Tíminn - 14.06.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.06.1977, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 14. júnl 1977 Á hátiöarfundi I tilefni 75 ára afmælis Sambands Islenzkra samvinnufélaga sem haldinn var I Háskólablói I Heykjavlk I gær- kvöldi flutti Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins afmælis- ræðu,þar sem hann rakti fyrst að dragandann að stofnun sam- bandsins og vék að ýmsum þeim erfiðleikum og verkefnum sem samvinnumenn þurftu að leysa I upphafi hreyfingarinnar. Slðan sagði Erlendur: Hjá forystumönnum i sam- vinnufélögunum fyrir og eftir aldamótin kemur fram, að þaö er menntunarskorturinn, sem er hiö stóra vandamál og undirrót fá- tæktar og niöurlægingar. Þess vegna lögöu frumherjar i sam- vinnuhreyfingunni svo mikla áherzlu á aukna alþýðumenntun. Töldu þeir aukna alþýöumenntun raunverulega forsendu fyrir þróttmiklu samvinnustarfi. Sókner bezta vörnin Þegar Sambandið er stofnað 1902 þá eru þingeysku samvinnu- bændurnir I varnarstööu. Kann það að hafa orbið einhver hvati að stofnun Sambandsins. Vaxtar- broddur smjörbúa fyrir land- búnaöinn hafði ekki náð til Norðurlands á þessum árum og raunar aðeins til Suðurlands. Erfiðleikar voru þá meö útflutn- ing lifandi sauðfjár. Nú þurfti þvi aö finna nýjar leiðir og svo virðist að bændur i Þingeyjarsýslu hafi einsett sér að komast úr þessari varnarstööu undir því kjöroröi, að sókn er bezta vörnin. Ariö 1906 er tlmamótaár, þvl þá hefst ný sókn I starfsemi sam- vinnufélaganna á Noröurlandi. Þá er undirbúin stækkun Sam- bandsins með fjölgun félaga inn- an þess, ákvebiö er að hefja út- gáfu Tímaritsins er slöar varð Samvinnan og Sambandinu er beitt sem frumkvæöi 1 kjötverzlun og kjötsölumálum. Allt þetta ber svo ávöxt næsta ár, árið 1907. Verklegar framkvæmdir Sam- bandsins eru hafnar og þar með var vöxtur þess tryggður. Bygg- ing sláturhúsa og útflutningur saltkjöts varð bylting fyrir land- búnaöinn. Þrátt fyrir tilkomu tog- ara og slldveiöa I stærri stll, vex hlutur landbúnaöar I heildarút- flutningi aftur upp I nærri fjórð- ung á árunum 1906-1910 og fólks- flutningar úr sveitunum I þéttbýli hægjast um þetta leyti. Ég læt hér staöar numið að rekja sögu Sambandsins, en mig langar þó, áöur en ég fikra mig yfir I nútlöina, að minnast með nokkrum orðum á hugmyndir og hugsjónir þeirra Þingeyinga um samvinnumál, þeirra er stóöu I fylkingarbrjósti samvinnufélag- anna, áöur og um þaö leyti, sem Sambandiö var stofnaö. Þvl veröur ekki á móti mælt, aö á þessum árum átti félagshyggja djúpar rætur I hugum manna I Þingeyjarsýslu. Ýmsir voru þeir er túlkuöu og útbreiddu félags- hyggju, ýmsir voru vellesnir og meötóku félagsmálastrauma, sem þá fóru um lönd Evrópu. Hjá sumum þessara manna var sam- vinnustarf ný hagfræöi og þessi nýja hagfræöi fól í sér lausn á flestum vanda efnahagsmála I þvl efnahagsllfi, sem þá var búiö viö, sem var aö sjálfsögöu mun einfaldara en þaö sem nú ræöur rlkjum. Siguröur á Yztafelli skrifar I Tlmaritiö 1896: „Þaöer sannfær- ing ýmsra kaupfélagsmanna, aö samvinnufélagsskipulag og aö- ferö hljóti aö ryöja sér til rúms I fleiri greinum en þeim, er aö verzlun lúta, og muni veröa til heilla hvarvetna, þar sem um ábyrgö, hagnaö og kostnaö er aö ræöa.” Og Benedikt á Auönum skrifar um svipaö leyti: .A sama hátt, sem vér nú rekum á okkar mæli- kvaröa stórkostleg verzlunarviö- skipti, meö nærfelt hálfu minni tilkostnaöi en áöur var gert, á sama hátt getum