Tíminn - 10.07.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.07.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 10. júll 1977 5 , gengur / * 99 a ný leiðbeiningar handa þeim og einnig bréf, sem sjúklingarnir fá fyrir fyrstu heimsókn. Krafizt er þagnarheits Brjóst kvenna eru ef til vill sá likamshluti, sem oftast er nefndur þegar konunni er lýst, ekki sizt sem kyntákn. Þaö er auðskilið að konu finnst hún hafa misst mikilvægan hluta kvenleika sins þegar annað brjtístið eða bæði eru numin burt. Og þetta bætist við það áfall að fá að vita að hún er meö krabbamein. Viðbrögð okkar við skuröað- gerðinni eru ólik. Við sem höfum komizt yfir likamleg og andleg áföll, sem sjúkdómnum fylgja, viljum nota þá reynslu sem við höfum hlotiö, og okkur sjálfar, sem dæmi um að lifið gengur sinn eðlilega gang — þegar nokkur timi er liðinn og við höfum öðl- azt nokkurn skilning á þvi, sem átt hefur sér stað. Þvi miður eru sorglegar sjúk- dómssögur um fólk með krabbamein vinsælt umræðu- efni. Alltof sjaldan er rætt um alla þá mörg þúsund krabbameins- sjúklinga, sem hlotið hafa bata. Okkur finnst mikilvægt að þessi hópur komi fram á sjónarsviðið. Þá mun án efa draga úr hræösl- unni við orðið krabbi. Alltof margar konur láta vegna hræðslu hjá liða að leita strax læknis þegar þær finna hnút i brjtísti. Aukin hreinskilni um þessi mál meðal almennings yrði til þess að krabbamein i brjósti finndist fyrr hjá mörgum konum og batahorfur þeirra ykjust. Oftast fá konur brjóstkrabba á aldri, sem þeim er einnig erfiður af öðrum ástæðum. Kon- an er aö komast úr barneign, börnin eru að fara að heiman, henni finnst litil þörf fyrir sig og nýjabrumið er farið af kynlífinu o.s.frv. Ég hef heyrt margar ljótar sögur um hvað brjóstkrabba- sjúklingar hafa reynt. Nokkur dæmi. Eiginmaðurinn segir: „Þú ert ekki kona lengur”, „Þú mátt ekki segja neinum að þú hafir verið skorin upp viö krabbameini og alls ekki segja að það hafi verið tekiö af þér brjóst.” Trúlofanir, sem hefur verið slitið. Og svo framvegis. Nærtækt er að halda, að sam- band þessara kvenna og maka þeirra hafi ekki verið gott fyrir, en það er litil huggun. Sögur af þessu tagi geta oröið til þess að hræða konur, sem hafa fundið eitthvað óeðiilegt f brjósti og fengið þær til að draga um of á langinn að leita læknis. Æskilegt er að losna við allan þennan örlagarika ogtínauðsyn- lega feluleik i sambandi við krabbamein. Maöur heyrir sagt: „Ég var ekki með krabba — þetta var aðeins illkynja æxli, en brjóstið var tekið f öryggis- skyni”. Hvort þær, sem þetta segja, eru aö stinga höfðinu i sandinn, eða þær vilja ekki láta á þvf bera aö þær hafi eða hafi haft þennan skelfilega sjúkdóm krabbamein, skal látið ósagt, — en þörf er á aukinni fræðslu og leiösögn, og við viljum hjálpa til við að veita hana. Sjúklingar verða oft fyrir þvi, að aðstandendur og vinir eiga erfitt með aö koma eðlilega fram þegar þeir koma i sjúkra- vitjun. Þeir eru hræddir við að nefna sjúkdóminn réttu nafni, ogkonunnifinnstoftað þeir telji hana að dauða komna, burtséð frá þvi hvort batahorfur f henn- arsérstaka tilfellieru góðar eða slæmar. Margar konur kviða fyrir þvi að fara heim af sjúkrahúsinu. Þær eru hræddar við að hitta nágranna og kunningja, vita að horft verður á þær og komið fram við þær á sérstakan hátt. Það er eins og fólk leiti eftir dauðaeinkennum þegar það tal- ar við fyrrverandi krabba- meinssjúkling. Ósjaldan er sagt við mann: „En hvað þú litur vel út” — og „já miðað við aðstæð- ur” er svo oft bætt við. Við viljum hvetja sjúklinginn til að tala hreinskilnislega um að hún hafi fengiö brjósta- krabba. Það er engin skömm að fá krabba og hann er ekki smit- andi eins og berklarnir voru fyr- ir nokkrum áratugum. Með hreinskilni getum við kannski stuðlað að þvi að draga úr hræðslunni við krabbamein — og einnig gert samtöl og um- gengni við aöstandendur og kunningja auðveldari. Satt að segja verður sjúklingurinn að eiga frumkvæðið. Þvi miður er það stundum konunni sjálfri að kenna aö hún einangrast og verður svo