Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 37

Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 37
LAUGARDAGUR 6. maí 2006 5 Raftar, vélhjólafélag Borgarfjarð- ar, stendur fyrir mikilli vélhjóla- sýningu í Íþróttahúsinu í Borgar- nesi í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Raftar halda sýningu af þessu tagi og til sýnis verða um 70 hjól. Auk þess er von á 150 hjólum öðrum sem verður lagt til sýnis fyrir utan húsið. Sýningar Rafta hafa verið feiki- vinælar og laðað að á milli tvö og þrjúþúsund gesti. Á sýningunni eru allar gerðir vélhjóla og má þar finna torfæruhjól, „hippa“, „krús- era“ og keppnishjól. Einnig verða á svæðinu fjórhjól og mótorhjól með hliðarvagni. Sýningin stendur frá kl. 13 til 17 í dag og aðgangur er ókeypis. Vélhjól í Borgarnesi Frítt er inn á Vélhjólasýningu Rafta í dag. Á vélhjólasýningu Rafta er að finna allar gerðir af mótorhjólum. Fyrir skemmstu var opnaður nýr Porsche- vefur á slóðinni www.porsche.is. Í fréttatilkyningu kemur fram að mikið hafi vantað upp á upplýsingar um Porsche- bifreiðar hérlendis en nú hafi verið bætt úr því. Stefnt er að því að bjóða upp á nýtt og ferskt efni en það er starfsfólk Bílabúðar Benna sem heldur vefnum úti. Nýr Porsche-vefur NÝTT OG FERSKT EFNI Í BLAND VIÐ ELDRI UPPLÝSINGAR. Sérsmíðaður fyrir Brimborg og verður til sýnis næstu mánuði. Ford GT, ein mesta goðsögn bíla- sögunnar, kemur til Brimborgar í þessum mánuði. Ford Motor Company hefur tryggt Brimborg eintak af þessum magnaða bíl og verður hann til sýnis hjá Brim- borg við Bíldshöfða næstu mán- uði. Bíllinn gæti ekki verið nýrri. Hann var framleiddur nú í apríl og sérsmíðaður fyrir Brimborg. Þetta ótrúlega eintak kostar yfir tuttugu milljónir króna, enda er ekkert til sparað. Brimborg sér- pantaði bílinn með öllum þeim aukabúnaði sem fáanlegur er. Ford GT er 550 hestöfl, bein- skiptur 6 gíra og tekur það hann aðeins 3,6 sekúndur að ná 100 km hraða. Ford GT er magnað dæmi um þá djörfung sem Ford hefur lagt í gerð sportbíla í gegnum tíðina og ljóst að þetta eintak mun auðga íslenskan sportbílamark- að. Jafnframt er þetta hvalreki fyrir íslenska bílaáhugamenn, sem geta á næstu mánuðum virt fyrir sér hluta af bílasögunni í sýningarsal Brimborgar við Bíldshöfða. Ford GT á leið til Brimborgar Fallegur og rennilegur. Ford GT er væntan- legur til Brimborgar í þessum mánuði. Ökumenn sem eru ósofnir og dauð- þreyttir undir stýri eru jafn hættu- legir eða jafnvel hættulegri sjálfum sér ög öðrum í umferðinni en ölvað- ir ökumenn. Rannsókn sem vísinda- maður við Háskólann í Umeå í Svíþjóð hefur gert bendir til þessa. Vísindamaðurinn rannsakaði áhrif ýmissa þátta á vinnu og afkastagetu fólks. Hann segir við Aftonbladet í Svíþjóð að ökumenn sem aki þjáðir af þreytu og svefn- leysi séu stórhættulegir. Hann bendir því til staðfestingar á að evr- ópskar slysarannsóknir sýni að þreyta og svefnleysi ökumanna séu stór þáttur í fimmta hverju umferð- arslysi. Hans eigin rannsókn sýni að þreyttir og svefnvana ökumenn getir verið háskalegri í umferðinni en ölvaðir ökumenn. Viðbrögð öku- manns sem sé illa sofinn eða ósof- inn séu sambærileg viðbrögðum manns með 0,8 prómill áfengis í blóðinu. (Af www.fib.is) Þreyta er hættuleg Svefnleysi er jafnvel verra í umferðinni en ölvun. Eftir einn ei aki neinn. Nema um sé að ræða góðan lúr. LJÓSMYND/GETTY IMAGES nýtt }

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.