vér rekiö hver önnur fyrirtækif búnaöi, iönaöi og bókmenntamálum. En til þess þarf almennri menntun og þekk- ingu mikiö aö fara fram hjá oss og margir hleypidómar aö hverfa.” Þaö fór ekki á milli mála, aö beita skyldi samvinnuskipulaginu Erlendur Einarsson þátt I honum, þar sem allar okkar ritgeröir eru þó ritaöar til þess aö sýna hagnaöinn af kaupfélags- skapnum bæöi fyrir einstakling- ana og þjóöfélagiö.” Þessi skrif þeirra félaga um hugsjónir og grundvöll sam- vinnustarfs áriö 1892 veröa aö hálfgeröum ritdeilum. Sárindi Benedikts koma ljóslega fram I garö Jakobs yfir þvl, aö honum finnst aö veriö sé aö afvegaflytja hugsjónirnar um samvinnustarf. Þeir Benedikt og Pétur halda samt ótrauöir áfram aö boöa sitt fagnaöarerindi um samvinnu- starf, þótt fráleitt sé, aö um þaö lyki sá geislabaugur, sem ýmsir telja nú á dögum Benedikt var þó mikill hugmyndafræðingur en Pétur meira jaröbundinn. Þaö viröist þó augljóst, aö forystu- mennirnir I Kf. Þingeyinga hafi gert sér glögga grein fyrir þvl, aö sjálfar hugsjónirnar næöu skammt, ef ekki væri um aö ræöa atvinnurekstur til þess aö sýna Jjær I verki. Þess vegna talar Benedikt um ,,aö reka hver önnur fyrirtæki” og Pétur um aö sam- band, sem ekki hafi meö höndum atvinnurekstur, sé „papplrssam- band” án nægilegs llfskjarna. Þá Ég hefi nú flutt all-langt mál um fortið, — aödraganda og stofnun Sambandsins, — sjálfa stofnunina, brugöiö upp myndum af ástandi I þjóömálum fyrir og eftir aldamótin, vakiö athygli á hugmyndum og hugsjónum þeirra manna, er stofnuöu Sam- bandiö. Er þá kominn tlmi til þess aö flytja málflutning I nútlö. Mætti þá fyrst minna á þaö, aö margar hugmyndir braubryöj- endanna um samvinnustarf standa óhaggaöar 1 dag þrátt fyr- ir algjöra byltingu I lifnaöarhátt- um, byltingu úr fátæku og aö ýmsu leyti frumstæöu bænda- þjóöfélagi I velmegunar- og neyzluþjóöfélag, þegar óhófleg neyzla fólks I vestrænum löndum er aö veröa heimsvandamál. Þaö er erfitt aö bera saman gildi áamvinnustarfs 1 dag fyrir islenzkt þjóöfélag og þaö sem var um aldamótin slöustu, þegar Sambandiö var stofnaö. Matiö I dag hlýtur aö vera annars eblis en fyrir 75 árum, þegar llfiö snerist um þaö fyrst og fremst aö hafa I sig og á og aö leysa þaö hvort- tveggja var talin velmegun. Nú getum viö Islendingar talaö meö nokkrum rétti um aö viö höf- umsetningu ársins 1976 er um- boössala, aöallega sjávar- og landbúnaöarafuröa, 17,6 milljaröar en bein sala hins vegar 12,6 milljaröar. Af heildar um- setningu var útflutningur 13,7 milljaröar eöa um 45%. Rekstrargjöld Sambandsins hækkuöu um 41% á s.l. ári. Launakostnaður hækkaöi um 34,5% frá f. ári, en nokkur fjölgun starfsfólks átti sér staö. Almennir kauptaxtar hækkuöu hins vegar á árinu um 26,2%. Þá hækkuöu opinber gjöld Sambandsins um 40% frá f. ári. Þrátt fyrir miklar hækkanir á rekstrargjöldum tókst sæmilega aö halda I horfinu meö rekstur Sambandsins á s.l. ári. Rekstrarafgangur, áöur en fyrningar fastafjármuna eru færðar til gjalda, nema 721.0 millj. króna. Auk þess nema tekj- ur utan rekstrarreiknings 264.0 millj. króna, en tekjur þessar stafa af eignasölu og jöfnunar- hlutabréfum. Tekjur aö frádregn- um fyrningum er nema 344.0 millj. er 641.0 millj. kr. og eftir aö tekjur utan rekstrarreiknings, 264,0 millj. króna hafa veriö færö- ar á höfuðstól, er rekstrarafgang- Framtíðarstefnan hlýtur að verða sú að samvinnuhreyf - ingin verði jákvætt afl í þjóð- félaginu á sem flestum sviðum, sagði Erlendur Einarsson í hátiðarræðu sinni á 75 ára afmælisfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga á sem flestum sviöum meö stofn- un fyrirtækja. En þaö kemur þó fram I skrifum ófeigs, aö ekki voru þeir félagar f K.