Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 72
36 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR Árbæingurinn Ragnar Sigurðsson gæti hafa leikið sinn síðasta leik með Fylki í bili, að minnsta kosti. Honum hefur verið sýndur mikill áhugi frá félögum á Norðurlöndunum og nú hefur sænska úrvals- deildarliðið IFK Gautaborg komist að samkomulagi við Fylki um kaupverð á Ragnari. Fréttablaðið hefur reyndar heimildir fyrir því að Malmö FF hafi einnig sýnt Ragnari mikinn áhuga og hafi verið komið langt í samningaviðræðum þegar IFK greip inn í. „Mér skilst að menn frá IFK hafi komið hingað þrisvar í sumar til að sjá mig spila,“ sagði Ragnar við Fréttablaðið. „Ég þarf því ekki að æfa með liðinu en stefni engu að síður að fara bráðlega út til að kíkja á aðstæður og semja við liðið um kaup og kjör.“ Ragnar segir að hann muni skoða vel hvað félagið hafi upp á að bjóða og bera það undir aðila sem hann treystir og þekkir vel. Hann kann- aðist þó ekki við áhuga Malmö en sagði að Fylkismenn hefðu ef til vill ekki verið að segja honum alla söguna. „Ég held að það sé betra að vita ekki öll smáatriði því það getur bara truflað einbeitinguna.“ Ragnar er tvítugur varnar- og miðjumaður sem hefur verið fastamað- ur í liði Fylkis undanfarin tvö ár. Litlu munaði að hann semdi við félag síðasta haust en nú virðist fátt geta komið í veg fyrir útrás hans. „Ég hef stefnt að því að gerast atvinnumaður í knattspyrnu allt mitt líf og langar auðvitað að fara eins langt og ég get. En mér líst vel á Svíþjóð og tel það hollt að taka lítil skref í einu.“ Hann telur að sú reynsla sem hann hafi fengið með Fylki sé dýrmæt. „Ég hef klárlega bætt mig mikið á undanförn- um tveimur árum og ekki má vanmeta þá reynslu sem maður fær í íslensku deildinni. Það er til að mynda gott að spila undir þessari pressu og takast á við einkunnagjafir fjölmiðla og fleira í þeim dúr. Það finnst mér skipta máli.“ Ragnar hefur á síðastliðnum þremur tímabil- um með Fylki í Landsbankadeildinni leikið 45 leiki og skorað í þeim tvö mörk. Þá hefur hann verið fastamaður í yngri landsliðunum og leikið samtals 20 leiki með þremur landsliðum og skorað í þeim þrjú mörk. RAGNAR SIGURÐSSON: GÆTI VERIÐ Á LEIÐ TIL SÆNSKA ÚRVALSDEILDARFÉLAGSINS IFK GAUTABORG Gott fyrsta skref að fara til Svíþjóðar FÓTBOLTI Stefán Gíslason var í byrjunarliði Íslands gegn Lett- landi um helgina og verður senni- lega áfram á sínum stað gegn Svíum, sér í lagi í fjarveru Brynj- ars Björns Gunnarssonar sem verður í leikbanni á morgun. Stef- án sagði á æfingu íslenska lands- liðsins í Kaplakrika í gær að menn væru ekki mikið að velta sér upp úr tapi liðsins fyrir Lettum um helgina. „Við munum að sjálfsögðu skoða leikinn gegn Lettum vel og reyna að bæta úr því sem miður fór. En það þýðir ekkert að hengja haus enda stutt í næsta leik,“ sagði Stefán. „Nú þurfum við einfald- lega að einbeita okkur að næsta verkefni og við ætlum okkur að gera betur gegn Svíum og sýna okkar rétta andlit þar.“ Í síðustu landsleikjahrinu byrj- aði Ísland á því að leggja Norður- Íra á útivelli og tapa svo gegn Dönum heima. Nú hófst vikan á tapi í Lettlandi og fram undan er heimaleikur gegn Svíum. En Stef- án segir að lítill munur sé á íslenska hópnum á milli leikjanna. „Hvort sem við vinnum eða töpum kunna menn einfaldlega að takast á við þetta. Síðasti leikur á ekki að hafa neitt að segja í þeim næsta og í hópnum eru menn með reynslu sem kunna að takast á við bæði töp og sigra.