Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 19. maí 1978 LA: Fj ölskyldusýning á Galdra- IqtiHÍ — ^ Húsavík, Vopnafirði, Þórshöfn 14111111 og Raufarhöfn Leikfélag Akureyrar er aö leggja af stað meö leikritiö Galdraland eftir Baldur Georgs til fjögurra staða á Noröur- og Noröausturlandi. Sunnudaginn 21. mai verður sýning á Húsavik og hefst hún kl. 16. Næst veröur sýnt á Vopnafiröi, mánudaginn 22. mai. Sú sýning veröur kl. 20.30. Þriöjudaginn 23. mai verð- ur sýnt á Þórshöfn kl. 21 og mið- vikudaginn 24. mai á Raufarhöfn kl. 20.30. Leikstjóri er Erlingur Gislason. Baldur og Konni eru með i ferðinni, enda er þetta fjöl- skyldusýning og þvi bæöi fyrir fulloröna og börn. Leikfélag Akureyrar fer aðeins á þessa fjóra staði en heldur siðan til Akureyrar þar sem verða nokkrar sýningar á Hunangsilmi undir leikstjórn Jill Brooke Arna- son. 1 leikförinni verða fastráðnir leikarar Leikfélags Akureyrar og leikhússtjórinn, Brynja Bene- diktsdottir. Allur hópurinn skiptir með sér verkum. Þeir sem ekki leika i Galdralandi sjá um ljós, leikmuni, leikhljóð og miðasölu. Félag löggiltra rafverktaka: Óþarfi að styrkja erlendar Norðurlandamótið í bridge í Reykjavík ■ , 'i . . yyv > y< '• ' -'■ ' ' ■* . * .i 1 <J . Samkór Trésmiöafélagsins á söngferöalagi I OslÓ. Samkór Trésmiðafélagsins heldur hljómleika Norðurlandamót i bridge fer fram i Reykjavik dagana 10.-15. júni n.k. Lið Islands verða þannig skipuð: Opinn flokkur: Jón Hjaltason, fyrirliði Guölaugur R. Jóhannsson — Orn Arnþórsson Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson Jón Asbjörnsson — Simon SlmdnarsönT Kvennaflokkur: Vilhjálmur Sigurðsson, fyrirliði Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrimsdóttir Ester Jakobsdóttir — Ragna ölafsdóttir Guðriður Guðmundsdóttir — Kristin Þórðardóttir. Unglingaflokkur: Sverrir Armannsson fyrirliði Guðmundur P. Arnarson — Egill Guðjohnsen Þorlákur Jónsson — Haukur Ingason Sigriður Sverrisson — •SkúliEinarsson. Samkór Trésmiðaf élags Reykjavikur býður velunnurum sinum nú til hljómleika i annað sinn. Starfsemi kórsins hefur aukizt mjög og eflst þessi sex ár sem kórinn hefur starfað. Stofnendur voru 15 talsins en nú eru kórfélagar nær 50. I fyrstu var starfsemin eingöngu bundin við félagsstarf Trésmiðafélags- ins, en með árunum hefur kór- starfið orðið umfangsmeira. S.l. vor og sumar var mikið um að verahjá kórnum. Þá hélt kór- inn sina fyrstu sjálfstæðu tón- leika, tók þátt i samnorrænni út- varpsdagskrá 1. mai, og var þátt- takandi I 7. norræna alþýðutón- listarmótinu sem haldið var i Oslð, svo eitthvað sé nefnt. Þessi ferð var kórnum bæði lærdómsrik og ánægjuleg. Þarna var fjöldi kóra og hljómsveita frá Norðurlöndunum, um 6000 þátt- takendur. Þetta var i fyrsta sinn sem íslendingar hafa tekið þátt i þessu norræna samstarfi, sem staðið hefur i 20 ár. Islendingun- um var afar vel fagnað i þessum hópi og fengu hinar ágætustu undirtektir. A þvi starfsári, sem nú er að ljúka, ber hæst af viðfangsefnum kórsins, þátttöku I afmælishátið Landssambands blandaðra kóra i siðasta mánuði og svo vortónleika kórsins sem nú standa fyrir dyr- um. Á tónleikunum verður fjöl- breyttefnisskrá,semsegjamá að skiptist i þrjá meginkafla: I islenzk kórlög II þjóðlög frá ýmsum löndum III útlend klassisk kórlög. Guðjón Böðvar Jónsson stjórn- ar kórnum eins og .undanfarin ár og undirleikarar eru Agnes Löve pianóleikari og Jósef Magnússon flautuleikari. Vortónleikar kórsins verða n.k. sunnudag 21. mai kl. 16.00 i Hamrahliðarskóla. Rithöfundaráð skipað Stjórn Rithöfundasambands Is- lands og Rithöfundaráð hafa nú haldiðfyrstufundi sina eftir nýaf- staðnar kosningar og skipt með sér verkum. Stjórn Rithöfundasambandsins er þannig skipuð: Njörður P. Njarðvik formaður, Vilborg Dag- bjartsdóttir varaformaöur, Krist- inn Reyr gjaldkeri, Pétur Gunnarsson ritari og Þorvarður Helgason meðstjórnandi. Vara- menn: Asa Sólveig og Baldur Ragnarsson. Stjórn Rithöfundaráösins er þannig