Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 84
Ritdómurinn sem Guðmundur Finnbogason sálfræðingur skrif- aði um Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness árið 1927 var stuttur: „Vélstrokkað tilbera- smjör“. Tilberar eru þjóðsagna- verur sem sjúga mjólk úr kúm annarra og færa húsbændum sínum með því að æla henni út úr sér. Spýjuna gátu húsbændurnir brúkað í illa fengið smjör. Guðmundur átti líklega við að bók Laxness væri bókmenntalegt tilberasmjör: sundurlaust sam- krull hugmynda héðan og þaðan. Orðin voru kannski full harkaleg- ur, en það var sannleikskorn í þeim: Í Vefaranum má sjá bernsku- brek efnilegs höfundar sem síðar skrifaði margar góðar og fallegar bækur. Í nýrri ævisögu um Guðmund, Frá sál til sálar, varpar Jørgen Pind, prófessor í sálfræði við HÍ, meðal annars ljósi á af hverju Guðmund- ur hafði þessa skoðun á bók Hall- dórs. Útskýring Pinds byggir á helstu hugmynd Guðmundur sem sálfræðings: kenningunni um sam- úðarskilninginn. Guðmundur setti kenninguna fram í doktorsritgerð við Kaup- mannahafnarháskóla árið 1911, sem jafnframt var fyrsta íslenska doktorsritgerðin í sálfræði. Samkvæmt Pind er samúðar- skilningurinn að skilja sálarástand annarra með því að líkja eftir hegðun þeirra sjálfrátt eða ósjálf- rátt því þannig setjum við okkur í spor þeirra. Pind bendir á að Guðmundur hafi ekki skilið orðið samúð þannig að menn ættu bara að sýna þeim samúð sem eiga erfitt, heldur einnig að svara yfirlæti með yfir- læti. Guðmundur kallaði það að „keikjast með keikum“. Pind spyr hvort ritdómur Guðmundar um bók Laxness hafi ekki verið slíkt svar; að Guðmundur hafi séð í gegnum yfirlæti Laxness og svar- að í sömu mynt. Í bókinni er gerð grein fyrir æsku- og námsárum Guðmundar á skemmtilegan hátt. Slík umfjöllun hefur ekki áður birst á prenti. Guðmundur fæddist árið 1873, var kominn af fátæku fólki og hneigðist snemma að bókum, þótt hann fengi ekki skólafræðslu fyrr en hann var þrettán ára. Þegar Guðmundur var á sautjánda ári kenndi Einar Jónsson, prestur í Kirkjubæ, honum fyrir inntöku- próf í Lærða skólann og styrkti hann til náms. Á skólaárum sínum var Guðmundur með „fjöl- fróðustu piltum og víðlesnustu“, hafði gaman af kappræðum og hélt oft fram fjarstæðum skoðun- um. Hann viðhafði gjarnan falleg orð um konur: „þessar himnesku verur, sem eru vermandi og líf- gandi fyrir allar tilfinningar vorar ...“ og fátt fannst honum betra en að svífa um á skautum „í meyjar- faðmi“. Þrátt fyrir tal sitt um konur giftist hann ekki fyrr en hann var 41 árs. Konan hans hét Laufey Vil- hjálmsdóttir. Hún hafði strengt þess heit að eiga öngvan annan mann en hann og sendi hún honum bréf þar sem hún stakk upp á að þau kynntust. Slíkar frásagnir gefa bókinni persónulegan og innilegan blæ, og fær lesandi þá mynd af Guðmundi að hann hafi bæði verið glaðvær og alvarlegur, hafi lært og unnið, en einnig kunað að leika sér. Guðmundur hafði áhuga á menntamálum og fékk styrk frá Alþingi til að kynna sér þau erlendis og á Íslandi. Guðmundur byggði frumvarp um barna- fræðslu sem varð að lögum árið 1907 á þessum rannsóknum. Með lögunum því var í fyrsta sinn komið á vísi að almennri skóla- skyldu á Íslandi. Þrátt fyrir starf sitt fékk Guð- mundur ekki embætti fræðslu- málastjóra árið 1905 því hann „tal- aði af sér“ embættinu með því að gagnrýna Hannes Hafstein ráð- herra í „Símamálinu“ svokallaða: deilu um lagningu sæstrengs til Íslands. Pind segir að Guðmundur hafi líklega verið fyrstur íslenskra embættismanna til að fá að kenna á afleiðingum þess að vera uppsig- að við ráðherra. Sem ungur maður átti Guð- mundur í keppni við Ágúst H. Bjarnason heimspeking. Sam- keppnin hófst þegar þeir voru í námi í Kaupmannahöfn og börðust um námsstyrk sem kenndur var við Hannes Árnason kennara. Ágúst fékk styrkinn því einn af kennurum þeirra, Harald Høff- ding, mælti með honum vegna þess að hann væri gætnari en Guð- mundur, sem væri gjarn á að „halda fram fjarstæðum“. Nokkrum árum síðar var Ágúst settur prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands en ekki Guðmund- ur. Þetta mótlæti kom illa við Guð- mund og var stirt á milli þeirra um tíma. Síðar talaði Ágúst máli Guðmundar svo hann yrði ráðinn prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1918. Bókin er aðallega fræðileg ævi- saga, í henni er ekki gerð heild- stæð grein fyrir lífi Guðmundar Finnbogasonar. Í bókina vantar umfjöllun um atriði sem Guð- mundur er þekktur, og jafnvel umdeildur, fyrir, til