Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 40

Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 40
28644 HTl'm.l 28645 fasteignasala Oldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tima né f yrirhöf n til aö veita yöur sem bezta þjónustu Sölumaður: Finnur Karlsson Valgarður Sigurðsson heimasími 4-34-70 lögf ræðingur — \iZU fyrir góóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANOSINS Rækj uvinnslan er lyfti- stöng atvinnulífsins — en seiðamagn og gæftaleysi hefur hamlað veiðum i vetur MO-Reykjavik — Kækjuvinnslan hefur verið mikil lyftistöng fyrir atvinnulif á Kópaskeri, en hún tók til starfa 1. apríl i fyrra. Þar hafa að jafnaði 20 manns vinnu, en I vetur hefur þó verið tregt um afla, og vinna þvf ekki eins mikii og vonir stóðu til. t>rir batar eru gerðir út til rækjuveiða frá Kópa- skeri og stunda þeir veiðarnar fram i mai. Þá fara þeir á hand- færaveiðarog er aflinn verkaður i salt f húsnæði rækjuvinnslunnar. Kristján Armannsson, fram- kvæmdastjóri hlutafélagsins Sæ- bliks, sem rekur rækjuvinnsluna sagði i viðtali við Timann, að rækjumiðin hefðu að mestu verið lokuð frá þvi um miöjan desem- ber'Iveturog fram ibyrjunmarz. Ástæðan var mikiö seiðamagn i aflanum. Þá var fiskifræðingur fenginn norður með svokallaða fiskifælu og tókst með notkun hennar að veiða rækju, án þess að seiðin fylgdu með i áflanum. Siðan hafa bátarnir stundað veiðarnar, eftir þvisem gefið hefur.en gæftaleysi hefur mikið hamlað veiðum i vet- Alls hafa um 250 lestir af rækju komið á land á Kópaskeri og er það mun minni afli, en menn vonuðust til að fá. Reksturinn er þvi erfiður, enda stutt siðan lagt var i mikla fjárfestingu. Hins vegar hjálpar það nokkuð, að auðvelthefur verið aö selja rækj- una og veröið hefur veriö ágætt. Frystihús kaup- félagsins stækkað MÖ-Reykjavik —Mikilviðgerö og endurbætur hafa aö undanförnu farið fram á frystihúsi Kaup- félagsins á Þórshöfn. Viögeröirn- ar hófust fyrir rúmum tveimur árum og varö þá aö gera viö frostskemmdir, sem uröu á hús- inu. Sföan kom jaröskjálftinn og þá skemmdist húsiö enn, en nú er þessum viögeröum aö mestu lok- iö. Hins vegar er unniö aö stækk- un á húsinu, og stefnt aö þvi aö næsta haust veröi unnt aö hraö- frysta 1500 skrokka á degi hverj- um, enda nauösyniegt aö unnt veröi aö auka slátrun i sláturhús- inu upp I þá tölu. Ólafur Friðriksson kaupfélags- stjóri á Kópaskeri sagði i viötali við Timann, aö þessar fram- kvæmdir væru mjög kostnaðar- samar og t.d. hefði kostnaöurinn vegna viögeröanna orðið um 20 millj. kr. Byggðasjóður heföi lán- að 6 millj. kr. til þeirra fram- kvæmda, en önnur lánsfyrir- ■ ■ SSSsSrPS8'*" ■ "y*. '~r£. . Mmats'- . . ■ . (.■ . ; - *• 'm&fflh--'’ - ': - greiösla hefði ekki fengizt. Þá yrði kostnaöur við stækkun- ina, sem nú stæði yfir væntanlega milli 30og 40millj. kr., og þótt lán fengjust út á þá framkvæmd væri þetta erfiöur baggi fyrir Kaupfé- lagið. Siðasia haust var slátrað rúm- lega 31 þúsund fjár á Kópaskeri, og hefur slátrun þar aukizt um lOOOkindur á hverju hausti. Mikil nauðsyn er þvl á að stækka frysti- húsið, svo unnt veröi að taka viö aukinni slátrun. Félagssvæði Kaupfélagsins á Kópaskeri nær frá Raufarhöfn og suöur i Kelduhverfi. Félagið rek- ur umfangsmikla þjónustustarf - semiá Kópaskeri og við sveitirn- ar. M.a. er það meö trésmiða- verkstæði, bilaverkstæði, mikla flutningaþjónustu og rekur litið hótel. A launaská hjá félaginu eru oft um 80 manns á sumrin en eitt- hvað færri á vetrum. 