oft taugaveikluð og bitur. Aðstand- endur og vinir eru kannski reiðubúnir til að hjálpa. Þeir eru oft eins hræddir og sjúklingurinn sjálfur, en reisi konan múr i kringum sig verður þetta vonlaust fyrir báða aðila. Við leggjum til að konur þiggi hjálphvarsemhanaerað finna. Við ætlum að vera reiðubúnar til að tala við konuna meðan hún býður eftir aö fara á sjúkrahús- ið til uppskuröar. Mörgum kon- um finnst sú bið ásamt óviss- unni versti timinn, en við meg- um ekki gleyma að taka fram að 4/5 af hnútum i brjóstum eru góðkynjaðir og oft þarf vefja- greiningu til að ganga úr skugga um það. Við ætlum að heimsækja sjúklinginn á sjúkrahúsið eftir aðgerðina. Konunum finnst við skilja hvernig þeim liður þegar brjóst- ið er fariö, þegar viö segjum þeim að viö höfum sjálfar geng- ið i gegnum það sama og þær. Samkvæmt þessu vonumst við til að þeim finnist auðvelt að tala við okkur. Það er svo margt sem þær veigra sér við að ræöa við lækna og hjúkrunarfólk. Þær vita hve allir eru önnum kafnir — oft vegna skorts á starfsfólki og vilja ekki verða til að fþyngja þvf. Við skiljum að þaö er alveg eðlilegt og þar á ofan hollt að sleppa séreinhvern tima — gefa tilfinningum sinum lausan tauminn. Það er engin skömm að gráta eða æsa sig upp. Viö gerðum það líka, en við getum huggað með þvi aö þetta liður hjá, og þegar nokkuð er um liðið gengurlifið sinn vanagang á ný. Oft stendur konan sig vel öryggi sjúkrahússins, hún setur metnaö sinn i að vera „góður — þægur sjúklingur”, en fær svo bakslag eftir að heim er komið. Við vónumst til að konurnar leiti til okkar. Við gefum þeim spjald með sér heim af sjúkra- húsinu, með nafni okkar heimilisfangi og simanúmeri. Við erum einnig reiðubúnar að tala við makana — aöstandend- ur. Þeir eru eins og áður var nefnt — oft alveg eins hræddir og konurnar sjálfar. Það er oft hjálp fyrir þá að tala við ein- hvern, sem hefur gengiö i gegn- um þetta —aðfá að sjá og heyra að við lifum eðlilegu lifi. Margir halda meira að segja að kynlif sé úr sögunni eftir að annað eða bæði brjóstin hafa verið tekin. Það er þörf á meiri almennri fræðslu. Við hvetjum konurnar til að tala við lækninn, gjarnan ásamtmaka, um þessi mál áður en þær fara heim af sjúkrahús- Framhald á bls. 26 Afsalsbréf innfærð 31/5-3/6 1977: BÆNDUR Valur Einarsson selur Ingvari Guðbjartssynihl. iHraunbæ 12 A. Byggingafél. alþýðu selur Guð- finnu Helgadóttur hl. i Hofs- vallag. 20. Sigurður Guðmundsson selur Birni Björnssyni hl. í Flúðaseli 67. Arnbjörn Óskarsson selur Steindóri Pálssyni hl. i Ljósheim- um 22. Valdimar Björnsson o.fl. selja Þorfinni Egilss. hl. i Espigerði 4. Elin Sigurbergsd. selur Ingiriði Leifsd. hl. i Laugarnesvegi 108. Lóa Konráðsd. selur Ingibjörgu Jóhannsd. hl. i Hverfisg. 68A. Grétar Sivertsen selur Torfa Sigurðssyni hl. i Grensásvegi 52. Byggingafélag alþýðu selur Db. Gisla Gislasyni hl. i Asvallag. 55. Hólmfri'ður Jakobsd. selur Guðrúnu Kerúlf hl. i Laugarnes- vegi 94. Skúli J. Sigurðsson selur Her- manni Danielssyni hl. i Barma- hliö 44. Svanur Magnússon selur Þórarni Sæmundss. hl. i Snorra- braut 34. Jón Hannibalsson selur Hjalta Þorsteinss. hl. i Sæviðarsundi 31. Jarþrúður Einarsd. selur Hall berg Siggeirss. og Jórunni Jónsd. hl. i Mariubakka 4. óli Páll Kristjánss. og Geir Kristjánss. og Rebekka Pálsd. selja Hallgrimi Sveinss. og Björgu Sveinsd. hl. i Mjóuhlið 8. Þorbjörn Árnason selur Grétu S. Guðjónsd. hl. i Reynimel 90. Björn Kristófersson selur Þór- arni Ragnarss. húseignina Yzta- sel 24. Þuriður Guðjónsd. selur Kristinu Sveinbjörnsd. hl. i Ránargötu 14. Sigbergur Friðriksson selur Guðnýju Bogadóttur hl. i Hraun- bæ 108. AAjög ódýr og góð 12v Dróttarspil 1. Kraftmikil og örugg. 2. Henta vel til að draga galta upp á vagna og i hlöður. 3. Létt að tengja við bila og dráttarvélar. 4. Halda hlassi þegar stöðvað er. 5. Eru fjarstýrð. Baldursson h/f Klapparstig 37, simi 26516-26453. Auglýsi<f iTimanum VARAHLUTIR í jeppona eru nú sífellt að berast EINNIG FÁST BLÆJUR Á JEPPA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.