Tíminn - 19.05.1978, Side 11

Tíminn - 19.05.1978, Side 11
Föstudagur 19. mai 1978 11 Ur sjónvarpsræðu Kristjáns Benediktssonar: Virkur útivinnutími hjá Hitaveitunni er aðeins 27% 1 ræðu þeirri, sem Kristján Benediktsson borgarfulltrúi flutti i sjónvarpsumræðunum i fyrrakvöld, skýrði hann frá athyglisverðri niðurstööu athugunar, sem gerð hefur verið á útivinnu hjá Hitaveitu Reykjavikur. Fer hér á eftir sá kafli ræðunnar, sem fjallaði um þetta atriði: Oft heyrist gagnrýnt hvernig útvinna hjá borginni og stofnun- um hennar er skipulögð og framkvæmd. Góðir skattborg- arar fyllast stundum réttlátri reiði og vandlætingu, þegar þeir sjá út um gluggann hjá sér, hvernig fariðer meðpeningana, sem þeir greiða skilvislega til gjaldheimtunnar i mánuði hverjum. Nú er þessi útivinna, sem einkum er á vegum gatnamála- stjóra, garðyrkjustjóra og veitu- stofnana ekki nema hluti af kerfinu i heild, en þó verulegur hluti. Framsóknarmenn i borg- arstjórn hafa sinn eftir sinn lagt til, að fengnir yrðu sérfræðingar i hagræðingarmálum tilað gera úttekt á rekstri borgarinnar og tillögur um endurbætur. Betít hefur verið á, að stjórnkerfið þenjist sifellt út, þótt ibúafjöldi standi i stað, starfsmönnum fjölgi og kostnaður við að halda þessu öllu gangandi verði með hverju ári stærri hluti heildar- tekna borgarinnar. Borgar- stjórnarmeirihlutinn hefur hins vegar ekki mátt heyra minnzt á breytingar á þvi skipulagi, sem hann hefur komið sér upp á und- anförnum áratugum og þvi vis- að snarlega frá öllum tillögum i þá átt meðþeim skýringum, að bezt sé að hafa þetta eins og það er og hver og einn eigi að annast sina hagræðingu sjálfur. Þannig er nú þetta og þannig verður þetta meðan núverandi meiri- hluti ræður. Þeir hjá Hitaveitunni brutust af einhverjum ástæðum út úr kerfinu á s.l. ári og fengu Ingimar Hansson rekstrarverk- fræðing til að gera athugun á skipulagi útivinnuflokkanna og hvernig vinnutlminn nýttist. Verkfræðingurinn skilaði niður- stöðum i desember s.l. Árangur reyndist þessi: Virkur vinnutimi..........27% Bið — akstur — annað.......31% Upphaf og lok verks — sótt efni — bið eftir efni, tækjum, verkstjóra og viðtöl við verk- stjóra....................22% Aðgerðalaus — kemst ekki að — sést ekki —persónulegur timi......................20% Verkfræðingurinn taldi, að með breyttu skipulagi mætti auka virkan vinnutima úr 27% i 51% og jafnvel I 63%. Þetta litla dæmi frá Hitaveitunni ætti aö sýna, hve brýnt er að fá utanað- komandi aðila til að endur- skipuleggja alla starfshætti hjá borginni, ekki aðeins útivinn- una, heldur og ekki siður ýmsa aðra þætti. Borgarstjóri virðist hins vegar ekkert yfir sig hrif- inn af framtaki hitaveitustjóra. Hvergi hef ég heyrt hann minn- ast á þetta og enginn blaða- mannafundur hefur verið hald- inn til að skýra borgarbúum frá þessum athyglisverðu niður- stööum. Hefurþó stundum verið haldinn blaðamannafundur að minna tilefni. Ég er þess fullviss, að það sem mestu máli skiptir fyrir Reykvikinga núna er að efla undirstöðugreinar atvinnulifs- ins, sjávarútveg og iðnað, og endurbæta stjórnkerfið og gera þaðódýrara, einfaldara og jafn- framt virkara. Takist þetta tvennt á ekki að vera neitt vandamálfyrirborgina, án þess að auka skattheimtu, að hafa nægilegt