálfur segir Sigurður að hann hafi neytt eitur- lyfja daglega á þessum tíma. „Ég var búinn að vera á fyll- eríi og var ruglaður af neyslu,“ sagði Sigurður fyrir réttinum. „Bragi var yndislegur strákur og ég vildi honum ekkert illt. Hann var vinur minn. Ég var í annar- legu ástandi. Búinn að vera meira og minna vakandi í tvær vikur. Útúrdópaður og útúrruglaður,“ vitnaði Sigurður. Eftir banastunguna hljóp Sigurður upp á Laugaveg. Íbú- inn hringdi eftir hjálp. Sigurður kveðst hafa verið í losti og hann hafi ætlað að sækja hjálp en þegar hann sneri til baka þá heyrði hann í sírenum. Lögreglan handtók Sigurð og færði í fangelsi þar sem ekki var hægt að yfirheyra hann vegna vímunnar fyrr en þremur dögum eftir stunguna. Finnskur réttarmeinafræð- ingur sagði að töluvert átak hefði þurft til stungunnar. Hann sagði einnig að ekki hafi verið að sjá að Bragi hafi verið á hreyfingu þegar hann var stunginn. Hins vegar sjáist á sárinu að hnífurinn hafi verið á hreyfingu. Sigurður, sem er 23 ára, er ekki aðeins ákærður fyrir að svipta Braga Halldórsson lífi, heldur einnig fyrir innbrot í íbúð, þar sem hann stal tölvubúnaði, myndavél og sólgleraugum. Hann hefur auk þess fimm sinnum verið tekinn fyrir umferðarlaga- brot. Ákæruvaldið krefst sextán ára fangelsisdóms auk þess að Sigurður verði sviptur ökurétt- indum. Verjandi Sigurðar krefst vægustu refsingar sem lög leyfa, vegna þess að stungan hafi verið af gáleysi, en til vara að refsing taki mið af því að um þokukennd- an ásetning hafi verið að ræða. Foreldrar Braga fara fram á rúmar fimm milljónir í skaða- bætur. Sigurður er ekki talinn borgunarmaður fyrir þeim. gag@frettabladid.is Rak flökunarhníf beint í hjartastað Sigurður Freyr Kristmundsson kveðst hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann banaði Braga Halldórssyni á menningarnótt í fyrra. Hann kveðst aldrei hafa ætlað að bana Braga enda hafi þeir verið vinir. SIGURÐUR FREYR FYRIR RÉTTI Sigurður Freyr sagði ítrekað fyrir réttinum að hann hefði aldrei ætlað sér að bana Braga Halldórssyni. Bragi hefði verið yndislegur drengur og vinur hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég var í annarlegu ástandi. Búinn að vera meira og minna vakandi í tvær vikur. Útúrdóp- aður og útúrruglaður,“ STJÓRNMÁL Frestur til að kæra framkvæmd prófkjörs framsókn- armanna rann út klukkan sex í gærkvöld án þess að nokkur kæra hefði borist. Óskar Bergsson lagði fram fyrirspurn um framkvæmd próf- kjörsins til kjörstjórnar sem var svarað samdægurs. Óskar segir að sjálfsagt væri heppilegra að til væru skýrari reglur um aðkomu þeirra sem starfa við framkvæmd kosninga, að kosningabaráttu ein- stakra frambjóðenda. Þar á hann við starfsmann sem hafði umsjón með utankjörfundaratkvæðum og aðstoðaði svo við framboð Björns Inga Hrafnssonar. Engar slíkar reglur liggja nú fyrir í flokknum. Björn Ingi Hrafnsson telur þetta mál vera storm í vatnsglasi og vísar í ummæli Ragnars Þor- geirssonar, formanns kjörstjórnar, um að ekkert hafi verið athugavert við framkvæmd prófkjörsins. Ragnar Þorgeirsson segir ein- faldar reglur hafa verið settar strax í byrjun um að enginn fram- bjóðandi mætti hafa fulltrúa við- staddan utankjörfundaratkvæða- greiðsluna. Hann telur ekki að sú regla hafi verið brotin. - sdg Á KJÖRDAG Björn Ingi Hrafnsson telur gagnrýni á framkvæmd prófkjörsins vera storm í vatnsglasi. Engin kæra barst vegna framkvæmdar prófkjörs framsóknarmanna: Skýrari reglur heppilegri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.