Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 12
 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. h a lli in g @ si m n e t. is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í kvöld lýkur fótboltaveislu sem hófst fyrir réttum mán-uði með þátttöku 32 landsliða og hundruðum milljóna áhorfenda um allan heim. Þegar þetta er skrifað, 63 leikj- um og 145 mörkum síðar, liggur fyrir að það verða annað hvort Frakkar eða Ítalir sem hefja til himins á Ólympíuleik- vanginum í Berlín eftirsóttasta verðlaunagrip fótboltaheims- ins; gullstyttuna eftir ítalska myndhöggvarann Silvio Gazaz- niga sem sýnir nokkra leikmenn halda jörðinni uppi. Sjónvarpsstöðin Sýn hefur séð um að matreiða veisluna inn á heimili landsmanna og hefur staðið sig hreint frábær- lega í því hlutverki. Leikur Frakklands og Ítalíu í kvöld er 64. í röð beinna útsendinga stöðvarinnar og hafa þá allir leik- ir úrslitakeppni HM verið sýndir beint á Sýn eða Sýn Extra. Þetta er aðeins í annað sinn sem leikir heimsmeistarakeppni eru sýndir eins og þeir leggja sig í beinni útsendingu á Íslandi. Hitt skiptið var fyrir fjórum árum þegar Sýn og Stöð 2 léku sama leik. Fyrstu sautján daga keppninnar, þegar leikið var sem þétt- ast, var Sýn með óslitna HM-dagskrá frá 12.30 til 22 dag hvern. Dagskrárgerðarfólk stöðvarinnar hefur fengið meira en hundrað gesti í sjónvarpssal til að ræða leikina og ýmsa fleti á keppninni. Þar hafa jafnvel skapast augnablik sem eru ekki síður minnisstæð en atburðirnir á fótboltavöllunum í Þýska- landi. Sérstaklega er eftirminnileg koma stuðningsmanna landsliðs Tógó, þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Þráins Bertelssonar, þar sem sá síðarnefndi skartaði hátíðarbúningi að tógóskum hætti og var auk þess með vúdúheillagrip um hálsinn. Hvorugt dugði að vísu þeirra liði til sigurs gegn sterku liði í Sviss, og þegar upp er staðið lifir heimsókn Össurar og Þráins lengur í minningunni en sjálfur leikurinn. Þá hefur þáttur þeirra Þorsteins Joð og Heimis Karlsson- ar, 4-4-2, verið afbragðs skemmtun og umfjöllun þeirra náð almennri skírskotun. Sérstaklega er Þorsteini lagið að fjalla um fótbolta á þann hátt að jafnvel þeir sem hafa engan áhuga á íþróttinni geta hrifist með. Sýningarréttur næstu heimsmeistarakeppni, sem fer fram í Suður-Afríku 2010, er í höndum Ríkissjónvarpsins og ljóst er að það verður ekki auðvelt hlutskipti að fara í fótboltaskó Sýnar. Ríkissjónvarpið er ekki í þeirri stöðu að geta lagt alla dagskrá sína undir einn viðburð eins og Sýn hefur gert, en að sama skapi eiga fótboltaáhugamenn kröfu um að sjónvarpið sinni verkefninu af ekki minni glæsibrag en sjónvarpsáhorf- endur hafa orðið vitni að undanfarnar fjórar vikur. Fjögur ár eru til stefnu að leysa það mál. Þangað til segjum við takk fyrir okkur Sýn. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Sjónvarpsstöðin Sýn hefur staðið HM-vaktina frábærlega: Veislunni að ljúka „Sérstaklega er eftirminnileg koma stuðningsmanna landsliðs Tógó, þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Þráins Bertelssonar, þar sem sá síðarnefndi skartaði hátíðabúningi að tógóskum hætti og var auk þess með vúdúheillagrip um hálsinn. Hvorugt dugði að vísu þeirra liði til sigurs.