Þ. alltaf sammála um hugmyndafræöina I samvinnufélögunum. Ariö 1892, eftir aö K.Þ. haföi starfaö I 10 ár, eiga sér staö skoöanaskipti milli Jakobs Háfdánarsonar fyrsta kaupfélagsstjórans annars vegar og Benedikts á Auönum og Péturs á Gautlöndum hins vegar um hugsjónastefnu I samvinnumál- um. í Ófeigieru all-mikil skrif um þessi mál. Jakob Hálfdánarson talar um hugmyndir Benedikts, sem einhvern „englaheim”, þar sem allir eru orönir svo góöir og vitrir og enginn hyggur lengur aö sinu gagni meira en annara. Og Jakob segir ennfremur: „Ég sé nú ekki þennan englaheim f jær eöa nær á þessari jörö. Ég hefi þar á móti þá trú, aö allar þær til- hneigingar, sem vekja og viö- halda samkeppni meöal manna, vari um aldur og æfi og sam- keppnin veröi ætíö þaö miöflótta- afl, er skapi verðlagið á flestum hlutum.” Benedikt á Auönum svarar Jakobi meö ýtarlegri grein I Ófeigi 1892. Þar segir hann m.a.: „Ég stend fast á þvl, aö félagsleg samvinna sé fyrsta skilyröi fyrir kaupfélagsskapnum og ég vona, aö Jakob Hálfdánarson sjái, aö hann hefur seilst helst til langt um hurö til loku, er hann var aö finna grundvöll kaupfélags- skaparins. Auövitaö er þaö „lífs- hvötin”, sem hefir komiö mönn- um til aö byggja þennan grund- völl undir kaupfélagsskapinn, þvl reynslanhefurkenntmönnum, aö þaö er léttara aö berjast fyrir llf- inu meö sameinubum kröftum en þegar hver baukar sér.” Og Benedikt á Auönum heldur áfram: „Þaö er undarlegt af Jakobi Hálfdánarsyni, aö eigna okkur sem höfum ritaö Ófeig, þá skoöun eöa þau ummæli, aö kaup- félagsskapurinn hljóti einungis aö grundvallast á bróöurkærleika, án tillits til eigin hagnaöar, svo aö ekki geti aörir en englar tekiö er vert aö vekja athygli á þvi aö brautryðjendurnir geröu sér glögga grein fyrir nauösyn þess, ab félögin gætu oröiö sem mest fjárhagslega sjálfstæö. I rekstri félaganna var meginstefnan sú, aö foröast áhættu og treysta fjár- hag félaganna. Kaupfélögin á fyrstu áratugunum voru mjög vafin viöskiptaskuldum, aö miklu leytierlendum.en markmiöiö var ab reka þau fyrir eigiö fé félags- manna, ásamt hóflegum banka- lánum hluta ársins. 1 þvl efni var mest treyst á stofnsjóössöfnun, sem var ekki aöeins talin hafa gildi sem fjáruppbygging félag- anna, heldur sem fyrirhafnarlaus og hugsanlega stórfelld sparifjár- myndun einstakra félagsmanna. Einnig var söfnun inneigna I viö- skiptareikningum og sparisjóös- deildum talin æskileg. Þá var og boöuö fjársöfnun I varasjóö og aöra sameignarsjóöi. Fjárupp- bygging samvinnuverzlunarinnar var talin mikilsvert sjálfstæöis- mál bændastéttarinnar og þjóðarinnar l heild. Eitt markmiöiö var aö losa félagsmenn af klafa verzlunar- skulda. Þaö reyndist þó oftast erfiöleikum bundiö. 