Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 6. maí 2006 5 Raftar, vélhjólafélag Borgarfjarð- ar, stendur fyrir mikilli vélhjóla- sýningu í Íþróttahúsinu í Borgar- nesi í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Raftar halda sýningu af þessu tagi og til sýnis verða um 70 hjól. Auk þess er von á 150 hjólum öðrum sem verður lagt til sýnis fyrir utan húsið. Sýningar Rafta hafa verið feiki- vinælar og laðað að á milli tvö og þrjúþúsund gesti. Á sýningunni eru allar gerðir vélhjóla og má þar finna torfæruhjól, „hippa“, „krús- era“ og keppnishjól. Einnig verða á svæðinu fjórhjól og mótorhjól með hliðarvagni. Sýningin stendur frá kl. 13 til 17 í dag og aðgangur er ókeypis. Vélhjól í Borgarnesi Frítt er inn á Vélhjólasýningu Rafta í dag. Á vélhjólasýningu Rafta er að finna allar gerðir af mótorhjólum. Fyrir skemmstu var opnaður nýr Porsche- vefur á slóðinni www.porsche.is. Í fréttatilkyningu kemur fram að mikið hafi vantað upp á upplýsingar um Porsche- bifreiðar hérlendis en nú hafi verið bætt úr því. Stefnt er að því að bjóða upp á nýtt og ferskt efni en það er starfsfólk Bílabúðar Benna sem heldur vefnum úti. Nýr Porsche-vefur NÝTT OG FERSKT EFNI Í BLAND VIÐ ELDRI UPPLÝSINGAR. Sérsmíðaður fyrir Brimborg og verður til sýnis næstu mánuði. Ford GT, ein mesta goðsögn bíla- sögunnar, kemur til Brimborgar í þessum mánuði. Ford Motor Company hefur tryggt Brimborg eintak af þessum magnaða bíl og verður hann til sýnis hjá Brim- borg við Bíldshöfða næstu mán- uði. Bíllinn gæti ekki verið nýrri. Hann var framleiddur nú í apríl og sérsmíðaður fyrir Brimborg. Þetta ótrúlega eintak kostar yfir tuttugu milljónir króna, enda er ekkert til sparað. Brimborg sér- pantaði bílinn með öllum þeim aukabúnaði sem fáanlegur er. Ford GT er 550 hestöfl, bein- skiptur 6 gíra og tekur það hann aðeins 3,6 sekúndur að ná 100 km hraða. Ford GT er magnað dæmi um þá djörfung sem Ford hefur lagt í gerð sportbíla í gegnum tíðina og ljóst að þetta eintak mun auðga íslenskan sportbílamark- að. Jafnframt er þetta hvalreki fyrir íslenska bílaáhugamenn, sem geta á næstu mánuðum virt fyrir sér hluta af bílasögunni í sýningarsal Brimborgar við Bíldshöfða. Ford GT á leið til Brimborgar Fallegur og rennilegur. Ford GT er væntan- legur til Brimborgar í þessum mánuði. Ökumenn sem eru ósofnir og dauð- þreyttir undir stýri eru jafn hættu- legir eða jafnvel hættulegri sjálfum sér ög öðrum í umferðinni en ölvað- ir ökumenn. Rannsókn sem vísinda- maður við Háskólann í Umeå í Svíþjóð hefur gert bendir til þessa. Vísindamaðurinn rannsakaði áhrif ýmissa þátta á vinnu og afkastagetu fólks. Hann segir við Aftonbladet í Svíþjóð að ökumenn sem aki þjáðir af þreytu og svefn- leysi séu stórhættulegir. Hann bendir því til staðfestingar á að evr- ópskar slysarannsóknir sýni að þreyta og svefnleysi ökumanna séu stór þáttur í fimmta hverju umferð- arslysi. Hans eigin rannsókn sýni að þreyttir og svefnvana ökumenn getir verið háskalegri í umferðinni en ölvaðir ökumenn. Viðbrögð öku- manns sem sé illa sofinn eða ósof- inn séu sambærileg viðbrögðum manns með 0,8 prómill áfengis í blóðinu. (Af www.fib.is) Þreyta er hættuleg Svefnleysi er jafnvel verra í umferðinni en ölvun. Eftir einn ei aki neinn. Nema um sé að ræða góðan lúr. LJÓSMYND/GETTY IMAGES nýtt }
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.