Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 8
8 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1 Hver er fyrirmyndin að Jack Sparrow, aðalsögupersónu mynd- anna um Pirates of the Caribbean? 2 Hvers konar skip var það sem Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra setti út á að norsk yfirvöld hefðu aðstoðað? 3 Hvað hlupu þrír Boot Camp-þjálf-arar marga kílómetra til styrktar verkefninu Blátt áfram? TJÓN Mikið tjón hefur komið í ljós á tækjabúnaði í Sundlaug Eski- fjarðar eftir klórgasslysið sem varð þar í lok seinasta mánaðar. Tjónið sem nú er komið í ljós er af völdum tæringar sem varð í kjöl- far slyssins. „Þetta er í rauninni allur raf- magnsbúnaður sem er í kjallara sundlaugarinnar. Þarna er um að ræða ýmiss konar stýri- og raf- magnsbúnað. Tjónið gæti jafnvel oltið á tugum milljóna,“ segir Guð- geir Freyr Sigurjónsson hjá Íslenskum aðalverktökum, sem sáu um byggingu sundlaugarinn- ar. Sundlaugin var tekin í notkun í maí í vor. Sveitarfélagið Fjarðar- byggð leigir sundlaugina af félag- inu Fasteign. Guðgeir segir að tjónið hafi byrjað að koma í ljós sama dag og slysið varð og hafi verið að áger- ast síðan þá. „Fasteign er búin að krefja Olís um bætur á þessu tjóni og skoðunarmenn frá trygginga- félagi þeirra eru búnir að koma á staðinn til að taka út tjónið í sund- lauginni“ Jóhanna Hallgrímsdóttir, æsku- lýðs- og íþróttafulltrúi í Fjarðar- byggð, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um framhaldið að svo stöddu. „Þetta er nýkomið upp og verður leyst á sem bestan hátt fyrir alla aðila.“ Sundlaugin er opin og verður það áfram enn um sinn. - öhö Skemmdir á tækjabúnaði í Sundlaug Eskifjarðar eftir eiturefnaslys: Tjón skiptir tugum milljóna TÆKJABÚNAÐUR Í SUNDLAUG ESKIFJARÐAR Tjón á tækjabúnaði kann að nema tugum milljóna. VINNUMARKAÐUR Vilhjálmur Birg- isson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fór yfir samdrátt sem hefur átt sér stað hjá HB- Granda á Akra- nesi á fundi með forstjóra HB- Granda nýverið en sextíu störf hafa tapast síð- ustu árin. Á fundinum kom fram að samdráttur í loðnuveiðum hefði gert það að verkum að fækka hefði þurft starfsfólki í síldarbræðsl- unni og loðnuskipinu Víkingi hefði verið lagt. Bæði Víkingur og síld- arbræðslan verða keyrð á fullu ef kemur til góðrar loðnuvertíðar. Frekari samdráttur er ekki fyr- irhugaður. - ghs HB-Grandi róar Skagamenn: Ekki frekari samdráttur ÍSRAEL Þingflokkur vinstri grænna hefur sent forseta ísraelska þings- ins mótmælabréf þar sem fangels- un lýðræðislega kjörinna palest- ínskra þingmanna og ráðherra er mótmælt harðlega. Undir bréfið skrifar Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður vinstri grænna. „Sú þögn sem ríkir í heiminum um ástand mála í Palestínu er víta- verð, einfaldlega vegna þess að heimurinn getur ekki staðið aðgerðalaus hjá. Það er grundvall- aratriði að hreyft verði við mót- mælum þegar við verðum vitni að öðrum eins mannréttindabrotum og nú er verið að fremja í Palest- ínu,“ segir Ögmundur. - sþs Vinstri grænir: Senda Ísraelum mótmælabréf JÓRDANÍA, AP Raghad, elsta dóttir Saddams Hussein, er eitt helsta bitbein stjórnvalda í Írak og Jór- daníu þessa dagana. Hún er búsett í Jórdaníu sem gestur konungsfjölskyldunnar, en Írakar vilja ólmir fá hana fram- selda svo hægt verði að draga hana fyrir rétt. Hún er á lista írakskra stjórn- valda yfir rúmlega fjörutíu manns sem þau vilja fá framselda frá öðrum löndum, en Jórdanar líta svo á að konungsfjölskyldan geti ekki framselt einhvern sem hún hefur tekið undir verndarvæng sinn. Það væri brot á djúpstæðri hefð í arabalöndum. - gb Elsta dóttir Saddams Jórdanar vilja ekki framselja RAGHAD Deiluefni Íraks og Jórdaníu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ATVINNULÍF Stjórn Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins samþykkti á fundi sínum í fyrradag að ráða Finnboga Jónsson sem fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Finnbogi er fæddur á Akureyri 18. janúar 1950 og er með háskólapróf í eðlis- verkfræði og rekstrarhagfræði. Hann hefur meðal annars starf- að sem deildarstjóri og sérfræð- ingur í iðnaðarráðuneytinu, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóri SR-mjöls. Alls bárust fjörutíu umsóknir um starfið, og mun Finn- bogi taka til starfa