Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 25. september 2006 5 Veggfóður má nota á fleira en veggi. Síðustu ár hefur veggfóður verið mjög vinsælt og margir hafa notað það á nánast alla veggi heimila sinna. Veggfóður má þó nota á fleira en veggi og ef að mikill afgangur er af veggfóðrinu er tilvalið að nota það á pappakassa eða trékassa sem hægt er að geyma ýmislegt í. Kassar sem eru veggfóðr- aðir með litríku veggfóðri eru til dæmis tilvaldir sem leikfangakassar og geta þess vegna verið í stíl við veggina í barnaher- berginu. - eö Litríkt fyrir leikföngin Pappakassar geta alveg dugað sem leikfangakass- ar í einhvern tíma ef lífgað er upp á þá. Litríkt veggfóður er tilvalið til að búa til leikfangakassa. Veggfóðrað í hólf og gólf EFTIR AÐ HAFA VERIÐ VINSÆLT Í FJÖLDAMÖRG ÁR DATT VEGGFÓÐ- UR ÚR TÍSKU Á SÍÐUSTU TVEIMUR ÁRATUGUM. UNDANFARIÐ HEFUR ÞESSI HEIMILISPRÝÐI ÞÓ FENGIÐ UPPREISN ÆRU. ■ Pappírsveggfóður er elsta tegund veggfóðurs og nýtur nú vaxandi vinsælda á nýjan leik. Pappírsveggfóður var áður ódýr framleiðsla en í dag er sumt dýrasta og besta veggfóðrið úr pappír. Það hefur betra yfirborð en áður og þolir þvott, auk þess sem það fæst með eða án sjálflímandi bakgrunns. ■ Vínylveggfóður er auðvelt að setja á veggi og því er það vinsælasta veggfóðrið í dag. Það er til með margs konar áferð, sléttri og grófri og hentar í flest herbergi nema þar sem raki er mikill. ■ Blautrýmisveggfóður er sterkari gerð vínylveggfóðurs og er einkum notað á baðherbergi og í þvotta- hús. Það dregur ekki í sig raka og samskeytin eru soðin saman með sérstökum vökva. Afbrigði af þessu veggfóðri er kallað veggvínyll en til að setja það upp þarf kunnáttu og sérstök verkfæri. ■ Tekstílveggfóður þolir ekki raka en hentar vel í flest herbergi, að eldhúsinu undanskildu. ■ Glertrefjastrigi, eða vefur, hefur verið á markaði í mörg ár. Hann er hægt að mála og má jafnvel nota á baðherbergi. Eini gallinn við glertrefjastrigann er sá að hann á það til að losna frá veggnum og mynda fellingar ef veggurinn er ekki stöðugur. ■ Veggfóður til málunar, eða náttúrustrigi, er í dag mikið notað í stað glertrefjastrigans. Það er hægt að fá í ótal munstrum og það tekur í sig minni málningu en striginn. Einfalt í uppsetningu og auðvelt að fjarlægja. Að lokum er vert að minnast á veggborða, en þá má nota meðal annars til að skipta vegg lárétt, líma upp undir loft eða á miðjan vegg til að gera herbergið notalegra. (Heimildir fengnar úr bókinni Verk að vinna) Verði maður fyrir þeirri ógæfu að verða var við einkennileg og framandi skordýr á heimili sínu er eðlilegt að vilja eyða þeim hið fyrsta. Hins vegar er eitrun ekki alltaf skynsamlegasta lausnin og því best að láta greina skordýrategundina áður en farið er í að eyða henni. Náttúrufræðistofnun Íslands sér um slíkar greiningar og að henni lokinni er óhætt að hafa samband við meindýraeyði um hvaða skref skulu tekin næst. hvað á að gera?} Óþekkt skordýr EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS... WWW.GRAS.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.