“ Landsliðsþjálfarinn tók í svip- aðan streng og sagði að andinn væri góður í hópnum, þrátt fyrir allt. „Auðvitað var þessi leikur með algjörum ólíkindum. Við gerð- um nokkur mistök og þeir voru fljótir að refsa okkur fyrir þau.“ Kollegi Eyjólfs í Svíþjóð, Lars Lagerbäck, sagði að varnarleikur Íslands virtist óstöðugur og komu þau ummæli Eyjólfi ekki á óvart. „Við erum nýbúnir að fá á okkur fjögur mörk í einum leik og Svíar koma þar að auki til leiks með mikið sjálfstraust og fullt hús stiga. Við tökum sérstaklega mið af því að mæta liði sem er með bullandi sjálfstraust og ætlum að reyna að verjast þeirra skyndi- sóknum.“ Frá því að Eyjólfur valdi upp- haflegan 20 manna hóp fyrir þessa landsleiki hafa nú þrír dottið úr hópnum vegna meiðsla og leik- banns. Hann hefur nú kallað á Ólaf Örn Bjarnason sem flaug til lands- ins frá Noregi í gær. „Óli verður til taks ef við þurfum að bæta við í vörninni þar sem við höfum misst mikið úr. Hann þekkir þetta allt vel og fellur vel í hópinn.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is MÁLIN RÆDD Eyjólfur Sverrisson lands- liðsþjálfari og Hermann Hreiðarsson varnarjaxl. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FYRIRLIÐINN Eiður Smári Guðjohnsen fer fyrir sínum mönnum gegn Svíum á Laugar- dalsvelli á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Þýðir ekki að hengja haus Íslenska landsliðið í knattspyrnu tók í gærmorgun sína fyrstu æfingu í undir- búningi sínum fyrir leikinn gegn Svíum á Kaplakrikavelli. Menn virtust upplits- djarfir og jákvæðir þrátt fyrir slæmt tap fyrir Lettum um helgina. FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk í Noregi, kom inn á í síðari hálfleik gegn Lettum á laugardag og færði meiri sóknar- þunga í íslenska liðið eftir afleit- an fyrri hálfleik þar sem Lettar komust þremur mörkum yfir. „Það var ekki létt að koma inn á í þessari stöðu,“ sagði Veigar Páll í gær. „En maður reynir að hugsa jákvætt og ég leit á það þannig að vinna alla vega síðari hálfleikinn. Maður vill auðvitað standa sig vel og vinna sér sæti í liðinu.“ Eyjólfur Sverrisson landsliðs- þjálfari stillti íslenska liðinu upp samkvæmt 4-5-1 leikkerfinu eftir að 4-4-2 skilaði íslenska liðinu þremur stigum gegn Norður-Írum og Dönum. Nú eru fjarverandi þeir Heiðar Helguson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson og því minna um framherja í hópnum en áður, en íslenska liðinu gekk betur á laugardag eftir innkomu Veigars Páls. „Ég vil að sjálfsögðu vera í lið- inu en það er auðvitað þjálfaranna að ákveða það og hvernig taktík liðið spilar. Ég mun sinna þeirri ákvörðun, sama hver hún verður. En ég á minni möguleika á sæti í liðinu ef við spilum 4-5-1.“ Veigar neitar því ekki að hann og Eiður Smári hafi náð ágætlega saman gegn Lettum. „Við sköpuð- um fullt af færum í leiknum og að mínu mati gekk betur í síðari hálf- leik en þeim fyrri. Þá virtist mun- urinn á liðunum ekki jafn mikill og vorum við afar óheppnir að ná ekki að minnsta kosti einu marki.“ - esá VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Á æfingu íslenska landsliðsins á Kaplakrikavelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Veigar Páll Gunnarsson átti ágæta innkomu gegn Lettum á laugardag: Ég vil auðvitað spila alla leiki FÓTBOLTI Ólafur Örn Bjarnason var í gær kallaður inn í íslenska landsliðið og kemur hann í stað Kára Árnasonar, sem meiddist í leik Íslands og Lettlands um helgina. Kári fór í gær í mynda- töku vegna meiðslanna. Helgi Valur Daníelsson gat æft í gær en hann var aumur í baki eftir leikinn gegn Lettum. Hann ætti að verða klár í slaginn á morgun. Grétar Rafn Steinsson var sömuleiðis tæpur í síðustu viku en gat leikið