Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 18
 18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason. RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Takið frá dagana 21.-23. apríl fyrir stórviðburð í Laugardalshöll Sumar 2006Laugardalshöll 21.-23. apríl 2006 Glæsileg sumarsýning Regína Ósk syngur kl. 13:00 á opnun sýningarinnar föstudaginn 21. apríl. Silvía Nótt kemur fram ásamt fylgdarliði kl. 15:00 laugardaginn 22. apríl. Snorri Snorrason Idol-stjarna skemmtir kl. 15:00 sunnudaginn 23. apríl. Á undanförnum vikum hefur borist hingað til lands hver skýrsl-an af annarri frá erlendum fjármálafyrirtækjum sem hafa verið að fjalla um efnahagslífið og stöðu stóru bankanna þriggja. Skýrslur þessar hafa ekki allar verið eins, en grunntónninn hefur verið hinn sami - að vara við hinni miklu þenslu sem hér hefur verið og stöðu bankanna. Sumir ypptu öxlum þegar fyrstu viðvörunar- ljósin kviknuðu fyrr á árinu, en það er ljóst að við þurfum að hafa var- ann á í efnahagsmálum okkar. Flest bendir til þess að efnahagsveislunni sem við höfum verið í sé að ljúka – að minnsta kosti í bili, þetta sé tímabil sem gangi yfir, en það er hins vegar ekki þannig að allt sé að fara til fjandans hér í þessum málum. Öðru nær. Hér er margt í gangi og margt sem hefur áunnist. Skuldir ríkisins hafa til að mynda lækkað umtalsvert í góðærinu á undanförnum árum og er það vel. Erlendu skýrslurnar leiða hins vegar athygli að því hvort innlendar eftirlitsstofnanir séu nógu sterkar og í stakk búnar til að hafa eftirlit með fjármálastofnunum hér í þeirri miklu uppsveiflu sem verið hefur á fjármálamarkaðnum. Það er út af fyrir sig ágætt að erlendar fjár- málastofnanir veiti okkur meiri athygli en áður, en það er slæmt ef frá þeim koma stöðugt neikvæðar umsagnir, sem einar og sér geta grafið undan efnahagslífinu hér. Talað hefur verið um umtalsáhættu í þessum efnum og við þurfum að vera undir slíka áhættu búin eins og annað á fjármálamarkaðnum. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að verðbólgan er á upp- leið, þrátt fyrir sífelldar vaxtahækkanir Seðlabankans. Ekki er reynd- ar víst að áhrifa þeirra sé farið að gæta að fullu og þær einar dugi til að þjóðarskútan fari ekki að hallast á annað borðið. Í þeim efnahags- lega uppgangi sem verið hefur hér undanfarin ár eru menn fljótir að gleyma áföllum liðinna ára. Að þessu sinni ættum við að vera mun betur undir það búin að mæta andstreymi í efnahagslífinu, en þá verða líka allir að vera samtaka um að hamla á móti þenslunni. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum misserum staðið á hliðarlínunni varðandi beina stjórn efnahagsmála, eða ekki verið með fingurna eins í þeim og oft áður fyrr. Nú er það líka markaðurinn sem á að ráða, framboð og eftirspurn eftir gjaldeyri ræður genginu, en ekki Seðlabanki eða stjórnvöld. Ef markaðurinn á að ráða á hann líka að fá að gera það í friði, en það leggur líka mikla ábyrgð á herðar honum. Bankarnir bera hér mikla ábyrgð og þeir sem ráða þar ferðinni mega ekki eingöngu einblína á gróðasjónarmið og stundarhagnað, heldur verða þeir að hafa margt annað í huga. Það eru auðvitað þeir sem hafa hlaðið dýn- amítinu í húsnæðissprengjuna á höfuðborgarsvæðinu, og það er bara vonandi að hún springi ekki framan í andlitið á þeim. Þenslan á hús- næðismarkaðnum á suðvesturhorninu hefur verið ótrúleg og framtíð- aráætlanir í þeim efnum ganga tæplega upp. Það hlýtur að vera komið að því að eftirspurn eftir nýju húsnæði minnki, því ekki fjölgar íbúum á þéttbýlissvæðunum endalaust. Hækkanir lána Íbúðalánasjóðs sem taka eiga gildi í dag hafa sætt gagnrýni frá því tilkynnt var um þær. Tilkynningin kemur kannski á óheppilegum tíma, í sömu viku og ljóst var að neysluverðsvísitalan væri á miklu flugi, en á móti kemur að ef Íbúðalanasjóður á að geta staðið í stykkinu varðandi lán til þeirra sem búa utan þenslusvæðisins þurfti hann að hækka lánsfjárhæðir sínar. Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir því að þurfa að grípa í taumana varðandi efnahagsmálin. Um hugsanlegar aðgerðir þarf líka að nást sátt meðal forystumanna launþega og atvinnulifsins. Helst þyrfti stjórnarandstaðan líka að vera með í ráðum, en þegar aðeins rúmar fimm vikur eru í sveitarstjórnarkosningar og hið pólitíska and- rúmsloft mjög eldfimt er hæpið að slík samstaða náist. Ríkisstjórnin getur þá einhliða gripið til gamalkunnra úrræða og skorið niður fjár- veitingar til samgönguframkvæmda, því varla hverfur hún frá áform- um sínum um skattalækkanir. Það er líka ástæða til að höfða til hvers og eins einstaklings í þessum efnum eins og margoft hefur verið gert við svipaðar aðstæður, en það er að draga úr einkaneyslunni og leggja þess í stað áherslu á að greiða niður skuldir, því vaxtabyrðin hlýtur að fara að segja til sín hjá einstaklingum. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Blikur á lofti í efnahagsmálum: Veislan er búin - í bili Sumardagurinn fyrsti er á fimmtu- daginn og því trúlega óhætt að óska landsmönnum gleðilegs sum- ars. Óvíða á byggðu bóli er jafn rík ástæða til að fagna sumri og hér á voru ísa kalda landi, jafnvel þótt bæði ís og kuldi hafi hopað á síðustu árum. Við flöggum á þess- um merkisdegi, förum í sparifötin og gefum sumargjafir en þær eru mun eldri siður á Íslandi en t.d. jólagjafir. Þannig greina heimildir frá sumargjöfum allt frá 16. öld. Vonandi gleymist engum hverju við erum að fagna á sumardaginn fyrsta. Garðvinna og ræktun fylgir vori og sumri og nú eru grænir fingur löngu farnir að iða ef ekki þegar farnir að bjástra. Íslend- ingar eru að rækta skóg um allt land. Og með mildara tíðarfari undanfarinna ára hefur skógur tekið vaxtarkipp, hvort sem um er að ræða tré í húsagörðum eða stærri skóga. Bændur og aðrir landsmenn hafa plantað milljón- um trjáplantna á undanförnum árum og skógurinn er að breyta ásýnd landsins, dýralífi og veður- fari. Áhrifin eru ótrúlega víð- feðm. Skordýralíf breytist og þar með fuglalíf. Gróðurfar á skógar- botnum er allt öðru vísi en gróð- urfar í opnum móum. Það er skjól í skóginum, hitastig er hærra og ítrekað hefur verið sýnt fram á að skógur er til hagsbóta fyrir mann- líf með fjölbreyttum hætti. Ein- staklingar, félög, fyrirtæki og sveitarfélög planta á hverju vori og ekki veitir af. Talið er að um 30% landsins hafi verið þakin skógi við landnám. Nú telst innan við 1,5% landsins þakið skógi eða kjarri svo við eigum enn langt í land. Það dregur vonandi ekki úr vilja og áhuga íslenskra skóg- ræktarmanna að vita að með hverri trjáplöntu leggjum við okkar af mörkum til kolefnisbind- ingar. Með skógrækt og land- græðslu erum við að binda um 300.000 tonn á ári og er ekki van- þörf á í vaxandi verksmiðjusam- félagi þjóðar sem fer þar að auki allra sinna ferða á einkabílum. Skógrækt á Íslandi er mjög fjölbreytt og það er löngu liðin tíð að menn planti einsleitum skógi í beinar línur. Nú er skógurinn blanda af ýmsum trjátegundum; lauftrjám og grenitrjám, sígræn- um og öðrum, hávöxnum og lág- vöxnum. Blandaður skógur er fallegri á að líta en einsleitur, hann er fjölbreyttari, haustlitir og grænt laufskrúð koma á mis- jöfnum tímum og skógurinn verð- ur áhugaverðari og skemmtilegri til dvalar og notkunar af ýmsu tagi og laðar til sín fjölbreyttari fylgifiska, þ.e. annan gróður og fugla. Og grænn litur sígrænna trjáa er hollur fyrir gráleitan mannshugann yfir gráleitan vetr- artímann. Þannig er fjölbreytni mikilvæg af ýmsum ástæðum. Það er eitthvað heillandi við að setja niður litla trjáplöntu, kannski á stærð við fingur, og sjá hana vaxa langt yfir höfuð skóg- ræktarmannsins. Flestir