dæmis hug- myndir hans um mannkynbætur. Ævisagan er byggð upp í kringum sálfræðinginn Guðmund; sögunni lýkur eiginlega þegar Guðmundur hættir að stunda sálfræði árið 1924 eftir að embætti hans við Háskóla Íslands var lagt niður. Höfundurinn gerir grein fyrir síð- ustu tuttugu árunum af ævi Guð- mundar á þrettán blaðsíðum. Frá þeim tíma gegndi hann stöðu landsbókavarðar til ársins 1943 – ári áður en hann lést. Í bókinni gerir Pind stuttlega grein fyrir kenningum margra af helstu forvígismönnum sálfræð- innar í Evrópu og í Bandaríkjun- um og bendir á tengsl þeirra við hugmyndir Guðmundar. Umfjöll- unin er örugglega þörf fyrir áhugamenn um sögu sálfræðinn- ar, og upphaf hennar hér á Ísland. Guðmundur var í sambandi við marga þekkta sálfræðinga og fræðimenn á þessum tíma, meðal annars William James í Banda- ríkjunum, Alfred Lehmann og Harald Høffding í Danmörku og Henri Bergson í Frakklandi. Þegar Pind kynnir þessa erlendu hugs- uði til sögunnar gefur hann yfirlit um helstu hugmyndir þeirra. Helsti ljóðurinn á bókinni er að þessi umfjöllun þjónar of stóru hlutverki í frásögninni. Fyrir vikið verður bókin stundum eins og yfirlitsrit um sögu sálfræðinnar. Þessi bók er tímabær því Guð- mundur Finnbogason var frum- kvöðull á mörgum sviðum andlegs lífs á Íslandi. Hann var einn helsti brautryðjandi sálfræðinnar á Íslandi, og einn helsti merkisberi heimspekinnar hér á landi á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Hann var auk þess frumkvöðull á sviði menntamála, hagnýtra vinnuvís- inda og nýyrðasmíða. Það er gaman að lesa þessa bók því um er að ræða sögu sem ekki hefur verið sögð áður: söguna af ævi Guðmundar Finnbogasonar. Og þó að þessi saga sé aðeins sögð til hálfs þá er um að ræða góða, skemmtilega og vandaða ævisögu. Höfundurinn tekur fram að það bíði annars manns að skrifa heild- stæða ævisögu um Guðmund. En það verður ekki annað sagt en að Pind hafi tæmt það viðfangsefni sem hann tekur fyrir: að skrifa um sálfræðinginn Guðmund Finn- bogason. Bókin er skrifuð á afar skýru og skiljanlegu máli og er með öllu laus við tilgerð eða upp- hafið málfar; þess vegna er hún afar læsileg. Pind hefur unnið verk sitt vel og á hrós skilið fyrir að bregða upp mynd af lífshlaupi þessa merkilega og skapandi manns. Ævisaga skapandi hugsuðar Uppskriftir að höfundi Sýnt þykir að á þessu ári breytist bókamarkaður á Ís- landi ekki verulega. Þó hafa komið fram fullyrðingar að hlutur þýddra fagurbók- mennta sé enn að dragast saman. Um helgina verða Bókatíðindin gefin út í 114 þúsunda upplagi. Þetta ársrit er að verða helsta heim- ild um íslenska útgáfu en segir þó ekki alla söguna því sumir útgef- endur treysta sér ekki til að koma verkum sínum þar á framfæri, einkum einyrkjar. Ljóst er af hand- riti Bókatíðinda sem hefur verið aðgengilegt á vef um nokkurt skeið að ekki dregur úr fjölda útgefinna titla. Fjölbreytnin eykst frá ári til árs og stækka flokkar ýmiskonar handbóka. Þá fer fjölg- andi titlum í flokkum sem áður komu út stök ár og voru einkum ætl- aðir erlendum kaupend- um, eins og bókum ljós- myndara sen hafa ekki í fyrri tíma verið fleiri. Erlendis hefur útgáfa á hljóð- bókum eða lesnu efni á spólum verið afar vinsæl um langt skeið. Hér á landi fer sá flokkur stækk- andi, ekki bara fyrir þá sem eiga erfitt með lestur vegna sjóndepru, heldur líka fyrir börn, unglinga og fullorðna. Erlendis sjá menn þá þróun fyrir að brátt verði hægt að hlaða niður hljóðskrám með lestri fagurbókmennta, reyfara, sagna fyrir börn, og leiðarvísa af ýmsu tagi. Sú kynslóð sem nú gengur með ipoda mun vafalítið sækja margt annað á slíka banka verði þeir opnaðir. Fjórtán nýir titlar eru skráðir í ný Bókatíðindi af hljóðbókum. Stærst er útgáfa á Njálu, en minni verk fyrir ýmsa aldurshópa fylgja, þjóðlegur fróðleikur, Borgfirsk blanda, sögur fyrir börn, skáldsög- ur fyrir fullorðna og háskasögur með heimildastíl. Þrjú útgáfu- fyrirtæki sinna þessum mark- aði: Dimma, Hörpuútgáfan og hljóðbók.is. Athygli vekur að stóru forlögin hafa ekki lagt inn á þennan markað. Ekkert íslenskt fyrirtæki býður upp á niðurhal af vef sínum í dag, ekki einu sinni af bókum frá liðnu ári. „Athæfi þeirra er í fyrnskunni voru líkaði oss að forvitna og rannsaka, því að þeir voru listugir í vélum sínum, glöggsýnir í skynsemdum, hyggnir í ráðagerðum, vaskir í vopnum, hæverskir í hirðsiðum, mildir í gjöfum, og að alls konar drengskap hinir frægjustu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.