Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 24
 25. september 2006 MÁNUDAGUR4 Ellý Ármannsdóttir, þula og ritstjóri, lét nýverið skipta um gólfefni á stigaganginum sínum. Hún valdi að setja steinteppi á ganginn en færst hefur í aukana að fólk velji það gólfefni í heimahús. „Ég var búin að leita lengi að rétta gólfefninu til að setja á inngang- inn hjá mér,“ segir Ellý Ármanns- dóttir. „Ég vildi fá gott gólfefni þangað inn því það er það fyrsta sem maður stígur á þegar komið er inn á heimilið. Síðan var ég í Blue Lagoon-versluninni á Lauga- vegi og féll fyrir gólfinu sem er þar en það er rosalega fallegt steinteppi sem heillaði mig.“ Ellý hafði samband við Malland gólflausnir þar sem hún keypti efni og vinnu saman í pakka. „Steinteppið er sko ekki síðra í heimahúsum en í verslunum og fyrirtækjum,“ segir Ellý, sem er mjög ánægð með útkomuna. „Svo er þetta mun ódýrara en að fá sér parkett. Steinteppið var einnig mun ódýrara en kókosteppið sem ég ætlaði að fá mér. Ég valdi mér marmarakurl sem mér finnst hafa komið rosalega flott út. Þeir hjá Malland unnu verkið fyrir mig, sáu líka um alla undirbúnings- vinnuna, og þetta tók allt í allt tvo daga. Ég reif upp parkett sem var á innganginum en flísarnar voru það vel límdar niður að það þurfti ekki að rífa þær upp. Við bara ryk- suguðum vel og skelltum svo steinteppinu á. Þetta tók enga stund.“ Kristinn Sigurharðarson hjá Mallandi gólflausnum segir sífellt færast í aukana að fólk kjósi stein- teppi á heimili sín. „Kostirnir við steinteppin eru að þau eru ódýr, hljóðeinangrandi, auðvelt að þrífa þau og í raun er ekkert viðhald á þessu,“ segir Kristinn. „Einnig er að komast á laggirnar fyrirtæki sem sérhæfir sig í þrifum á stein- teppum.“ Hjá Mallandi fæst mikið úrval af steinteppum sem skiptast eftir grófleika og svo lit. „Svo má blanda saman að vild. Við erum með sandkassa hér fyrir viðskipta- vinina að leika sér í og þar má prófa sig áfram í leitinni að rétta gólfefninu,“ segir Kristinn og hlær. Ellý fer ekki ofan af því að hún hafi valið rétta efnið á stigagang- inn sinn. „Það er svo auðvelt að þrífa þetta,“ segir Ellý hæstánægð „Með húsið fullt af börnum og allir á skítugum skóm. Komi einhver drulla þá læt ég hana bara þorna og svo ryksuga ég það upp. Þetta á eftir að endast að eilífu.“ johannas@frettabladid.is Steinteppi fyrir heimilið Gísli Sigurðsson frá Mallandi gólflausnum leggur lokahönd á verkið en hjá Mallandi má kaupa efnivið og vinnu í sama pakka. Marmarakurlinu er smurt á gólfið með múrbrettum. Epoxy-bindiefni er blandað út í sandinn sem annað hvort er marmari eða kvars. Ellý Ármannsdóttir segir börnin á heimilinu; Einar Alex og Ármann Elías Jónssyni og Kríu Freysdóttur, vera ánægð með nýja gólfefnið enda er það auðvelt í þrifum og því minna um skammir fyrir skítuga skó. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Stigagangurinn er stílhreinn og fallegur eftir breytingu. Liturinn sem Ellý valdi sér á steinateppið er bjartur og hlýr. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Fyrir breytinguna. Ellý reif upp parkett sem þakti hluta gangsins. Ekki reynd- ist nauðsynlegt að brjóta upp flísarnar heldur var steinateppið lagt yfir þær. FYRIR Stigagangur Ellýjar ...OG EFTIR Evíta Hárgreiðsla og gjafavörur Starmýri 2, 108 Rvík, s. 553-1900 www.evita.is Gjafavörur í úrvali Ný sending af luktum og lömpum Hárþjónusta á frábæru verði, gerið svo vel að panta tíma. MYND Hafnarfi rði S: 565 4207 www. ljosmynd.is Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.