hjá Nýsköpun- arsjóði 15. september 2006. - sþs Nýsköpunarsjóður: Finnbogi fram- kvæmdastjóri MIÐBÆR Sólin lét sjá sig hluta dags- ins í miðborg Reykjavíkur í gær. Jafnvel þó að hitinn klukkan 15 hafi aðeins verið um 11 gráður þá var fjöldi fólks samankominn í miðbænum til þess að njóta sólar- innar þegar hún braust loksins í gegnum skýin. Ljósmyndari og blaðamaður Fréttablaðsins tóku púlsinn á miðborginni um miðjan dag og heyrðu hljóðið í vegfarend- um og verslunarmönnum. Hjónin Matt og Liz frá Nýja- Sjálandi voru stödd í verslun Máls og menningar á Laugaveginum þegar Fréttablaðið náði tali af þeim. Þau hjón hafa verið á land- inu í viku og ferðast um Suðurland ásamt því að dvelja í Reykjavík. Laugardagurinn var fyrsti dagur ferðarinnar sem þau segjast hafa fengið sæmilegt veður og var það þeim mikill léttir. „Loksins feng- um við sæmilegt veður hérna á Íslandi, þetta er reyndar síðasti dagurinn okkar en það skipti okkur miklu máli að fá einu sinni ágætt veður. Við vorum hrifin af landinu og myndum örugglega koma hingað aftur ef það væri ekki svona slæmt veður hérna,“ sögðu þau létt í bragði. Dóra Ármannsdóttir starfs- maður í versluninni Vikivaka á Laugarveginum segir að miðbær- in fyllist um helgar þegar sólin lætur sjá sig. „Eftir að sólin fór aðeins að skína þá hefur verið brjálað að gera, þetta eru náttúru- lega mestmegnis útlendingar og á svona dögum liggur við að maður bjóði góðan daginn á ensku.“ Verslunarmenn í 66 °Norður á Laugaveginum tóku í sama streng. „Það eru reyndar ekki miklar sveiflur hjá okkur, það er alltaf mjög svipað að gera og þetta eru auðvitað mest útlendingar. Á svona góðviðrisdögum er fólk mikið að koma inn af götunni og skoða, en þegar það er kalt í veðri þá er algengara að útlendingarnir stökkvi hingað inn til þess að kaupa vettlinga og húfur vegna þess að þeir gera sér ekki grein fyrir því hvað það er kalt í veðri hérna,“ sagði Katrín Kristjánsdóttir, starfsmaður verslunarinnar. Í gær var fyrsti dagurinn sem nýtt útikaffihús var opið á Lækjar- torgi og verður það í framtíðinni opið á góðviðrisdögum, það var nokkuð þétt setið á kaffihúsinu þennan fyrsta dag. „Við vorum bara að opna, við erum ekki einu sinni búin að skýra staðinn, ætli við leyfum þessu ekki bara að skýra sig sjálft,“ sagði Darri Freyr Helga- son barþjónn. „Við fengum leyfi í fyrrasumar en það var ekki fyrr en í ágúst, við ákváðum því að bíða með þetta. Við stefnum að því að hafa opið á góðviðrisdögum, jafnt um helgar og á virkum dögum. Við erum ekki nema rúman klukkutíma að setja þetta allt saman, þannig að það er mjög hentugt.“ Þéttsetið var fyrir utan Café París við Austurvöll en frekar fáir létu sig hafa það að liggja í grasinu og sleikja sólina. Þeir Kristjan Cruse frá Svíþjóð og Mike Rodriguez frá Costa Rica notuðu þó kaffihlé sitt frá Café París til þess að hvíla lúin bein. „Við komum hingað mjög oft enda vinnum við hérna rétt hjá, svo lengi sem sólin skín þá er okkur sama um veðrið, það gæti alveg eins verið 6 stiga hiti, ef sólin skín þá erum við ánægðir,“ sögðu þeir. „Við vorum samt búnir að heyra það væri alltaf svo gott veður í Reykjavík á sumr- in og við bjuggumst við betra veðri en hefur verið. Um leið og sólin fer að skína um helgar er brjálað að gera og geta tekjurnar á staðnum þrefaldast.“ valgeir@frettabladid.is Einungis opið ef veður leyfir Eftir frekar blautar og skýjaðar helgar undanfarið skein sólin loksins í gær. Mikið líf var í miðbænum og voru kaffihús víða þéttsetin í blíðviðrinu. Nýtt kaffihús á Lækjartorgi opnaði í tilefni dagsins og mun það vera opið þegar að veður leyfir. Hjón frá Nýja Sjálandi höfðu verið á Íslandi í viku án þess að njóta sólar. SLAPPAÐ AF Í GRASINU Þessir notuðu kaffipásuna sína til þess að slappa af á Austurvelli. KAFFIHÚS UNDIR BERUM HIMNI „Við vorum bara að opna, við erum ekki einu sinni búin að skíra staðinn, ætli við leyfum þessu ekki bara að skíra sig sjálft,“ sagði Darri Freyr Helgason barþjónn á nýjum kaffibar á Lækjartorgi. Þar verður einungis opið á blíðviðrisdögum. Fréttablaðið/Hörður VIKIVAKI Verslunin Vikivaki fyllist á góðviðr- isdögum KLÆÐA AF SÉR KULDANN Þessi nýsjálensku hjón klæddu sig enþá í kuldaúlpu á meðan aðrir fækkuðu fötum í sólinni VILHJÁLMUR BIRGISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.