um helgina og verður klár á morgun. - esá Íslenska landsliðið: Ólafur Örn inn og Helgi tæpur FJÓRIR GÓÐIR Íslensku leikmennirnir á æfingu í gær. Helgi Valur er annar frá hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Grétar Rafn Steinsson lék að venju í vörn íslenska liðsins gegn Lettum þrátt fyrir að hafa meiðst í leik með AZ Alkmaar í síðustu viku. Þá vankaðist hann einnig og man hann reyndar lítið eftir þeim leik í dag. „Ég er allur að koma til enda aðeins um smávægileg meiðsli að ræða sem maður lætur ekki stoppa sig. Ég er betri í dag en um helgina og nú þurfum við bara að bæta krafti í okkar leik og ná góðum úrslitum gegn Svíum.“ - esá Grétar Rafn Steinsson: Aðeins smá- vægileg meiðsli GRÉTAR RAFN STEINSSON FÓTBOLTI Þrír miðvallarleikmenn sænska landsliðsins verða sennilega ekki með liðinu sem mætir Íslandi á morgun. Þegar er ljóst að Fredrik Ljungberg verður frá vegna meiðsla og þá tekur Anders Svensson út leikbann. Sá þriðji, Tobias Linderoth, er í Kaupmannahöfn þar sem kona hans á von á barni þessa dagana. Sænska knattspyrnusamband- ið hefur leigt einkaþotu sem bíður í Kaupmannahöfn ef svo fer að Linderoth geti komið á síðustu stundu. Þá er eins og flestir vita Zlatan Ibrahimovic í sjálfskipuðu leyfi og Andreas Isaksson markvörður er meiddur. - esá Sænska landsliðið: Einkaþota bíð- ur Linderoth VAR HANN INNI? Tobias Linderoth verst skalla Carles Puyol gegn Spánverjum um helgina. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Óli Halldór Sigurjónsson var í fyrradag ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks Leiknis sem leikur í 1. deildinni. Tekur hann við af Garðari Gunnari Ásgeirs- syni sem lét af störfum eftir tímabilið. Leiknir hafnaði í 9. sæti deildarinnar en féll ekki þar sem liðum verður fjölgað á næsta ári. Óli hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari í meistaraflokki Leiknis. - esá 1. deildarlið Leiknis: Óli Halldór ráð- inn sem þjálfari > Birgir Leifur slapp fyrir horn Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur í GKG, lauk keppni á Áskorenda- mótaröð Evrópu um helgina er hann hafnaði í 59.-61. sæti á móti í Toulouse í Frakklandi. Árangurinn færði honum um 32 þúsund krónur í verðlaunafé og þénaði hann alls um 1,35 milljónir króna. Það skilaði honum í 88. sæti peningalistans á mótaröðinni en efstu 90 kylfingarnir komast beint inn á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð næsta árs. Í fyrra hafnaði Birgir Leifur í 85. sæti á sama lista og var síðan hársbreidd frá því að komast inn í aðalmótaröðina. sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Sænska götublaðið Aftonbladet birti í gær ítarlegt viðtal við landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen þar sem hann ræðir um íslenska landsliðið og félagslið sitt, Evrópumeistara Barcelona. Meðal þess sem kemur fram í greininni er að hann telur að Spánn muni sitja eftir í undan- keppninni fyrir EM 2008 og að Svíþjóð og Danmörk muni komast áfram. „Spánn tapaði fyrir Norður- Írlandi og það væri flott að fá tvær Norðurlandaþjóðir á EM. Svíþjóð og Danmörk eru með mjög öflug lið.“ Spænskir fjölmiðlar tóku viðtalið upp í sínum viðtölum í gær. Hann segir að íslenska liðið sé skipað góðum leikmönnum og geti staðið sig vel á góðum degi. „Leikurinn gegn Norður-Írum er gott dæmi um það. Við verðum að eiga þannig leik ef við ætlum okkur eitthvað úr leik gegn stórþjóð eins og Svíþjóð.“ - esá Eiður Smári Guðjohnsen: Spánn kemst ekki áfram EIÐUR SMÁRI Hér í léttum æfingum á Kaplakrikavelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.