1 sláturtiö- inni er fjöldinn þó mun meiri. Ólafur Friðriksson sagði að af- koma hjá bændum á svæðinu væri sýnilega mun verri nú en oft áður og hefði útgjaldaaukning orðið mun meiri en tekjuaukningin. Væri þvi ljóst að lltið yrði um framkvæmdir, þvi menn gætu alls ekki staöið i sliku þegar reksturinn bæri sig alls ekki. |Nýr mið- bær á Kópa- skeri A Kópaskeri er nú verið að skipuleggja nýjan miðbæ. Hann verður i nágrenni viö höfnina og þar verður stjórn- sýslumiðstöö, barnaskóli, heilsugæzlustöð verzlanir og sitthvað fleira. Það er Maggi Jóns arkitekt, sem er að vinna að þessu verki — en auk þess er hann einnig að teikna barnaskólabygginguna. Hugmyndin er að hefja framkvæmdir viö þá byggingu i sumar, en ekki fékkst fjár- veiting til þess verks á fjárlög- um og veröur þvi litið um framkvæmdir. Þá hyggjast sveitarstjórnarmenn hefja byrjunarframkvæmdir, enda er gamli skólinn siðan 1928 og langt frá þvi að fullnægja kröfum timans. Þá er bygging stjórnsýlsu- miöstöðvar á döfinni, og er ráðgert aö sveitarfélagið byggi hana i samvinnu við Samvinnubankann og sýslu- bókasafnið. Nú er verið aö vinna að frumteikningum fyr- ir þá byggingu. Grá- sleppu- karlar- nirbiða Mó-Reykjavlk — Það eru um 10 trillur, sem gerðar eru út á grásleppuveiðar frá Kópa- skeri og eru veiöarnar nýhafn- ar. Gæftaleysi er þó enn, sem komið er og litill afli hefur borizt á land. Rækjan er unnin I húsnæöi rækjuvinnslu Sæbliks hf. og voru þar verkaðar um 400 tunnur af hrognum i fyrra. FÁLLI OG FESI Áhrif jarðskjálftanna sífellt að koma í ljós MÓ-Reykjavik — Sifellt eru að koma fram nýjar og nýjar skemmdir á Kópaskeri, sem rekja má til jarðskjálftanna i fyrra. T.d. komu skemmdir á vatnsdælunum i ljós á siöasta hausti, sem urðu til þess að vand- ræöaástand skapaðist I slátur- tiðinni. Þá hefur komið I ijós leki I Ibúðarhúsum og höfnin er mun grynnri, en hún var fyrir skjálft- ana. Einnig eru holræsin að stifl- ast öðru hverju, og Ijóst er að gera verður nýtt holræsakerfi fyrir þorpiö. Búið að endurbæta bryggjuna Friörik J. Jónsson oddviti sagði I viðtali við Timann, að búið væri aö endurbæta bryggjuna, sem fór mjög illa i jarðskjálftunum. Steypt hefði verið I skörðin og grjótgaröur var gerður utan á hluta af bryggjunni. Er hún nú komin I svipaö lag og áður. Sumt væri aö visu verra, en annaö hefði batnað. Hins vegar er ljóst að höfnin er mun grynnri en hún var fyrir skjálftana. Telja menn aö það kunni aö stafa af þvi, aö i fyrra- vetur, þegar stór skörð voru I bryggjunni, þá var mikill súgur i Frh. á bls. 39 — Nú hafa þeir í fengið nýtt verk- efni i borgarst jórn- inni. — Nú-já, hvaö eiga I þeir að fara að **-) gera' •\ — Vaða reyk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.