Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 4
4 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Komin eru um 280 þúsund tonn af kolmunna á land af þeim 352 þúsund tonna kvóta sem gefinn var út fyrir þessa vertíð. Hvort þau tuttugu prósent sem eftir eru af kvótanum nást fer eftir því hvort veiðin á miðunum glæðist, en botninn er dottinn úr veiðinni að mestu. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki NK-122, segir að veiðin hafi farið vel af stað í apríl innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. „Við færðum okkur síðan inn í færeysku lögsöguna í ágætis veiði en svo var veiðin á tímabili við íslensku línuna. Það var ágætis veiði þangað til fyrir um hálfum mánuði að fór að draga úr þessu. Ég held að langflestir bátar séu komnir í land núna vegna aflaleysis og hættir.“ Sturla segir að margir bátar sem verið hafi á kolmunnaveiðum séu að huga að því að fara á síld. Það sé þó háð því hvort eitthvað verði að frétta af aflabrögðum eftir helgi. Aðal ástæðan fyrir því að skipin hafa verið að reyna við kolmunna þrátt fyrir litla veiði er að afurða- verð er helmingi hærra en það var á sama tíma í fyrra. Ástæðan er einföld, skortur er á mjöli og lýsi í heiminum. „Á sama tíma í fyrra voru bátarnir löngu hættir í sama fiskeríi því þá var ekkert verð á afurðum. Nú hanga menn á þessu út af verðinu,“ segir Sturla. - shá Botninn dottinn úr kolmunnaveiðinni: Mörg skip að hætta veiðum BÖRKUR NK-122 Hér er verið að landa úr Berki í heimahöfn á Neskaupstað. Kolmunnavertíðinni er senn lokið ef ekki glæðist á miðunum. LÖGREGLUMÁL Innbrotum í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík fjölgaði töluvert í júní. Bæði voru innbrot mun fleiri en mánuðina á undan og sömuleiðis fleiri miðað við júní- mánuð í fyrra. Óvenju mörg innbrot voru á heimili og í bifreiðar. Á vef lögreglunnar kemur fram að þjófar sækist meðal annars eftir fartölvum, myndavélum, símum og MP3 spilurum og er því beint til fólks að hafa slíka hluti ekki fyrir allra augum. Jafnframt er ítrekað að fólk gangi tryggilega frá heimilum sínum þegar farið er í sumarleyfi. - sdg Lögreglan í Reykjavík: Innbrotum fjölgaði í júní UMFERÐ Algengt er að bílum sé lagt á hringtorg við Salalaug í Kópa- vogi, en það er ólöglegt og stíflar umferð strætisvagna. Þetta segir vagnstjórinn Ragnar Þorláksson. „Það er stoppistöð í hringtorginu, en stundum er torgið alveg fullt af bílum.“ Þetta hefur valdið vagnstjórum miklum erfiðleikum. „Við á stærri bílunum getum varla keyrt þarna,“ segir Ragnar. „Þarna er sundlaug, skóli og íþróttahús og þar af leið- andi fullt af börnum. Einnig er mikið lagt í stæði fatlaðra við laugina.“ „Við höfum talað við sundlaugina, lögregluna og stjórnstöð Strætó bs. en við sjáum engan árangur,“ bætir Ragnar við. -sgj Bílum ólöglega lagt: Truflar umferð strætisvagna HRINGTORGIÐ VIÐ SALALAUG Vagnstjórar óttast umgang barna vegna erfiðs aksturs strætisvagnanna um bílaþvöguna sem myndast oft. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRETLAND, AP 62 ára gömul kona varð á dögunum elsti Bretinn til að fæða barn. Hún eignaðist heil- brigðan son á miðvikudaginn síð- asta sem tekinn var með keisara- skurði. Konan, sem heitir Patricia Rash- brook, starfar sem barnasálfræð- ingur og á þrjú uppkomin börn úr fyrra hjónabandi. Þetta er hins vegar fyrsta barn Patriciu og sex- tíu ára eiginmanns hennar, Johns Farrant. Patricia hafði gengist undir tæknifrjóvgunaraðgerðir til að verða barnshafandi. -mþþ Nýbökuð bresk móðir: Elsta konan til að fæða barn PÓLLAND, AP Líklega er það ein- stætt í heiminum að tvíburar gegni tveimur helstu valdastöðum í einu landi samtímis. Sú staða er þó að koma upp í Póllandi þegar Jaroslaw Kaczynski tekur við embætti forsætisráðherra af Kazimierz Marcinkiewicz, sem