skipaö: Stefán Júliusson formaður, ólafur Haukur Simonarson gjaldkeri og Asi i Bæ ritari, en alls sitja 12 menn i ráð- inu. skipasmiðar Aðalfundur Félags löggiltra rafverktaka varhaldinn að Hótel Esju 12. mai sl. Stjórn félagsins var endurkjör- in, en hana skipa: Gunnar Guðmundsson formaður Hannes Vigfússon varaformaður Guðjón A. Ottósson ritari Þórarinn Helgason gjaldkeri Böðvar Valtýsson meðstjórnandi Á fundinum voru rædd ýmis hagsmunamál rafverktaka og gerðar samþykktir m.a. þessar: 1. Fundurinn fagnar nýrri verð- lagslöggjöf, en beinir jafnframt þeim tilmælum til stjórnvalda að á grundvelli hinnar nýju lög- Sýning á verkum amerisks naívista Myndin hér að ofan er eftir ameriskan naivista, Mary Bruce Sharon að nafni, en myndir eftir hana munu verða til sýnis i Menningarstofnun Bandarikjanna frá laugardeginum 20. mai til 9. juni. Mary Bruce Shar- on vakti strax athygli, þegar hún fór að mála — þá komin yfir sjötugt— og telja gagnrýnendur hana með eindæmum nákvæma i list sinni. Mary Bruce lézt árið 1961, en sýningar á verkum hennar hafa fariö vftt um evrópskar höfuðborgir. Opnunartimar sýningarinnar eru frá 13-19 virka daga og 13-18 um helgar. gjaíar veröi komið á fót raun- hæfu verðlagseftirliti byggðu á þekkingu en úrelt vinnubrögð hafta og vanþekkingar verði lögð niður. 1 þvi sambandi hvetur fundurinn til þess að kannanir, sem gerðar hafa verið á rekstri fyrirtækja i nokkrum starfsgreinum, verði notaðar til viðmiðunar, en ekki látnar rykfalla i skápum við- komandi embætta. Þá hvetur fundurinn til meiri almennrar fræðslu um verð- myndunog viðskiptahætti til að fyrirbyggja hleypidóma og tor- tryggni gagnvart viðskiptum. 2. Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til fjármálaráðherra og annarra opinberra aöila að þeir láti fara fram athugun á raun- verulegu og endanlegu verði tilboðsverka og tryggi að slikar upplýsingar séu handbærar fyrir viðkomandi aðila i verk- lok til að tryggja að útboð séu ekki viðhöfð i blekkingarskyni og/eða til að sýnast. 3. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við íslenzkan skipa- iðnað og vekur athygli á þvi að þróun framleiðslu og viðgeröa skipa á Islandi er mikilvægari, en stuðningur við uppbyggingu erlendra skipasmiða sem við- gengizt hefur um áraraðir. Fundurinn minnir á að með minnkandi afla eykst þörfin á nýtni þeirra atvinnutækja og vinnuafls sem til eru i landinu. Félag löggiltra rafverktaka i Reykjavlk. Evan Parker Parker af fingr- umfraxn Um þessar mundir er staddur hér á landi brezki saxófónleikar- inn EvaiT Parker i boði Galleri Suðurgötu 7. Hann mun halda tvenna einleikstónleika hérlendis og verða hinir fyrri i Norræna húsinu laugardaginn 20. mai en þeir siðari daginn eftir á Kjar- valsstöðum og hefjast þeir kl. 21. Evan Parker er brautryðjandi ásviði svonefndrar frjálsrar tón- listar sem byggist algjörlega á leik af fingrum fram eða spuna eins og fýrirbæriþetta hefur verið nefnt á islenzku. Þessi tónlistar- stefna á ýmislegt að sækja til bandariska freejazzins en er þó ólik honum um margt. Tónlistin er ekki fyrirfram ákveðin eða samin heldur verða flytjendurnir að spinna hana á staðnum. Tónlistin einkennist af sifelldri tilraunastarfeemi og nýsköpun og veltur mikið á sambandiflytjend- anna innbyrðis svo og viðbrögð- um áhorfenda. Parker notar sér til hins ýtrasta möguleika hljóðfæris sins sópran- saxófónsins. Hann hefur m.a. þjálfað með sér sérstaka öndunartækni sem gerir honum kleift að nýta sér yfirtóna hverrar nótu á alveg nýjan hátt. Hann hefúr leikið með fjölda þekktra spunamanna og má þar nefna Bandarikjamanninn Anthony Braxton, Hollendinginn Han Bennik og þýzka „big bandið” Globe Unity Orchestra. Auk þess hefur hann leikið inn á fjölda hljómplatna bæði undir eigin nafniog með öðrum. A siðasta ári var Parker valinn bezti sópran- saxófónleikari heims af brezkum gagnrýnendum. Forsala aðgöngumiða er i verzluninni Faco.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.