Tíminn - 10.07.1977, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.07.1977, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 10. júli 1977 menn og málefni Aðstaða kirkjunnar A Prestastefnu sem haldin var nýlega aö Eiöum uröu aö vanda miklar umræöur um málefni kirkju og kristni i landinu. Mesta athygli hefur álit svo nefndrar Starfsháttanefndar vakiö, en i þvi er fjallaö um flest svið hins kirkjulega starfs. Enn fremur vöktu umm,æli biskups athygli, þau er hann haföi viö um frum- varp til laga um veitingu presta- kalla sem er til afgreiöslu Alþing- is. Þjóökirkjan er ein þeirra stofnana sem ekki eru daglega i fréttum vegna þess aö nýnæmi sé aö atburðum eöa umræöum á vettvangi þeirra. Það er hinsvegar full ástæöa til þess aö vekja athygli á þvi er sérstaklega tilkvödd nefnd leggur fram ýtar- legt og merkilegt álit um skipulag og starfsháttu kirkjunnar. Islenzka kirkjan er næstelzta stofnun islenzks samfélags. Aöeins Alþingi er eldra. Engu siður en Alþingi er hún samofin islenzkri sögu og islenzkri menn- ingu aö fornu og nýju. I árdaga sögu sinnar átti hún verulegan þátt i þvi aö móta hér skipulegt þjóðfélag úr þeim héraðasam- félögum sem upphaflega mynduöu þjóöveldi Islendinga á miööldum. Og þáttur kristinnar miöaldamenntar veröur bezt skýröur meö þvi aö minna á aö letur, lestrar- og skriftarkunnátta og bókmennt bárust meö kristnum lærdómi hingaö noröur. Sagan A daga kirkjunnar á íslandi hefur margt drifið svo sem vænta má. Alla tiö hefur kirkjan átt ein örlög meö þjóðinni. t upphafi var hér útbreidd irsk kristni, en skipuleg kirkjuleg starfsemi hefst um allt land meö því aö tslendingar taka upp kirkju- skipan aö hætti evrópskra megin landsþjóöa, aö einhverju leyti aö undirlagi Noregskonungs. Kirkjan á 11. öld var viöast um lönd nokkurs konar „þjóökirkja” með veiku miðstjórnarvaldi 1 Rómarborg en háö höföingjum landsins. A 12. og þó einkum 13. öld breyttist þetta mjög á Islandi sem viöar og tók kirkjan þá á sig mót Rómarkirkjunnar undir ægishjálmipáfa. Siðbótin barst til tslands á 16. öld, en var knúin fram af eigingjörnu konungsvaldi hér eins og annars staöar, og fór konungur nú fram af minni stillingu en Noregskonungur haföi gert tæpum sex hundruöum ára áöur. Viö siöbótina er hér komiö á rikiskirkjuskipan og lútherskum siö, og hélzt svo fram á siðustu öld. A siöustu tveimur öldum hefur það gerzt að kirkjan hefur sem heild horfið frá rétt trúnaöi og tekið upp mjög mikið umburöarlyndi um kenningar presta, en á hinn bóginn hefur veriö unnið að þvi stööugt á löngum tima að uppræta allt það sém heitiö gæti kirkjuvald eöa takmörkun á valfrelsi ein- staklinganna innan kirkjunnar. Þetta örstutta ágrip af sögu kirkjunnar sýnir aö hún er ein og sama stofnun um aldir en hefur átt hlut aö þjóöarsögu og deilt kjörum með almenningi i land- inu. Þannig var kirkjan auöug fram eftir miðöldum,.en missti siöan auö sinn i hendur konungi þegar hann lagði eignír hennar undirsig. Þær jarðir sem kirkjan eru auðvitað mjög breyttar og hún hefur átt örðugt með aö fylgja þeim breytingum sem oröið hafa i byggö landsins svo sem vænta má, enda heföi þaö; kostaö ófafé á mælikvaröa henn- ar aö reisa kirkjur og önnur mannvirki svo sem þurft heföi I þéttbýlinu meö þeim hraöa sem veriö hefur á byggöaröskuninni I landinu. Hiö alvarlegasta I að- stööu kirkjunnar á okkar dögum er hins vegar ef til vill þaö aö viö- skilnaöur hefur oröiö meö kirkj- unni og menningarlifi og listsköp- un I landinu. Hér er um aö ræöa framvindu sem er kirkju og kristni afskaplega