Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 8
8 18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR NISSAN PATHFINDER Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Breyting frá Arctic Trucks ÆVINTÝRI LÍKASTUR Verðið á Nissan Pathfinder er frá 4.070 .000 kr. Verðið á Nissan Pathfinder hefur líklega aldrei verið hagstæðara. Þessi skemmtilegi jeppi er blanda af krafti alvöru fjallajeppa eins og þeir gerast bestir og lipurð flottustu götubíla. Útkoman er ævintýri líkust og hefur slegið eftirminnilega í gegn. Líttu inn og berðu hetjuna augum! E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 2 3 LETTLAND, AP „Ég veit ekki um nokkurn mann sem drekkur ekki til þess að verða fullur. Jafnvel sextán og sautján ára unglingar drekka svo mikið að þeir komast ekki heim til sín á kvöldin,“ sagði Mareks, 28 ára maður sem selur ólöglegt brugg í einu Eystrasalts- landanna og vildi af þeim sökum ekki segja til fulls nafns. Ofdrykkja er viðvarandi vanda- mál í Eystrasaltsríkjunum þrem- ur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Margir íbúar þessara landa telja örgustu ókurteisi að afþakka þegar er boðið upp á drykk. Sömu- leiðis þykir dónaskapur að klára ekki úr flösku eftir að búið er að opna hana. Sá sem lýkur úr flösk- unni á síðan að borga fyrir næstu flösku. Þessi mikla áfengsidrykkja veldur tjóni á flestum sviðum mannlífsins. Tíðni sjálfsmorða og sjálfsskaðana í Litháen telst til dæmis vera 39 á hverja 100 þús- und íbúa. Þetta er hæsta tíðni sem þekkist í ríkjum Evrópusambands- ins og Eistland er í þriðja sæti en Lettland í því fjórða. Sérfræðing- ar telja að orsökin liggi að hluta til í gegndarlausri áfengisdrykkju. Lifrarsjúkdómar og geðraskan- ir af ýmsu tagi eru tvímælalaust meðal afleiðinga ofdrykkjunnar. Hún er einnig að hluta til orsök þess að umferðin í Eystrasalts- ríkjunum er hættulegri en nokk- urs staðar annars staðar í Evrópu- sambandinu. „Við erum fámenn þjóð með 1,4 milljónir íbúa og þeim fækkar hratt,“ segir Lauri Bekmann, sem er bindindisfrömuður í Eistlandi. „Þjóðin mun deyja út ef hún held- ur áfram að drekka svona.“ Eistar drekka að meðaltali 13,4 lítra af hreinu áfengi á hverju ári. Tölurnar fyrir Lettland og Litháen eru heldur lægri, en þá er reyndar ekki tekið með í reikninginn að áfengi er víða selt á svörtum markaði og heimabrugg mikið stundað. Í Lettlandi er til dæmis talið að ólöglega fengið áfengi nemi meira en fjórðungi alls þess áfengis sem drukkið er í landinu. Ben Baumberg, vísindamaður við áfengisrannsóknastofnun í Englandi, segir að íbúar í Eystra- saltslöndunum gætu lært ýmis- legt af nágrönnum sínum á Norðurlöndunum. „Finnar, Svíar, Norðmenn og Íslendingar hafa líka tilhneigingu til þess að drekka mikið í einu, en þeir drekka ekki nærri jafn mikið,“ segir Baumberg. gudsteinn@frettabladid.is GÓÐVIÐRISDAGUR Í TALLINN Ofdrykkjunni í Eystrasaltsríkjunum fylgja vandamál sem teygja anga sína út um allt samfélagið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Allt á floti í áfengi Í Eystrasaltsríkjunum er áfengi teygað í meira magni en víðast hvar tíðkast í Evrópu. Afleiðingarn- ar gera vart við sig á flestum sviðum mannlífsins. BRETLAND Tala dæmdra nauðgara sem fá eingöngu áminningu og þurfa ekki að sitja í fangelsi hefur meira en tvöfaldast á síðasta ára- tug í Bretlandi, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkisút- varpsins, BBC. Árið 2004 hlutu fjörutíu dæmdir nauðgarar áminn- ingu, á móti nítján árið 1994. Talsmaður innanríkisráðuneyt- isins sagði áminningar eingöngu vera gefnar í einstökum tilvikum, til dæmis ef gerandinn væri afar ungur eða þegar langt væri um liðið frá því að glæpurinn hefði verið framinn. Á hverju ári eru fleiri nauðgan- ir kærðar til bresku lögreglunnar en árið áður, en þó eru færri sak- felldir en áður. Árið 1977 var sak- fellt í einu af hverjum þremur nauðgunarmálum, en árið 2004 var eingöngu sakfellt í einu af hverjum tuttugu