fjármagn aflögu til að sinna félagslegum verkefnum, svo sem byggingu dagvistarheimila, stofnana fyr- ir aldraða, skóla og sjúkrahús. Þá á einnig að vera mögulegt að styrkja á myndarlegan hátt fr jálst félagsstarf áhugafólks og styðja listir og aðra menning- arstarfsemi, en án slikrar starfsemi getur engin höfuð- borgleyft sér að vera. Á grund- velli þess, sem hér hefur veriö sagt, munu borgarfulltrúar Framátíknarflokksins vinna. Kristján Benediktsson. Sýnir í Hamragörðum „Skemmtun ársins” — til styrktar Slysasjóði Kás — Starfsmannafélag Sin- fóníuhljómsveitarinnar og Félag islenzkra leikara gangast fyrir miðnæturskemmtun I kvöld I Há- skólabió til styrktar Slysasjóði. Fjölmargir leikarar og skemmtikraftar koma þar fram, en allir listamennirnir og aðstandendur sýningarinnar láta vinnu sina i té endurgjaldslaust, en en allur ágóði rennur beint i Slysasjóð, eins og fyrr er getið. Meðal þeirra sem koma fram má nefna Sinfóniuhljómsveit íslands sem Heimskfrægur hljómsveitarstjóri ætlar að stjórna, Gisli Halldórsson og Guðmundur Pálsson flytja gamanmál, Grænjaxlar Þjóðleik- hússins koma i heimsókn, Islenzki Dansflokkurinn deuisar, leiklistarnemar og kór Mennta- skólans i Hamrahlið syngja laga- syrpu úr Túskildingsóperunni. Þá ætla Jón Gunnarsson, Herdis Þorvaldsdóttir og Guðrún Step- hensen að bregða á leik ásamt fleirum. Margt fleira verður til skemmt- unar. Slysasjóður var stofnaður fyrir 5 árum af Starfsmannafélagi Sinfóníunnar og Félagi islenzkra leikara, en hann hefur það að markmiði að rétta þvi fólki hjálp- arhönd sem á i erfiðleikum vegna slysa. Einkum eru þeir hafðir i huga sem ekki njóta trygginga hjá tryggingastofnunum. Aðgöngumiðar eru til sölu i bókabúð Lárusar Blöndals og Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, svo og i Háskólabiói. Sumardvöl Níu ára telpa óskar eftir sumardvöl á góðu heimili í sveit. Upplýsingar í síma 5- 39-21, frá kl. 5-8. Snorri D. Halldórsson sýnirum þessar mundir að Hamragörð- um við Hávallagötu. Á sýning- unni verða um 50 verk máluð i oliu- og vatnslitum. Snorri var einn af stofnendum Fristunda- málarafélags Islands á fjórða áratugnum en sá félagsskapur setti á laggirnar myndlistarskóla að Laugavegi 166 og réði til kennslustarfa þekktan skozkan málara Dr. Weitzel að nafni. Á þeim fáu árum sem félagið starf- aði, voru haldnar margar sýning- ar á þess vegum. Siöan þá hefur Snorri haldið margar einkasýn- ingar I Reykjavik og Vestmanna- eyjum. Islenzkt landslag er aðalvið- fangsefni Snorra en auk hefð- bundinna aðferða treður hann nýjar slóðir með notkun ýmissa steinategunda i verkum sínum. Sýningin verður opin frá kl. 16 til 22 alla daga en henni lýkur á sunnudagskvöld. Aðgangur er ókeypis. Húseigendur og forráða- menn húseigna í Hveragerði — á Selfossi — i Þorlákshöfn — á Stokkseyri — á Eyrarbakka og nágrenni. Þéttum sprungur i steyptum veggjum og þök- um með Þan-þéttiefni, áralöng reynsla i með- ferð og þéttingum með Þan-þéttiefni. Látið þétta húseign yðar áður en þér málið og verjið hana fyrir frekari skemmdum. Leitið upplýsinga i síma 3863 Þorlákshöfn. Gera má ráð fyrir að könnunin á dagvistun i Vesturbæ sé að meira eða minna leyti algild fyrir alia borgina, nema Breiðholtshverfin, sem eru þurftafrekari. Úrslit