“ Ég hef haft af því lúmskt gaman hversu margir vinstri sinnaðir kunningjar mínir tala þessa dag- ana um að þjóðin megi ekki vera hrædd. Og hvað skyldi það nú vera sem þjóðin má ekki vera hrædd við? Jú hún má ekki vera hrædd við að hætt verði við opinbera þátt- töku í atvinnulífinu, þ.e. í uppbygg- ingu stóriðju. Þeir benda á að ef fólki er gefið svigrúm og tækifæri þá sé hugviti og framkvæmdagleði þess engin takmörk sett og því engin ástæða til að allt fari í hund og kött ef ríkinu tekst ekki að laða að stóriðjufyrirtæki til landsins. Ég er sammála þeim en get ekki varist því að hugsa til þess hvernig þessir sömu kunningjar mínir hafa árum saman hamast gegn einka- væðingu ríkisfyrirtækja, afnámi hvers kyns hafta og auknu við- skiptafrelsi. Þeim hefur alltaf fundist við hægri menn óábyrgir og skeytingalausir þegar við höfum haldið því fram að það sé engin ástæða fyrir þjóðina að vera hrædd þó ráðist væri í einkavæðingu sím- ans, bankanna, skipafélagsins, prentsmiðjunnar, ferðaskrifstof- unnar eða hvað það nú var sem vinstri menn hafa talið bráðnauð- synlegt að væru í eigu ríkisins. Reynslan sýnir að framkvæmda- gleði og hugviti fólksins eru engin takmörk sett, þjónustan batnar og mannlífið verður blómlegra. Flutningskerfið áfram í almanna- eigu Síðasta sunnudag reifaði ég þá skoðun mína að best sé að hið opin- bera selji Landsvirkjun. Fyrir því færði ég aðallega tvenn rök. Ann- ars vegar að viðskiptahagsmunir Landsvirkjunar krefjast þess að leynd hvíli yfir orkusamningum til stóriðju en á móti er sú krafa að þar sem fyrirtækið er í almanna- eigu þurfi slíkir samningar að vera opinberir. Viðskiptahagsmunirnir fara því ekki saman við eignar- haldið. Hins vegar starfar Lands- virkjun nú á samkeppnismarkaði og má ætla að á næstu árum muni samkeppni í orkuframleiðslu fara vaxandi. Þegar þetta tvennt er vegið saman tel ég að rétt sé að hefja undirbúning að sölu Lands- virkjunar. En þessi rök eiga ekki við um flutning raforkunnar. Sam- keppni verður til dæmis ekki komið við í flutning raforku svo vel sé. Því tel ég að ekki eigi að selja flutn- ingskerfið með Landsvikjun, best er að ríkið eigi það áfram. Nátturvernd og stjórnmálamenn Náttúruvernd og náttúrunýting verða ekki skilin í sundur. Það er tómt mál að tala um að við getum búið í þessu landi án þess að nýta gæði náttúrunnar. En það er því mjög nauðsynlegt að við komum okkur saman um aðferð til þess að ákveða hvenær rétt sé að leyfa byggingu stóriðju og raforkuvera. Þau átök sem hafa verið í þjóðfé- laginu undanfarið hafa verið svo erfið meðal annars vegna þess að okkur skortir sameiginleg viðmið og grunn sem við getum byggt á. Ég tel að ef ríkið hættir að vera þátttakandi í stóriðjuframkvæmd- um í gegnum Landsvirkjun megi þoka umræðunni um umhverfis- málin í rétta átt. Stjórnmálamenn- irnir eiga í fyrsta lagi að einbeita sér að þeim skilyrðum sem við viljum setja náttúrunýtingunni. Vissulega hefur margt gott verið gert í því máli en þeirri vinnu er langt í frá lokið og reyndar má segja að henni ljúki aldrei. Í öðru lagi þarf að verðleggja nýtingar- réttinn á náttúrunni, þ.e. réttinn til að virkja. Þetta síðarnefnda er lykilatriði. Hvers virði er náttúran? Leyndin sem er á orkuverði Lands- virkjunar gerir það að verkum að fjárhagslegar forsendur virkjun- ar eru ekki aðgengilegar almenn- ingi. Orkuverðið endurspeglar annars vegar það sem Landsvirkj- un þarf að fá til að hagnast og hins vegar hvernig við verðleggjum náttúruna sem fórnað er. Eins og málum er nú háttað getur almenn- ingur ekki gert sér grein fyrir því mati, það fer fram fyrir luktum dyrum. Mér finnst það ekki skrýt- ið þegar málið er virt frá þessum sjónarhóli að umræðan um nátt- úruvernd og náttúrunýtingu verði stundum losaraleg og um leið heiftúðug - hvar eiga menn að mætast? Sameiginleg viðmið - lykill að lausn Ef ríkið selur Landsvirkjun mun fyrirtækið ákveða orkuverð sitt til stóriðju út frá venjulegum hagn- aðarsjónarmiðum hafi slík fram- kvæmd staðist þær kröfur sem umhverfismat