1 reynd var mörgum bændum nauösynlegt aö fá neyzlulán milli kauptlöa, og sumir, einkum nýbýlingar, höfbu mikla þörf fyrir rekstrarlán milli ára. A þessum árum var ekki I mörg hús aö venda. — Bankastarfserni var þá smá 1 sniöum og staösett i Reykjavik. Þaö sýnir bezt, hvaö Pétur á Gautlöndum telur fjármagnsupp- bygginguna þýöingarmikla fyrir kaupfélögin, aö árib 1893 ritar hann sérstaka grein í Ófeig um þetta efni er ber heitiö: „Aö safna fé.” Þar segir hann m.a.: „Sjálf- stæöi kaupfélagsskaparins er undir þvi komiö, aö þau sjálf eöa félagsmenn eigi mikinn hluta af þvi veltufé, er þau nota.” Og menn tala á þessum árum um eigin fjármyndunina, sem „öryggistaugar samvinnufélag- anna.” um komiö á fót velferðarríki, — þjóöfélagi neyzlu og mikilla möguleika fyrir flesta einstakl- inga aö brjótast áfram til þroska og efna. Hættan viröist helzt, aö ljúfa lffiö geti orðiö mönnum aö fótakefli. I hinu Islenzka velferöarríki er samvinnuhreyfingin virkur þátt- takandi og viö samvinnumenn höldum þvi fram, aö hennar þátt- ur hafi m.a. stuðlað aö jafnari llfskjörum fólks en veriö heföi ef þetta félagsframtak heföi ekki veriö til staðar. Og nú „rekum vér hver önnur fyrirtæki” innan samvinnu- hreyfingarinnar. Aö þvi leyti hafa ýmsar hugsjónir Benedikts á Auönum rætzt, þótt hann trúlega heföi kosið, aö samvinnufyrirtæk- in væru enn fleiri en raun er á. Rekstur Sambandsins á síðastliðnu ári Góöir hátlöargestir: Eins og ég drap á I upphafi máls mlns mun ég nú I stuttu máli gefa nokkrar tölulegar upplýsing- ar um rekstur Sambandsins á ár- inu 1976, 75. starfsárinu. I lok s.l. árs voru 49 samvinnu- félög innan Sambandsins, þar af 45starfandi. Fjöldi félagsmanna I þessum félögum um s.l. áramót var 41.178 og fjölgaöi félagsmönn- um um 1399 á árinu. Þaö félag, sem fæsta hefur félagsmenn er Kf. Rauöasands meö 16 félags- menn. Fjölmennasta félagiö er hins vegar Kf. Reykjavlkur og nágrennis meb 14.017 félags- menn. Heildarumsetning Sambandsins á árinu varö 30.2 milljarðar króna, sem er 36% hærri upphæö en 1975. Er þá rétt aö hafa I huga, aö veröbólga á árinu sem leib var mikil, vísitala framfærslu- kostnaöar hækkaöi um 32%, miö- aö viö ársmeðaltöl 1975 og ’76. Af ur samtals 377.0 m.kr. Af þessari upphæö er ráðstafaö viö reikningslok: 1 endurgreiösl- ur til kaupfélaga og frystihúsa 85,3 m. kr. I birgöavarasjóö 132.9 millj. og I flýtifyrningar á fasta- fjármunum 33.1 millj. Tekjuaf- gangur til ráöstöfunar á aöal- fundinum á morgun er 125,6 millj. króna. Sjóöir, þar meö séreignarsjóöir og höfuöstóll á efnahagsreikningi Sambandsins hinn 31. des. 1976, nema 2,6 milljöröum króna og hækka á árinu um 595,0 millj. Sé birgðavarasjóöur talinn meö nemur upphæðin 3.1 milljaröi. Nýtt fasteignamat gerir ráö fyrir sexföldu eldra mati. A efnahags- reikningi eru fasteignir bókfærö- ar á þreföldu eldra mati. Fjárfestingar Sambandsins á s.l.árinámu 866millj. króna. Þar af var fjárfest I iönaði I stækkun verksmiöjuhúsnæöis og vélum 375 millj. og I nýju birgöastööinni I Holtagöröum 372 millj. Engin föst lán fengust út á framkvæmdir viö birgðastöðina á s.l. ári og út á iönaöarframkvæmdirnar aöeins 143 millj. Lánveitingar til þeirra framkvæmda hafa dregist úr hófi fram og brýtur sá dráttur algjör- lega 1 bága viö þá yfirlýstu stefnu aö efla Islenzkan iðnaö meö ráö- um og dáö. Ég læt þessar upplýsingar nægja um rekstur Sambandsins á libnu ári. Fræöslu-og félagsmál er veiga- mikill þáttur I starfi samvinnufé- laga. A undanförnum árum hefur Sambandiö stutt starfsmannafé- lögin I Reykjavík og á Akureyri meö þvl að láta I té húsnæöi fyrir félagslega aöstööu. Félags- heimiliö Hamragaröar var afhent áriö 1970 til afnota fyrir Starfs- mannafélag Sambandsins hér I Reykjavlk ásamt fleiri félaga- samtökum innan samvinnuhreyf- ingarinnar, og á Akureyri hefur starfsmannafélagiö húsnæöi fyrir samkomur og félagsstarf. Þá hefur Sambandið veitt starfs- Framhald á bls. 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.