Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 89

Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 89
LAUGARDAGUR 10. júní 2006 Þú missir aldrei af HM marki Fáðu frítt prufumark: Sendu HMPRUFA á 1900. Skráðu þig: Sendu HM2006 á 1900. Öll HM mörkin á 990 kr. Smelltu þér á www.ogvodafone.is, komdu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar. NBA Dallas Mavericks hefur tekið forystu í einvíginu við Miami Heat í úrslitakeppni NBA-körfuboltans eftir að hafa unnið 90-80 sigur á heimavelli sínum í fyrrinótt. Það var hinn kynngimagnaði Jason Terry sem sló öllum við og var maðurinn á bak við góðan sigur Dallas, en hann skoraði 32 stig og hitti úr þrettán af átján skotum sínum. „Þetta var bara einn leikur og engin sería vinnst á einum leik,“ sagði Terry brattur eftir leikinn og Avery Johnson, þjálfari Dallas, var sömuleiðis með báða fætur á jörðinni. „Þetta var bara einn leik- ur og þó við séum vissulega ánægðir að klára hann vitum við að bæði liðin eiga mikið inni. Það á mikið eftir að gerast áður en þetta einvígi klárast.“ Miami byrjaði mun betur í leiknum og hafði yfir allt þar til á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins þegar Dirk Nowitzki kom Dallas yfir með skoti um leið og flautan gall. Nowitzki náði sér ekki á strik í sóknarleiknum frekar en Josh Howard, en þeir félagar hittu aðeins úr 7 af 28 skotum sínum. Dwyane Wade er enn ekki búinn að ná sér af vírus sem hann fékk á dögunum, en hann var engu að síður stigahæstur í liði Miami með 28 stig og tvö þeirra komu eftir tilþrif leiksins þar sem hann tróð boltanum með tilþrifum yfir Erick Dampier. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hitti mjög vel utan af velli - en var aftur skelfi- legur á vítalínunni þar sem hann hitti úr einu af níu skotum. - hþh Úrslitakeppnin í NBA-körfuboltanum er farin af stað: Dallas tekur forystu BARÁTTAN Í ALGLEYMINGI Gary Payton, leikmaður Miami, er hér í baráttu við Jason Terry í fyrrinótt. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Það landslið á HM sem á sér flesta fylgismenn hér á landi er án nokkurs vafa England. Í dag hefst keppni í B-riðli þar sem Englendingar munu kljást við Paragvæa og þurfa þeir að treysta á aðra leikmenn en Wayne Rooney en hann er ekki tilbúinn vegna meiðsla. Þó er búist við að hann geti komið eitthvað við sögu í riðlakepninni. Í framlínunni í dag mun því Michael Owen vera í aðalhlutverki ásamt hinum sjóð- heita Peter Crouch, sem vonast til að fá tækifæri til að stíga hinn magnaða vélmennadans. Föst leikatriði verða hættulegt vopn hjá enska liðinu en turnin- um Crouch og varnarjaxlinum John Terry ætti ekki að leiðast að fá fyrirgjafir frá David Beck- ham. Þá eru miðjumennirnir Frank Lampard og Steven Gerr- ard í heimsklassa en sá síðar- nefndi mun spila í dag þrátt fyrir að hafa verið nokkuð tæpur fyrir leikinn. „Bakið á mér hefur verið til vandræða en það er mikil til- hlökkun í mér fyrir mótið og það þarf eitthvað mikið til að ég verði ekki með í fyrsta leiknum okkar á mótinu,“ sagði Gerrard. England og Paragvæ hafa tvisv- ar sinnum áður mæst og í bæði skiptin vann enska liðið öruggan sigur. „Við höfum skoðað enska liðið ítarlega enda erum við að fara að mæta einu sigurstrangleg- asta liði keppninnar. Ég vonast til að mínir menn nái fram fullri ein- beitingu og þá tel ég að við getum komið Englendingum í opna skjöldu,“ sagði Anibal Ruiz, þjálf- ari Paragvæ. Helsta stjarna liðs- ins er Roque Santa Cruz, sóknar- maður hjá Bayern München. Frændur okkar Svíar eru einnig í B-riðli en þeir halda uppi merki Norðurlandanna. Þeir mæta í dag Trínidad og Tóbagó, sem er að keppa í úrslitum í fyrsta sinn. Sóknarlína Svíþjóðar er ein sú skemmtilegasta á mótinu en liðið skartar Zlatan Ibrahimovic, leikmanni Juventus, og Henrik Larsson, sem fór á kostum með Barcelona í úrslitaleik Meistara- deildarinnar fyrir skömmu. Í kvöld hefst síðan keppni í C- riðli þegar Argentína leikur gegn Fílabeinsströndinni. Argentína hefur valinn mann í hverri stöðu og er þjóðinni spáð sigri í keppn- inni af mörgum, þar á meðal Eiði Smára Guðjohnsen, landsliðsfyr- irliða Íslands. Fílabeinsströndin er óskrifað blað en hefur þó Didi- er Drogba í sínum röðum en hann kann ýmislegt fyrir sér í íþrótt- inni. - egm Enska landsliðið á sinn fyrsta leik á HM í dag: Stefnt á sigur án Wayne Rooney ÆFING Wayne Rooney hefur æft með Englandi en spilar þó ekki með í dag. Hér er hann ásamt félaga sínum Gary Neville. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.