gerir. Áfram mun væntanlega hvíla leynd yfir því verði. En það sem breytist er að nú þarf fyrirtækið að greiða fyrir virkjunarréttinn. Sú upphæð end- urspeglar hversu mikils við metum náttúruna sem við fórnum vegna virkjanaframkvæmda. Ákvörðun um þetta gjald þyrfti að taka á Alþingi og orkuverðið hækkar sem nemur gjaldinu. Þar með er sá þáttur sem skiptir okkur svo miklu, það er hvers virði nátt- úran er sem fórna á, orðinn opin- ber. Ef við ákveðum að gjaldið eigi að vera hátt þá erum við að senda þau skilaboð að náttúran sé okkur mikils virði. Þar með geta verk- efni sem standast umhverfismat orðið óhagkvæm vegna þess að við teljum að ekki komi nægar fjárhagslegar bætur fyrir að fórna náttúrunni. Aðalmálið er að ákvörðunin verður gegnsæ, almenningur getur séð svart á hvítu hvaða forsendur stjórnvöld gefa sér þegar mikilvægar ákvarð- anir í efnahags- og umhverfismál- um eru teknar. Þessi lausn er auð- vitað engin allra meina bót en án gegnsæis og sameiginlegra við- miða verður aldrei von til þess að hægt sé að ná sæmilegri sátt. Náttúruvernd og orkuverð Í DAG NÁTTÚRUVERND ILLUGI GUNNARSSON Það er tómt mál að tala um að við getum búið í þessu landi án þess að nýta gæði náttúrunn- ar. En það er því mjög nauð- synlegt að við komum okkur saman um aðferð til þess að ákveða hvenær rétt sé að leyfa byggingu stóriðju og raforku- vera. Óskhyggjan Össur Skarphéðinsson fjallar um varnarviðræður Íslands og Bandaríkj- anna á heimasíðu sinni um helgina. „Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er helsti sérfræðingur ríkisstjórnarinnar í varnar- og öryggismálum - og betur að sér um þau mál en samanlagður emb- ættismannaherinn,“ skrifar Össur. „Það er athyglisvert, hvernig honum hefur verið haldið utan við þessar viðræður. Það bendir ekki til þess að nýi forsætisráðherr- ann sé sérlega sjálfsör- uggur í þessu máli. Björn hefur hins vegar fellt sinn dóm um samningatækni ríkisstjórnarinnar. Í nýlegri grein í tímaritinu Þjóð- málum sagði hann að markmið hennar hefðu byggst á óskhyggju. Það eru orð að sönnu.“ Líttu þér nær Ögmundur Jónasson skrifar eins og Össur reglulega á sína heimasíðu. Þar birtir hann líka lesendabréf. Í einu slíku segir Hjörtur Hjartarson: „Í sambandi við grein þína um starfslokagreiðslu fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss, langar mig að benda á eftirfarandi: Hugsanlegt er að deyfð fólks gagnvart málinu megi meðal annars rekja til fulltrúa þess á Alþingi. Á Alþingi tóku forystumenn stjórnarandstöðunnar höndum saman við þá Halldór og Davíð og sviku út forréttindi sjálfum sér til handa. Eftirlaunaforréttindi með lítilli 50 prósenta launahækkun til formanna stjórnarandstöðunnar sem viðbit. Þótt litið sé fram hjá launahækkun til formanna stjórnarandstöðuflokkanna, hafa Samtök atvinnulífsins virt eftirlaunaforréttindin ein til 50 milljóna króna starfslokagreiðslu fyrir þingmenn og til 100 milljóna króna starfslokagreiðslu fyrir ráðherra.“ Réttlæti og óréttlæti Á Vef-þjóðviljanum er fjallað um útboð á flugleiðum til fámennra staða sem ríkir niðurgreiðir. „Nú er að sumu leyti skiljanlegt að einhverjir íbúar landsins vilji láta aðra íbúa þess greiða fyrir sig hluta af ferðakostnaði sínum heim og að heiman. Það breytir því þó ekki að vandséð er hvernig hægt er að réttlæta það að taka fé af einum manni og afhenda öðrum til að hann geti ferðast með ódýrari eða þægilegri hætti en ella. En vandinn er ef til vill sá að þeir sem taka ákvarðanir um að taka fé af einum til að gefa öðrum eru sjaldnast beðnir um að réttlæta aðgerðir sínar.“ bjorgvin@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.