Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 45
Mama mio eru nýjar vörur á mark- aðnum en að baki merkinu standa þrjár vinkonur sem samanlagt hafa eignast sjö börn. Allar vörurnar frá Mama Mio eru fram- leiddar með því markmiði að vernda húð- ina á meðgöngunni og reyna að koma í veg fyrir slit. Að baki merkinu standa þrjár breskar konur sem allar hafa starf- að í snyrtivörugeiranum til fjölda ára, en á þessum árum hafa þær viðað að sér víð- tækri þekkingu um verndun húðarinnar. Undirstaðan í vörunum frá Mama Mio eru margs konar olíur, en vörurnar eru unnar í umhverfi sem er viðurkennt af FDA (Food and Drug Administrat- ion). Olíurnar eru m.a. gerðar úr lofnarblómi, sítr- ónu, appelsínu og ylang ylang. Vörurnar frá Mama Mio eru m.a. fáanleg- ar í apótekum og snyrti- vöruverslun- um. Nýjung fyrir verðandi mæður Hin umdeilda Imelda Marcos, fyrrverandi forsetafrú á Filipp- seyjum, markaðssetur eigin skartgripalínu. Marcos byggir línuna á eigin skartgripum, og verður hún í ódýrari kantinum miðað við fyrir- myndirnar, enda ætlað að höfða til ungu kyn- slóðarinnar. Marcos var vægast sagt mjög umdeild í forsetatíð eiginmanns síns, ekki síst fyrir óhóflegt líf- erni, sem braust meðal annars fram í gríðarlegu skósafni, en þegar mest lét taldi það 3.000 skópör. Marcos, sem á yfir höfði sér allt að þúsunda ára fangelsisvist í heimalandi sínu fyrir almenna spillingu, hefur að vonum gengið illa að losna við þá neikvæðu ímynd sem fylgir henni allt frá for- setatíð eig- inmannsins. Með mark- aðssetningu skartgripa- línunnar vonast frúin til að breyt- ing verði þar á. -rve Skart í stað skófatnaðar Snyrtivöruheimurinn er enginn smáiðnaður og það er ekki að ástæðulausu sem flest stóru tískuhúsin blanda sér í þann slag. Sum hver eru reyndar eingöngu í heimi ilmvatna og rakakrema líkt og Guerlain en önnur líta á snyrtivörurnar sem aukabúgrein enda getur metsöluilmvatn rakað saman heilmiklum upphæðum. En snyrtivöruiðnaðurinn er harð- ur heimur og nauðsynlegt að vera í sífelldri endurnýjun til að halda markaðshlutdeild sinni eða að auka hana eins og markmiðið er nú oftast. Mikill vill meira. Hjá stóru tískuhúsunum eins og Yves Saint Laurent, Chanel og Dior, sem eru gríðarlega sterk í þessum geira, er snyrtivöru- framleiðslan aðskilið fyrirtæki. Þar eru stórar rannsóknarstofur sem leita stöðugt nýjunga, prófa vörurnar, ráða fólk í vinnu við að nota þær og fylgjast með áhrif- unum sem þær hafa. Á haustin er af nógu að taka í nýjungum. Í förðun eru tískulitir eins og í annarri tísku. Í vetur er það til dæmis Parísarstíllinn sem gildir í varalit, hárautt eins og nýi rauði Ópíumvaraliturinn frá YSL. Dior hefur einnig sent frá sér rauðan varalit sem Monica Belucci kynnir og heitir einfaldlega Rouge Dior. Tískan er undir áhrifum sjöunda áratugarins og litirnir í snyrtivörunum fylgja. Því er mikið um fjólublátt, málm- liti, gyllt og kopar. Pallíettur diskóáranna lifa góðu lífi. Chanel markaðssetti í sept- ember alveg nýtt rakakrem sem á að gera kraftaverk. Það heitir Sublimage og kostar litlar 230 evrur krukkan (21.000 krónur) sem er með því allra dýrasta sem gerist í kremum. Þetta nýja krem á að gera allt í einu, næra húðina, minnka hrukkur og örva endur- nýjun húðfruma. Ótrúlegt en satt, þetta dýra krem selst mjög vel og ég get svo sem tekið undir að það sé ágætt þar sem ég var svo heppinn að prófa það. Skal hins vegar ekki segja neitt um kraftaverkið, hef meiri trú á íslensku lýsi sem ég hef flutt með mér út í tíu ár. Annað sem er nú orðið ómiss- andi eru ýmiss konar hrukku- krem sem vinna á djúpum hrukk- um, til dæmis í kringum munn (blómavasinn frægi) eða á enni. Lancaster hefur til dæmis sent frá sér eitt slíkt, Wrinkle Lab. Hjá Chanel er það Micro Solu- tions sem er á boðstólum og er selt með eins konar míní-kíttis- paða. Í orðsins fyllstu merkingu á semsagt að sparsla í hrukkurn- ar! Snyrtivörusalarnir luma sömuleiðis stundum á fegurðar- leyndarmálum. Vissuð þið til dæmis að sólbrúnkukremi á að blanda saman við rakakrem áður en það er borið á andlitið til þess að liturinn verði jafn? Leyndarmál eilífrar æsku er þó ekki enn fundið þrátt fyrir lausnir fjölda snyrtivörufram- leiðenda. Líklega best að halda áfram að drekka vatn, sofa vel og taka lýsi. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.