Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.05.1978, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 19. mal 1978 Hvað kostar benzínlítrinn í raun og veru? ESE — Félag islenzkra bif- reiöaeig. hefurtekiö saman nokkrar tölur um þaö hvað langan tima þaö taki i hverju eftirtalinna Evrópulanda aö vinna fyrir einum lítra af benzini og er þá miðað viö daglaun verkamanna I þessum löndum Danmörk Noregur Sviþjóð Belgia Irland Bretland Sviss Luxemborg tsland 4.32 min. 4.98 min. 3.91 min. 5.60 min. 8.46 min. 6.57 min. 5.02 min. 3.80 min. 10.94 min. Eins og sjá má á þessum tölum þá eyðir islenzkur verkamaður þrisvar sinnum lengri tima til þess aö vinna fyrir sinum benzinlitra, en kollcgar hans f Luxemborg og Sviþjóð og trúlega er benzín þess islenzka lakara að gæð- um, sem aftur á móti leiðir tii hærri reksturskostnaðar. Annars eru Islendingar og Irar sér á báti i þessum efnum en aðrar þjóðir komast ekki með tærnar þar sem við höf- um hælana hvað varðar verð á benzini. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið og nokkrar ógangfærar bifreiðar þar á meðal Pick-up bifreið með framhjóiadrifi, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðju- daginn 23. mai kl. 12-3. Tilboðin verða opn- uð i skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNARLIÐSEIGNA FRÆ Grasfræblöndur vallarsveifgras túnvingull sumarhafrar vetrarhafrar bygg rýgresi repja fylking dasas sol II Mjólkurfélag Reykjavikur Laugavegi 164 — Reykjavík — Slmi 11125 Utankjörfundar- KOSIMING Verður þú heima á kjördag? Ef ekki — kjóstu sem fyrst! Kosið er hjá hreppstjórum, sýslumönnum og bæjar- : fógetum. I Reykjavík hjá bæjarfógeta í gamla AAiðbæjarbarnaskolanum við Tjörnina. Þar má kjósa alla virka daga kl. 10.00-12.00, 14.00-18.00 og 20.00-22.00. Helga daga 14.00-18.00. Símar vegna utankjörstaðakosninga eru tyrir i Vesturland og Austurland 29591, fyrir Vestfirði og i Suðurland 29592, fyrir Norðurland vestra og eystra 29551, og fyrir Reykjavík og Reykjaneskjördæmi 29572 og 24480. AAinnið vini og kunningja sem eru að fara að heim- an að kjósa áður en þeir fara. Flokksskrifstofan veitir allar upplýsingar þessum málum viðkom- andi. B er listabókstafur f lokksins,nema þar sem hann er i samvinnu við aðra. lesendur segja Á að stöðva verðbólguna Mikið er nú skrifað og skrafað um verðbólguna og er það að von- um. Nú, með kosningar til Alþingis og sveitarstjórna fram- undan eru allir sammála um, að verðbólgan sé hinn versti vágest- ur og verði þvi að stöðva vöxt hennar. Hins vegar virðist það vefjast fyrir mönnum hvernig það skuli gert. Það eru fyrst og fremst stjórnmálamennirnir sem glima við þessa þraut. Margt segistþeim vel, en litið er aöhafst og verðbóíga vex og dafnar vel. þviþarfþaðsvoað vera? Að minu viti er það af þvi að forsenduna vantar, en hún er þessi: Að eyða ekki meiru en aflað er og að það sem aflast sé nýtt þjóðinni og ein- stakiingum hennar til heilla og hagsbóta. Er hægt að gera þetta? Já, það er hægt, en til þess verður rlkisstjórnin að hætta að skatt- pina þjóðina og láta stofnanir sin- ar — rikisstofnanir — ganga á undan öðrum með verðhækkanir. Að sjá um að bankar okri ekki á viðskiþtavinum sinum með óhæfi- lega háum vöxtum og sóun fjár- muna þjóðarinnar m.a. með óþarflega mörgum útibúum og óþarflegamörgum og stórum bygg ingum og luxusinnréttingum þeirra. Sama gildir um félög og einstaklinga sem stunda lána- starfsemi. — Að hætta prósentuálagnlngu, sem