hættuleg, og um leiö getur hún orðið skaöleg islenzkri menningu þar sem is- lenzk menning hefur i aldanna rás tekiö mót sitt af kristnum viöhorfum aö meira og minna leyti. Þaö er timabært aö yfirvöld kirkjumála, starfsmenn kirkj- unnar og áhugamenn um jafnt kirkjulegefnisem menningarmál almennt fari aö huga meira en veriö hefur að þessu máli. Ef vel á aö vera þarf kirkjan aö vera virkur þátttakandi i menningar- lifinu og listlifi, 7“ «ó staöa ein hæfir stöbu kirkjunnar i Smlðinni er ekki lokiö menningu þjóöarinnar og arfi hennar sem menningar- og lista- miöstöðvar um aldir. ámillimála aðmeöal almennings rikir andvaraleysi um málefni kirkjunnar. En menn vilja geta leitaö til kirkjunnar, og Itrekaö hefur það komiö fram aö menn ætlast til þess aö prestsþjónustu sé haldiö uppi án nokkurrar skeröingar. Þessi afstaöa þjóö- arinnar er ekki sizt athyglisverð fyrir þá sök aö þaö hefur tiökazt um áratugaskeiö aö menn vinni sér mannorö hér á landi og virðingu meö þvi aö kasta hnjóöi til kirkjunnar og starfa hennar. Um trú tslendinga er þarflitið að fjölyrða. Það vita allir aö hún er fyrir hendi, en hugarfar tslendinga er meö þeim hætti að þeir kjósa yfirleitt aö vera þöglir um þau mál hver og einn. En þessi þögn er ekki sama og sam- þykki viö andúö gegn kirkju og kristni, svo mjög sem hún lætur á sér bera opinberlega. Trú mjög margra Islendinga er einfaldlega hluti af viökvæmnismálum þeirra, og þvi er til litils að meta hana eftir kirkjusókn utan stór- hátíöa.Þeir eru mjög margir sem t.d. hlýöa aö jafnaði á útvarps- messur, en hinu verður ekki neitað að slæleg kirkjusókn viöa lýsir andvaraleysi. Og þaö getur leitt af sér nokkra einangrun starfsmanna kirkjunnar um leiö og fámennum áhugamannahópi yrði með auknu lýðræði I mál- efnum hennar fengið meira vald i hendurum málefni kirkjunnar en hóflegt væri. jU vandræöum. Hver á t.d. að hafa forræöi um hinar geysimiklu eignir sem kirkjunni tilheyra? Eruþær aðeins hluti rikiseigna i landinu sem stjórnmálamenn og embættismenn geta ráöstafaö, eða ber aö leita álits biskups- embættisins um þaú mál? Eöa er hér um aö ræöa réttmætar eigur safnaöanna sem almanna- samtaka? Þeir eru ekki fáir sem telja að ákvæði stjórnarskrár um eignarrett séu sifellt brotin á kirkjunni, og er mjög áriöandi aö óvissu i þessum efnumveröi rutt úr vegi. Kirkjan ásælist ekki stóreignir, en hún vill vita vissu sina um sina eigin stööu i landinu, og getur enginn láð henni þaö. „Frjálslyndið” Fyrir þvi er full vissa fengin að þjóðin vill að kirkja tslands sé þjóökirkja fremur en rikiskirkja eöa félagasamtök sem lúta for- ræði fámennra áhugamanna- hópa. 1 stjórnmálunum hefur þessi hugsun oftast veriö látin i ljós meö oröunum „frjálslynd þjóðkirkja”. Hugtakiö „frjáls- lyndi”er yfirleitt misskiliö þegar fjallaöerum trúarleg efni, og þaö er oftast misnotaö. 1 raun og veru getur kristinn maður ekki staðið fyrir neinu sem heitir „frjáls- lyndi” i venjulegri merkingu orösins. Annaöhvort er hann kristinn eöa ekki, og kristin lifs- viðhorf geta meö engu móti talizt til lifsþæginda. Hins vegar sést viö hvaö er átt, ef i staö orösins „frjálslynd” eru sett oröin „umburöarlynd og viðfeöm” þjóðkirkja, og það er sú afstaða sem islenzka kirkjan hefur reynt að tileinka sér. Þessi afstaöa hennar kemur m.a. fram i sjálfum titli hennar, en hún er fyrst „evangelisk” en siöan „lúthersk”, þ.e.a.s. hún reisir kenningu sina um fram allt á ritningunum sjálfum milliliða- laust en styöst viö skilning og túlkun Marteins Lúthers og fylgismanna hans. Innra skipulag* Hjá þvi getur alls ekki farið að menn krefjist þess aö tengslum rikis og kirkju veröi gerö betri skil en verið hefur, svo sem aö framan greinir. En hvert er þá hið innra skipulag kirkjunnar? 