málum. - smk Nauðganir í Bretlandi: Fleiri nauðgarar fá áminningar VÍSINDI Lygar eru fylgifiskur neyslusamfélagsins. Þegar fólk hefur keypt sér eitthvað í búð og stendur skyndilega frammi fyrir spurningum á borð við: Hvað borg- aðirðu mikið fyrir þetta? - er furðu alengt að svarið sé ekki sannleik- anum samkvæmt. Samkvæmt nýrri kanadískri rannsókn virðist fólk mun oftar ljúga því að verðið hafi verið lægra en í raun var greitt fyrir vöruna, heldur en að segja verðið hærra. Þrír félagsvísindamenn, þau Jennifer J. Argo, Katherine White og Darren W. Dahl, skýra frá rann- sókn sinni í grein sem birtist í tímaritinu Journal of Consumer Research. „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að einstaklingar virðast viljugri að ljúga að einhverjum sem þeir þekkja,“ segja höfundar greinarinnar. „Og það sem verra er, ástæður þess að þeir ljúga eru í eðli sínu sjálfhverfar - þeir hafa áhyggjur af því að vernda sjálfs- mynd sína og sjálfsvirðingu.“ Áður hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á lygum, en þær hafa einkum beinst að því að greina ólíkar tegundir af lygum, en síður að því hvað ýtir undir það að fólk ljúgi. - gb VALKOSTSIR NEYTANDANS Samkvæmt nýrri kanadískri rannsókn segir fólk ósatt um verð til þess að vernda sjálfsmynd sína og sjálfsvirðingu. NORDIC PHOTOS/GETTY Athyglisverðar niðurstöður í nýrri kanadískri neyslurannsókn: Fólk lýgur mest að vinafólki LÍFEYRISSJÓÐIR Fjárfestingarheim- ildir lífeyrissjóða hafa verið rýmk- aðar eftir að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um lífeyris- sjóði. Er lífeyrissjóðum nú heimilt að auka vægi hlutabréfa úr fimm- tíu prósentum í sextíu prósent af eignasafni sínu, sem eykur svig- rúm þeirra til hlutabréfakaupa á innlendum markaði. Einnig er þeim heimilt að veita fasteignalán allt að 75 prósent af markaðsvirði eignar í stað 65 pró- senta áður. Landssamtök lífeyris- sjóða hafa bent á að þessi sjóðfélagalán hafi reynst góður fjárfestingarkostur fyrir lífeyris- sjóði vegna lítils útlánataps og góðrar áhættudreifingar. Þriðja breytingin sem varð á löggjöfinni er sú að í stað þess að miða við síðasta ársuppgjör er líf- eyrissjóðum nú heimilt að meta hreina eign samkvæmt síðasta uppgjöri innan ársins, sem endur- skoðandi hefur kannað eða endur- skoðað. - eþa Heimildir til fjárfestinga í hlutabréfum rýmkaðar: Heimilt að veita 75 prósenta íbúðalán FRÁ MIÐBÆNUM Fólk getur nú fengið 75 prósenta fasteignalán. HÆSTIRÉTTUR Verktakar við Smára- bíó fá greitt fyrir aukaverk sem þeir unnu við byggingu þess, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Nemur upphæðin rúmum fimmtán milljónum auk vaxta. Forsvarsmenn Smáralindar og ÁHÁ bygginga gerðu með sér samkomulag í maí 2001 um verk- efni við innréttingar Smárabíós. Síðar var samið um að ÁHÁ bygg- ingar tækju að sér aðra nánar til- greinda verkþætti. Fyrir verkinu skrifaði ÁHA reikninga sem fengust ekki greiddir þar sem verkkaupinn lagði fram gagn- kröfu vegna galla og ólokinna verka. - gag Verktakar Smárabíós: Fá 15 milljóna aukaverk greitt FUGLAFLENSA Út eru komnar leið- beiningar til starfsmanna á ali- fuglabúum og þeirra sem sjá um förgun fugla og annarra dýra sem sýkt eru af skæðri fuglaflensu. Sóttvarnarlæknir, Landbúnaðar- stofnun, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið standa að útgáf- unni. Í leiðbeiningunum er farið yfir smitleiðir fuglaflensu, einkenni, áhættu þeirra sem vinna með sýkta fugla og athafnir sem auka líkur á sýkingu. Þá eru birtar regl- ur um smitgát, aflífun, frágang, flutning og förgun svo og hreins- un og sótthreinsun áhalda og vinnusvæðis. Nálgast má leiðbein- ingarnar á www.landbunadar- stofnun.is. - jss Landbúnaðarstofnun gefur leiðbeiningar: Varnir við fuglaflensu VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir krónprinsessa Noregs? 2 Hvar verður fundur norrænna utanríkisráðherra haldinn? 3 Hvað heitir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.