Fréttablaðið - 10.06.2006, Síða 89

Fréttablaðið - 10.06.2006, Síða 89
LAUGARDAGUR 10. júní 2006 Þú missir aldrei af HM marki Fáðu frítt prufumark: Sendu HMPRUFA á 1900. Skráðu þig: Sendu HM2006 á 1900. Öll HM mörkin á 990 kr. Smelltu þér á www.ogvodafone.is, komdu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar. NBA Dallas Mavericks hefur tekið forystu í einvíginu við Miami Heat í úrslitakeppni NBA-körfuboltans eftir að hafa unnið 90-80 sigur á heimavelli sínum í fyrrinótt. Það var hinn kynngimagnaði Jason Terry sem sló öllum við og var maðurinn á bak við góðan sigur Dallas, en hann skoraði 32 stig og hitti úr þrettán af átján skotum sínum. „Þetta var bara einn leikur og engin sería vinnst á einum leik,“ sagði Terry brattur eftir leikinn og Avery Johnson, þjálfari Dallas, var sömuleiðis með báða fætur á jörðinni. „Þetta var bara einn leik- ur og þó við séum vissulega ánægðir að klára hann vitum við að bæði liðin eiga mikið inni. Það á mikið eftir að gerast áður en þetta einvígi klárast.“ Miami byrjaði mun betur í leiknum og hafði yfir allt þar til á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins þegar Dirk Nowitzki kom Dallas yfir með skoti um leið og flautan gall. Nowitzki náði sér ekki á strik í sóknarleiknum frekar en Josh Howard, en þeir félagar hittu aðeins úr 7 af 28 skotum sínum. Dwyane Wade er enn ekki búinn að ná sér af vírus sem hann fékk á dögunum, en hann var engu að síður stigahæstur í liði Miami með 28 stig og tvö þeirra komu eftir tilþrif leiksins þar sem hann tróð boltanum með tilþrifum yfir Erick Dampier. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hitti mjög vel utan af velli - en var aftur skelfi- legur á vítalínunni þar sem hann hitti úr einu af níu skotum. - hþh Úrslitakeppnin í NBA-körfuboltanum er farin af stað: Dallas tekur forystu BARÁTTAN Í ALGLEYMINGI Gary Payton, leikmaður Miami, er hér í baráttu við Jason Terry í fyrrinótt. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Það landslið á HM sem á sér flesta fylgismenn hér á landi er án nokkurs vafa England. Í dag hefst keppni í B-riðli þar sem Englendingar munu kljást við Paragvæa og þurfa þeir að treysta á aðra leikmenn en Wayne Rooney en hann er ekki tilbúinn vegna meiðsla. Þó er búist við að hann geti komið eitthvað við sögu í riðlakepninni. Í framlínunni í dag mun því Michael Owen vera í aðalhlutverki ásamt hinum sjóð- heita Peter Crouch, sem vonast til að fá tækifæri til að stíga hinn magnaða vélmennadans. Föst leikatriði verða hættulegt vopn hjá enska liðinu en turnin- um Crouch og varnarjaxlinum John Terry ætti ekki að leiðast að fá fyrirgjafir frá David Beck- ham. Þá eru miðjumennirnir Frank Lampard og Steven Gerr- ard í heimsklassa en sá síðar- nefndi mun spila í dag þrátt fyrir að hafa verið nokkuð tæpur fyrir leikinn. „Bakið á mér hefur verið til vandræða en það er mikil til- hlökkun í mér fyrir mótið og það þarf eitthvað mikið til að ég verði ekki með í fyrsta leiknum okkar á mótinu,“ sagði Gerrard. England og Paragvæ hafa tvisv- ar sinnum áður mæst og í bæði skiptin vann enska liðið öruggan sigur. „Við höfum skoðað enska liðið ítarlega enda erum við að fara að mæta einu sigurstrangleg- asta liði keppninnar. Ég vonast til að mínir menn nái fram fullri ein- beitingu og þá tel ég að við getum komið Englendingum í opna skjöldu,“ sagði Anibal Ruiz, þjálf- ari Paragvæ. Helsta stjarna liðs- ins er Roque Santa Cruz, sóknar- maður hjá Bayern München. Frændur okkar Svíar eru einnig í B-riðli en þeir halda uppi merki Norðurlandanna. Þeir mæta í dag Trínidad og Tóbagó, sem er að keppa í úrslitum í fyrsta sinn. Sóknarlína Svíþjóðar er ein sú skemmtilegasta á mótinu en liðið skartar Zlatan Ibrahimovic, leikmanni Juventus, og Henrik Larsson, sem fór á kostum með Barcelona í úrslitaleik Meistara- deildarinnar fyrir skömmu. Í kvöld hefst síðan keppni í C- riðli þegar Argentína leikur gegn Fílabeinsströndinni. Argentína hefur valinn mann í hverri stöðu og er þjóðinni spáð sigri í keppn- inni af mörgum, þar á meðal Eiði Smára Guðjohnsen, landsliðsfyr- irliða Íslands. Fílabeinsströndin er óskrifað blað en hefur þó Didi- er Drogba í sínum röðum en hann kann ýmislegt fyrir sér í íþrótt- inni. - egm Enska landsliðið á sinn fyrsta leik á HM í dag: Stefnt á sigur án Wayne Rooney ÆFING Wayne Rooney hefur æft með Englandi en spilar þó ekki með í dag. Hér er hann ásamt félaga sínum Gary Neville. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.