könnunar á dagvistun í Vesturbæ: Dagheimili o g leikskólar framtíðin — Einkavistun neyðarbrauð nema fyrir þau allra yngstu fyrir þau börn en 46% kjósa dag- heimili eða leikskóla heldur. Könnunin lætur einnig til sin taka þróun i skólamálum i Vesturbæ með tilliti til barna- fjölda noröan og sunnan Túngötu. Sé athugað hvar á svæðinu börnin eru einkum búsett, kemur I ljós að af börnum á aldrinum 7-10 ára (skólabörn) búa 57% norðan Tún- götu en 43% sunnan hennar. Sé hins vegar athugaður yngri hópurinn þ.e. börn frá 0-6 ára eru 63% norðan Túngötu en aöeins 37% sunnan hennar. Þar eð þessi börn eru að miklum meiri hluta eða tvö af hverjum þremur búsett norðan Túngötu, er látin i ljós sú skoðun að Vesturbæjarskóli verði oröinn þéttsetinn þegar þar að kemur eigi hann að taka við þessum fjölda en hann sé nú tvisetinn fyrir og taki þó aðeins um 50% barna á svæðinu. Ekki verði með nokkru móti séð hvernig unnt sé að leysa þann vanda nema með þvi að auka þégar I stað verulega við húsnæði skólans. Vitnað er i Árbók Reykjavikur þessu til stuðnings en þar kemur fram fólksfækkun i öllum hverfum i Reykjavik að undanskildum Breiðholtshverfum og gamla Vesturbænum. Um framkvæmd könnunarinn- ar sáu: Anna Kristjánsdóttir, Guðný Eiriksdóttir, Kristin Sætran og Þórunn Benjamins- dóttir. Þjónusta fyrir landsbyggðina Sendíö okkur (i ábyrgð) þá skartgripi sem þér þurfið að láta gera við, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og síma- númeri. Að af lokinni viðgerö, sem verður inn- an 5 daga f rá sendingu, sendum við ykkur við- gerðina í póstkröfu. Allar viðgerðir eru verð- lagðar eftir viðgerðaskrá Félags ísl. gull- smiða. Stækkum og minnkum hringi (sendum mál- spjöld), gerum við armbönd, nælur, hálsmen, þræðum perlufestar. Gyllum. Hreinsum. Sendum einnig í póstkröfu allar gerðir skart- gripa. Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið upplýsinga. GULL HÖLLIN Verzlunarhöllin — Laugaveg 26 101 Reykjavík Símar (91) 1-50-07 & 1-77-42 FI — 1 könnun á dagvistun barna sem tbúasamtök Vesturbæjar og Dagvistarsamtökin efndu til fyrir skömmu, kcmur fram, að dag- hcimilisþörf og leikskólaþörf i Vesturbæ er um 89% og skóladag- heimilisþörf um 34%. Þcssum þörfum er nú aðeins mætt að 51% hvað dagheimili og leikskóla varðar og 8% hvað skóladag- heimili varðar. Könnunin sem er hin fyrsta sinnar tegundar i Reykjavik er talin gefa algildar tölur fyrir borgina i heild, nema Breiðholtshverfin, þar sem barnafjöldi er sérstakiega mikill. Er næsta verkefni Dagvistarsam- takanna að finna ráð til úrbóta nú þegar tölur um ástand og óskir i dagvistun iiggja fyrir. Fleira kemur fram i þessari könnun en beinharðar tölur. Þaö er t.d. athyglisvert, að flestir for- eldrar i gamla Vesturbænum, sem eiga börn fædd árið 1976 og hafa þau i einkavistum, myndu heldur kjósa dagheimili börnum sinum til handa. Af 49 aðstand- endum barna óskaði 41 eftir dag- heimili eða leikskóla. Þetta sýnir m.a. að foreldrar telja ekki einkavistun framtiðarlausn i dag- vistarmálum, þegar um er að ræða börn frá eins til tveggja ára. Hins vegar er svolitið annað uppi á teningnum, þegar um kornabörn er að ræða eða smá- börn um eins árs. Þá kemur fram, að 52% viljaheimavistun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.