1 kirkjusögu er oftast talaö um þrjár meginleiðir við skipu- lagningu kirkjulegra valda. I fyrsta lagi er biskupsvaldið og kirkja sem lýtur þvi. 1 ööru lagi er kirkja sem lýtur æösta valdi kirkjuþings, kirkjuráös eöá annarrar fulltrúasamkomu. _t þriðja lagi er safnaöaríélagið og þær kirkjur sem byggjast á sem mestu sjálfræði safnaðanna og þá einnig á lýöræöi innan safnaðar- félaganna. t islenzku kirkjunni er brot af öllu þessu, auk tengslanna við rikisvaldiö sem áöurergetiö. Má segja að hugkvæmni íslendinga i fjölbreytni i skipu- lagsefnum hafi óviöa náð svo langt sem hér hefur orðið. Vitanlega getur það haft sina kosti að hafa skörun i valdi og frumkvæði, þannig að einn þátturinn taki við þar sem öðrum Veiting prestakalla Deilurnar sem staöiö hafa um veitingu prestakalla eru aðeins hluti þessa skipulagsvanda. I reynd er aö visu ekki kosið i öllum prestaköllum og landshlutum, en þvi ósæmilegri veröur kosninga- baráttan gjarnan þar sem hjá henni verðurekki komizt. 1 þessu efni eru hættur á báöa bóga. Auð- vitaö verður að rikja traust milli safnaöar og prests en þaö veröur ekki tryggt til langframa með þvi einu að efnt sé til hanaslags i upp- hafi. Einstaklingslýöræði á ekki heldur við i þessum efnum. Annaðhvort trúa menn þvi að presturinn fari með guðlega kenningu og sé aö þvi leyti boö- beri og fulltrúi heilags anda, eða menn hafa ekkert viö þennan prest að gera. Og heilagur andi tekur ekki þátt i þvi hvört einum er vel viö annan eöa ekki eöa hvort einn er kosinn i almennri kosningu eöa ekki. Hin hættan er aftur á móti sú að rikisskipaðir prestar munu löngum hafa til- hneigingu til hlýöni viö yfirboöar ana, hvort sem er biskup eöa rikisvaldið. Og prestum er frá upphafi vega ætlaö allt annaö hlutverk. önnur hætta enn er sú aö meö veitingu prestakalla aö tilhlutan safnaöarnefnda verði ákvöröunin sett i hendur fámennra hópa áhugamanna sem alis ekki eru alltaf I snertingu við sjónarmið alþýðunnar. Hinn alþýölegi íslenzki kristindómur, eins og hann hefur veriö til i þessu landi um aldir, — þögull, stööugur, litt hneigöur fyrir kenningar, en meira fyrir trúna sjálfa,—má ekki fyrir neinn mun verða hornreka I kirkjunni. Nóg er aö honum þjarmaö i skólum, menntalifi og opinberum um- ræöum. Hugsanleg miUileið? Æskilegast væri sjálfsagt að unnt væri að finna einhverja skynsamlega millileiö I þessu efni. Ef unnt væri að tryggja lýð- ræöislega kosningu án kosninga- baráttu, væri þegar mikið fengið. Efunntværiaðkoma á raunveru- legri köllun prestsins til starfs, væri fylgt þvi markmiði sem upp- haflega var sett. t framkvæmd yrði slik leið fólgin i þvi að menn myndu ekki sækja um prestakall, heldur leituöu söfnuðir til manna eftir einhverjum reglum um að þeir tækju starfið að sér. Hvort unnt er að koma á sliku fyrir- komulagi skal ósagt látiö, en um hitt verður varla deilt að nú- verandi ástand er hvorki kirkju, rikisvaldi né almenningi til nokkurs sóma. Svo er látið heita aðislenzka kirkjan skuli hafa sjálfstæöi um innri mál sin. Það hefur þess vegna vakiö athygli að Alþingi skuli ætlaö að fjalla um veitingu prestakalla, og mætti spyrja i framhaldi af þvi, hver séu hin „innri mál” islenzku kirkjunnar og hvar valdi Alþingis sleppir i þeim efnum. Meginmáli skiptir þó hittað meðal kirkjumanna og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.