hvetur heildsala og kaupmenn til aö kaupa vöruna þar sem hún er dýrustiheildsölum mætti fækka). — Að hætta að eyða mörgum þús- undum milljóna i erl. gjaldeyritil ótakmarkaðs fjölda fólks, sem ferðaskrifstofurnar lokka til „sól- arlandaferða” með óheyrilega miklum auglýsingaáróðri. Þetta fólk kemur svo heim magaveikt og sólbrennt eftir að hafa sýnt útlendingum nakta likami sina, ogenginnveit hve mikið af meng- un það flytur heim með sér eftir aðhafa svamlaði gruggugum sjó Miðjarðarhafsins. En ferðaskrif- stofurnar eða eigendur þeirra dafna. — Aé hætta óhoflegri gjaldeyriseyðslu á öðrum svið- um. Má i þvi sambandi benda á, að hætt verði að hleypa erlendum auðhringum inn i landiö og láta almenning greiða fyrir þá ódýrt rafmagn og byggja fyrir þá hafn- ir á kostnað landsmanna, hafnir sem annars væru algerlega óþarfar. Hætta öllum stóriðju- draumórum, sem við getum ekki uppfyllt sjálfir. — .Að leggja ekki út i tvisýnar og áhættusamar framkvæmdir eins og t.d. Kröflu- ævintýrið, sem nánast má kalla glæfrafyrirtæki, og kostaö hefur þjóðina ærið fé og á áreiðanlega eftir að kosta mikið fé ennþá, hvort sem það verður nokkurn- tima að notum eða ekki. — Að hætta að byggja allar fram- kvæmdir á lánum. Hvernig eiga nokkur fyrirtæki, hvort sem um er að ræða landbúnað, fiskveiðar eða iðnað, að geta borið sig með þessumóti meðþeimokurvöxtum sem nú tiðkast. Meiri hluti tekna þeirra fer i afborganir og vexti af lánunum, og afgangurinn og jafn- vel meira fer i hinar og þessar álögur, sem svo lenda i hinni botnlausu hit rikissjóðs. — Að hætta að verðtryggja eitt en ekki annað, það er ójöfnuður. — Að hætta nauðungaruppboðum. Fátt er eins vel fallið til að gera þá riku rikari og þá fátæku fátækari. Hversvegna má ekki selja hlutina á frjálsum markaði? Að gera skattalögin þannig úr garði að skattsvikarar geti ekki eða eigi sem erfiðast með að gera það. Núgildandi lög hvetja þá til þess. — Að gera skólakerfið einfaldara og að leggja meiri áherzlu á hagnýtan lærdóm og hætta að halda börnum á skólabekk I niu mánuði ársins. — Að hætta að flytja inn eiturlyf eins og áfengi og selja það á þann hátt að börn og unglingar geti aflað þess. Það Skapar afbrotamenn strax áunga aldri. Ri'kisvaldið hegnir svo þessu ungviði fyrir brot, sem það sjálft átti upptökin að. Þetta er ljótt framferði hjá forustumönn- um þjóðarinnar. Hér að framan er stuttorð upptalning á þvi helzta sem lag- færa verður, ef ná skal tökum á verðbólgunni og stöðva hana. Óreiða og ringulreið hjá þeim sem ráða yfir fjármunum þjóðar- innar er áberandi. öll þjóðin er undrandi og reið yfir þeim fjárhagsvandaaðgerðum rikis- stjórnarinnar að brjóta gerða samninga og að halda ekki gefin loforð. Fagurt fordæmi! Hjá öll- um rikisstjórnum hefur það hingað til verið aðalúrræði til að ráða framúr fjárhagsvandræð- um, sem þær hafa komið þjóðinni i, að lækka tekjur almennings og þá fyrst og fremst þeirra sem minnstar tekjur hafa. Þessar sið- ustu aðgerðir hniga i sömu átt, þótt annar háttur hafi nú verið hafður á en vanalega. Þetta er allt hreinskilningsleg frásögn af þvi sem er að gerast, eins og það kemur mér fyrir sjónir. Ekki má ég gleyma að þakka þingmönnum á viðeigandi hátt fyrir umhyggju þeirrafyrir okkur gamla fólkinu, þegar skattalaga- frumvarpið var til umræðu á Alþingi. Ekki einn einasti þeirra minntist einu orði á að rétta hlut okkar, sem höfum greitt okkar gjöld undanbragðalaust i áratugi. Að lokum vil ég endurtaka