njóta slíks verkefnis þótt vissulega sé árangur ekki eins skjótfenginn og nútíminn krefst almennt. Kannski er skógrækt einmitt þess vegna mikilvægt mótvægi við hraða nútímans, vegna þess að það þarf bíða rólegur eftir árangrinum. Við getum ekki togað tréð upp úr moldinni til að þau stækki hraðar, við verðum bara að bíða þolin- móð, sinna þeim, reita frá þeim sinu og gefa þeim áburð á meðan þau vaxa úr grasi, í nokkur ár. Þetta er krefst þolinmæði en er gríðarlega árangursríkt, ekki síst frá sjónarmiði þeirra sem vilja vernda náttúru og draga úr meng- un. Við, sem förum allra okkar ferða akandi, getum bætt fyrir mengun ævilangrar bílanotkunar með því að planta trjám í 1-2 hekt- ara lands. Margir planta í mun stærri svæði og leggja þannig sitt af mörkum gegn verksmiðjum, skip- um og flugvélum og mengun þeirra sem hafa ekki aðgang að skógræktarsvæðum. Reyndar geta flestir plantað trjám því skóg- ræktarfélög víða um land úthluta reitum til almennings og þannig getum við eignast okkar eigin skógarreiti, gengið um þá eftir nokkur ár og dáðst að árangrinum, hlustað á fuglasönginn og fundið skógarilminn. Slíkt verkefni vinn- ur ekki aðeins gegn mengun af völdum bifreiða og verksmiðja heldur einnig gegn mengun hug- ans af streitu og óróleika. Það er nefnilega róandi og heilandi að fylgjast með trjánum vaxa. Þau eru ekki að flýta sér en ná þó ótrú- legum árangri og miklu meiri árangri en við mannfólkið. Græðum landið grænum skógi Í DAG SKÓGRÆKT INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Slíkt verkefni vinnur ekki aðeins gegn mengun af völdum bifreiða og verksmiðja heldur einnig gegn mengun hugans af streitu og óróleika. Er þetta hægt? Aðeins bensínið á heimilisbílinn kostar á verðlagi dagsins að minnsta kosti 200 þúsund krónur á ári. Er þá ótalinn kostnaður vegna viðhalds. Matarinnkaup nema 400 þúsund krónum á ári fyrir tveggja til þriggja manna fjölskyldu. Rafmagn, hiti, sími og aðgangur að fjölmiðlum getur hæglega kostað þessa fjölskyldu um 200 þúsund krónur á ári. Þessi litla fjölskylda greiðir 450 þúsund krónur árlega í húsaleigu eða afborganir, verðbætur og vexti af eigin íbúð. - Takist illa að ná endum saman er líklegt að þessi litla fjölskylda sitji uppi með yfirdrátt í bankanum sem hæglega getur kostað 100 þúsund krónur á ári ofan á skuldina. Sam- tals nema árleg útgjöld í þessum fáu liðum 1.350 þúsund krónum. Lifibrauð og ráðleggingar Ráðstöfunartekjur margra sem minnt hafa á fátæktarkjör sín að undanförnu hrökkva tæplega fyrir áðurgreindum útgjöldum. Fólk með 112 þúsund krón- ur til ráðstöfunar á mánuði spyr hvort til séu peningar aflögu til að ferma barn, kaupa jólagjafir, fara í ferðalag eða í leikhús. Hvað með venjuleg fatainn- kaup? Senda skólabarnið í tónlist- arnám? Verður hægt að endurnýja tölvuræfilinn fyrir börnin? Afreksfólk þessa lands er það sem í senn tekst að komast af í fátæktargildrunni og hlusta um leið á ráðleggingar ráðamanna sem tala um fólk sem reisir sér hurðarás um öxl. Veikindaskattur Fjármálaráherra upplýsti á dögunum að nærri ellefu þúsund einstaklingar hefðu árið 2004 greitt liðlega 260 milljónir króna í tekjuskatt af framlögum úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaganna. Við þetta gerði Árni Heimir Jónsson menntaskólakennari athugasemdir eftir að hafa verið rukkaður um skatt af sjúkrastyrk sem hann hafði sótt um og fengið hjá stéttarfélagi í baráttu sinni við lífshættulegt krabbamein. Þótt liðinn sé frestur til þess að leggja fram lagafrumvörp og fá þau tekin til meðferðar á yfirstandandi þingi er nú engu að síður komið fram frumvarp frá Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmönnum sem telja skattinn óréttlátan og vilja afnema hann hið snarasta. johannh@frettabladid.is Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.