sagði af sér nú í vikunni. Verðandi forsætisráðherra er nefnilega tvíburabróðir forseta landsins, sem heitir Lech Kaczyn- sky. Jaroslaw, sá sem verður for- sætisráðherra, er einnig leiðtogi hins íhaldssama og umdeilda stjórnmálaflokks þeirra bræðra, Laga- og réttlætisflokksins, sem sigraði í þingkosningunum í Póllandi í september síðastliðnum og hefur síðan farið með stjórn landsins. Marcinkiewicz, fráfarandi forsætisráðherra, hefur hins vegar sett stefnuna á borgar- stjóraembættið í Varsjá. Hann verður borgarstjóraefni Laga- og réttlætisflokksins í borgarstjórnar- kosningunum, sem haldnar verða innan tíðar. Jaroslaw Kazcynski viður- kenndi á blaðamannafundi í gær að það gæti vissulega valdið ákveðnum vandræðum að tveir valdamestu ráðamenn landsins væru tvíburabræður og nauðalíkir, en sagðist þó sannfærður um að það myndi ekki verða þeim til trafala þegar á reynir. „Það fylgir því ákveðin áhætta að forsetinn og forsætisráðherrann séu bræður, það var megin hindr- unin,“ sagði Kaczynski. „En af ýmsum ástæðum komumst við að þeirri niðurstöðu að í þetta skiptið væri það verri leið út úr vandan- um að koma með annan frambjóð- anda, þótt við höfum marga góða, heldur en að mæla með mér.“ Í Póllandi hafa menn reyndar fyrir löngu vanist því að tvíbur- arnir séu áberandi í þjóðlífinu. Þeir urðu fyrst frægir í Póllandi sem barnastjörnur árið 1962, þegar þeir léku í vinsælli bíómynd sem heitir „Tveir sem stálu tungl- inu.“ Þeir léku þar tvo óknytta- stráka, tvíbura að sjálfsögðu, sem lögðu af stað í leiðangur til að stela tunglinu, fara með það heim og græða ósköpin öll á því að selja það. Ekkert framhald varð á frama þeirra í skemmtanabransanum, en pólitískur ferill þeirra hófst á áttunda áratugnum þegar þeir gengu til liðs við stjórnarandstæð- inga í kommúnistaríkinu Póllandi. Á níunda áratugnum voru þeir um skeið ráðgjafar hjá Lech Walesa meðan hann var forseti, en féllu síðar í ónáð hjá honum. Pólski stjórnmálaskýrandinn Jacek Kucharczyk segir það vissulega getað ruglað útlendinga í ríminu hve bræðurnir eru líkir, en í Póllandi sé það ekki lengur til vandræða. „Þetta var eins konar fagur- fræðilegt vandamál í kosningun- um, og sumum fannst það undar- legt,“ sagði Kucharczyk. „En aðalvandamálið er afrekaskrá þeirra í stjórnmálum. Allar götur síðan þeir sigruðu í kosningunum hafa þeir grafið undan stöðug- leika í pólskum stjórnmálum. Ástandið núna er pólitísk kreppa.“ Laga- og réttlætisflokkur þeirra bræðra sigraði í þingkosn- ingunum í september, en náði þó ekki meirihluta á þingi þótt lítið hafi vantað upp á. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn í október, en núna í maí gengu til liðs við stjórnina tveir litlir flokkar sem báðir eru afar tortryggnir á Evrópusambandið. gudsteinn@frettabladid.is TVÍBURARNIR Vinstra megin á myndinni er Lech Kaczynski, sem er forseti Póllands, en hægra megin er bróðir hans, Jaroslaw, sem brátt verður forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MÓTMÆLENDUR Ungir Pólverjar lýsa andstöðu sinni við tvíburana umdeildu og flokk þeirra fyrir utan höfuðstöðvar Laga- og réttlætisflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tvíburar stjórna í Póllandi Tvíburabræðurnir Jaroslaw og Lech Kaczynski eru valdamestu menn Póllands. Lech er forseti en Jaroslaw verður forsætisráðherra, nú þegar Kazimierz Marcinkiewicz hefur sagt af sér sem forsætisráðherra. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 7.7 .2006 Bandaríkjadalur 75,54 75,9 Sterlingspund 139,06 139,74 Evra 96,47 97,01 Dönsk króna 12,931 13,007 Norsk króna 12,128 12,2 Sænsk króna 10,533 10,595 Japanskt jen 0,6578 0,6616 SDR 111,91 112,57 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 133,1667 Gengisvísitala krónunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.