það sem ég sagði i byrjun. Sé alvara fyrir hendi að stöðva verðbólg- una, þá má ekki eyða meiru en aflað er og það sem aflast verður að nýta þjóðinni og einstaklingum hennar til heilla og hagsbóta. Jón Eiriksson Drápuhlið 13. O Halldór anleiki fjárveitinga, sem stefnt var að, hefur ekki náöst, og þar með er litið svigrúm til að ráðast I stærri verkefni. Ljóst er að breytingar á vegaflokkuninni ná ekki tilgangi sinum fyrr en breytt verður um málsmeðferð og vinnubrögð I sambandi við afgreiðslu vegáætl- unar, og er ef til vill nauðsynlegt aðsetja ákvæði þar að lútandi inn I vegalög til að tryggja að úr þessu verði bætt. Áætlun um stærri verkefni. í þvi sambandi kemur til álita að setja i vegalög ákvæði um Sprungu- og þakþéttingar á gamalt og nýtt með álkvoðu* 10 ára ábyrgð á efni og vinnu. (Sem endist i 20-30 ár). Einnig múrviðgerðir, flisa- lagnir og pússning. Álþétting s.f. Simi 91-24954 og 20390 eftir kl. 16. gerð sérstakrar áætlunar um stærri verkefni sem næði yfir 2-3 kjörtimabil. 1 þeirri áætlun yrði kveðið á um einstök verkefni, I hvaða röð þau skyldu framkvæmd, áfangaskiptingu og annað sem mestu máli skipti. Þessi áætlun yrði siðan felld inn I vegáætlun hverju sinni, en þó þannig að tryggt væri , að umtals- verðurhluti þess fjármagns, sem ætlaður væri til nýrra framkvæmda rynni til þessara sérstöku verkefna, og þa' i þeirri röð sem langtimaáætlunin segir til um. Eðlilegt væri, að lánsfé, sem aflað er til vegafram- kvæmda hverju sinni, gengi fyrst og fremst til þessara sérstöku verkefna. Fjárveitingum til annarra vegaframkvæmda en hinna sér- stöku verkefna mætti þá skipta milli kjördæma eftir hiutfalls- reglum, sem tækju tillit til ástands, notkunar og lengdar vega i hinum ýmsu kjördæmum Ég hef nýlega falið samgöngu- ráðuneytinu og Vegagerðinni að athuga um möguleika á slikri áætlanagerð, sem hér hefur verið lýst, en slik athugun er nauðsyn- legur undanfari lagaákvæöa um þessi mál. Þegar niðurstöður at- hugunar liggja fyrir þyrfti að taka þessi atriði til skoðunar og breyta vegalögum eins og þurfa þætti með það fyrir augum að tryggja það að stór og brýn verk- efni i vega- og brúagerð komi til framkvæmda, i stað þess að þeim er ýtt til hliðar við núverandi að- stæður. . Norður- og Aiisturvegur I sambandi við þetta atriði vil ég minna á yfirlýsingar rikis- stjórnarinnar á s.l. ári um að ákvörðun sú sem mörkuð var um Norður-og Austurveg nái tilgangi sinum, þó á lengri tima verði en gert var ráð fyrir i lög'unum. Til þess arna verður að taka tillit til endurskoðaðrar vega- áætlunar á næsta ári og gerö nýrrar, ef takmörkuninni hefur ekki þá þegar verið náð. Til þess að friður fáist um framkvæmd slikrar áætlunar er mér ljóst að nauðsyn ber til að taka tillit til vegagerðar á öðrum landsvæðum. 1 samræmi við þessa skoðun mina, og það sem ég sagði áðan um endurskoðun vegalaga og ákvörðun um skiptingu vegafjár, tel ég brýna nuðsyn til að koma þeirri stefnu fram sem ég lýsti héráðan um langtima áætlun um stærri verkefni og sérstaka fjár- útvegun til þeirra. Enda þótt mér sé ljóst að engin slík ákvörðun verður tekin á- þessu þingi um þá stefnumörkun, mun ég láta undirbúa fram- kvæmd þessarar athugunar, og haga henni á þann veg að allir geti haft áhrif á hana. Hr. forseti, Með þessum orðum tel ég mig hafa gert fullkomna grein fyrir skýrslu um framkvæmdir á vega- áætlun á árinu 1977, og læt máli minu lokið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.